Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 DYR LJÓÐSINS Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Guðbrandur Siglaugsson: DRÖG AÐ KVÖLDI. Ljóða- handrit númer 5 og 6. Útgef- andi höfundur 1989. Odysseifur og Telemakkus eru meðal helstu persóna í ljóðabók Guðbrands Siglaugssonar Drögum að kvöldi. Þannig tengir Guð- brandur nútíð og foman bók- menntaarf og er það að vísu ekki alveg ný aðferð, en fremur sjald- gæf hjá ungum íslenskum skáld- um. Guðbrandur Siglaugsson vand- ar byggingu ljóða sinna og leggur mikla áherslu á hrynjandi. Annað sem einkennir ljóð hans er óvenjuleg myndbeiting, stund- um djarfleg. Þegar hann yrkir um síðdegið og lætur það kasta „snöggum hvössum skugga fyrir hom“ minnir hann rnig á Kristján Karlsson. Sama er að segja um hvemig hann notar liti, t.d. í Söng: „Gulur stormur í jaðarinn grænn." Guðbrandur nær misjöfnum tökum á formi og yrkisefnum. Stundum eru ljóðin dálítið sundur- laus, ekki nógu hnitmiðuð þrátt fyrir góðan vilja. Dæmi um ljóð sem vitna um hið gagnstæða er Kveðja: Það er hijómlist úr húsi þegar gesturinn kveður tæpt frost og í krapinu brestur en hripar af upsum Þeir hafa setið á tali og tíminn iiðið iíkt og af vindlingi reykur og fallið sem aska í gröf sem er jafnskjótt gleymd og enginn vitjar um aðrar dyr en ljóðsins Dyr ljóðsins eru vissulega þær sem sýna hið liðna, spegla það og bergmála. Það er oft ekki í önnur hús að leita. j Oddbjörg/Haus Stockum er m.a. ort um spegilinn sem „spann- Guðbrandur Siglaugsson ar alla tíma/ og enginn fær undan komist faðmlagi hans“. í þessu ljóði situr Skarphéðinn að drykkju og heldur sig orðinn James Dean. Það er mikið um ferðir í ljóðun- um. Odysseifur er ýmist staddur í úthverfi eða fluttur þaðan. En Telemakkus er sá sem „einn þekkir stígana" og vill ekki faraút- „fyrr en séð hefur stíg sem má/ feta svo lengi sem varir". Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að tala um að Guð- brandur Siglaugsson yrki heim- spekilega, en tilvistarstefna er honum ekki fjarri. Bjartsýni verður líklega ekki á hann borin (samanber Odd- björg/Haus Stockum), en lokaorð- in í Rissi frá liðnum vetri og þar með bókarinnar þykja mér fela í sér von: Að baki er tíminn steinn sem ferðamanni er hvíld í að kveðja Eftir að hafa lagt Drög að kvöldi verður fylgst af áhuga með ljóðagerð Guðbrands Siglaugsson- ar. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 483. þáttur í 476. þætti birtist fyrri hluti bréfs Ásgeirs Ó. Einarssonar í Reykjavík. í síðari (síðara) hluta bréfsins fer hann hörðum orðum um blaðamenn Morgunblaðsins fyrir að nota þátíðarmyndina „flúði“ í stað „flýði“ af sögninni að flýja og „harmonikka“ í stað „harmóníka". Hann segir að skrifa skuli harmóníka, en hljóðfærið megi kalla nikku í gríni og styttingu. Aftur á móti sé „harmónikka" hreint barna- bull. Athugasemdir umsjónar- manns: Sögnin að flýja bregður sér í ýmsar myndir. Orðabók Menn- ingarsjóðs gefur beyginguna: flýja-flúði-flúið, en setur í sviga þátíðarmyndimar fló og flýði og merkir hina fyrrtöldu úrelta. Blöndalsorðabók segir: flýja, nt. flý, þt.et. flúði eða flýði, þt.flt. flúðum eða flýðum, lh.þt. flúið. Johan Fritzner gefur í orða- bók sinni um fornmálið („det gamle nordiske Sprog“) bæði þátíðina flýði og flúði og þrenns konar lh.þt.: flýðr, flúiðr og flýiðr. Þar að auki aðra gerð nafnháttar: flæja. í sögnum eins og knýja og flýja hafa á aldanna rás gerst ýmsar hljóðbreytingar og áhrifs- breytingar, og verður sú benda ekki rakin sundur hér. En ekki eru efnisrök til þess að áminna menn um málglöp, þótt þeir segi t.d. flúði af sögninni að flýja. Um nafn hljóðfærisins hef ég upplýsingar frá Orðabók Há- skólans. Það kemur fyrst fyrir, í prentuðu íslensku máli, svo vitað sé, í Sunnanpóstinum, þriðja árgangi, árið 1838, og er það þá skrifað harmóníka. Sama er að segja um þýðingu Jóns Sigurðssonar (forseta) á ævisögu Benjamíns Franklíns, útg. 1839. Orðabókarmenn segja mér að ríkari hafi verið framan af sú hefð_ að skrifa með einu k-i, eins og Ásgeir Ó. Einarsson vill, en ó og í, o og i hafi verið á reiki nema allra fyrst. Þegar kemur fram á 20. öld, taka ýmsir að skrifa með tveim- ur k-um, og nefni ég eftirtalin dæmi: 1) Theódór Friðriksson segir í fyrra bindi bókar sinnar I ver- um (bls. 64): „Hann kom líka með fyrstu harmonikkuna út í Flatey, og stóð roskna fólkinu hálfgerður stuggur af þessu galdraverkfæri.“ 2) I bókinni Aflamenn segir Björn Bjarman (bls. 150): „Það er komin harmonikka um borð í Höfrung II.“ 3) Ólafur Jóhann Sigurðsson í bók sinni Fjallið og draumur- inn (bls, 383): „Harmonikkan hlýddi honum eins og ástfangin þerna.“ 4) Pétur Gunnarsson í Punkt- ur punktur komma strik (bls. 89): „Svo héldu þær áfram að læra mannkynssöguna, sem fólst í því að þær skrifuðu hana upp á nýtt á mjóa renninga sem þær síðan krukkluðu saman í endalausar harmónikkur." Ég held því að það sé mjög ýkt að segja sem svo að harm- ónikka (harmonikka) sé „hreint" barnabull. Blaðamenn Morgunblaðsins eru þama í bærilegum félagsskap. ★ Bjami Sigtryggsson í Reykjavík hafði fleira að segja en frá var greint í næstsíðasta þætti. Gef ég honum aftur orðið um sinn: „Aðeins örfá orð í belg um nýyrði. Eins og við vitum kvikna sum þeirra fullsköpuð og koma eins og óskabörn inn í málið. Önnur þróast. Lífslíkur þeirra fara eftir viðtökum okkar sem málið notum. Eitt þeirra orða, sem hefur verið að þróast, er stytting úr enska orðinu „fac- simile“, heitir fullu nafni telefax eða aðeins Fax, og er símriti. Þetta tæki líkist um margt ljós- rita (sem nefnist því langa heiti ,,ljósritunarvél“) og er sagt vera þarfasta nýjung skrifstofufólks ef borðtölvan er frá talin. Opinber stofnun auglýsir í Morgunblaðinu í dag [22. mars] „telefaxnúmer“ í póstfangi sínu, og svo mun án efa verða um flest fyrirtæki í nánustu framtíð. Þarna færi betur á að eiga alís- lenskt orð, og þar sem Fax er að verða boðberi nútímans þykir mér ekki úr vegi að við lögum þessa ensku orðstyttingu að íslensku máli og íslenskri hefð og gefum þessum nýja þarfa þjóni heitið Faxi (kk., beygist eins og sími). Þökk fyrir pistla þína og bestu kveðjur." Þetta sagði Bjarni Sigtryggs- son, og því ekki það? Tillögunni er hér komið á framfæri ásamt meðmælum. ★ Þá hefur mér borist ein vísa undir hinum erfiða afdráttar- hætti, sbr. 480. þátt. Höfundur vill að svo komnu alls ekki láta nafns síns getið. Hann kvað: Kveina margir kviða haldnir, kvonarleysi dapurt skanna. og seinniparturinn kemur sjálf- krafa, þegar fyrsti stafur hefur verið tekinn af hveiju orði fyrra hlutans. Veina argir. Víða aldnir vonarleysi apurt kanna. Höfundur biður menn velvirðingar á nýyrðinu að skanna sem hann segist nota eins og í ensku = að rýna í, grannskoða, og sjaldyrðinu apur (öpur, apurí.) = bitur, dap- ur. ★ Áslákur austan kvað: Það er bölvaður flotinn sem flagar oss, ekki forvitni og léttúð sem bagar oss, sagði Glaumhúsa-Stína við stallsystur sína, er þær tipluðu létt út í Lagarfoss. P.s. Auk þess legg ég til að hvers- dagslega hætti menn að tala um „ljósvakamiðla" og láti sér nægja að tala um vörpin (út- varp og sjónvarp) eins og menn tala um blöðin. Kúlan hans Einars Einar Melax: ÓSKILJANLEG KÚLA. Myndir: Kristbergur Pétursson. Smekkleysa 1988. Einar Melax er eitt þeirra ungu skálda sem feta ekki troðnar slóð- ir, en reynir að lýsa því sem hann sér og skynjar með sínu lagi. Eitt ljóðanna í Óskiljanlegri kúlu nefn- ist Fjallasýn: Ég set salt í morgunsárið og sötra tequila. Stéttin er grá og framliðið fólk á fórnum vegi. í dag hnitar mávurinn marga hringi og kvöldið / það er agúrka. Einar birtir okkur ný sjónar- horn. Það gerir hann í Fjallasýn og líka í Paradís svo að annað dæmi sé tekið. Hjá Einari felst Paradís í því að stúlka með kókó- FróóJeikur og skemmtun fyrir háa sem lága! brúnan rass réttir honum fjólu- blátt blóm meðan skordýrin öskra. Þannig eru ljóð Einars Melax langt frá því að vera hátíðleg, heldur stefna að því að segja okk- ur eitthvað með óvæntum hætti og eru bara um skynjanir og til- fínningar ungs manns sem vill láta ljóðið vera ljóð innan sinna marka. Ljóð Einars Melax valda kannski ekki miklum tíðindum í íslenskum bókmenntum, en þau eru nýstárleg og skemmtileg að mínu mati. Bókin Óskiljanleg kúla er afar sérstæð útlits svo ekki sé meira sagt og ansi þung vegna spjald- anna af ekki stærri bók að vera. Svo er hún yfirleitt nokkuð köld viðkomú nema á innri spjöldum sem eru mjúk. Kristbergur Péturs- son hefur myndskreytt „kúluna“ á smekklegan hátt og samkvæmt þeirri reglu að ljóð og myndir eigi Einar Melax að vera í æskilegu jafnvægi. Óneit- anlega er Óskiljanleg kúla meðal eftirminnilegustu bóka liðins árs og hefur m.a. þann kost að kæta þann sem les og skoðar. Til sölu Hveragerði Raðhúsið Réttarheiði 23 með innb. bílskúr samtals 115 fm. Húsið er nýtt, það er sérlega vandað. Laust strax. Áhv. um 2,5 millj. við veðdeild. Lindargata — Rvk. Litil 2ja herb. kjíb. Ósamþykkt. Sérinng. Laus strax. Ekkert áhv. Upplýsingar laugardag og sunnudag kl. 12.00-16.00 í síma 13143 en eftir helgina 16768. Einar Sigurðsson hrl., Laugavegi66. 911RÍ1 ■ 91 Q7f| LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori ■ ' ■ t I W I U LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTElGNASALl Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Suðuríbúð við Álftamýri 2ja herb. á 4. hæð 58,2 fm nettó. Sólsv. Parket. Sameign utanhúss fylgir ný endurbætt. Mikið útsýni. Skuldlaus. Við Hraunbæ - nýtt eldhús og gler 4ra herb. mjög góð íb. á 1. hæð, 90,4 fm nettó. Vel skipul. Ágæt innrétting. Sólsv. Geymsla og þvottah. í kj. Nýmáluð sameign. Skuld- laus. Við Maríubakka - sérþvottahús 3ja herb. íb. á 2. hæð af meðalstærð. Sólsvalir. Sérþvottah. og búr við eldh.^Vinsælt hverfi. Góð sameign. Útsýni. Á útsýnisstað við Norðurbrún Glæsilegt parh. með 6 herb. rúmg. íb. á aðalhæö. Jarðh./kj. undir öllu húsinu, m.a. með innb. bilskúr, tvelmur rúmg. herb., stóru föndur- herb., snyrtingu, geymslu, og þvottah. Teikn. á skrifst. Ákv. sala. Úrvalseign við Flókagötu 6 herb. sér efri hæð 166,2 fm. Nýendurb. öll eins og ný. Stórar sólsv. Nýr rúmg. bílsk. með vinnuplássi. Útsýnisstaður. Fjórbýlishús. Ákv. sala. Hagkvæm skipti í Vesturborginni óskast rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð, ekki i kj. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. með fráb. útsýni og byrjunarframkv. að bílsk. Nánari uppl. trúnaðarmál. Gegn útborgun í borginni eöa Kóp. óskast 2ja herb. íb. m. bilskúr eða bilskrétti. Rétt eign verður borguð út. Opið í dag, laugardag, frákl. 10.00-16.00. ALMENNA HSTEIGHASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.