Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 -I-' AKUREYRI Fjölnýtikatlar Dæmi: C.T.C TOTAL til kyndingar með raf- magni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýting og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig, C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu með innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. kW Rafmagn..............15.75 Viöur...................15 Olía....................15 eiií6: UOSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI 23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843 26 Morgunblaðið/Rúnar Þór Færíflestan sjó Hjá Slippstöðinni hf. á AJkureyri er nú unnið að stórfelldum endur- bótum á togaranum Bjarti frá Neskaupsstað, en þetta verke&ii er eitt það stærsta sem unnið er að í Slippstöðinni um þessar mundir. Skipið verður allt sandblásið, skipt um rafala og ýmis- legf fleira. Bjartur er einn af Japanstogurunum svokölluðu, en hann var ekki sendur utan til Póllands til endurbóta á sínum tíma. Um sextíu manns vinna nú að þessu verke&ú og er áætlað að taki um tvo og hálfan mánuð að ljúka því. Að því loknu ætti Bjartur að vera fær í flestan sjó. 4. sýning laugardaginn 22/4 kl. 20.30 Cjuimuoá Sle-'nSSon 5. sýning föstudaginn 28/4 kl. 20.30 leiKFÉUVG AKURGYRAR sími 96-24073 Kirkjulistaviku lýkur: 66 milljóna tilboði í bygg- ingu stúdentagarða tekið Á FUNDI stjórnar Félagssto&iunar stúdenta á Akureyri á þriðju- dag var ákveðið að taka sameiginlegu tilboði, frá fyrirtækjunum . SS-Byggir og Möl og Sandur hf., í byggingu stúdentagarða við Skarðshlíð. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 66 milljónir, en að við- bættum gjöldum ýmisskonar er áætlaður byggingarkostnaður um 70 milljónir. Fyrirtækin tvö sendu sameigin- lega inn fjögur tilboð í verkið, en auk þess bárust tilboð frá Aðal- geiri Finnssyni hf. á Akureyri, upp á um 66.5 milljónir og ístak hf. í Reykjavík, upp á 89 milljónir. Stjórn Félagsstofnunar hefur síðustu daga verið að yfirfara til- boðin og var ákveðið að taka lægsta tilboðinu, frá SS-byggi og Möl og Sandi hf. . Tilboðið, sem hljóðar upp á tæp- ar 66 milljónir króna, þótti hag- stæðast af þeim sem bárust, en húsið sem reisa á er 1.483 fermetr- ar að stærð, sem þýðir að bygging- arkostnaður á fermetra er rúmar 44 þúsund krónur. Sigurður P. Sigmundsson, form- aður stjórnar Félagsstofnunar, sagði að málið yrði kynnt bygging- arnefnd Akureyrar, rætt yrði við verktaka og síðan væri ætlunin að hefjast handa hið fyrsta. Áætlað er að fyrstu íbúarnir flytji inn í húsið fullbúið þann 1. október næstkomandi, sem þýðir að bygg- ingartími hússins er nokkuð skammur. í stúdentagörðunum er gert ráð fyrir 34 íbúum, 14 einstaklings- herbergjum, 4 paríbúðum, 4 tveggja herbergja íbúðum og tveimur þriggja herbergja, auk sameiginlegs rýmis. Stúdentagarðar þeir sem rísa við Skarðshlíð eru einungis fyrsti áfangi í byggingu slíkra garða, en Sigurður sagði að fljótlega yrði farið að huga að öðrum áfanga, sem ekki yrði ósvipaður þeim fyrsta, en menn myndu gefa sér betri tíma til að skoða fleiri mögu- leika. Vortónleikar söngdeildar Á SUNNUDAG, 22. apríl, verða árlegir vortónleikar söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri, í sal skólans og hefjast þeir kl. 20.30. Þar koma margir nemendur fram og flytja einsöngslög og dúetta við píanóundirleik. Aðgangur að tón- leikunum verður ókeypis. Félagsstofhun stúdenta: „Litla orgelmessan“ eftir Haydn í Akureyrarkirkju Lygaflækia er sniðin eftir því formi sem tíðkað- ist í Austurríki og Suður-Þýska- landi um miðbik 18. aldar. Hljóð- færaSkipan við þennan flutning er sú sama og var á tímum Haydn og hljóðfærin sem leikið er á samskon- ar og þá. Flytjendur eru Kirkjukór Akur- eyrarkirkju, Margrét Bóasdóttir, sópran, Lilja Hjaltadóttir, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Richard Korn, bassafiðla og Dorota Manczyk, org- el, stjórnandi er Bjöm Steinar Sól- bergsson. Kirkjukórnum hefur verið boðið að flytja verkið á kirkjulistaviku sem haldin verður í Hallgrímskirkju þann 7. maí næstkomandi. Myndlistarsýning Kristínar G. Gunnlaugsdóttur sem haldin er í kapellu kirkjunnar verður opin um helgina, frá kl. 15.00-20.00, en þar eru sýnd málverk og svokallaðar íkonamyndir. Kristín stundar nú framhaldsnám í íkonamálun við ríkisakademíuna í Flórens. \ p* cs* Kirkjulistaviku lýkur á Akureyri á morgun, sunnudag, með hátíðar- messu í Akureyrarkirkju og hefst hún kl. 14.00. Sr. Birgir Snæbjörns- son þjónar fyrir altari, en sr. Þór- hallur Höskuldsson predikar. Við messuna verður „Litla orgel- messan“ eftir Haydn flutt, en hún MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI UMSÓKNIR um skólavist veturinn 1989-1990 þurfa að hafa borist skólanum fyrir 16. maí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skól- ans, Kaupvangsstræti 16, sími 96-24958. nyjar bækur Allt stakar sögur Askriftarsími 96-24966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.