Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
Minning:
Gróa Björnsdóttir
Fædd 30. ágúst 19Q6
Dáin 16. apríl 1989
Mig langar með örfáum orðum
að minnast ömmu minnar, Gróa
Bjömsdóttur frá Helgafelli.
Amma fæddist á Rangá í Hró-
arstungu, dóttir hjónanna Björns
Hallssonar og Hólmfríðar Eiríks-
dóttur.
Eg man eiginlega fyrst eftir
ömmu þegar ég var 6 ára og við
nýflutt heim frá Danmörku. Ég fór
ein austur til að vera við sauð-
burðinn hjá afa og ömmu. Þau tóku
afskaplega vel á móti mér og fékk
ég að sofa í hjónarúminu hjá ömmu
og sýnir það hversu vel hún skildi
að erfitt var að fara frá mömmu
og pabba í fyrsta sinn. Vorin fyrir
austan voru yndislegur tími og liðu
fljótt við leik og störf. Amma vildi
allt fyrir okkur bamabörnin gera
og gætti okkar vel. Síðasta vorið
mitt fyrir austan var ég orðin 13
ára gömul og taldi mig vera orðna
nokkuð fullorðna, en amma bless-
unin var nú á annarri skoðun og
hélt áfram að hugsa um mig sem
litlu stúlkuna sína, sem ég kann
vel að meta núna og er þakklát
fyrir.
Amma var greind kona, fróð og
mikil félagsvera og hafði gaman
af að fá í heimsókn gesti sem hún
gat setið og spjallað við. Enda
fannst mér stundum Helgafell
líkjast hóteli á sumrin, alltaf gestir
að koma og eitthvað að ske, sem
stelpukrakka fannst skemmtilegt.
Hún var afar söngelsk og spilaði á
orgel, og man ég eftir mörgum
kóræfingum heima í stofunni hjá
afa og ömmu.
Amma kom alltaf suður til okkar
annað slagið og var gott að fá hana
í heimsókn og sjá hvaða gott hún
væri nú með í veskinu. Hún heim-
sótti þá vini og ættingja, keypti sér
nýjan kjól, því hún hafði afskaplega
gaman af að punta sig og vera fín
og fannst mér alltaf gaman að sjá
þegar hún hafði búið sig upp á.
Ég man sérstaklega eftir því á
fermingardaginn minn hvað ég var
stolt af henni í íslenska búningnum
sínum, hvað hún var falleg og fín
og sómdi sér vel innan um gestina.
Eftir því sem á leið fækkaði
stundunum sem við áttum saman.
Ég hætti að fara austur í sauð-
burðinn og ferðum ömmu fækkaði
suður þegar heilsu hennar fór að
hraka. Mikil var þó gleði mín, er
þau bæði, amma og afi, komu suð-
ur þegar ég brautskráðist sem stúd-
ent fyrir tæpum tveim árum. Var
það hennar síðasta heimsókn til
okkar, því eftir það kom hún aðeins
hingað suðurtil að fara á sjúkrahús.
Amma var skynsöm og framsýn
kona og var alltaf dugleg við að
hvetja mig til náms, því hún skildi
vel mikilvægi menntunar fyrir ein-
staklinginn, og ekki síst fyrir sjálf-
stæði kvenna og lýðræði lítillar
þjóðar. Hún kvaddi þennan heim
lasburða og södd lífdaga.
Ég kveð ömmu mína með þakk-
læti og trega.
Megi hún hvíla í friði.
Bylgja Björnsdóttir
Tíminn líður og áður en varir er
maður orðinn gamall. Og tíminn er
svoleiðis skepna sem ekki dugar að
deila við. Hann keyrir áfram veginn
og maður ekur með honum hvort
sem manni er það ljúft eða leitt.
En tíminn er að því leyti góður
ökumaður að margt sem fyrir verð-
ur á veginum sáldrast burt og
gleymist, er ekki lengur. Og þegar
maður lítur til baka standa eftir
tilteknar vörður, kannski það sem
maður vill helst muna. Og þegar
árin færast yfír lítur maður til baka
og staldrar við tilteknar vörður.
Svona hugsar gamall héraðsmað-
ur, útfellingur sem verið hefur í
kaupstaðarferð sem fer nú að verða
nokkuð löng. Úr þeim kauphöndlun-
arstað sem hann hefur gist um sinn
sér hann Útfellin fyrir sér eins og
þau voru fyrir löngu; minnist þess
hvemig Rangá niðaði á eyrum og
Fljótið var hvítur breiður flötur
milli grænna ása, hvemig leiðin lá
innmeð Urriðavatni, um túnfótinn
hjá Einari í Seli inn að Helgafelli.
Maður fór þessa leið gangandi að
utan. Stundum kom maður keyr-
andi að innap, austan eða norðan.
En hvaðan sem maður kom var
áfangi ævinlega á Helgafelli því þar
var sá punktur sem var í miðdepli.
Og í þessum miðdepli var Gróa
á Helgafelli.
Þar sem vegir skerast er jafnan
mikil umferð. Þar er ys og þys.
Bílar þjóta framhjá. Sumir stansa
til að taka bensín og flýta síðan
för. Aðrir dvelja lengur. Ég á niinn-
ingu um Gróu á Helgafelli þar sem
hún stendur við gamla Sjelltankinn
og dælir með handafli bensíni á
bíla. Hún stendur þama, vel í með-
allagi há, grannvaxin, fölleit með
dökkt hár, í pilsi og blússu.
En þessi tími leið og bensíntank-
urinn er löngu horfinn. Það var
settur blóma- og tijágarður þar sem
hann stóð í tungu milli tveggja þjóð-
vega. Gróa hafði yndi af þessum
garði og dvaldi þar marga stund
að hlú að gróðri. Steinsnar niður
að Fljótinu sem breiðir úr sér, hvítt
og slétt, með Ekkjufellshólmana
dómollandi á víkinni.
En þessi tími er líka liðinn. Gróa
á Helgafelli hugsar ekki lengur um
garðinn sinn á Fljótsbakkanum.
Hún er horfin yfir það ókunna fljót
sem við eigum öll eftir að kanna.
Gróa á Helgafelli var af Njarðvík-
urætt þeirri sem rakin er frá Bimi
sem nefndur var skafinn. í þeirri
ætt hafa verið mikilhæfir menn á
Héraði. Björn Hallsson á Rangá,
faðir Gróu, var einn af þeim. Hólm-
fríður, móðir hennar, var dóttir
Eiríks bónda í Bót. Það er Vefara-
ætt. Og fyrst þegar ég man eftir
Gróu á Helgafelli hét hún Gróa á
Rangá, var ein af heimasætunum
þar. Og það var litið upp til þeirra
enda vom þær vænar konur og vel
menntaðar. Og enn á ég í barns-
minni geymda mynd af Gróu, úngri
stúlku sitjandi á hesti sem mig
minnir væri hvítur. Hún var að fara
eitthvað inn í Fell með öðm úngu
fólki og stansaði í hlaðinu heima
og brosti. Og ég var afskaplega
feiminn.
Seinna varð ég svo gæfusamur
að verða eins konar uppölsludreng-
ur hjá Gróu á Helgafelli. Þá var
hún gift Helga bróður mínum og
þau höfðu reist sér nýbýli inn við
Lagarfljótsbrú þar sem vegir úr
mörgum áttum koma saman. Helgi
var um árabil barnakennari í Fellum
og skólinn vár stundum hafður á
Helgafelli. Þar voru þá flestir
krakkarnir til húsa. Þama var ég
í læri, ekki síður hjá húsfreyjunni
en kennaranum, og eftir að við tók
skólaganga í fjarlægum stöðum var
ég oftast á summm í vegagerð sem
stóð frá mánudegi framá föstudags-
kvöld. Helgarnar vom svo nýttar á
ýmsa vegu. Ég man svo langt að
ráðsettir verkstjórar kölluðu það
„hringl". Já, maður var að hringla
eitthvað um helgar. Það vom hald-
in böll og það var ekki alltaf hátt
á manni risið þegar maður kom af
þeim. En sama var. Alltaf var manni
tekið sem sérstökum vildarmanni
þegar maður settist inní eldhúsið á
Helgafelli á sunnudagseftirmiðdegi
í þeim erindum að fara aftur að
vinna sér inn peninga á mánudags-
morgni. Gróa á Helgafelli var aðal-
persónan í þessu eldhúsi, róleg og
æðmlaus. Hún var aldrei með pré-
dikanir, skaut inn orði og orði og
sussaði á mannskapinn ef henni
þótti keyra úr hófí. Því alltaf vom
margir gestir kringum eldhúsborðið
á sunnudagskvöldum. En þó Gróa
á Helgafelli segði ekki mörg orð
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EBENEZER GUÐJÓNSSON,
lést að kvöldi 19. apríl.
Ásgerður Leifsdóttir, börn, tengda
börn og barnabörn.
Eiginkona mín,
SVANHVÍT RÚTSDÓTTIR
frá Hörgslandi á Sfðu,
lést á heimili okkar aðfaranótt 21. apríl.
Bjarni Loftsson.
Móðursystir okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Fosskoti,
Miðflrðl,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 20. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Jónsdóttir,
Baldur Jónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR RÓSINKARSSON,
Lundarbrekku 10,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 19. apríl.
Sigurlfna Sigurðardóttir,
Hreinn Guðmundsson,
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson,
Sigurborg S. Guðmundsdóttir,
Auðun Már Guðmundsson,
Guðmundur Freyr Aðalsteinsson.
Kveðjuorð:
Karl Gunnlaugsson
Fæddur 17. desember 1915
Dáinn 10. apríl 1989
Karl Gunnlaugsson lést þ. 10.
apríl sl. Mig langar til að minnast
hans í nokkmm orðum, því þar
er genginn sérstakur öðlingur.
Karl var einstaklega ljúfur og
elskulegur maður, gæddur mikilli
hlýju og ríkri kímnigáfu.
Við vom vinnufélagar í átján
ár og ég mun sakna viðræðustund-
anna er við spjölluðum um allt
mögulegt, innleggs hans í fjörugu
umræðumar í eldhúsinu, flautsins
hans og raulsins við vinnu sína,
hlýjunnar og glaðlega viðmótsins.
Eg sendi samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar, sérstaklega Bjarg-
ar, Barkar og Kalla yngri, sem
var lífssól afa síns.
Dóra Thoroddsen
Karl Gunnlaugsson lést mánu-
daginn 10. apríl sl. á heimili sínu
á Lynghaga 28. Við sem urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast honum, og áttum í honum
tryggan vin, syrgjum hann sárt.
Kalli á Lynghaga, eins og hann
var oftast kallaður, var stoð og
stytta sonar síns Barkar og sonar-
sonar Karls Trausta. Karl giftist
Soffíu Jónsdóttur fyrir nokkmm
ámm eftir margra ára vináttu, en
samvistir þeirra urðu ekki langar
þar sem hún lést um aldur fram
eftir aðeins tveggja ára hjónaband.
Sonur minn, Karl Trausti,
bamabarn Karls Gunnlaugssonar,
átti alla tíð sitt annað heimili hjá
afa á Lynghaga. Afi veitti honum
alltaf stuðning og þeir vom ótrú-
lega samrýndir. Karl fylgdist alltaf
mjög náið með nafna sínum og
hittust þeir helst daglega. Það var
sama hvað á bjátaði, alltaf var
hægt að leita til afa. Söknuður
hans og okkar allra er mikill og
vil ég með þessum örfáu línum
segja takk.
Karl Gunnlaugsson var jarðsett-
ur í gær, föstudaginn 21. apríl.
Guðmunda Kristinsdóttir
Karl Gunnlaugsson er dáinn.
Mánudaginn 10. apríl flugu þessi
orð manna á milli í Bústaðabóka-
safni, vinnustað Kalla. Undarleg
orð og óskiljanleg þegar þess er
gætt að næstliðinn föstudag gekk
hann hér að störfum ljúfur og
brosandi eins og venjulega. En
enginn staldrar við þegar stunda-
glasið er tæmt.
Kalli hóf störf á Borgarbóka-
safni Reykjavíkur í ágúst 1971.
Öll átján árin vann hann í
bókabílnum ásamt öðmm störfum
hér. Þegar hann í síðustu viku
mætti ekki á sína venjulega
bókabílsvakt veittu lánþegar og
þá sérstaklega börnin því athygli
að hér vantaði einhvern og spurðu:
var þó afstaða hennar ljós. Maður
gekk ekki að því gruflandi hvernig
hún vildi hafa hlutina. Og maður
vildi allt til þess vinna að hlutirnir
væru eins og Gróa á Helgafelli vildi
hafa þá. Ég man ekki til þess hún
tíundaði ávirðingar manna. Hún var
sú kona að í návist hennar vissi
maður nákvæmlega hveijar ávirð-
ingar manns vom og vildi vera
annar og betri maður. Maður skynj-
aði að hún vildi öllum vel.
En þessi tími er liðinn. Fyr en
varði var maður kominn á annað
Iandshorn að hafa ofanaf fyrir sér;
kom sem gestur stundum á sumrum
austurá Hérað. En áfram var mað-
ur eins og heimamaður hjá Gróu á
Helgafelli. Þar var manni ævinlega
tekið eins og týndum syni. Og ævin-
lega fannst manni maður vera kom-
inn heim. Ég held það hafi verið
mikil gæfa fyrir mína ætt þegar
Gróa á Rangá tengdist henni. Við
systkinin frá Skógargerði getum
öll borið vitni um það. Vera má að
hlutverk hennar hafi að einhveiju
leyti ráðist af því að hún var gift
elsta bróðurnum. Hitt ætla ég þó
sanni nær að drengskapur hennar
og mannkostir hafí mestu ráðið um
það að hún varð okkur átrúnaðar-
goð og hjálparhella sem aldrei
brást.
Heimili Gróu og Helga á Helga-
felli var svo í sveit sett að þar hlaut
að vera gestkvæmt. Fellamenn
komu þar löngum við, enda hús-
bóndinn oddviti hreppsins um ára-
bil. Margir voru lengra að reknir,
af Héraði eða úr fjarlægum lands-
hlutum. Oft hefur mér orðið hugsað
til þess í seinni tíð hve erfitt hlut-
verk húsfreyjunnar hefur verið,
þegar stofan var líkari ferðamiðstöð
en heimili. En öllum gestum tók
hún af sömu hógværu alúðinni og
borð voru hlaðin rausnarlegum veit-
ingum.
Og nú er þessi tími líka liðinn
og það er svo komið að Gróa á
Helgafelli mun ekki oftar taka á
móti gestum í húsi sínu. Minning
um þann fagnað sem þar var mun
þó ekki fyrnast þeim sem nutu þar
svo_ fágætrar gestrisni.
Á kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa notið vináttu
Gróu á Helgafelli, hlýju hennar og
drengskapar í blíðu og stríðu. Fjöl-
skyldu hennar færi ég samúðar-
kveðjur.
Indriði Gíslason
„Hvar er maðurinn sem er alltaf
hérna?“
Þess sama spyijum við, því nú
er stóllinn hans Kalla auður. Við
vinnufélagarnir söknum Kalla,
ekki bara sem vinnufélaga heldur
einnig sem vinar. Víst er að um-
ræður á kaffistofunni verða fá-
tæklegri því Kalla var ekkert óvið-
komandi, hvort sem rætt var um
andleg eða veraldleg efni. Honum
fylgdi glaðværð og kímni sem
hann beindi oftar en ekki gegn
sjálfum sér.
Við þökkum Kalla samveruna
og sendum fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur.
Vinnufélagar í Bústaða-
bókasafni