Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
11
Benedikt Gunnarsson
________Myndlist____________
Bragi Ásgeirsson
í húsakynnum SPRON á Álfa-
bakka 14 stendur fram til 26. maí
kynning á olíu-, pastel- og akryl-
myndverkum eftir Benedikt Gunn-
arsson (f. 1929). Benedikt var lengi
einn af róttækustu framúrstefnu-
málurum þjóðarinnar, en það er
hlutskipti nýskapenda eins og ann-
arra, að list þeirra fylgir lögmálum
tímans, þótt hún úreldist hins vegar
ekki jafn glatt.
Á sjötta og sjöunda áratugnum
mótaði Benedikt þann stíl, sem telja
verður að hafi í aðaldráttum verið
einkenni hans fram til þessa, en
áður hafði hann gengið í gegnum
ýmis stílbrigði tímanna. Það var
Parísarskólinn, sem þá var ennþá
leiðandi afl í listheiminum og það
svo um munaði, sem var áhrifavald-
urinn. Engin furða þótt framsæknir
listamenn frá íslandi hrifust með
upp úr 1950, enda voru slík viðhorf
sem*um þær mundir þróuðust þar
í borg, alveg nýr heimur fyrir þá,
enda vegalengdirnar öllu meiri í þá
daga og sjónrænu fréttirnar mun
lengur að berast á milli landa. Þá
var hvorki sjónvarpi til að dreifa
né þeirri ríku flóru listtímarita, sem
blasir við gestum og gangandi úr
hillum bókabúða hér í borg, og að
maður tali ekki um listaverkabæk-
urnar, innlendar sem útlendar.
En á þroskaárum Benedikts og
félaga hans var allt slíkt fágætur
munaður, og hver ný bók sem kom
í bókabúðir og íjallaði um list aldar-
innar, viðburður.
Bókakostur Handíðaskóians
komst fyrir í einum glerskápi iengi
vel og var minni en hundraðasti
hluti núverandi eignar, sem þó þyk-
ir um sumt hvergi viðunandi, — og
er þetta í beinu hlutfalli við breýtta
tíma og auknar kröfur.
Listin var stórkostlegt ævintýri
Benedikt Gunnarsson
og heimurinn einnig, og þeir voru
færri, sem lögðu út í listnám á ein-
um áratug, en útskrifast úr MHÍ á
ári hveiju eins og nú er komið!
Nei, ungir geta lítið sett sig í
spor þeirra, er ruddu veginn og
námsstyrkir voru sáralitlir, og þeir
sem fengu einhverja úrlausn svo
um munaði, þótt það væri brot af
því, sem hver og einn fær í náms-
lán í dag, voru fréttaefni dagblað-
anna næstum líkt og er um heiðurs-
laun listamánna í dag, voru frétta-
efni dagblaðanna næstum líkt og
er um heiðurslaun í dag.
Benedikt Gunnarsson hefur víða
komið við í list sinni um dagana,
haldið 17 einkasýningar, þar af eina
í París og auk þess tekið þátt í
yfír 20 samsýningum víðs vegar í
Evrópu, Bandaríkjunum og Ástr-
alíu. Hann fór jafnvel eitt sinn með
samsýningu ungra íslenzkra lista-
manna í Moskvu eitt sinn og gerði
góða ferð. Er mér til efs að róttæk-
ari list hafi sést á þeim slóðum,
allt frá því að suprematistinn Kas-
imir Malewitsch og félagar voru í
mestum blóma!
Þá eru myndir Benedikts í eigu
margra innlendra safna og erlendra
aðila og stofnana, og hann hefur
gert veggmyndir í nokkrar opin-
berar byggingar og einnig steinda
glugga í tvær kirkjur. Síðasta afrek
hans er fögur mósaikmynd í Há-
teigskirkju, sem hann hefur nýlokið
við. Inntak þessarar myndar skil-
greindi hann á eftirminnilegan hátt
í Lesbók fyrir skömmu.
Flestar myndirnar á listkynningu
SPRON eru frá síðustu árum, en
nokkrar eldri myndir hafa fengið
að fljóta með og er hin elsta frá
1976, en um þróunarsýningu mun
þó ekki að ræða.
Má telja ýmsar myndanna mjög
einkennandi fyrir myndstíl Bene-
dikts. Frá hugleiðingum um land
og mannvirki í táknrænum óhlut-
lægum stíl til landslagsstefja
byggðum á beinum lit- og formræn-
um hrifum frá náttúrunni. Það
fylgdi einmitt mörgum abstrakt-
málurum þessara ára að vera upp-
numdir af hrifningu af náttúrunni,
þótt þeir kortlegðu hana ekki. Hygg
ég, að fólk fái nokkra innsýn í
ýmsa þætti listar Benedikts Gunn-
arssonar við skoðun sýningarinnar,
og hún ætti að minna á, að það er
löngu kominn tími til, að henni séu
gerð ítarieg skil með stærri og yfir-
gripsmeira úrvali.
Ulla Hosford-Back við nokkur
verka sinna.
Sænsk
nýbylgja
Engum vafa er undirorpið að
myndheimur sænsku listakonunn-
ar Ullu Hosford-Back er skyldur
nýja málverkinu svonefnda.
Ulla, sem sýnir í Djúpinu fram
til 23. apríl er sjálflærð sem lista-
maður, en hefur viðað að sér
margvíslegri háskólamenntun á
ýmsum sviðum, sem skara listir,
auk annarrar menntunar.
Þá hefur hún víða lagt land
undir fót og m.a. komið til allra
heimsálfanna fimm, en slíkt flakk
er lærdómur út af fyrir sig og er
öllum listum viðkomandi, ef því
er að skipta. Þótt sjálf viðfangs-
efni Ullu minni sterklega á villta
málverkið, er útfærslan um sumt
önnur, og í ýmsum tilvikum yfir-
vegaðri og skreytikenndari.
Sterkasta hlið Ullu virðist litur-
inn, sem er í senn ferskur og sann-
færandi, þegar best lætur. Formin
eru hins vegar enn sem komið er
full vélræn og stöðluð.
Það er alllangt síðan sýningar-
salurinn Djúpið var og hét, og þar
voru haldnar reglubundnar sýn-
ingar, er athygli vöktu. Nú er þar
kominn vínbar með borðum og
stólum og andrúmsloftið annað,
en það er mjög virðingarvert að
kynna þar á veggjum verk mynd-
listarmanna eins og gert er á hin-
um ýmsu kaffihúsum. Hins vegar
getur það naumast talist listhús
(gallerí) í venjulegum skilningi og
síst eftir að slík á alþjóðamæli-
kvarða eru starfrækt í næsta ná-
grenni. En innlitið getur verið
skemmtilegt engu að síður, enda
ennþá sitthvað af fyrra andrúms-
lofti yfir staðnum.
10 góð rök fyrir því
aðja sér
HTH-eldhúsinnréttingu
1
2
3
4
DRA UMAHLDHUSIÐ
ÞITT
Draumaeldhúsið þitt á auðvitað
að vera fallegt, aðgengilegt og
hannað á réttan hátt.
Starfsmenn Innréttingahússins
vita hvað þarf til þess að
draumurinn rætist.
FYRIRTAKS ÞJÓNUSTA
Við leggjum okkur fram um að
veita bestu þjónustu, sem völ er
á, frá þeirri stundu að eldhúsið
þitt kemst á teikniborðið hjá
okkur, til þess dags að
uppsetningu er lokið.
GÓÐ OG ÖRUGG
AFGREIÐSLA
Við afhendum þér nýja eldhúsið
6—8 vikum eftir að pöntun er
gerð og afhendum við
húsdyrnar þínar efþú býrð á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Á RÉTTU VERÐI
Á hverju ári eru framleiddar
Qeiri en milljón HTH-skápaein-
ingar og mcð hagkvæmri
fjöldaframleiðslu er verðinu
haldið niðri. Þessum sparnaði er
komið til viðskiptavina til að
tryggja að þeir fái góða vöru á
réttu verði.
SKYNSAMLEG
FJÁKFESTING
HTH-innrétting eykur verðgildi
íbúðarinnar og er því kjörin
fjárfesting fyrir framtíðina.
6
7
8
9
10
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Allar HTH-eldhúsinnréttingar
hafa hlotið hinn þekkta
gæðastimpil „Dansk Varefakta".
Það þýðir að þær hafa staðist
prófanir til að ganga úr skugga
um gæði, endingu og
handbragð. Prófanimar
framkvæmir sjálfstæð dönsk
rannsóknastofhun og þú getur
fengið afrit af niðurstöðum
hennar. Einnig veitir HTH 5 ára
ábyrgð á vörum sínum.
ÓKEYPIS RÁÐGJÖF
Við mælum fyrir og aðstoðum
við val á HTH-innréttingum þér
að kostnaðarlausu og án
skuldbindinga.
FAGMANNLEG
UPPSETNING
Aðeins sérþjálfaðir fagmenn
annast uppsetningu HTH-inn-
réttinga.
FIJÓTLEGT OG
FYRIRIIAFNAKIA UST
HTH-einingarnar eru afhentar
sérpakkaðar með hurðum,
ásamt teikningum til að tryggja
fljótlega og fyrirhafnarlausa
uppsetningu.
HEILDARLA USN
Innréttingahúsið hefiir ávallt
kappkostað að Gnna bestu
heildarlausnina fyrir
viðskiptavini sína. Þannig má fá
Blomberg heimUistæki og vaska
með eldhúsinnréttingunum,
einnig fataskápa og bað-
innréttingar.
Allt þetta tryggir þér sem bestan
heildarsvip.
Innréttingahúsíö
Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sími 27344. Opið laugardag kl. 1000—1700
T