Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 55 almellning■ um páskahelgina Innrihólmur t E S J A KOLLAFJORÐUR Grótta Grófar- bryggja Álftánes j Viðey Laugames REYKJAVÍK Fossvogur Kópavogur Eiöisvik: Arnarn SJÓFERÐIR Uf ^ UM PASKANA Morgunblaðið/ KG 5 km —i Ferð Brottför Hvaða dag? tími verð Sundaferð I kl. 10.00 Laugard. og 2. páskad. ftklst. kr. 900,- Skerjaflörður kl. 13.80 2.páskadag 2 klst. kr. 1200.- HvalQörður kl. 13.30 Laugardag fyrir páska 4 klst. kr. 1700,- Sundaferð II kl. 17.00 AUadagana, einnig 35 mín. kr. 350,- Sundaferð III kl. 21.00 páskadag. 1 klst. kr. 600.- ólíkt lífverum á landi setur vetrar- kuldinn sjávarlífverum ekki miklar skorður. Það er einkum skortur á birtu og sól sem veldur því að þör- ungagróður og dýrasvif sem á hon- um lifír er í lágmarki yfír hávetur- •nn. En nú er komið jafndægur á vori, dagurinn jafnlangur nóttinni og lengist ört. Lífíð í og á sjónum hefur tekið fjörkipp og Náttúru- vemdarfélagið vill nú gefa fólki kost á að sjá það með eigin augum hvað þar er að gerast í ánægjuleg- um stuttum sjóferðum. Náttúruvemdarfélagið mun í samvinnu við Eyjaferðir sf. standa að sjóferðum með farþegaskipinu Hafrúnu. Skipulag ferðanna byggir á þeirri reynslu sem fékkst af hlið- stæðum ferðum sem Náttúmvemd- arfélagið stóð fyrir í desember sl. Farkosturinn Hafrún er sérstak- lega hannaður til farþegaflutninga og tekur 60 farþega. Afturí er salur fyrir 42 farþega. Þar em stórir útsýnisgluggar. í framhluta bátsins em setustofa fyrir 20 manns. Allir farþegar geta verið útivið ef áhugi er fyrir því. Skipstjórar verða Pétur Ágústsson og Oskar Eyþórsson. Farið verður frá Grófarbryggju í miðbæ Reykjavíkur og siglt með ströndum Kollafjarðar og eyjanna þar, Skeijafjarðar og Hvalfjarðar. Starfsmannafélög og aðrir hópar geta pantað ferðir á öðmm tímum. Ekki verður farið nema í góðu sjó- veðri. í morgunferðunum verður lögð áhersla á að kynna lífríkið í sjónum. T.d. verða tekin sýni af botndýmm og af svifí og mælt sjóndýpi, selta og hiti. Aðrar ferðir verða náttúm- skoðunar- og söguferðir eins og félagið hefur oft staðið fyrir og jafn- framt útsýnisferðir. Nánari upplýsingar em gefnar alla daga í síma 15800 (símsvari). Böm 8—16 ára greiði hálft gjald en ókeypis er fyrir 7 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Ef þátttaka verður næg geta þessar ferðir verið fyrir almenning um helgar og á kvöldin til 11. maí. Skólar og dagvistarheimili geta pantað sérstakar námsferðir á virk- um dögum. í því sambandi verður kennumnum og fóstmm boðið í sérstaka kynningar- og undirbún- ingsferð fimmtudaginn 30. mars kl. 16.30 frá Grófarbryggju. Ferðin mun taka um 2 klst. Aðrir mögnleikar til að kynnast lífínu í sjónum í anddyri Hafrannsóknastofnun- ar, Skúlagötu 4, er sjóker með lif- andi sjávarlífvemm og spjöld með upplýsingum um líf í sjó. Á eftir Sundaferð I (morgunferð) gefst . fólki kostur á að skoða þetta. í sýningarsal Náttúmfræðistofnunar íslands er nýbúið að setja upp skemmtilega sýningu um lífið í haf- inu. í Náttúmfræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, er kynning á lífríki Kársnesfjöm og merkilegu skeljasafni. (Frá Náttúruverndarfélaginu.) Vörugæði, mikið úrvai og gott verð Pantið sumarfötin núna Listinn á kr. 190,- án burðargjalds. ? i»wttt Bílasýninq Kvartmíluklubbsins 7 989 verður haldin í Kolaportinu um páskana (við Seðiabankahúsið). Sýningin hefst á skírdag kl. 16 og stendur til kl. 22. Föstudaginn langa kl. 16 til 22 Laugardag kl. 16 til 22 Páskadag kl. 16 til 22 Annan í páskum kl. 16 til 21. Yfir sjötíu sýningarnúmer eru á þúsundum fermetra. Kraftmestu og rosalegustu mótorhjólin sem hafa sett íslandsmetin. Kraftmiklir bílar með íslandsmetin. Rallbílar rallmenn og rallkonur verða á svæðinu. Gömlu góðu rúntkerrurnar, frískir sportbílar, fornbílar ogjafnvelfurðutæki. Nokkrir aðilar eru með sýningarbása s.s. Jöfur, Suzuki- umboðið, Pennzoil, Bílar og fólk, Bílaumboðið, Víkur- vagnar, o.fl. Hvar hittir þú fleiri bílaáhugamenn saman komna en á bílasýningu? Drífðu þig, skoðaðu vagnana, hittu vinina og sýndu um leið stuöning við akstursí- þróttir og bflamenningu ílandinu. Kvartmíluklúbburinn er með félagsheimili í Dalshrauni 1, Hafnarfirði, sími 652743. Fundir öll mánudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 21 til 23. Líttu við og kannaðu málið. KVARTMILUKLUBBURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.