Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra og Har-
aldur Johannessen forsljóri Fangelsismálastofn-
unar fyrir utan hið nýja fangelsi. Á innfelldu
myndinni sést hvemig vistarverur fanganna líta
út.
Nýtt kvennafangelsi tek-
ið í notkun í Kópavogi
NYTT kvennafangelsi, að Kópa-
vogsbraut 17 í Kópavogi, var
formlega opnað í gær af Hall-
dóri Ásgrímssyni dómsmálaráð-
herra. Þar var áður til húsa
upptökuheimili fyrir unglinga.
Fangelsið rúmar 10 fanga, en
síðar munu 12 fangar geta dvalið
þar í einu. Haraldur Johannessen,
forstjóri Fangelsismálastofnunar
ríkisins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að ætlunin væri að reka hið
nýja fangelsi sem nokkurs konar
„hálfopið" fangelsi.
„1 þessu fangelsi verða vistaðir
allir kvenfangar, hvort sem þeir
eru að afplána langa vist eða
stutta. Einnig verða þarna valdir
karlfangar sem treystandi er til
þess að stunda vinnu eða nám sam-
hliða afplánuninni, en þeir verða
að hafa afplánað lágmark tvö ár
af refsingu sinni. Fangamir munu
stunda sína vinnu og sitt nám án
gæslu og lögreglufylgdar, það hef-
ur verið reynt með góðum árangri
í Hegningarhúsinu við Skólavörð-
ustíg,“ sagði Haraldur.
Halldór Ásgrímsson dómsmála-
ráðherra sagði við opnun hins nýja
fangelsis, að fangelsismál á íslandi
væri í ólestri, bæði væri aðbúnaður
og húsnæði fyrir neðan allar hellur
í Síðumúla og við Skólavörðustíg.
Hann sagði að fangelsismálin væru
til skammar og stefnt væri að því
að leggja niður þau fangelsi sem
hafa verið í notkun. Hins vegar
kom fram í máli hans að slíkar
breytingar væru ekki á dagskrá
aiveg á næstunni.
Kjarasamningar
BSRB samþykktir
með þorra atkvæða
KJARASAMNINGAR Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru
samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í almennum at-
kvæðagreiðslum í tíu aðildarfélögum. Mest voru þeir samþykktir
með 92,5% greiddra atkvæðá og minnst með 71,2% atkvæða. At-
kvæðagreiðslu er ólokið i einu félagi, Félagi flugmálastarfsmanna,
en niðurstöðu er þar að vænta á mánudag.
„Mér finnst þessi niðurstaða sýna
tvennt,“ sagði Ógmundur Jónasson,
formaður BSRB í samtali við Morg-
unblaðið. „Mér finnst hún sýna
ákveðinn félagslegan þroska, þar
sem það er samið um hlutfallslega
mun hærri kjarabætur fyrir þá sem
þurfa mest á þeim að halda, nokkuð
sem oft er talað um hátíðarræðum
en síður sýnt í verki. í annan stað
finnst mér þetta sýna vilja til sam-
stöðu innan BSRB í kjarabaráttunni
og nú ríður á að stjómvöld standi
við þau fyrirheit sem þau gáfu varð-
andi verðlagsmál og annað sem
snertir kjörin. Við munum halda
þeim við efnið,“ sagði hann enn-
fremur.
„Þessi niðurstaða hlýtur að
styrkja þá skyldu stjórnvalda gagn-
vart öllum aðilum að gera ekki aðra
samninga nema í takt við þessa og
semja þvi ekki um meira við aðra,“
sagði Indriði H. Þorláksson, for-
maður Samninganefndar ríkisins.
„Þessi niðurstaða breytir engu
fyrir okkur,“ sagði Wincie Jóhanns-
dóttir, formaður Hins íslenska
kennarafélags, aðspurð um þessa
niðurstöðu í atkvæðagreiðslu
BSRB. „Þetta verður ekkert meira
spennandi fyrir það að BSRB hafi
samþykkt það. Þetta er jafn mikil
kjararýrnun fyrir því. Við erum
sjálfstæðir samningsaðilar og höf-
um sett okkur það markmið að
beijast á móti þeirri kjararýmun
Úrslit atkvæðagreiðsl-
uniiar með ólíkindum
- segir Einar Ólafsson, formaður
Starfsmannafélags ríkisstoftiana
VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í DAG
ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi
í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun,
Grandagarði Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru-
fræðinga em ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu Íslands og verða
lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er
lagið.
Staöur
hiti veður
10 rigning
8 rigning
VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í
Staöur
Genf
Hamborg
Kaíró
Kanari
London
Madrid
Malaga
Mallorca
Marseille
Moskva
París
Prag
Róm
Varsjá
Vin
Zurich
Akureyri kl.18 -2 skýjað
Reykjavík kl.18 2 léttskýjað
Bergen
Helsinki
Kaupmannah.
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Aþena
Amsterdam
Berlín
Belgrad
Brussel
Frankfurt
8 rigning
22 heiðskírt
4 rigning
8 skúr
19 skýjað
5 rigning
gær að ísl. tíma
hiti veður
10 rigning
7 skúr
27 léttskýjáð
20 skýjað
5 skúr
12 skúr
15 skýjað
16 skúr
14 skúr
10 rigning
10 skúr
12 skúr
15 skúr
10 skúr
13 skúr
8 skúr
„Þessi úrslit eru með ólíkind-
um, þó þau komi mér að vísu
ekki á óvart,“ sagði Einar Ólafs-
son, formaður Starfsmannafélag
ríkisstofiiana, stærsta aðildarfé-
lags BSRB, um niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar. SFR lagði
fyrst fram hugmyndir um krónu-
töluhækkun í stað prósentu-
hækkunar í samningunum, en sú
leið varð síðan ofan á.
„Strax um áramót vomm við
farin að vinna að kröfugerð. Þegar
við könnuðum viðhorf félaganna,
sem dreifast um allt landið, gerðum
við okkur grein fyrir hvert viðhorf
þeirra væri. Þess vegna lögðum við
fram þessa hugmynd um að leið-
rétta Iaun öðm vísi en gert hefur
verið áður og nota til þess krónu-
tölureglu. Flytja miðað við fyrra
verklag hagsmuni til þeirra verst
Afinælishá-
tíðKFUMogK
KFUM OG KFUK halda upp á
90 ára aftnæli æskulýðsstarfs
félaganna í dag, laugardag.
Safnast verður saman í Lækjar-
götu klukkan 13 við styttu sr. Frið-
riks Friðrikssonar og hlýtt á ávarp
og lúðrablástur. Að því loknu verð-
ur gengið að Háskólabíói þar sem
hátíðarsamvera hefst klukkan 14.
Á dagskrá verður fjölbreytt efni.
Biskup Islands, hr. Pétur Sigur-
geirsson, flytur ávarp, krakkar í
KFUM og KFUK flytja leikþátt,
stelpur úr KFUK syngja og leika,
leiðtogar úr KFUM sýna skemmti-
atriði og fleira.
settu. Að því leyti er það dálítið
merkilegt að þetta skuli samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta í
BSRB,“ sagði Einar ennfremur.
„Síðan mega allir lesa út úr þess-
ari afgreiðslu. Ég tel hafa skapast
góða samstöðu innan BSRB. Síðan
er ég sannfærður um að þetta er
einnig almennt viðhorf í þjóðfélag-
inu og ég segi ekkert annað en
það, að almættið hjálpi þeim sem
ætla að fara að næra þá sem lifa
á verðbólgu eftir þetta.“
sem við höfum orðið fyrir,“ sagði
hún ennfremur.
Úrslit urðu þau að í stærsta fé-
laginu, Starfsmannafélagi ríkis-
stofnana, sögðu 3.118 þeirra sem
kusu já eða 82,5%. Nei sögðu 583
eða 15,4% og auðir seðlar og ógild-
ir vom 81 eða 2,1%. Á kjörskrá
vom 4.844 og af þeim kusu 3.782
eða 78,07%.
Hjá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar fóm leikar þannig að
760 sögðu já eða 85,5%, nei sögðu
121 eða 13,6% og auðir seðlar vom
8 eða 0,9%. Á kjörskrá vom 2.614
manns og atkvæði greiddu 889 eða
34%.
Á kjörskrá hjá Félagi íslenskra
símamanna vom 895 og atkvæði
greiddu 697 eða 77,87%. Já sögðu
603 eða 86,5%, nei 82 eða 11,75%
og auðir og ógildir vom 12 eða
1,75%.
Á kjörskrá hjá Póstmannafélagi
íslands vom 1.001 og greiddu 797
atkvæði. Já sögðu 705 eða 88,4%,
nei sögðu 85 eða 10,6% og auðir
vom sjö eða 0,8% eða 79,9%.
Á kjörskrá hjá Starfsmannafé-
lagi stjórnarráðsins voru 267 og
atkvæði greiddu 240 eða 89,88%.
Já sögðu 171 eða 71,2%, nei sögðu
53 eða 22,1% og auðir og ógildir
seðlar vom 16 eða 6,7%.
Hjá Starfsmannafélagi Ríkisút-
varpsins vom 98 á kjörskrá og
greiddu 84 atkvæði eða 85,7%. Já
sögðu 70 eða 83,3%, nei sögðu 13
eða 15,5% og einn seðill var auður
eða 1,7%.
Hjá Starfsmannafélagi sjón-
varpsins sögðu 62 já eða 92,5% og
nei sögðu 5 eða 7,5%. Á kjörskrá
voru 84 og kjörsóknin var 80%.
Hjá Ljósmæðrafélagi íslands
voru 123 á kjörskrá og kusu 80 eða
65,04%. Já sögðu 67 eða 83,75%,
nei sögðu 12 eða 15,00% og auður
seðill var einn eða 1,25%.
Tollvarðafélag íslands samþykkti
samningana með 70 atkvæðum eða
92,1% greiddra atkvæða. Nei sögðu
fimm eða 6,6% og einn seðill var
auður eða 1,3%. Á kjörskrá vom
112 og kusu 76 eða 67,8%.
Hjá starfsmannafélagi Sjúkra-
samlags Reykjavíkur vom 28 á
kjörskrá og greiddu allir atkvæði.
24 sögðu já eða 85,7%, einn sagði
nei eða 3,6% og 3 seðlar voru auð-
ir eða 10,7%.
Leikfélag Akureyrar:
Virginía Woolf fer
ekki í Þjóðleikhúsið
EKKERT verður úr því að Leikfélag Akureyrar fari í sýningar-
ferð með leikritið Hver er hræddur við Virginiu Woolf? og sýni
það m.a. í Þjóðleikhúsinu. Eftir viðræður við Þjóðleikhúsráð ákvað
sljórn LA að fara hvergi.
„Við vomm búin að ræða við
Þjóðleikhúsráð og fengum þau svör
að þetta kæmi til greina, en þá
settumst við niður og skoðuðum
dæmið. Það má segja að við höfum
hætt við af fleiri ástæðum en einni.
Til dæmis var helst að við gætum
sýnt verkið í lok maí eða byijun
júní. Það er ekki góður tími. Þá
hefðum við orðið að æfa verkið
upp og nota auk þess hluta leik-
myndar sem við eram með í gangi
í verkinu Sólarferð um þessar
mundir. Þegar allt kom til alls
sýndist okkur því kostnaður vera
of mikill," sagði Valgerður Bjarna-
dóttir formaður Leikfélags Akur-
eyrar í samtali við Morgunblaðið.
Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri
sagði að Þjóðleikhúsráð hefði kom-
ist að þeirri niðurstöðu að sýning
LA í Þjóðleikhúsinu væri hugsan-
legur möguleiki og það hefði að-
eins tekið fáeinar mínútur að kom-
ast að þeirri niðurstöðu.