Morgunblaðið - 22.04.1989, Page 2

Morgunblaðið - 22.04.1989, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 Bústaðakirkja: Séra Pálmi Matthías- son kallaður til starfa SÓKNARNEFND Bústaðakirkju hefúr ákveðið að kalla séra Pálma Mattíasson til sem næsta prest kirkjusóknarinnar. Séra Pálmi hefúr samþykkt málaleitun sóknarnefúdar en hann hefúr verið prestur í Glerársókn á Akureyri. Þetta var ákveðið á fundi sóknar- nefndar á miðvikudagskvöld en þeim fundi stjórnaði séra Oiafur Skúlason dómprófastur, að beiðni biskups ís- lands. Séra Ólafur segir að séra Pálmi hafi verið einróma kjörinn til starfans í leynilegri kosningu á fund- inum. Séra Ólafur segir að eftir að þessi niðurstaða lá fyrir hefði hann til- kynnt biskupi hana sem síðan hefði falið Ólafi að hafa samband við Pálma. „Hámarkstími séra Pálma í starfi, samkvæmt þessari málsmeð- ferð, er fjögur ár og innan þess tíma mun staðan verða auglýst," segir séra Ólafur Skúlason. í máli hans kemur fram að sóknar- nefndarformaður talaði við fjölda presta áður en að kosningunni kom. Séra Pálmi hafði hinsvegar það for- skot á aðra að hann hafði á árum áður starfað sem kirkjuvörður í Bú- staðakirkju og því söfnuðinum að góðu kunnur. „Auk þess er konan hans héðan úr sókninni og margir þekkja hennar fólk. Pálmi hefur þar að auki haldið miklu og góðu sam- bandi við sóknina," segir séra Ólafur Skúlason. Nýju prestalögin eru afar gölluö - segir formaður Prestafélagsins Á síðasta stjórnarfúndi Prestafélagsins var m.a. fjallað um þá ákvcrðun sóknarnefndar Bústaðakirkju að kalla til prest í stað þess að auglýsa embættið laust til umsóknar. Séra Sigurður Sigurð- arson formaður Prestafélagsins segir að málið hafi verið til um- ræðu á fúndinum því þegar þetta gerist opnist augu presta fyrir því að lögin um veitingu prestakalla eru afar gölluð. „Menn höfðu yfirleitt álitið að una að lokað sé á þá og þeim ekki sú grein laganna sem kveður á um að hægt sé að kalla til prest væri ætluð þeim söfnuðum sem eru jafn- vel í þeirri aðstöðu að þurfa að hafa frumkvæði að því að ná í prest,“ segir séra Sigurður Sigurð- arson. „Þegar farið er að beita þessari grein við eftirsóttustu prestaköllin fá menn á .tilfinning- Laglausir sigruðu Hljómsveitin Laglausir úr Hafnarfirði sigraði í Músiktil- raunum Tónabæjar og Bylgjunn- ar. Úrslitin réðust seint í gær- kvöldi. í öðru sæti varð hljómsveitin Bootlegs úr Reylq'avík og hljóm- sveitin Bróðir Darwins varð þriðja. Sigurhátíð í Garðabæ Stjarnan úr Garðabæ vann tvöfalt í bikarkeppni HSÍ, í karla- og kvennaflokki, á sumardaginn fyrsta. Stjarnan vann FH í báðum leikjunum, 19:18 í kvennaflokki og 20:19 í karlaflokki. Mik- il sigurhátíð var haldin til heiðurs íþróttafólkinu í Garðabæ að Ieikjunum loknum. Systkinin Skúli og Guðný Gunnsteinsbörn, fyrirliðar í karla- og kvennaflokki, afhenda hér sigurlaunin tii form- anns Sfjörnunnar, Karls Harrys Sigurðssonar. Sjá nánar bls. 42. gefinn kostur á að sækja um og kynna sig.“ Séra Sigurður segir að það verði að koma skýrt fram að sóknar- nefnd Bústaðakirkju er eftir sem áður í fullum rétti samkvæmt lög- unum með sína ákvörðun. Meðlim- ir Prestafélagsins vilja hinsvegar minna á að þegar endurskoða á lögin, innan fimm ára frá því þau tóku gildi, verði það gert með þetta í huga. Verður þeim skilaboðum komið áleiðis til kirkjustjómar. „Við sem stétt sjáum þama hættu ef allir söfnuðir í Reykjavík tækju upp á að gera þetta. Þessi köllun er aðeins til fjögurra ára. Það er ekki hægt að ráða prest lengur en til þess tíma með þessu fyrirkomulagi," segir séra Sigurð- ur Sigurðarson. „Það gerir það að verkum að prestur sem er svo ráð- inn er í viðkvæmari stöðu en aðrir.“ Félag íslenskra náttúrufræðinga: Lokanir ráðuneytis á hólfum verkfallsbrot FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga telur að lokanir sjávarútvegsráðu- neytisins á ákveðnum veiðisvæðum, hólfúm, með útgáfu reglugerða séu verkfallsbrot, þar sem það sé í höndum fiskifræðinga að gefa út tilkynningar um skyndilokanir. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri ráðu- neytisins, segir það fíarri öllu lagi, ráðuneytið hafi lagaheimild til þessa. „Þetta er mjög slæmt mál í okkar augum," sagði Ölafur Karvel Páls- son, fískifræðingur, sem situr í samn- inganefnd BHMR. „Með þessu er ráðuneytið að beita reglugerðarvaldi sínu til þess að brjóta á bak aftur verkfallsaðgerðir okkar. Það er farið í kringum lög um þessi efni, sem kveða á um að þegar veiðieftirlits,- menn verði varir við smáfísk í afla skuli þeir hafa samband við fiski- Samræmd próf ekki lögð fyrir, en heimilt að nota verkefhin: Ólög'legt og út í hött - segir Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK fræðing, sem tekur ákvörðun um skyndilokun í allt að eina viku.“ Ólafur benti á að reglugerðum væri ekki beitt um einstök tilvik og þess vegna hefði þetta kerfi skyndi- lokana orðið til. FÍN hefur einnig mótmælt þátttöku veiðieftirlits- manna í tilraunaveiðum tveggja tog- ara. Ólafur sagði að með þvi væri að engu gerð sú aðgerð að hindra aðstoðarforstjóra Hafrannsóknar- stofnunar að fara um borð ! annan togarann og það væri leitt til þess að vita að félagsmenn í BSRB tækju þátt í aðför að verkfallinu. „Við hefð- um talið sjávarútvegsráðuneytinu skyldara að efla góð samskipti við félagsmenn í Félagi íslenskra nátt- úrufræðinga fremur en að efna til óftiðar við þá,“ sagði Ólafur. Jón B. Jónasson segir það fjarri öllu lagi að um verkfallsbrot sé að ræða. Samkvæmt gildandi lögum hafi ráðuneytið heimild til að loka svæðum með reglugerðum og það geti það gert á grundvelli upplýsinga veiðieftirlitsmanna, sem séu starfs- menn ráðuneytisins og ekki í verk- falli. Auk þess teldi hann að hægt væri að grípa til skyndilokana. For- stjóri Hafrannsóknarstofnunar und- irriti allar slíkar tilkynningar til ráðu- neytisins og hann gæti gert það áfram þrátt fyrir verkfall, samkvæmt dómi um að forstjórar stofnana megi ganga inn í störf undirmanna sinna. Varðandi veiðieftirlitsmanninn um borð í öðrum togaranum, Haraldi Kristjánssyni, sagði Jón að við svona veiðitilraunir hefðu ýmist verið menn frá Hafrannsóknastofnun eða Veiði- eftirlitinu. Störf hinna síðamefndu hefðu verið mismunandi og farið eft- ir því um hvaða tilraunir væri að ræða. Auk þess teldi hann það hafa verið ólöglegt að iiindra aðstoðarfor- stjóra Hafrannsöknarstofnunar í því að fara um borð og taka þátt í þess- um tilraunaveiðum. „OKKUR finnst þetta vera út í hött, auk þess sem þetta er ólög- legt. Það er skýrt kveðið á um það í grunnskólalögunum, 58. og 59. grein, að leggja skuli fyrir samræmd próf í 9. bekk í íslensku og stærðfiræði og að í prófskírteinin skuli skráður árangur í þessum greinum," segir Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kenn- arafélags. Hún var spurð álits á þeirri ákvörðun menntamálaráð- herra að leggja samræmd próf ekki fyrir í 9. bekk grunnskóla, en heimila engu að síður að verkefhin vcrði notuð í skólunum. Menntamálaráðuneytið sendi 9. bekkjar ekki fengið sambærileg- Saniningar um kaup á Holiday Inn á lokastigi skólastjórum og fræðslustjórum svohljóðandi skeyti í gær: „Ljóst er að ekki tekst að semja við HÍK í tæka tíð áður en samræmd próf- áttu að fara fram. Samræmd próf verða því ekki iögð fyrir í vor. Hins vegar er heimilt að nota þau verk- efni sem samin hafa verið og hafa verið send út tii skóla. Ráðuneytið ítrekar og leggur áherslu á að allt skólastarf fari fram í samvinnu og samkomulagi við alia hlutaðeigandi aðila þannig að hvergi komi til árekstra í skólastarfí meðan á kjaradeiiunni stendur." í frétt frá ráðuneytinu segir að meginástæður þess, að ekki þótti fært að fresta prófunum, séu í fyrsta lagi að skólar hafí þegar skipulagt margvísleg verkefni nú í vor, önnur en samræmdu prófín, og verið mikil undirbúningsvinna í þau lögð. í pðru lagi hajjnemendur an undirbúning til samræmdra prófa og loks að óvissa sé um það hve iengi hefði þurft að fresta próf- unum. í fréttinni segir ennfremur „ ... samkvæmt nýjum lögum um fram- haldsskóla eru samræmd próf ekki lengur lögð til grundvallar inntöku nemenda í framhaldsskófa. Allir sem lokið hafa grunnskólanámi eiga nú rétt á að hefja nám í fram- haldsskóla." Wincie Jóhannsdóttir gagnrýnir þessa málsmeðferð harðlega. „Orð- ið yfir þetta er klúður og ég er jafn sorgmædd og ég er reið. Nemendur eru búnir að verja öllum vetrinum til undirbúnings og í þeirra röðum er mikill spenningur í kringum þessi próf. Svo á bara að kasta þessu öllu á glæ,“ segir hún. „Auðvitað átti bara að bíða. Ráðherra var í lófa lagið að segja,,kenpuruni að taka ekki upp verkefnin. Það hefði verið leikur einn að skólastjórar geymdu verkefnin inni í skáp og taka síðan ákvörðun eftir verkfall. Þessi málsmeðferð mismunar börn- unum hræðilega mikið. Það er hætt við að menn haldi að meira verði að marka þessi próf heldur en önn- ur.“ Wincie segir grátlega illa farið með almannafé, gerð prófanna hafi köstað um þrjár milljónir króna og við gerð þessara prófa sé við það miðað að fáir kennarar fari yfir úrlausnir og hafi samráð við mat, þess vegna hafi einstakir kennarar í skólunum engar forsendur til að meta úrlausnir sumra verkefnanna, þannig að matið verði sambærilegt. „Þetta er ákvörðun um hvorki að leggja prófin fyrir né að gera það ekki. Til hvers í ósköpunum á að leggja þau fyrir á ákveðnum degi, ef þetta eru bara skólapróf? Og hvers vegna á að senda leið- beiningar til kennara um hvernig á að fara yfir prófín, ef þau- eiga ekki að vera samræmd? Og á hvaða forsendum eiga skólastjóri eða kennari að taka fram á prófskír- teini að einkunn byggi á þessu prófi 4 en ekki öðrg?T„> , j. < SAMNINGAR milli þrotabús Guð- bjöms Guðjónssonar hf. og Glitnis og Iðnaðarbankans um yfirtöku á Holiday Inn-hótelinu munu vera á lokastigi. Allar líkur eru taldar á, að gengið verði fiá sölu á hótelinu til þessara aðila í byijun næstu viku. Mun vera gert ráð fyrir að hinir nýju eignaraðilar taki við rekstri hótelsins um næstu mánaðamót. Jóhann Níelsson, bústjóri þrota- búsins, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki geta greint frá innihaldi samninga á þessu stigi en þeir yrðu áreiðanlega undirritaðir í byijun næstu viku. Talið er að kaupverð hótelsins sé í kringum 460 milljónir króna eða sem nemur allflestum veðkröfum, að meðtöldum kröfum Glitnis og Iðnað- arbankans. Þær kröfur eru taldar vera a.m.k. 80 milljónir hjá Glitni og 40-50 milljónir hjá Iðnaðarbank- anum að meðtöldum kostnaði. Þá mun eitt af veðum Iðnaðarbankans -rfkvera ógilt þar sem sú veðsetning tók gildi skömmu fyrir greiðslustöðvun. Endanleg tala um skuldir þrotabús- ins liggur hins vegar ekki fyrir en talið er að þær séu á bilinu 600-700 miHjónir. Þar af er verulegur hluti dráttarvextir og logfræðikostnaður. Dagsbrún leitar verk- fellsheimildar Verkamannafélagið Dagsbrún hefúr boðað til almenns félags- fúndar til að afla heimildar til verkfallsboðunar á mánudaginn kemur klukkan 13 í Bíóborginni við Snorrabraut. Samninganefnd Alþýðusam- bands íslands hefur beint því til aðildarfélaga að þau afli sér verk- fallsheimilda >hið fynsta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.