Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
47
Ávarp á Alþjóða leik-
húsdeginum 27. mars
eftirÆvarR. Kvaran
Ekki þykir þeim sem þetta skrif-
ar óveiðeigandi að líkja listgrein við
fagurt blóm. Þeir sem best þekkja
lífsskilyrði blóma segja okkur, að
ekki skipti litlu máli í ræktun þeirra
að fijómoldin sé góð og næringar-
rík.
Úr hvers konar jarðvegi hefur
íslensk leiklist vaxið? Því er fljót-
svarað. Hún er vaxin úr þeim jarð-
vegi, sem óþreytandi störf áhuga-
manna í þessari listgrein hafa árum
saman lagt fram _af ósérplægni og
miklum dugnaði. Ég hygg, að áhugi
íslendinga á leiklist sé almennari
en hjá nokkurri annarri þjóð. Við
unnum öll leiklistinni. Ekki einung-
is þeir sem við hana starfa, heldur
allur almenningur.
Allir helstu leikarar íslands á
efri árum og miðaldra eiga upphaf
sitt sem slíkir á sviðum leikhúsa
áhugamanna.
Til dæmis voru allir þeir, sem
fyrstum gafst tækifæri til þess að
vinna fyrir sér með leiklistarstörf-
um hjá Þjóðleikhúsinu, komnir beint
úr áhugamannaleikhúsinu við
Tjörnina, Leikfélagi Reykjavíkur,
sem nú er að vísu skipað atvinnu-
mönnum í þessari listgrein. Sjálfur
var sá sem þetta skrifar einn úr
þeim gæfusama hópi. Eftir hálfrar
aldar starf við leiklist eru þó feg-
urstu og dásamlegustu minningarn-
ar bundnar við starfið sem ungur
maður hjá leikfélaginu við Tjörpina.
Meðal þeirra, sem átt hafa heilla-
vænlegan þátt í því að halda
íslenskri leiklist lifandi, eru til
dæmis ýmsir framhaldsskólar, sem
margir standa fyrir árlegum leik-
sýningum, sem jafnan er mjög vel
tekið.
Sá sem þetta skrifar er einn
þeirra, sem þannig komst fyrst í
kynni við þessa listgrein.
Ég gleymi aldrei fyrstu kynnum
mínum af leiklist áhugamanna víða
um land, þegar ég eftir nám erlend-
is var beðinn að aðstoða við slíkar
leiksýningar. Þar tel ég mig fyrst
hafa kynnst áhuga á listgrein, sem
lýsti sér í endalausri fórnfysi,
óeigingimi og dugnaði. Þetta
þekkja allir, sem borið hafa gæfu
til þ>ess að stjóma leiksýningum
útum land. Meðal þeirra, sem við
leiklist fást víða um land, ber því
Ævar R. Kvaran
mikið á mannkostum, sem allir
gætu tekið sér til fyrirmyndar.
Þetta er jarðvegurinn, sem
íslensk leiklist er vaxin úr, og er
hann góður. Ég taldi þess vegna
skyldu mína (sjálfur orðinn leikari
að atvinnu) að reyna að gera eitt-
hvað að gagni fyrir þetta dásamlega
áhugasama fólk og stofnaði í þeim
tilgangi Bandalag íslenskra leik-
félaga, sem síðan hefur vaxið og
blómgast, íslenskri leiklist til heilla.
Þeir, sem nú geta haft atvinnu
af leiklistarstörfum, mega aldrei
gleyma því úr hvaða jarðvegi þessi
listgrein er sprottin.
Hagstætt verð
Borðstofuborð og 4 stólar
Verð kr. 58.000 afb. kr. 52.000 stgr.
Greiðslukortaþjónusta
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLA 8, SfMI 82275
Höfúndur er leikari.
HÖLDUM
TAKTI MEÐ
HÆKKANDI
SÓL!!
Nú er vor í lofti og við hvetjum alla til að mæta sól og
sumri í fínu formi. Fátt reynist betur en 9 vikna vornámskeið
í Kramhúsinu, sem hefjast 3. apríl, og úrvalið er við allra hæfi:
□ MÚSÍKLEIKFIMI
(þol - teygjur - dans)
Kennarar: Hafdís, Elísabet og Agnes.
Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar.
ATH!: Sérstakir karlatímar í hádeginu.
□ JASSDANS FYRIR BYRJENDUR
Kennari: Agnes Kristjánsdótir.
□ KLASSÍSKUR BALLET
Kennari: Hany Hadaya.
□ NÚTÍMA DANS
Kennari: Hany Hadaya.
□ BLUES
Kennari: Hany Hadaya.
□ „KARNIVAL" hressir og fjörugir
leikfimitímar með suður-amerískum púlsi.
Kennari: Joan Da Silva frá Brasilíu.
□ LEIKLIST FYRIR BÖRN 7-12 ára.
Kennari: Sigríður Eyþórsdóttir.
□ LEIKIR OG SPUNI FYRIR BÖRN
4-7 ára, laugardaga frá kl. 12-13. á sama
tíma geta foreldrar verið í músíkleikfimi.
□ ANGENTÍNSKUR TANGÓ
□ FLOTT FORM
7 bekkja æfingakerfið fyrir fólk á öllum aldri.
Styrkir - liðkar - grennir og veitir slökun.
ATH.: Stórlækkað verð
Innritun alla daga frá kl. 9.30-18.00. Símar: 15103 og 17860.