Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 52

Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 a' { ’ AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIK INDRIÐASON Fríverslun með físk í EFTA-löndunum: MÁLINU LOKIÐ MEÐ SIGRIÍSLENDINGA NÍTJÁN ára gömlu baráttumáli íslendinga innan EFTA, fríverslun með fisk, er nú lokið með sigri þeirra. Leiðtogafimd- ur EFTA i Osló samþykkti óvænt, í ályktun sinni, að sam- þykkja fríverslun með fisk frá 1. júlí 1990. Sá fyrirvari er þó gerður að Finnar mega áfram setja tolla á lax og Eystra- saltssíld en verða að leggja fram áætlun um afiiám þessara sérréttinda sinna fyrir 1. jan- úar 1993. Fríverslun með fisk var ekki á dagskrá þessa leiðtogafundar sem sérstakt mál heldur átti að ræða það á utanríkisráðherrafundi EFTA í júní n.k. Þá átti að liggja , fyrir álit háttsettrar embættis- mannanefndar um málið en nefnd þessi var skipuð að tillögu Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra á EFTA-fundinum í Tampere í fyrra. Fulltrúi íslands í embættis- mannanefndinni er Hannes Haf- stein ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins. Hann segir að nefndin hafí enn ekki lokið störf- um, að minnsta kosti einn fundur er áformaður á hennar vegum áður en utanríkisráðherrafundur- inn verður haldinn. Hann vill því lítið tjá sig um málið utan að vit- að var að það strandaði á afstöðu Finna. Það sem gerðist á leiðtogafund- inum í Osló hinsvegar, og hjó á hnútinn í þessu máli, var þrýsting- ur af hálfu íslendinga. Þeir neit- uðu á síðustu stundu að skrífa undir lokaályktun fundarins nema ákvæði um fríverslun með fisk væri þar inni. Afstaða íslendinganna á leið- togafundinum um þetta efni var ljós en samkomulag um málið náðist ekki fyrr en á skyndifundi forsætisráðherrana skömmu fyrir blaðamannafund þann sem lokaá- lyktunin var kynnt á. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Morgunblaðið eftir blaðamanna- fundinn að hann hefði tilkynnt hinum leiðtogunum að íslendingar myndu ekki standa við lokaálykt- unina nema frjáls verlsun með fisk fengist viðurkennd. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra Svía gaf þá'eftir í afstöð- unni til Finna og hjó þannig á hnútinn. Norðmenn voru þá orðn- ir þungir á brúnina vegna þessar- ar uppákomu og töldu að íslend- ingar væru að eyðileggja fundinn fyrir gestgjafanum Gro Harlem Brundtland. Afnám viðauka E Það sem þetta mál hefur snúist um er viðauki E í sáttmála EFTA landanna. í honum er að finna þær sjávarafurðir sem ekki njóta tollfríðinda eða fríverslunar innan EFTA. Afurðir þessar eru ferskur og heilfiystur fískur, saltfiskur, þurrkaður og reyktur fiskur og nokkrar tegundir krabbadýra. Frosin fiskflök og rækjur falla hinsvegar ekki undir viðaukann. Allt frá því að íslendingar gengu í EFTA árið 1970 hafa þeir barist fyrir afnámi viðauka E. Ekki af því að miklir viðskipta- hagsmunir væru í húfi heldur hafa þeir talið að um grundvallar- atriði væri að ræða, að fá al- þjóðleg samtök á borð við EFTA til að fallast á þá meginreglu að verslun með fisk ætti að vera fijáls. Slíkt væri svo hægt að nota sem röksemd í samningum íslendinga við önnur alþjóðleg samtök um fiskverslun. Það sem einkum hefur staðið í vegi fyrir því að viðauki E fengist afnuminn er hörð andstaða Svía. Þeir hafa ætíð sagt að skoða ætti málið í heild og fella niður öll gjöld og styrkveitingar í sjávarút- vegi áður en viðauki E væri af- numinn. Þetta beinist einkum að Norðmönnum sem eru stærstu seljendur fisks á markaði í Svíþjóð. Norðmenn hafa styrkt mjög sjávarútveg sinn og notað til þess hagnaðinn af olíuvinnslu sinni. Þetta gera Norðmenn undir merkjum byggðastefnu en örygg- ismál koma einnig inn í dæmið. Norðmönnum finnst nauðsynlegt að halda nyrstu landsvæðum sfnum í byggð af öryggisástæð- um. Þar er vart um aðra atvinnu- vegi að ræða en sjósókn og fisk- vinnslu Svíar hafa bent á að ef viðauki E yrði afnuminn, án þess að Norð- menn létu af styrkveitingum sínum, hefði það í för með sér að sænskur sjávarútvegur myndi hreinlega leggjast af. Svíar gætu ekki keppt á innanlandsmarkaði við niðurgreiddan físk frá Noregi. í ár hafa Svíar svo linast í and- stöðu sinni og virtust geta sætt sig við afnám viðauka E með skil- yrðum. Þá kom óvænt fram and- staða frá Finnum sem sögðu að þeir gætu ekki fallist á fríverslun með tvær fisktegundir, lax og Eystrasaltssíld. Svíar svöruðu því til að þetta væru einu tegundimar sem þeir gætu selt á markað í Finnlandi og hnútur hljóp aftur á málið. Þennan hnút hefur emb- ættismannanefndin verið að reyna að leysa. Islendingar hafa aldrei legið undir sömu gagnrýni og Norð- menn í þessu máli, það er að hafa styrkt sinn sjvarútveg af hálfu ríkisins. Enda er ekki litið á milli- færslukerfi það sem hér hefur verið við lýði sem styrkveitingar heldur tilfærslu á fjármunum inn- an sama iðnaðarins. Tvíhliða samkomulag- við Sviss Hin háttsetta embættismanna- nefnd er ekki sú fyrsta sinnar tegundar sem reynir að leysa þetta mál. Önnur slík var starf- andi á árinu 1984 en árangur af því starfí var takmarkaður. Þá hafði verið í gildi um þriggja ára skeið tvíhliða samningur milli ís- lands og Sviss um fríverslun á öllum sjávarafurðum milli land- anna. Fyrri nefndin athugaði m.a. hvort það samkomulag gæti legið til grundvallar afnámi viðauka E. I ljós kom að slíkt var ekki hægt samkvæmt EFTA-sáttmá- lanum þar sem sú þjóð sem afsal- aði sér fríðindunum, í þessu til- felli Sviss, varð að gera slíkt hið sama gagnvart öllum öðrum EFTA-löndum. Þannig hafa Norð- menn til dæmis, jafnt sem íslend- ingar geta selt sinn fisk tollfijálst til Sviss. Þótt Sviss sé spennandi mark- aður í ljósi þess að þar er að finna einn sterkasta gjaldmiðil í heimi er athyglivert að íslendingar hafa aldrei reynt að nýta sér hann að ráði, og lítil sem engin markaðs- setning hefur farið þar fram af hálfu Islendinga. Sem dæmi um lítinn útflutning íslendinga til Sviss má nefna að þangað voru flutt innan við 100 tonn af fryst- um flökum árið 1987. Vitað er að í Sviss er ágætis markaður fyrir rækju og spuming hvort íslenski lagmetisiðnaðurinn geti nýtt sér hann í kjölfar hrunsins á V- Þyskalandsmarkaðinum. EB spilar stórt hlutverk Það sem knúði á um skjóta afgreiðslu EFTA í þessu máli, og er þáttur í sigri íslendinga , eru áhrifin af þeirri þróun sem nú er að gerast innan Evrópubanda- lagsins. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra kom inn á þetta í samtali við Morgunblaðið nýlega. Þar sagði hann m.a. að...„EB hefur alltaf sagt að það (afnám viðauka E, innskot blm.) væri mikill áfangi að fullkominni fríverslun með fisk í Evrópu." Steingrímur gat þess einnig að þetta atriði hefði mikla þýðingu þegar EFTA-þjóðimar kæmu sameiginlega fram gagnvart EB og væri áfangi að fríverslun við EB. Félag matvörukaupmanna og Félag kjötverslana: Fáránlegar blekkingar Neytendasamtakanna „FULLYRÐINGAR formanns Neytendasamtakanna um að í þeim verslunum sem urðu fyrir barðinu á könnun þessari sé viðhafður sóðaskapur vísum við á bug sem fáránlegum blekkingum. Hann er greinilega Qölmiðlahagur maður og veit að stóru orðin eru vel þeg- in af fréttamönnum. En þarna var of langt gengið.“ Svo segir í yfirlýsingu frá Félagi matvörukaupmanna og Félagi kjötverslana um könnun Neytendasamtakanna á gerlafjölda í kjöthakki og kjöt- farsi. Félögin vísa á bug að draga megi þá ályktun af niðurstöðum könnunarinnar að sóðaskap í verslunum sé um að kenna þegar mengun fannst í sýnunum. Atriði úr myndinni „í ljósum Iogum“ sem Háskólabíó hefur tekið til sýninga. Háskólabíó sýnir „f ljósum logum4í Félögin segja könnunina ekki 'marktæka vegna ófagmannlegra vinnubragða og tiltaka eftirfarandi ástæður: — Hvorki sýnatökudagur né sá dagur sem sýnið var rannsakað komi fram í könnuninni. — Sýnatökumenn hafi ekki haft löggildingu. . — Framleiðandi sýna komi ekki fram, heldur eingöngu seljandi. — Lokaniðurstaða sé mjög ósanngjörn í garð verslana, enda komi fram í máli Neytendasamta- kanná að verslunum einum sé um að kenna. Félögin vísa á bug að draga megi þá ályktun af niðurstöðum að sóðaskap í verslunum sé einvörð- ungu um að kenna þegar mengun fannst í sýnum. Þau rekja önnur og fyrri vinnslustig, sem líta beri til, það er slátrun, geymslu kjöts í sláturhúsi, meðhöndlun og flutning kjöts frá sláturhúsi til afurðastöðv- ar, kjötskurð í afurðastöð, flutning frá afurðastöð til verslunar og loks kjötvinnslu, vatn, krydd, hveiti og svo framvegis. „Utanaðkomandi mengun af völdum gerla getur því átt sér stað á öllu þessu ferli. Þess vegna geta hvorki Neytendasamtökin né aðrir aðilar dæmt þessar verslanir, sem fara aðeins með lokastig ferilsins, sekar. Vandamálið kann að hafa komið upp í einhveijum áður- nefndra liða, og verður aldrei sann- að hvar óhappið gerðist," segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur að félögin telji að „Neytendasamtökin hafi í þessu máli tekið sér undarlegt vald til sakfellingar. Minna vinnubrögð sem þessi mjög á aðferðir grænfrið- unga, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, bersýnilega gert 5 því skyni að auglýsa samtökin." Félögin óska „eindregið eftir því að Neytendasamtökin viðurkenni villu sína og biðji hlutaðeigandi verslanir afsökunar á þessu frum- hlaupi sínu.“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið tU sýninga myndina „í ljósum log- um“. Með aðalhlutverk fara Gene Hackman og Willem Dafoe. Leik- sfjóri er Alan Parker. Myndin hefst á því að þrír ungir menn eru myrtir af hópi manna skammt frá litlum bæ í Mississippi. Þetta eru ungir hugsjónamenn, sem beijast fyrir mannréttindum svert- ingja, snemma á sjöunda áratugn- um. Einn ungu mannanna er svart- ur, en hinir eru hvítir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.