Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 13

Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 13
kennarar erum búin að láta hafa ökkur á í áranna rás um stefnur í menntamálum. En við erum faglega þenkjandi og mætum, hvað annað? 4. Málin verða sett í nefnd. Þar fá aðilar máls fulltrúa. Taka því fegins hendi að fá að vinna verk- ið einu sinni enn. Góð vísa er aldrei of oft kveðin eðá hvað? 5. Ef allt annað framantalið geng- ur eftir er spurning hvað tekur við undir þessum lið. Væri fram- kvaemdaáætlun næsta skref? Framkvæmdaáætlun þar sem stefnt væri að einhveiju í framt- íðinni? Það er allsendis ófull- nægjandi lausn að mínu áliti. Er ráðherrann á gxilu ljósi? Að lokum. Við eigum góð grunn- skólalög og nýleg framhaldsskóla- lög með meiru. Vandinn er sá að ágæt lög og reglugerðir sem til eru hafa ekki komist tii fullra fram- kvæmda vegna þess að fé til þess skilar sér bæði seint og illa. Dæmi: Það vantar skólahúsnæði og búnað um allt land og skólar eru marg- setnir í þéttbýli, það vantar kennslukvóta, bæði til almennrar kennslu og sérkennslu, það er árleg- ur kennaraskortur þannig að heilu héruðin búa við það árum saman að „manna“ skólana, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Það er því ekki ofsagt að gildandi lögum sé ekki framfylgt. Nú síðast sam- þykkti ríkisstjómin að fresta fram- kvæmd fjármálakafla langþráðra laga um samræmdan framhalds- skóla. Þess vegna er það sem við veltum því óhjákvæmilega fyrir okkur hvort ráðherrann sé e.t.v. á gulu, hafi ekki fengið grænt ljós, eigi eftir að sjá fyrir endann á fram- kvæmdum. Er hann e.t.v. að vinna sér tíma? Mér býður svo í grun. Nei, ráðherra, við viljum fram- kvæmdir. Við getum byijað á að framkvæma gildandi lög. Til þess þarf peninga. Peninga sem ekki hafa verið settir inn í skólakerfíð. Eg minni þig á að í skjóli þess hafa menn leyft sér að fara af stað með einka- þetta og einka- hitt umræðu og framkvæmdir. Einkaskólar og einkadagvistir eru beinlínis til þess fallnar að vinna með þeim sem eiga peninga en gegn hagsmunum heild- arinnar. Við hljótum að vera sam- mála um að stuðla ekki að því, láta heldur meira fé úr sameiginlegum sjóðum í almenna kerfið til að bæta það. Er ekki svo? Því skora ég á þig menntamála- ráðherra að þú beitir þér strax fyr- ir því að auknu fé verði varið til framkvæmda í skólamálum og að þú beitir þér núna fyrir góðum samningum við kennara og aðrar uppeldisstéttir sem undir þitt ráðu- neyti heyra. Það er kominn tími til að láta hendur standa fram úr erm- um, sýna viljann í verki. Kjara- samningar standa nú yfir, það er hægt að byrja þar. Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalistans í Reykjavík. LÍFIUM HELGINA íkvöld opnumvlðkl. 22 líOIMiAIIKHÁIN í v BORGARINNAR á hverju kvöldi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 i? FLUG ' i • SUMARI ' w:. mm’víí:..- . <■ -A FIUG, BÍU m SUMARHÚS BHSTAKTVBlB-ÓntÚUGT ÚKVAt Aldrei hefur verið vinsœlla að ferðast um Evrópu á eigin vegum enda sennilega aldrei hagstœðara. Við bendum á sérlega hagstœtt verð á „flugi og biT og sumarhús víðs vegar um Evrópu á vildarkjörum. Dæmi um verð: Flug og bíll: Luxembourg: Bíll í verðflokki C (t.d. Ford Sierra) í 2 vikur, tveir full- orðnir og tvö börn, 2-11 ára, í bíl: 22.450 krónur* Salzburg: Bíll í verðflokki D (t.d. FordSierra)Í2 vikur, tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, í bíl: 23.500 krónur* Frankfurt: Bíll í verðflokki D (t.d. Audi 80) í 2 vikur, tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, í bíl: 23.825 krónur* París: Bíll í verðflokki C (t.d. Ford Escort) í 2 vikur, tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, í bíl: 24.450 krónur* Kaupmannahöfn: Bíll í verðflokki C (t.d. Peugeot 405 GL) í 2 vikur, tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, í bíl: 22.400 krónur* Húsnœði í viku (íbúðir og sumarhús): Austurríki: Walchsee, verð frá 11.900 krónum* Zell am See, verð frá 15.300 krónum* Þýskaland: Daun Eifel, verð frá 13.500 krónum * Biersdorf, verð frá 13.100 krónum* Rheinland, verð frá 8.700 krónum * Frakkland: Cap Coudalére, verð frá 9.400 krónum* Cap d’Agde, verð frá 12.100 krónum* Antibes, verð frá 23.200 krónum * París, verð frá 29.400 krónum * Danmörk: 0er Ferieby, verð frá 14.300 krónum* * Staðgreiðsluverð FERÐASKRiFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. VtSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.