Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 12
12 - - - MORQUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 Það sem þarf er grænt ljós á fi’amkvæmdir, ráðherra eftirElínu G. Ólafsdóttur Það er sannarlega jákvætt að drífa upp umræðu um stöðu íslenskra skólamála og forgangsverkefni á grunn- og framhaldsskólastigi eins og menntamálaráðherra hefur gert undanfarið. Grein þessi er skrifuð af því tilefni að menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, auglýsti fyrir nokkru fimm viðtalsfundi með skólastjórnendum, foreldrum og kennurum í grunnskól- um í Reykjavík. Þar gefst bæði hon- um og öðrum kostur á að reifa hug- myndir sínar og skoðanir í uppeldis- og menntamálum. Þetta framtak menntamálaráðherra er til fyrir- myndar, enda hnígur það mjög í sömu átt og hugmyndir okkar Kvennalistakvenna um valddreifingu og samráð við fólk. Menntamálaráðherra hefur líka sent flölmörgum aðilum, bæði innan og utan skólakerfisins bréf. Þar er fólk beðið að taka þátt í könnun með því að gera lista yfir 4—10 verkefni sem mikilvægust eru á sviði skóla- mála á næstu 10 árum. í seinni lotu á að raða í forgangsröð þeim atriðum sem oftast koma fyrir í fyrstu lotu. Tiigangurinn samkvæmt bréfinu er að virkja sem flesta til að vinna að heildarstefhu um skólamál og gera tillögur um aðgerðir byggðar á henni. Þetta lítur vel út og ánægju- legt að sjá grasrótarhugmyndir Kvennalistans í verki í einu ráðu- neyta þessarar annars gerræðislegu ríkisstjórnar. Eitt prik fyrir viðleitni Já, ráðherra, þú færð eitt prik fyrir viðleitni. Það er jafnframt einu priki meira en hægt er að gefa ýmsum öðrum í ríkisstjórn þinni. Það skaltu þó vita að þetta er einu priki meira en þú átt skilið ef í ljós kemur að þú og ríkisstjórnin ætlið að segja eitt, en gera svo ýmist ekkert eða þveröfugt við það sem þið segið, eins og reyndin hefur hingað til verið. Síst vildi ég gera þeim rangt til sem næst þessum könnunum og fundum standa. Má vera að þetta sé svartsýni i ljósi reynslunnar. Hitt er staðreynd að við eigum mörg erfitt með að láta eins og ekkert sé þegar fram kem- ur enn eirk tillagan um að kanna hvað brennur á fólki í þessum efn- um og engin framkvæmdaáætlun fylgir. Það er löngu vitað hvað brennur á fólki bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, það sanna ótal skýrslur og kannanir undanfarin ár. Varla þarf að minna á OECD- skýrsluna „svörtu“, Endurmat á störfum kennara, Könnun Þórólfs Þórlindssonar o.fl. Þetta liggur allt fyrir á sama hátt og það er alveg kýrskírt hvernig launamisrétti í landinu er háttað. Endalausar kannanir hafa margsannað það. Það sem hins vegar brennur á fólki er aðgerðaleysi, að eitthvað sé gert til úrbóta. Grasrótaraðferð ráð- herrans er vel meint, en við viljum framkvæmdir. Hvernig verður breytt forgangsröðun framkvæmd í ríkisstjórn niðurskurðar? Ég og fleiri viljum fá að vita hvernig menntamálaráðherra ætlar að gera bragarbót í þessum efnum, breyta forgangsröðun verkefna í ríkisstjórn sem boðar niðurskurð á öllu velferðarkerfinu, hvorki meira né minna. Það er sá boðskapur sem fólk hefur fengið frá þessari ríkis- stjórn sem kennir sig við j'afnrétti og félagshyggju". Það var þá! Þegar við Kvennalistakonur leggjum fram tillögur á Alþingi eða í sveitarstjórnum erum við ævinlega spurðar hvar við ætlum að fá fé til framkvæmda, hvað við ætlum að skera niður á móti kostnaði. Því er eðlilegt að við fáum skýringu á því úr hvaða vasa peningarnir eiga að koma til að framkvæma það sem þarf í þessari ríkisstjórn sem hrópar á alla aðra en fyrirtækin að herða sultarólina. Eitt er víst, framtíðar- sýn menntamálaráðherra kostar peninga, og það mikla peninga. Það sem skiptir okkur meginmáli er að ráðherrar íramkvæmi allt það góða sem við höfum iagt til og sam- þykkt undanfarin ár, eða áratugi. Við erum uppgefin á að hlusta á fagurgalann. Þegar kemur að fram- kvæmdum rekumst við ævinlega á vegg. Engir peningar til. Það stóð VF.RfíSPRENG.TA ! Fullbúin hjólhýsi á Ijaldvagnaverði upp a sKommum tima unaantann ár. Komiö og kynmð ykkur þær nýjungar sem nú er boðið upp á og tryggið ykkur hús í tíma. Innifalið í verði: Svefhpláss fyrir 3 eða 4, tveggja hellna eldavél, vaskur með rennandi vatni ovniðurfalh, mniljós, fataskápur, tvö borð með sætum fyrir 6 manns, sólúga, klóset, buroamssi fyrir rafhlöður og gaskúta. sjáfvirkar bremsur, stuðningstjakkar á öllum homum, tvöfalt der, fullkominn ljósabúnaður, foitiald og maigt fleira. Allt þetta á verði frá kr. 249.000.- fhver býður betnr ?j Vélar og þjónusta Krókhálsi 1 (Bílaumboðið) Sími 91-83266 AÐ JOKIAFOLD 41, CRAFARVOGI CR TIL SÝNI5 UM HUGINA. SÝNINGARTÍMI KL.14-19 _______ HAPPDRÆTTI DVAlARHilMIUS ALDRADRA % Q > Elín G. Ólafsdóttir „Yið erum uppgefin á að hlusta á fagnrg-al- ann. Þegar kemur að framkvæmdum rek- umst við ævinlega á vegg. Engir peningar til. Það stóð sennilega aldrei til að breyta áherslum í raun og framkvæma þær.“ sennilega aldrei til að breyta áhersl- um í raun og framkvæma þær. Menntastefiia birtist m.a. í flárveitingum, ráðherra Ég minni ráðherrann á að menntastefna birtist ekki síst í íjár- veitingum. Nýsamþykkt fj árlög bera þess ekki merki að ríkisstjóm- in ætli að taka á í menntamálum á íslandi. Hvernig ætlar ráðherrann að bæta skólastarf ef ekki er veitt auknu fé til þessa málaflokks á fjár- lögum og ef laun og kjör kennara og annarra uppalenda verða ekki bætt? Framlag ríkisins til mennta- mála hefur um áratugaskeið verið svipað, er nú á nýsamþykktum fjár- lögum rúmlega 14% af útgjöldum ríkisins? Þetta er reyndin þrátt fyr- ir að menntakerfið í heild hafi vax- ið stórlega á undanförnum árum. Dæmi um þetta: Skólaskylda hefur Iengst til muna, framhaldsskólinn tekið stakkaskiptum, er nú nánast fyrir alla, fullorðinsfræðsla hefur aukist og svona mætti áfram telja. Á fjárlögum er sem sagt síður en svo gert ráð fyrir aukinni áherslu á menntamálin í landinu. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig þetta getur komið heim og saman. Er furða þótt fólk velti fyrir sér hvort hugur fylgir máli og spyrji: Segja þeir eitt, gera þeir annað? Skuldir ríkisins við sveitarfélög vegna skólakostnaðar eru líka saga út af fyrir sig, þær nema hundruð- um ef ekki þúsundum milljóna króna. í Reykjavík einni skuldar ríkið hundruð milljóna króna vegna þessa málaflokks eins. Við eins og fleiri sveitarfélög stöndum í stöðug- um barningi við að fá lögboðin framlög ríkisins til skólamála greidd. Þess vegna verður eflaust velmeinandi ráðherra að sýna fram á hvort og þá hvernig hann ætlar að fá samþykktar framkvæmdir í skólamálum í þessari dæmalausu ríkisstjórn. Ríkisstjórn, sem nýverið setti sér þá markvissu aðhalds- stefnu að skera niður launakostnað ríkisins um 4%. Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri hefur á pijónun- um? Eða er þetta allt tálsýnin ein? Enn einn spurningaleikurinn, sem gerir lítið annað en staðfesta það sem þegar er vitað. Fyrir mér lítur þetta svona út: 1. Könnun í tveimur hlutum. a) Fólk gerir lista yfir 4—10 mikil- vægustu verkefnin á sviði skólamála á næstu 10 árum. b) Sömu aðilar fá lista yfir þau mál sem oftast voru nefnd í fyrstu lotu. Nú eru þeir beðnir að raða þeim í forgangsröð. 2. Skýrsla verður gefin út með nið- urstöðum úr könnuninni. 3. Ráðstefna verður haldin um könnunina og skýrsluna með þeim sem tóku þátt í hvoru tveggja. Málin verða rædd, sennilega utan vinnutíma, t.d. á laugardegi. í framhjáhlaupi, þær eru ófáar ráðstefnurnar sem við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.