Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 33
K8(!í iIfl4A .SS HUOAQÍIAOUAJ aiQAjaHUDflOM se MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRIL 1989 33 Hjónaminning: Sigurður Þorkelsson Sigurlína Stefánsdóttir Ungur vissi ég af föðursystur minni, Sigurlínu á Sauðárkróki. Seinna urðu þau Lína og maður hennar, Sigurður Þorkelsson, þeir klettar í lífí mínu og skyldfólks okkar sem alltaf breiddu faðminn móti okkur gestum sínum hvenær sem var. Á heimilinu að Lindargötu 17 á Sauðárkróki var engin sýndar- mennska. Á því heimili réðu kær- leikurinn, ættræknin og ástin. Sig- urður og Lína voru einstakir klettar sem við vissu alltaf af og til þeirra var gott að leita, hvernig sem á stóð. Þessi góðu hjón voru bundin þeim tryggðaböndum að útilokað var, að þau gætu lifað án hvors annars. Sú varð og raunin — þau létust með nokkurra daga millibili. Sigurður Þorkelsson fæddist 5. desember 1904 og lést 17. mars sl. Sigurlína Stefánsdóttir fæddist 1. október 1901 og lést 11. apríl sl. Ég og mitt fólk áttum margar góðar stundir á Lindargötu 17 á Sauðárkróki. Þar var tekið á móti manni með útbreiddan faðm á tröppunum. Við vorum leidd í stofu og sýndar ljósmyndir af fjölskyldum niðjanna, Helga, Önnu, Stefáns Þrastar og Bússa, sem öll voru þeirra börn. Það var sama um hvern var talað, aldrei var á neinn hallað hjá húsbændunum að Lindargötu 17. Þar ríkti sannarlega mann- gæska, ást og hamingja, sem reynd- ist órjúfandi, þeim báðum og þeim sem þau þekktu. Okkur, sem lifum í svokölluðu nútímaþjóðfélagi, finnst það kannske einkennilegt, að tvær persónur bindist þeim tryggðaböndum, að án hvors annars sé til lítils lifað, en Sigurður og Lína eru dæmi um það. Svo fór, sem betur fer, að skammur tími leið milli andláts þeirra. Og nú eru þau komin yfir landamærin sem við öll verðum að ganga yfir, fyrr eða seinna. Nú er brostinn stór hlekkur í ættingja- og vinahópnum. Sigurður og Lína standa ekki lengur með útbreiddan faðminn á tröppunum að Lindargötu 17. Líf þessara hjóna varð langt og lánsamt. Þau fundu hvort annað fyrir löngu síðan. Þau eru ennþá saman og við getum ekki hugsað um þau öðruvísi. Þau voru eitt, Sigurður og Lína á Krókn- um. Það eru alltaf tímamót, þegar líf og dauði mætast. Okkur finnst þau tímamót stundum eðlileg og það sem koma skal, stundum ekki. En þau eru einstök í minningunni, Sig- urður og Lína á Króknum. Ég og niðjar Valdimars, bróður Línu, þökkum þessum einstöku mannvinum allt það sem þau voru okkur. Hörður Valdimarsson Jónas Jónsson Hagan — Minning Fæddur21.apríI1900 Dáinn 17. apríl 1989 í dag verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju elskulegur afi minn, Jónas Jónsson Hagan. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum um leið og ég þakka honum allt það góða sem hann gaf mér í lífinu. Afi Jónas fæddist á Stöng í Mývatnssveit í apríl 1900 og var því vorsins barn, bjartsýnn og léttur í lund. Afi ólst upp í Mývatnssveit og þar liggja sporin hans mörg um sveitina hans fallegu sem alltaf var efst í huga hans hvar sem hann fór. Afi byrj- aði ungur að keyra. vörubíla og keyrði lengst af flutningabíla fyrir Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík. Það voru margar ferðirnar sem ég fór með afa á milli Húsavíkur og Reykjavíkur þegar ég var stelpa og allt framá unglingsár. Þá kynntist ég landinu mínu vel og lærði þá landafræði sem ég hef aldrei gleymt. Afi vissi nöfn á öllu sem fyrir augu bar, bæjum, hólum, hæðum, ám og fjöllum og var dug- legur að miðla okkur sem með hon- um ferðuðumst af þekkingu sinni. Afi var vel þekktur á þessari leið og átti þar marga góða vini og allt- af var hann tilbúinn að gera öllum greiða ef hann gat. Afi hafði þann sið að ganga með stráhatt og ég veit að það eru margir sem muna eftir gráhærða, brosmilda kallinum með stráhattinn. Það var yndislegt að alast upp í nálægð afa míns, hlusta á söng hans, þulur og skemmtilegar sögur. Nú er hann horfinn á braut og til betra lífs. Ég sendi kveðju mína og þakka honum fyrir samfylgdina og kveð hann með þessum orðum. Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan oná þig breiði, og sætt er það þreyttum, að sofa eins og þú, með sólskin og minning á leiði. (Þorst. Erl.) Ásdís Sigurðardóttir, Hafharfírði. Minning Guðmundur Jón Magnússon skipstjóri Loks er vor í lofti eftir erfiðan vetur, ekki síst til sjávar þar sem Ægir konungur hefur höggvið skarð í raðir sjómanna. En mikill vill meira því á miðviku- daginn sl. drukknaði Guðmundur Jón Magnússon skipstjóri er bátur hans sökk við Hafnarfjörð. Með fátæklegum orðum minnist ég þessa vinar míns, manns sem byrj- aði að stunda sjóinn sem drengur vestur á Súgandafirði og sjórinn varð hans starfsvettvangur alla tíð síðan. Lengst af var Guðmundur skipstjóri á eigin bátum en tvo báta átti hann sem báðir báru nafnið Aldan enda var hann oft kenndur við bát sinn og kallaður Guðmundur á Öldunni. Um 25 ár eru liðin síðan ég kynntist Önnu dóttur Guðmundar og í framhaldi af því eignaðist ég þann besta tengdaföður og vin sem nokkur maður getur látið sig dreyma um. Eftir að við Anna slit- um samvistum hélst vinskapur okk- ar Guðmundar áfram og alltaf var ég aufúsugestur á Nesveginum hjá þeim Guðmundi og Guðfinnu hve- nær sem var. Sé það svo að örlög okKar allra séu ráðin á æðri stöðum og tími Guðmundar hafi verið kominn þá tel ég hann sjálfan sáttari við þessi endalok frekar en önnur. Á giftusömum sjómannsferli hef- ur Ægir konungur ætíð þurft að lúta í lægra haldi en að lokum stendur hann þó uppi sem sigurveg- ari. Guðfinna kveður nú lífsföru- naut sinn, Anna föður sem hefur verið henni stoð og stytta gegn um lífið, synir mínir, Guðmundur og Jóhann, kveðja afann sem þeir mátu svo mikils og treystu á og aðeins Finnur litli skilur ekki að afi kemur ekki aftur. Það er aðeins minningin sem lifir. Bið ég Guð að veita þeim styrk í sorg sinni og vini mínum, Guðmundi Jóni Magnús- syni, þakka ég ógleymanlega sam- fylgd. Guð blessi minningu hans. Friðrik Guðmundsson t Bróðir okkar og mágur, SVERRIR KRISTINN SVERRISSON fyrrverandi skólastjóri Iðnskóla Akraness, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. apríl kl. 13.30. Guðlaug Sverrisdóttir, Gunnlaug Sverrisdóttir, Sigurður Þ. Gústafsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA LARSEN bóndi á Engi, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg. Ingibjörg Larsen, Ketill Larsen, Hólmfrfður Þ. Ketilsdóttir, ívar Helgi Larsen. Helga Fanney Bergmann, Ólöf Benediktsdóttir, Sólveig D. Ketilsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls móður minnar, ömmu og langömmu, PETRÍNU JÓNSDÓTTUR, áður Grettisgötu 53, Æsufelli 4. Auður Filippusdóttir, börn, tengdadóttir og barnaböm. t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, REYNIS Þ. HÖRGDAL, Skarðshlíð -17, Akureyri. Guðrún Þ. Hörgdal, Þorsteinn Hörgdal, Jónína Hörgdal. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS VILHJÁLMSSONAR fyrrverandi bónda, Syðri-Hömrum, Ásahreppi. Jón Þorsteinsson, Vigdís Þorsteinsdóttir, Björn Guðjónsson, Sölvi Magnússon, Karla M. Sigurjónsdóttir og barnabörn hins látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LIUU SIGFÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 11G og 13D á Landspítalanum. Sigurður Pétur Guðjónsson, Sigríður Hrefna Sigurðardóttir, Hllmar J. Kristinsson, Hulda Júlfa Slgur&ardóttir, Þórir Jökull Helgason, Sigfús Örn Sigurðsson, Ingi Einar Sigurösson, Hanna Björg Sigurðardóttir, Þórunn Lilja Hilmarsdóttir. t Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur stuðning og hlýhug á erfiðri stundu við fráfall elskulegs unnusta míns, föður, sonar og bróður, GUNNARS BJARKA VESTFJÖRÐ, Hafnargötu 122, Bolungarvík, sem lóst af slysförum á Óshlíð hinn 8. mars. Sérstakar þakkir faerum við björgunarsveitarmönnum og öllum sem tóku pátt í leitinni. Sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur. Vilborg Arnarsdóttir, Ragnar Freyr Vestfjörð, Sindri Vestfjörð, Ragna Aðalsteinsdóttir, Bella Vestf jörð, Garðar Vestfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.