Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 41 J(i vfso. ZN ti W/NN eösm.. V5LHND ERSTÖHWJVI KRUR9LAND «NO- STÆDN&NNR) i I f I I .1 Þessir hringdu .. , Skíði í misgripum 130 sm skíði voru tekin í mis- gripum fyrir alveg eins 150 sm fyrir utan innganginn í kjallarann í skálanum í Bláfjöllum á sunnu- daginn. Nánari upplýsingar í síma 641517. Páfagaukur í óskilum Sigríður Ragna hringdi: Lítill grænn páfagaukur fannst fyrir utan Einarsnes 16 í Skeija- fírði mánudaginn 17. apríl. Ef ein- hver í nágrenninu saknar páfa- gauksins síns getur hann hringt í sima 27608. Smekkleysa Jóhann Guðmundsson hringdi. Ég vil lýsa undrun minni á stjórn Ingólfs Hannessonar á íþróttaþætti á laugardaginn var. Mér fannst alger óþarfí að rjúfa beinu útsendinguna frá Sheffield. Sjónvarpsefni á rétt á sér þótt ekki sé að því nein skemmtun. Það var líkt og að fá blautan vettl- ing framan í sig þegar byrjað var að sýna barnadans í staðinn. Mér finnst alger smekkleysa að koma með slíkt efni þegar áhorfendur voru með öndina í hálsinum vegna hinna hörmulegu atburða á knatt- spyrnuvellinum. Þess má geta að beinu útsendingunni var haldið áfram í Englandi þar sem hún kom þó mest við menn. Taska á Hótel íslandi Svört aflöng leðurtaska tapað- ist á Hótel íslandi á laugardags- kvöld. í henni voru skór. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 667010. Þakklæti til Pizza Hússins Kolbrún hringdi. Mig langar að koma þakklæti á framfæri ekki síst vegna þess að alltaf er verið að kvarta og skammast í fjölmiðlum. Ég er utan af landi og fór út að borða á Pizza Húsinu við Grensásveg þegar ég kom síðast í bæinn. Þjón- ustan og maturinn var hreint til fyrirmyndar. Þarna var hægt að fá fína máltíð fyrir tæpar sex hundruð krónur og þykir mér það ekki mikið. Ég vil bara benda fólki á þennan stað sem selur margt fleira girnilegt. en pizzur. Óætar kartöflur og vondar agúrkur Reið húsmóðir hringdi: Kartöflurnar sem maður kaupir út úr búð á annað hundrað krónur kílóið eru meira og minna óætar. Þegar búið er að sjóða þær er helm- ingurinn ónýtur og innan í þeim eru stór brún æxli. Þetta er ekki mannamatur. Ég hef farið á tvo staði í borginni þar sem hægt er að fá kartöflurnar helmingi ódýrari úr gámum, en það þarf að skera utan af þeim hýðið svo helmingur- inn af kartöflunni fer til spillis. Neytendasamtökin sem nú hafa skorið upp herör gegn kjúklinga- bændum ættu frekar að snúa sér að kartöflubændum. Kjúklingarnir eru þó ætir, en við komumst ekki af án kartaflanna. Mig langar líka til að fá skýringu á því af hveiju það er lýsisbragð af agúrkunum. Erlendu gúrkurnar sem hafa verið til í vetur hafa ang- að af lýsi og nú er sama óbragðið af nýju íslensku agúrkunum. Mastrið horfið Auður hringdi. Mér til mikillar armæðu hvarf mastrið mitt úr húsi Siglingafé- lags Reykjavíkur Brokeyjar senni- lega síðast í mars. Mastrið mitt er blágrænt á lit og hvorki merkt mér né framleiðanda þess. An masturs get ég ekki siglt segl- brettinu mínu og þar sem ég er bláfátækur námsmaður hef ég varla efni á að kaupa mér nýtt. Ef einhver hefur tekið blágrænt mastur úr Brokey í kringum mars síðastliðinn þá vil ég biðja þann hinn sama að athuga hvort það sé örugglega hans, það gæti nefnilega verið mitt. Ég vil biðja þann sem tók mastrið mitt að skila því sem fyrst á þann stað sem hann tók það af eða hringja í síma 53513. Leikfóngin týnd Guttormur hringdi. Sonur minn er æði gjarn á að týna hlutunum. Fyrir skemmstu týndi hann plastpoka með „trans- former“-leikföngum. I honum var einn vörubíll, tvö mótorhjól og alls kyns fígúrur. Við búum neðst á Frakkastíg og pokinn hefur týnst einhvers staðar á milli Frakkastígs, Lpkastígs og Aust- urbæjarskóla. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 13101. Ef einhver kynni að hafa séð græna salómon-skíðahanska í hverfinu mætti hann líka hafa samband. Kannast einhver við kvæðið? Sigríður Eyjólfsdóttir hringdi: Ég er hér með brot úr kvæði með mörgum vísum sem mig lang- ar að fá birt, ef einhver gæti gefið upplýsingar um hvaðan það er og eftir hvem. Degi hallar húma tekur heim þá snýr að Skálholtsstað skógarmaður, samt ósekur svipast þarf hann mörgu að. Hér er eflaust margt til minja meistaranna dögum frá. Ber það allt að skoða og skynja skal hér engu vikið hjá. Endirinn á kvæðinu er svona: Honum að nú hryggð nú setur hann má varla dylja það. Stígur á bak og blakkinn hvetur, blessar í anda Skálholtsstað. BMX-hjóli stolið Rósa hringdi. Nýju gulllituðu BMX-hjóli var stolið eða það tekið í misgripum að Miðleiti 12, rétt hjá Kringl- unni, fimmtudagskvöldið 13. apríl. Finnandi vinsamlegast snúi sér til lögreglu eða hringi í síma 30610. Foreldrar athugið vel að börn ykkar séu ekki á stolnum hjólum! mr Rockfonj* Karlmanna ■■ snyrtivörurnar eru komnar aftur í allar verslanir. i Dugguvogi 2 S. 91 - 68 63 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.