Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Yfirlýsing forsætisráðherrafundar EFTA-ríkjanna: Meira samstarf EF EB eflir hagsæld E1 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Birta páskahátíðarinnar Margir hafa líklega rekið upp stór augu, þegar þeir lásu það í Morgunblaðinu sínu í gær, að blessuð lóan væri komin. Hún sást spíg- spora í fjörunni í Viðey á vor- jafndægri, 21. mars. Undrun- in stafar ekki af því, að þessi vorboði sæki okkur heim, heldur hinu að hann skuli koma svona snemma í því tíðarfari sem hefur hrellt okk- ur frá jólum. Koma lóunnar á alhvíta jörð minnir okkur á andstæðumar í náttúrunni. Hún er gleðileg áminning um að veturinn fer að hörfa fyrir vorinu og síðan tekur sumarsólin að skína í allri sinni dýrð. Kristinn boð- skapur páskanna er svipaður. Hinn krossfesti Kristur rís upp frá dauðum, ljósið sigraði myrkrið. Unnt er að brjóta af sér hlekkina og öðlast fyrir- gefningu syndanna. í vestrænum þjóðfélögum hefur þeim félagsskap manna vaxið fiskur um hrygg á und- anfömum árum og áratugum, sem sameinar þá er berjast daglegri baráttu til að sigrast á neyslu vímuefna, einkum áfengis. Innan AA-samtak- anna er unnið fórnfúst starf í kyrrþey sem hefur orðið mörgum einstaklingi og margri fjölskyldu til bjargar og gefið jafnt börnum sem fullorðnum nýja trú á lífið. Það er táknrænt fyrir þessi samtök, að þau efna jafnan til almenns stórs fundar í Háskólabíói á föstudaginn langa; daginn sem krossfest- ingarinnar er minnst og fyrir- heitið var gefið um að syni Drottins væri fórnað til að mennimir fengju syndaaf- lausn. Um þessa páska verður þess minnst, að íslensku AA- samtökin voru stofnuð fyrir 35 ámm. Inntakið í boðskap AA- samtakanna samrýmist vel viðhorfum kristinna manna, sem eiga hver um sig að vera ábyrgir gagnvart sjálfum sér og bogna ekki undan þunga daglegs lífs og sækja styrk sinn til Guðs. í dag starfa 190 deildir AA-samtakanna um land allt og þar af era í Reykjavík 90 deildir, erlendis era 5 íslenskumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku, og er fundarsókn allt frá 5-10 manns og uppí 150 manns á fundi. Af þessum tölum má sjá, að í viku hverri hittast hundrað manna innan vé- banda AA-samtakanna í því skyni að vinna bug á veikleika sínum gagnvart víni eða öðr- um vímuefnum. Víða er þetta göfuga og mannbætandi starf unnið í tengslum við kirkjur og í húsakynnum þeirra. Viðhorf okkar íslendinga til baráttunnar gegn áfengis- bölinu hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Öll þekkj- um við störf SÁÁ, en sá fé- lagsskapur starfar í anda AA-samtakanna. Þeir sem hafa gengið áfengi eða fíkni- efnum á hönd og sigrast síðan á því böli lýsa oft eigin lífí á þann hátt, að þeir hafí fæðst á nýjan leik. Eða eins og AA-samtökin segja sjálf: „AA-samtökin lofa ekki nein- um bata, en benda má á, að mikill fjöldi fólks hefur öðlast nýtt viðhorf til lífsins eftir að hafa kynnst AA-samtökunum og fengið að njóta þess að komast úr myrkri ofdrykkj- unnar yfír í ljós og birtu eðli- legs mannlífs, án áfengis." Páskamir era fyrirheit um birtu og yl, um að við fáum að njóta þeirrar blessunar Guðs að sjá náttúrana lifna og blómgast á nýjan leik. Lóan er lifandi staðfesting á því nú í vetrartíðinni að vorið er á næsta leiti. Umbreytingin þarf þó ekki aðeins að vera bundin við tíðarfarið og jörð- ina sem við þurfum að hlú að af sífellt meiri nærgætni, heldur getur hún einnig náð til okkar sjálfra, ef við viljum það hvert og eitt eins og AA-samtökin hafa sýnt og sannað með starfi sínu. Nái hinn kristilegi boðskapur páskanna að festa rætur í hug og hjarta mannanna leggst ekki myrkur á sál þeirra, þótt í móti blási heldur ýtir birta upprisunnar áhyggjum og kvíða á braut. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska, Morgunblaðið birtir hér í heild, í þýðingu íslenskra stjórn- valda, lokaályktun fundar for- sætisráðherra EFTA-landanna. 1. Við, forsætisráðherrar ríkis- stjóma aðildarríkja Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA) hittumst í Osló 14. og 15. mars 1989 til að ræða framlag EFTA til samruna Evrópu, samskipti EFTA-ríkjanna og aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) og markmið EFTA í heimsvið- skiptum. 2. Við ítrekum skuldbindingar ríkja okkar varðandi samruna Evr- ópu. Við teljum að stefna og sam- vinna EFTA-ríkjanna á alþjóðavett- vangi stuðli að pólitísku og félags- legu jafnvægi í Evrópu. Við erum þar af leiðandi sannfærð um að meiri samræming efnahagslífs EFTA-landanna og Evrópubanda- lagsins styrki Evrópu og auki hag- sæld hennar. 3. Við lýsum ánægju okkar með framlag Evrópubandalagsins til meiri samræmingar með því að koma á einum innri markaði árið 1992. Grundvöllur að samvinnu okkar við Evrópubandalagið er sameiginlegur menningararfur, sameiginlegar hugmyndir um grundvallargildi lýðræðis og mann- réttinda, landfræðileg nálægð og hversu háðar þjóðimar eru hver annarri á sviði iðnaðar, viðskipta og tæknilegrar þróunar. Við erum sammála um að óhindruð viðskipti og opnir markaðir séu mikilvægir til að stuðla að efnahagsþróun og fullri atvinnu. Við erum reiðubúin til að taka höndum saman við ríki Evrópubandalagsins til að bæta velferð ríkisborgara okkar. 4. Við ítrekum markmið Stokk- hólmssáttmálans og fríverslunar- samninganna við EB svo og sameig- inleg markmið með Evrópubanda- laginu eins og þau birtast í Lúxem- borgaryfirlýsingunni árið 1984 um að koma á fót samræmdu og virku evrópsku efnahagssvæði (EES), sem nær til allra aðildarríkja EFTA og EB. 5. Við lýsum ánægju með þann árangur sem náðst hefur í að af- Hér birtist í heild ræða Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra á fundi EFTA- landanna í Osló 14.-15. mars: Leyfist mér, frú forsætisráð- herra, að hefja mál mitt með þv! að þakka fyrir íslands hönd það frumkvæði yðar að kveðja saman þennan fund. Fundur í þessu fagra umhverfi hér á Holmenkolen í Osló hvetur til jákvæðrar niðurstöðu af viðræðum okkar. Við höfum kosið að koma saman til fundar á mjög mikilvægum tíma- mótum í sögu samstarfs okkar inn- an EFTA. A þessum fundi höldum við áfram þeirri viðleitni að sam- ræma skoðanir okkar og aðlögun að þróun mála í Evrópu. Það er ekki nýtt. Þetta hefur verið sam- felld þróun margra ára, mörg mikil- væg skref hafa verið stigin til þess að styrkja samstarf EFTA-ríkj- anna. nema hindranir í vöruviðskiptum með iðnaðarvörur. Tollar og magn- takmarkanir hafa verið felldar niður og uppruna- og tollmeðferð hefur verið einfölduð. Verulegur árangur hefur náðst á sviði tæknilegra reglugerða svo og varðandi örygg- is- og heilbrigðiskröfur. Þessi þróun hefur styrkt tengsl EFTA og EB enn frekar og stöðu EFTA og EB sem mikilvægustu viðskiptaaðila hvors annars. 6. Samstarf okkar hefur aukist á sviði rannsókna og þróunar og samningar eru fyrirhugaðir til að auðvelda hvers konar þjónustuvið- skipti. A sviði menntamála og um- hverfísvemdar miðar starfínu áfram og hefur smám saman náð til fjármagnshreyfinga og nokkurra þátta er snerta óhindraðan flutning fólks á milli landa. Á vissan hátt hefur þessi víði samstarfsvettvang- ur þó að öllu leyti verið í samræmi við metnað okkar og væntingar. 7. Við þurfum að takast á við sömu hindranir og EB í uppbygg- ingu hins evrópska efnahagssvæðis. Sú leið sem við ákváðum að fara í hinni sameiginlegu Lúxemborgar- yfírlýsingu skilar okkur á rétta leið. Við stefnum hins vegar að því að styrkja okkar sérstæða samband við EB á grundvelli jafnvægis á milli réttinda og skuldbindinga. Með hliðsjón af því viðurkennum við að leggja þarf fram aukið starf og nýjar hugmyndir og viljum þannig kanna þá möguleika sem við höfum til að ná þessu markmiði. 8. í þessu sambandi lýsum við ánægju okkar með yfirlýsingu frá fundi æðstu manna Evrópubanda- lagsins sem haldinn var á Rhódos þar sem bandalagið óskaði eftir nánari og auknum samskiptum við ríki EFTA og yfirlýsingu Spánvetja, sem nú fara með formennsku í EB-ráðinu þess efnis að þeir lítið á samskipti EFTA og EB sem helsta forgangsverkefni sitt. Á sama hátt lýsum við ánægju okkar á frum- kvæði forseta framkvæmdastjómar bandalagsins, Jacques Delors, á Evrópuþinginu þann 17. janúar þar sem hann lagði til að teknar yrðu upp ítarlegar viðræður um umfang EFTA hófst sem fríverslunar- svæði fyrir iðnaðarframleiðslu ein- göngu. Nú er EFTA samstarfsvett- vangur meðlimaríkjanna á íjöl- mörgum sviðum. Öll þessi starfsemi er í þeim yfirlýsta tilgangi að und- irbúa EFTA-löndin fyrir náið sam- starf við Evrópubandalagið. Tíminn heftir liðið hratt. Við nálgumst það óðfluga að innri markaður Evrópubandalagsins verði að raunveruleika. Enginn virð- ist efast um að þessu markmiði verði náð í lok ársins 1992. Auk þess hefur töluvert áunnist á hinum þremur svonefndu frelsissviðum, fjármagnsins, þjónustunnar og vinnuaflsins. Með víðtækan samruna Evrópu á næsta leiti geta mikilvægar ákvarðanir ekki lengur beðið. Sér- hvert land verður að taka sínar ákvarðanir. Við erum öll Evrópubúar. Við viljum samvinnu Evrópuþjóða, og stofnanlegan ramma nánari samvinnu við EFTA-ríkin. 9. Við svörum frumkvæði Delors á jákvæðan hátt og lýsum yfír vilja okkar til að kanna með EB að- ferðir og leiðir til að ná fram kerfís- bundnara samstarfí með sameigin- legri ákvarðanatöku og stjómstofn- unum til þess að samstarf okkar verði árangursríkara. 10. Við gerum ráð fyrir því að fyrirhugaður ráðherrafundur EFTA og EB sem haldinn verður í Bruss- el 20. mars leggi grunninn að því að hefja viðræður um framtíðar- form og umfang samvinnu milli EFTA-ríkja og bandalagsins í ná- inni framtíð. 11. Við gerum ráð fyrir því að samningaviðræður leiði til sam- komulags, að svo miklu leyti sem það er mögulegt, um óhindraðan flutning á vöru, þjónustu, fíármagni og fólki, með það að markmiði að koma á einu samræmdu evrópsku efnahagssvæði. Við erum því reiðu- búin til að kanna ýmsa möguleika og leiðir til að styrkja formleg tengsl milli EFTA-ríkjanna og EB. Við myndum ekki útiloka neinn valkost innan ramma framtíðarvið- ræðna okkar við EB. 12. Við sjáum verulegan gagn- kvæman hag í að þróa samstarf okkar á öðrum sviðum, en þeir sem tengjast beint áæluninni um innri markaðinn. Við höfum sérstakan áhuga á að stefna að: — víðtækri þátttöku þeirra aðila innan EFTA sem stunda rannsókn- ir og iðnþróun í rannsókna- og þró- unaráætlunum bandalagsins og leggja þannig fram verulegan skerf til að bæta samkeppnisstöðu evr- ópsks iðnaðar. — auknu samstarfí á sviði menntamála til að auðvelda óhindr- uð skipti á nemendum, kennurum og vísindamönnum og veita gagn- kvæmar viðurkenningar prófskír- teina. — finna lausn á svæðisbundnum og alþjóðlegum umhverfísvanda- málum með því að leggjast á eitt og samræma starfsemi á þessu sviði um alla Evrópu. Við erum sammála þeirri skoðun að markmiðið með efnahagslega sterka sameinaða Evrópu, Evrópu sem afl jafnvægis og friðar í heiminum. En við erum vissulega einnig, og e.t.v. fyrst og fremst, skulum við viðurkenna, í leit að betri lífskjörum fyrir eigin þjóð. Það er óbifanleg sannfæring mín, að aðeins sterk, sjálfstæð og fullvalda þjóð fái þjónað bæði hinu sameiginlega evrópska markmiði og sínum eigin svo að vel megi fara. Því verður sérhvert land að meta sjálft hverju það getur fómað og hvað það muni fá. í fáum orðum mun ég Ieitast við að lýsa stöðu íslands. Eins og þið vitið er mannfjöldi á íslandi aðeins 250 þúsund manns. Landið er því það langminnsta að fólksfjölda af EFTA-löndunum. Auk þess, þó að ísland tilheyri vissulega Evrópu, er það staðsett Ijær meginlandinu en nokkur annar meðlimur. Fjarlægðin gerir fá- mennri þjóð erfitt að taka af krafti Stemgrímur Hermannsson á EFTA-fiindi: Islendingar sjálfír hafí stj ó rn náttúruauðlinda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.