Morgunblaðið - 22.04.1989, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
Rekstur samvimuifélaga
er ekki bara kaupsýsla
— hann er að öðrum þræði félagsmálastarf
eftir Erlend Einarsson
Aldarafmæli Kaupfélags Skag-
firðinga hefur gefið mér tilefni til
þess að setja niður á blað nokkrar
hugleiðingar á þessum tímamótum.
Verður mér þá fyrst hugsað til upp-
hafs samvinnustarfs hér á landi.
Nokkrum áratugum áður en fyrstu
kaupfélögin hófu göngu sína orti
skagfirska skáldið Hjálmar í Bólu
kvæði í tilefni stofnunar Jarðabótafé-
lags á Norðurlandi. Þar er að finna
þetta erindi:
Mikið sá vann,
sem vonarísinn
braut með súrum sveita;
hægra mun síðan
að halda þíðri
heilla veiðivök.
En það var einnig brotinn vonarís
á níunda áratug aldarinnar sem leið,
þegar samvinnufélögin hófu starf-
semi sína. Þingeyingar riðu á vaðið
og stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga
árið 1882. Þar næst kom Kaupfélag
Eyfirðinga árið 1886 og síðan Kaup-
félag Skagfirðinga árið 1889. Fleiri
kaupfélög fylgdu á eftir og um alda-
mótin 1900 höfðu 10 kaupfélög ver-
ið stofnuð.
Það urðu því orð að sönnu að
„hægra reyndist síðan að halda þíðri
heilla veiðivök", þegar vonarísinn
hafði verið brotinn. Samvinnuhreyf-
ingin átti síðan eftir að verða einn
af máttarstólpum íslensku þjóðarinn-
ar á efnhagssviðinu og sterkur burð-
arás velferðarþjóðfélagsins.
En brautryðjendastarfið var ekki
tekið út með sældinni. Fátæktin hafði
bundið margan manninn á klafa hins
erlenda kaupmannavalds, sem
hreiðrað hafði um sig á verslunar-
stöðunum víðs vegar um landið. Það
létti þó róðurinn að þjóðin var að
byija að vakna til meðvitundar um
þýðingu þess að taka málin í sínar
eigin hendur. Og samvinnuhreyfing-
in festi smám saman rætur. Sam-
starf og samvinna skapaði aukna trú
þjóðarinnar á mátt sinn og megin.
Með því að vinna saman mátti leysa
margan vanda sem hver og einn sér
megnaði ekki. Hið skipulagða sam-^
vinnufélagsform ól líka upp forystu-
menn til leiðsagnar í samvinnustarf-
inu. „Miklu fá áorkað í mannvina-
höndum samlynd tryggðartök", svo
aftur sé vitnað í kvæði Bólu-Hjálm-
ars. Og nýjar hugsjónir fæddust.
Menn sáu birtu við dagsbrún nýrrar
aldar og menn sá nýjar leiðir til að
bijótast undan oki fátæktar og van-
máttar. íslenskir kaupmenn komu
líka til sögunnar og smám saman
færðist verslunin í hendur Islendinga
sjálfra.
Ekki er meiningin að fara að rekja
hér samvinnusöguna, heldur minna
á upphafið sem var mikill örlagavald-
ur í þjóðar-sögu okkar Islendinga.
En svo er það staða samvinnu-
hreyfingarinnar í dag sem er manni
ofarlega í huga. Um hana langar
mig að fara nokkrum orðum, verandi
þess meðvitandi að á hveijum tíma
er það framtíðin sem skiptir öllu máli.
Það verður því miður að segjast,
að á vordögum ársins 1989 er staða
samvinnuhreyfingarinnar á íslandi
vægast sagt ótrygg, þegar á heildina
er litið. Hafandi í huga áðurnefnt
erindi úr kvæði Bólu-Hjálmars, þá
hvarflar að manni að sumar heilla-
vakir samvinnustarfsins séu nú farn-
ar að fijósa. Og sú spurning verður
áleitin hvort almenningur í landinu
sé í vaxandi mæli að missa trú á
samvinnuhreyfingunni.
Það er ljós að mikil röskun hefur
átt sér stað í starfsemi kaupfélag-
anna og Sambandsins undanfarið.
Þróun efnahagsmála hefur verið
óhagstæð. Mikil breyting hefur orðið
í landbúnaði, hár fjármagnskostnað-
ur hefur lagst þungt á allan rekstur.
Þá hefur það valdið miklum von-
brigðum hve mörg fyrirtæki sam-
vinnumanna í sjávarútvegi hafa lent
í alvarlegum rekstarerfiðleikum.
Bundnar voru miklar vonir við þessi
fyrirtæki hvað varðar þátt þeirra í
uppbyggingu atvinnulífsins vítt og
breitt um' landið. Þá má ekki gleyma
hinum mikla rekstrarhalla Sam-
bandsins. Hann hlýtur að vera sam-
vinnumönnum mikið áhyggjuefni.
Það þolir reyndar litla bið að rekstri
Sambandsins verður komið í rétt
horf. Þetta er sagt ekki bara Sam-
bandsins vegna heldur einnig vegna
sjálfrar samvinnuhreyfingarinnar.
Slíku lykilhlutverki gegnir Samband-
ið í samvinnuhreyfingunni. Það er
ekki ofsagt að Sambandið sé fjöregg
hreyfingarinnar.
En hvað er þá til ráða svo rétta
megi við hlut samvinnuhreyfingar-
innar? — Ég held að engar einfaldar
lausnir séu tilkippilegar til að leysa
vandann, enda staða hinna einstöku
samvinnufélaga mjög misjöfn. Það
liggur hins vegar alveg Ijóst fyrir að
mikillar aðlögunar er nú þörf innan
samvinnuhreyfingarihnar, aðlögunar
að síbreytilegri þjóðfélagsþróun. Nýj-
ar kröfur verður að gera um skil-
virka stjórnun. Skipulag starfsgreina
verður að aðlaga hinum breytta
markaði. Aðlögunin er margþætt og
hún verður að vera markviss, gerð
eftir vel undirbúnum áætlunum, í
hveiju kaupfélagi, samstarfsfyrir-
tækjum þeirra og einnig og ekki síður
í Sambandinu og dótturfyrirtækjum
þess. Taka verður fjármagnsupp-
byggingu samvinnufélaganna til
gagngerðrar skoðunar með það fyrir
augum að opna samvinnufélaganna
til gagngerðrar skoðunar með það
fyrir augum að opna fyrir innstreymi
áhættufjármagns inn í kaupfélögin
og Sambandið. Slíkt gæti gegnt tvö-
földu hlutverki; hjálpað til að efla
eiginfjárstöðu félaganna og það með
bæta lausaijárstöðuna og svo jafn-
framt að gefa félagsmönnum kost á
nýjum valkosti ávöxtunar á sparifé.
Þá kæmi líka þriðja atriðið inn í
myndina; innstreymi áhættufjár-
magns myndi veita aukið aðhald við
stjórnun á rekstrinum.
Beinast liggur við að gefin væru
út samvinnustofnbréf sem gætu
gengið kaupum og sölu. Bréfunum
fylgdi enginn atkvæðisréttur. Ég tel
það ekki neitt vandamál að finna
heppilegt form fyrir'samvinnustofn-
bréfin, þannig að þau röskuðu ekki
grundvallarreglum samvinnufélaga.
En um leið og framkvæmd er að-
lögun samvinnustarfsins að síbreyti-
legum þjóðfélagsháttum, verða sam-
vinnumenn að gera sér grein fyrir
því, að samvinnustarf er ekki bara
kaupsýsla, enda þótt að á þeim vett-
vangi verði í samvinnufélögin að
standa keppinautum sínum á sporði.
Samfélag fyiii' alla
- hvað er nú það?
eftirÁstuB.
Þorsteinsdóttur
I síðastliðinni viku gerðist sá at-
burður að móður var vísað úr kvik-
myndahúsi með 8 ára gamlan
þroskaheftan son sinn, og var lög-
reglan kvödd á vettvang. Frá þessu
atviki var greint í fréttum sjón-
varps, og af því tilefni bauðst eig-
andi kvikmyndahússins til að efna
til sérsýningar á myndinni „Regn-
maðurinn" fyrir alla þroskahefta.
Konan hafði ætlað sér, móður
sinni og syni sínum að njóta sam-
veru og skemmtunar líkt og aðrar
fjölskyldur gera. Það skal tekið
fram að þrátt fyrir þroskaskerðingu
fer þessi drengur líkt og mörg önn-
ur böm og fullorðnir pft á manna-
mót. Nú brá svo við að það sótti
grát að drengnum við upphaf bíó-
ferðarinnar, og í stað þess að gefa
móðurinni ráðrúm til að hugga
hann, voru þau tæpast sest er þeim
var vísað á dyr. Móðirin bað um
örlítið svigrúm til að hugga barnið,
en því var ekki sinnt.
Auðvitað þurfa fatlaðir og að-
standendur þeirra að taka tillit til
annarra, en þeim hlýtur að vera
treystandi til að meta aðstæður
hveiju sinni.
Stingur þessi hegðun starfs-
manns nokkuð í stúf við það um-
burðarlyndi sem kvikmyndahúsa-
gestum öllu jöfnu er sýnt, og fjallað
var m.a. um í fréttatíma ríkissjón-
varpsins í byijun vikunnar.
Þessari „skemmtun" fjölskyld-
unnar lauk því með andlegri meið-
ingu. Því miður er viðmót af þessu
tagi ekki einsdæmi, þótt lögreglu
sé sjaldnast blandað í slík mál.
Flestir sem hafa tjáð sig um þetta
atvik eru furðu lostnir og reiðir.
En það sýnir vel að viðbrögð af
þessu tagi eiga sér sem betur fer
ekki mikla málsvörn meðal almenn-
ings.
Atvik sem þetta hlýtur að vekja
ýmsar spurningar hjá þeim sem
láta sig samskipti og réttindi ein-
staklingsins á opinberum vettvangi
varða. Svör við slíkum spurningum
eru ekki einföld né einhlít en um-
Ásta B. Þorsteinsdóttir
„Reynslan hefur sýnt
okkur að hið mikla
verndunarsjónarmið
sem var ríkjandi áður
er óþarft. Fatlað fólk
þarf hjálp og umburð-
arlyndi, en ekki vernd
sem felst í einangrun.
Samfélagið þarf alls
ekki að vernda fyrir
fötluðum.“
fjöllun er af hinú góða og leiðir
vonandi til frekari skilnings og
umburðarlyndis manna á meðal.
Áður fyrr var sú stefna ríkjandi
að fötluðu fólki, hvort sem það var
andlega eða líkamlega fatlað, væri
best borgið ef því væri haldið að-
skildu frá öðru fólki. Þeim var oft
búið heimili fjarri alfaraleið og þörf-
um þeirra mætt innan veggja þess-
ara stofnana. Þannig voru þeir sem
mótuðu þessa stefnu að vernda fatl-
aða frá samfélaginu eða samfélagið
fyrir fötluðu fólki.
Ný sjónarmið hafa sem betur fer
TIL ÖKUMANNA
Gledilegt sumar
SUMARDEKKIN UNDIR BIFREIÐINA
Sparið naglana, bensínið og malbikið.
Eindaginn er 1. maí.
Gatnamálastjóri
Erlendur Einarsson
„Það liggnr hins vegar
alveg ljóst fyrir að mik-
illar aðlögunar er nú
þörf innan samvinnu-
hreyfingarinnar, aðlög-
unar að síbreytilegri
þjóðfélagsþróun. Nýjar
kröfur verður að gera
um skilvirka stjórnun.
Skipulag starfsgreina
verður að aðlaga hinum
breytta markaði. Að-
lögunin er margþætt og
hún verður að vera
markviss, gerð eftir vel
undirbúnum áætlunum,
í hverju kaupfélagi,
samstarfsfyrirtækjum
þeirra og einnig og ekki
síður í Sambandinu og
dótturfyrirtækjum
þess“
rutt sér til rúms undanfarna ára-
tugi. Þau setja manninn í brenni-
depil, einnig þann sem víkur frá
því sem eðlilegt er talið.
Þessi sjónarmið byggja á því
grundvallaratriði kristins siðgæðis
og kristins mannskilnings, að allir
menn séu jafn réttháir og samfélag-
ið sé fyrir okkur öll. Þar sé rými
fyrir okkur öll með öllum þeim
margbreytileika sem einkenna
manneskjur.
Þau segja okkur ennfremur að
fötluðu fólki vegnar best ef það fær
að hasla sér völl í samfélaginu,
meðal annarra. En til þess að geta
það þarf t.d. þroskaheft fólk að fá
tækifæri og tíma.
Reynsján hefur sýnt okkur að
hið mikla verndunarsjónarmið sem
var ríkjandi áður er óþarft. Fatlað
fólk þarf hjálp og umburðarlyndi,
en ekki vernd sem felst í einangr-
un. Samfélagið þarf alls ekki að
vernda fyrir fötluðum.
Það gefur því augaleið að sérsýn-
ing af því tagi sem kvikmyndahús-
eigandinn býður þroskaheftu fólki
að sækja er í andstöðu við þessi
sjónarmið, og að auki allsendis
óþörf. í þessu boði felast fordómar
sem án efa eru sprottnir af van-
kunnáttu þess sem býður, fordómar
sem aðeins verður eytt með umræðu
og þátttöku fatlaðra í samfélaginu.
Þeirri þróun sem hefur leitt fatlað
fólk á nýjan leik á vit annarra
manna er ekki nærri lokið. Eigin-
lega má segja að hún sé rétt að
hefjast hér á landi.
Ékki er ólíklegt að hún eigi eftir
að setja sín spor á þá sem í henni
taka þátt og skilja eftir skrámur á
sálarlífi þeira.
En sú þróun setur einnig gildis-
mat fólks á vogarskálina. Hún er
prófsteinn á siðferðisþrek, því hún
krefst þess að við setjum mann-
virðingu í öndvegi hver sem í hlut
á. Þetta reynir á gagnkvæman vilja,
skilning og umburðarlyndi okkar
allra.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og formaður Landssamtakanna
Þroskalyálpar.