Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN í TÉKKÓSLÓVAKÍU 1990 Island mætir Júgóslavíu, Spáni og Ameríkuþjóð „Við eigum erfitt verkefni fyrir höndum," segir Kristján Arason. „Við þurfum aðfara erfiðari leiðina," segir Bogdan, landsliðsþjálfari um dráttinn í Prag „HVAÐ segirðu. Drógumst við aftur í riðil með Júgóslövum,11 sagði Kristján Arason, lands- liðsmaður í handknattleik, þeg- ar Morgunblaðið sagði honum hverjir væru mótherjar íslend- inga íheimsmeistarakeppninni íTékkóslóvakíu. í gær var dreg- iðíriðlaíPrag. Islenska liðið leikur í C-riðli með Júgóslövum, Spánvetjum og Bandaríkjamönnum eða Kúbu- mönnum. Leikið verður í Gott- waldov. Þijú efstu liðin í riðlinum komast í milliriðil, þar sem leikið verður með þremur þjóðum úr D- riðli í Bratislava. Þjóðirnar í D-riðli eru: Sovétríkin, A-Þýskaland, Pól- land og Japan. Sterkasti riðilinn í HM er eflaust B-riðilinn. í honum leika S-Kóreu- menn, Tékkar, Rúmenar og Sviss- lendingar. „Hefði viljað vera laus við Sovétmenn" „Það er ljóst að við eigum erfitt verkefni fyrir höndum. Ég hefði viljað vera laus við að leika gegn Sovétmönnum. Milliriðillinn verður geysilega strembinn,. en það má reikna með að hann verði skipaður þessum löndum: íslandi, Sovétríkj- unum, Póllandi, Spáni, Austur- Þýskalandi og Júgóslavíu,“ sagði Kristján. „Sovétmenn eru með yfirburðar- lið í dag. Júgóslavar eru alltaf erfið- ir og einnig Spánveijar. Þjálfari minn hjá Teka hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Spánar og hann ætlar ekki að gera miklar breyting- ar á landsliðinu frá B-keppninni í Frakklandi. Austur-Þjóðveijar eru alltaf erfiðir og þá eru Pólveijar stórt spumingamerki,“ sagði Kristj- án, sem sagði að hann vildi frekar leika gegn Bandaríkjunum en Kúbu í riðlakeppninni. „Kúbumenn eru hávaxnir og erfiðir viðureignar,“ sagði Kristján. „Erfiðari leiðin11 Bogdan, landsliðsþjálfari, sagði að hann væri öllu vanur með ; íslenska liðinu. „Óneitanlega þurf- um við að fara erfiðari leiðina. Þetta hefði þó getað orðið verra,“ sagði Bogdan og bætti við: „ísland verður að tefla fram óbreyttu liði frá B- keppninni. Það er slæmt ef miklar breytingar verða gerðar á liðinu | fyrir keppnina í Tékkóslóvakíu.“ ■Þijú efstu liðin úr A og B-riðli mætast í milliriðli. ■Þijú efstu liðin úr C og D-riðli mætast í milliriðli KNATTSPYRNA / LANDSLIÐÍÐ Æfingaleikur við Nantes Islenska landsliðið f knattspymu spilar æfingaleik gegn franska 1. deildariiðinu Nantes ytra á miðvikudag. Þessi leikur ei liður í undirbúningi islenska liðsins fyr- ir HM leikina gegn Sovétrikjunum 31. maí og Austurriki 14. júní. Knattspymusamband Islands hefur reynt að fá leiki fyrir íslenska liðið bæði í Hollandi og Englandi að undanfómu en án árangurs. KSÍ ieitaði til Atberts Guðmundssonar, nýráðins sendi- herra íslands í Frakklandi, og bað hann um að athuga með lið. Al- bert gekk í málið og í gær var frá því gengið að isienska iiðið gæti fengið teik gegn Nantes á miðvikudagskx'öld. Liðið verðut skipað eftirtöktum leikmönnum: Markverdin Bjarai Siguróssofi, Vat Guðmunclur Hreiðarsson, Víkingi Adrir leikmcun: Atli Eðvaldsson, Val Áplst Már Jðnssou, Hácken Ásgetr Sigurvinsson, Stuttgart Guðni Bergsson, Tottenham Óroar Torfason, Fram CWafur Þðrðarson, Brann (Vtur Antþórssori, l>am Pétur Pótursson. KR SjguiAtr Grétarsson, Luzem Sigurður' Jónsson, Sheffietó Wednesday Saevar Jónsson. Val Margeirsson, Fram Ytðar Ivrketsson. Fram Þorvaldur Öriygsson, Peterbont Gunnar Gíslason, Amðr Guðjo- hnsen og Frirðik Friðriksson gáfu ekki kcet á sér vegna meiðsla. Eúss er ekki öruggt að Ásgeir ^gurvinsson verði með. Halldör Áskelsson, Val, er varamaður og kemur inn í hópinn ef einhver forfallast. VIÐAVANGSHLAUP IR lUlár hljóp frá keppinaut- um sínum Morgunblaðið/Sverrir Már Hermannsson sést hér (nr. 65) í upphafi hlaupsins. Eg er í góðri æfingu, líklega betri en nokkru sinni. Hef æft vel og skipulega undir leiðsögn mjög góðs þjálfara, Eyjólfs Magn- ússonar. Það munar öllu að hafa góðan þjálfara," sagði Már Her- mannsson, 23 ára bankamaður úr Keflavík, eftir glæsilegan sigur sinn í 74. Víðavangshlaupi ÍR. Már hef- ur verið bezti langhlaupari landsins í nokkur ár og sigraði nú öðru sinni í hlaupinu; vann 1987 og varð ann- ar í fyrra. Martha Emstdóttir ÍR kom fyrst kvenna í mark annað árið í röð en það gerði hún einnig 1986. Rúmlega eitthundrað voru skráðir en mættu ekki allir til leiks og 91 kom hlaupari í mark. „Ég átti von á meiri keppni,“ sagði Már en hann var um hundrað metrum á undan Guðmundi Skúla- syni, sem varð annar en hann tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR í fyrsta sinn. Frímann Hreinsson FH varð þriðji og í fyrsta sinn á verðlauna- palli í hlaupinu. í sveinaflokki varð sigurvegari Orri Pétursson, efnilegur hlaupari úr UMSK, og í meyjaflokki Þor- björg Jensdóttir, 14 ára stúlka úr ÍR. Fríða Bjarnadóttir UMSK 'varð fyrst 14 kvenna 30 ára og eldri í mark og Sighvatur Dýri Guðmunds- son ÍR fyrstur 25 karla eldri en 30 ára. Keppt var í átta sveitum og gaf Morgunblaðið alla bikara sem keppt var um. FH-ingar unnu í þriggja manna sveitkeppni karla, áttu 2.-5. mann í mark. Hlutu þeir 9 stig en ÍR-sveitin 22 stig. ÍR-ingar unnu 6 bikara, urðu hlutskarpastir í keppni 5 og 10 manna sveita í karla- flokki, áttu fyrstu þriggja manna sveit öldunga, þriggja manna sveit sveina, þriggja meyja sveit og þriggja kvenna sveit. Hinar dug- miklu húsmæður úr Trimmklúbbi Seltjarnarness, sem tóku þátt í hlaupinu sér til ánægju og settu mikinn svip á hlaupið, unnu bikar þriggja kvenna sveit 30 ára og eldri. ■ Úrslit veröa birt í þriðjudagsblaði ÍÞRÚm FOLK ■ BJÖRN Einarsson skoradi tvö mörk fyrir Víking er liðið sigr- aði Leikni, 8:1, í Reykjavíkurmót- inu í gærkvöldi. Aðalsteinn Aðal- steinsson skoraði þriðja mark Víkings og Jóhannes Sævarsson svaraði fýrir Leikni. Staðan í hálf- leik var 1:0 fyrir Víking. ■ JÚGÓSLA VNESKI iandsliðs- maðurinn Semir Tuce, sem er framheiji, hefur skrifað undir þriggja ára samning við svissneska liðið Luzern en með því leikur Sig- urður Grétarsson. Tuce, leikur nú með Velez Mostar. ■ UPPSELT er á leik Chelsea og Leeds í 2. deild ensku knatt- spvmunnar á Stamford Bridge í dag; Sigri Chelsea í leiknum hefur liðið tryggt sér sæti í 1. deild. Allir leikir í ensku knattspymunni hefj- ast með mínútu þögn í minningu þeirra er fórast á Hillsborough. Þá munu allir leikmenn leika með sorgarbönd. KORFUBOLTI Globetrotters: Þrjár sýningar Körfuknattleikslið Harlem Globetrotters heldur þijár sýn- ingar hér á landi um helgina. Liðið kom til landsins í gær .og heldur fyrstu sýninguna í dag í Laugar- dalshöllinni kl. 15. í kvöld mun lið- ið fara til Akureyrar og sýna í Höllinni kl. 20.30. Þriðja og síðasta sýningin verður svo á morgun í Laugardalshöllinni kl. 15. Forsala fyrir leikina í Reykjavík verður í Laugardalshöll- inni og í Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.