Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 4 Mmnisblað lesenda MORGUNBLAÐIÐ veitir les- endum sínum að venju upplýs- ingar um heilsugæslu, sérleyf- isferðir, strætísvagna og aðra þjónustu um bænadaga og páska. Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans er opin allan sólar- hringinn. Sími þar er 696600. Læknaþjónusta Helgarvakt lækna er frá klukkan 17 á miðvikudegi fyrir páska til klukkan 8.00 á þriðju- dagsmorgni eftir páska. Síma- númer vaktarinnar er 21230. Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfjabúðir í síma 18888, sem er símsvari Læknafé- lags Reykjavíkur. Tannlæknavakt Á skírdag, fostudaginn langa og laugardaginn fyrir páska verður tannlæknastofa Sigurgísla Ingi- marssonar, Garðatorgi 3 Garðabæ, sími 656588, opin frá kl. 10-12. Á páskadag verður tannlæknastofa Hannesar Ríkharðssonar, Ármúla 26, sími 685865, opin frá klukkan 10-12, og á annan í páskum verður tann- læknastofa Sæbjöms Guðmunds- sonar, Þingholtsstræti 11, sími 10699, opin frá klukkan 10-12. Upplýsingar um neyðarvakt Tannlæknafélagsins eru veittar í síma 18888. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafnarfirði 51100 og slökkviliðið á Akureyri 22222. Lögregla Lögreglan í Reykjavík hefur símann 10200, en neyðarsími hennar er 11166 og upplýsing- asími 11110. Lögreglan á Akur- eyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og Hafnarfírði 51166. Sjúkrabifreiðir í Reykjavík er hægt að leita aðstoðar sjúkrabifreiða í síma 11100, í Hafnarfírði 51100 og Akureyri 22222. Lyflavarsla Á skírdag er Borgarapótek opið til klukkan 8.00_ að morgni föstudagsins langa. Á föstudag- inn langa, páskadag og annan í páskum verður Holts apótek opið allan sólarhringinn, en á laugar- daginn verður Laugavegs apótek opið til kl. 22.00. Bilanir Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu og gatnakerfí tilkynnist til Véla- miðst-ðvar Reykjavíkur í síma 27311. Þar verður vakt allan sólarhringinn frá skírdegi til ann- ars í páskum. Símabilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá klukkan 8.00 til 24.00 alla daga. Rafmagnsveita Reykjavíkur er með bilanavakt allan sólarhring- inn í síma 686230. í neyðartilfell- um fara viðgerðir fram eins fljótt og auðið er. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjón- ustur eru á bls. 32 og 33 í C blaði. Skrá yfír fermingarböm er á blaðsíðum 10, 11 og 12 í C blaði. Dagskrár útvarps- og sjónvarpsstöðva Dagskrár útvarps- og sjón- varpsstöðvanna, ásamt efnisúr- dráttum nokkurra dagskrárliða eru á bls. 1-12 í B blaði. Afgreiðslutími verslana og söluturna Leyfílegt er að hafa verslanir opnar frá klukkan 9.00 til 16.00 laugardag fyrir páska, en að öðru leyti verða þær lokaðar um pásk- ana. Sölutumar mega vera opnir á skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum til klukkan 23.30, en verða að venju lokaðir á föstudaginn langa og páska- dag. Afgreiðslutími bensínstöðva Á skírdag og annan í páskum verða bensínstöðvar opnar frá klukkan 12.00 til 16.30, en á laugardag fyrir páska frá klukk- an 7.30 til 20.00. Þær verða hins vegar lokaðar á föstudaginn langa og páskadag. Bifreiðastjómm er einnig bent á sjálfsala sem eru á bensíntöðv- um víðs vegar um borgina og á landsbyggðinni. Strætisvagnar Reykjavíkur Á skírdag verður ekið eins og á sunnudögum, föstudaginn langa hefst akstur um klukkan 13.00 og verður ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Á laugar- dag fyrir páska hefst akstur á venjulegum tíma og verður ekið samkvæmt laugardagstímatöflu. Á páskadag hefst akstur um klukkan 13.00 og verður ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu og á annan í páskum verður ekið eins og á sunnudögum. Strætisvagnar Kópavogs Á skírdag verður ekið eins og venjulega á sunnudögum, föstu- daginn langa hefst akstur um klukkan 14 og eftir það verður ekið eins og á sunnudögum, laug- ardaginn fyrir páska verður ekið eins og á venjulegum laugar- degi, páskadag verður ekið eins og föstudaginn langa og annan í páskum verður ekið eins og á sunnudögum. Mosfellsleið Á skírdag og annan í páskum verður ekið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Engar ferðir verða á föstudaginn langa og páska- dag. Langferðabifreiðir Gera má ráð fyrir því að um þessa páska ferðist um 5000 manns með sérleyfísbifreiðum. Á skírdag verður ekið á öllum leið- um samkvæmt áætlun, en á föstudaginn langa og páskadag eru engar ferðir á lengri leiðum, en ekið á styttri leiðum sam- kvæmt stórhátíðaráætlun. Á annan í páskum er ekið sam- kvæmt sunnudagsáætlun á flest- um sérleyfum og __ aukaferðum gjarnan bætt við. Áætlanir sér- leyfísbíla um páskana kynnu að breytast vegna ófærðar og óveð- urs, og eins má búast við sein- kunum ef færð á vegum landsins er erfíð. Allar upplýsingar um sérleyfísferðir veitir BSI í síma 91-22300. Vegaeftirlit Símsvari Vegaeftirlitsins veitir upplýsingar um færð á helstu vegum í símum 91-21000, 91-21001 og 91-21002. Vegaeft- irlitið verður einnig með vakt frá kiukkan 8.00 til 12.00 á skírdag, laugardag fyrir páska og annan páskadag. Tilkynningarþjónusta fyrir ferðamenn Ferðamenn geta hringt í síma 91-686068 allan sólarhringinn og látið vita um ferða- og tímaá- ætlun sína, þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir komi þeir ekki fram á réttum tíma. Eru ferðamenn hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu hvort heldur sem um er að ræða stuttar eða langar ferðir. Þjón- usta þessi er rekin af Landssam- bandi hjálparsveita skáta og Landssambandi flugbjörgunar- sveita í samvinnu við vaktfyrir- tækið Securitas, ferðafólki að kostnaðarlausu. —1\: l^\ o9 Ski,darta4'"'K'-uV V?o0 23 30 Gledilega páska (LO' Hraórétta veitingastaóur í hjarta borgarinnar JK/úWíngastaóurínn SOUTHERN FRIED CHICKEN á horni Tryqgvagötu og Pósthusstrætis Suui 16480 Surniutmdur seldi í Bremerhaven Djúpavogi. TOGARINN Sunnutindur seldi á mánudag í Bremerhaven 128 tonn fyrir 14,8 milljónir króna. Meðalverð var tæpar 116 krónur fyrir kílóið. Um var að ræða blandaðan afla, mest karfa, smá- lúðu og ufsa. Fyrir kílóið af karfá fengust mest 178 krónur. Afli Djúpavogsskipa er nú orð- inn tæp 1200 tonn frá áramótum. Þar af hefur Sunnutindur veitt 563 tonn, Stjömutindur 390 tonn og Geir ÞH 131 tonn. Minni bátar hafa veitt 119 tonn. Vinna hefur verið nokkuð jöfn frá áramótum og mikið hefur verið að gera í SNYRTIVÖRU-S KYNNING miövikud. 29. mar; kl. 10-16 \Xj JbtAys PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR MARÍA snyrtivörudeild STYKKISHÓLMI marsmánuði. Tíðarfar hefur verið ryssjótt en stillt það sem af er mánuðinum. Ingimar. IJtgáfufyrirtækin Gramm hf. og Smekkleysa sm. hafa gert samning við Steina hf. um að sjá um alla heildsöludreifingu á þeim hljómplötum, kassettum og geisladiskum sem fyrirtækin gefa út eða flytja inn. Einnig verður skv. samningunum unnið að því að ná sem mestri hag- kvæmni í markaðssetningu út- gáfiia og innflutnings fyrir- tækjanna. Það skal sérstaklega tekið fram að Steinar hf. munu engin af- skipti hafa af ákvörðunum Grammsins og Smekkleysu um útgáfu og mun samningurinn væntanlega styrkja þessa og aðra þætti fyrirtækjanna, þar sem betri tími mun gefast til að sinna þeim eftir en áður. Steinar hf. hefur að undanfömu lagt aukna áherslu á þann hluta rekstrarins, sem er sérhæfíng sem dreifíngaraðili á hljómplötum fyrir aðra útgefendur. Hefur fyrirtækið flárfest í tölvu- og hugbúnaði til að geta sinnt þessu hlutverki enn betur. Gramm og Smekkleysæ Steinar sjá um heildsölu- dreifingu (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.