Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
17
Samvinnufélögin eru að öðrum
þræði félagsmálahreyfing. Með því
að gerast félagsmenn í samvinnufé-
lögum taka menn höndum saman til
þess að leysa sameiginlega verkefni
er varða hagsmuni félagsmanna.
Félagsmannavitundin þarf að vera
til staðar. Hana verður að efla. Nýta
verður fjölmiðlatæknina til þess að
vekja áhuga og metnað félagsmanna
fyrir_ framgangi samvinnustefnunn-
ar. Eg held að í dag sé sérstakur
jarðvegur fyrir aukinn áhuga félags-
manna, vegna þess að starfsemi sam-
vinnufélaganna úti á landsbyggðinni
er ein megin forsenda byggðar í flest-
um héruðum.
Það er hins vegar aiveg Ijós, að
rekstur samvinnufélaganna verður
að geta staðist samkeppni keppinaut-
anna. Öflugt félagsmáiastarf getur
þess vegna, ef vel er á haldið, styrkt
stöðu samvinnufélaganna á við-
skiptasviðinu.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ver-
ið í hópi stærstu kaupfélaga lands-
ins. Félagið hefur haft með höndum
margþætta starfsemi, sem lagt hefur
grundvöll að eflingu byggðar á fé-
lagssvæði sínu, og þá ekkki síst í
þéttbýliskjörnum. Nú þegar hallað
hefur undan fæti í efnahagsmálunum
hefur komið betur í ljós að áður,
hversu þýðingarmiklu hlutverki
kaupfélögin gegna í efnahagslífi okk-
ar Islendinga. Þau eru víðast hvar
sannir burðarásar byggðanna.
Nú mega samvinnumenn ekki
missa móðinn þótt á móti blási. Hin
neikvæða umræða um efnhagsmálin
má ekki verða verða til þess að draga
kjark úr mönnum. Þjóðin er að ganga
í gengum hreinsunareld efnahags-
lega, eftir að þenslubólan sem mest
gerði vart við sig á höfuðborgarsvæð-
inu er sprungin. Nú ríður á því að
vel sé haldið um stjórnvöl í sam-
vinnuhreyfingunni svo menn komi
skipum sínum heilum í höfn.
Eg óska Kaupfélagi Skagfirðinga
til hamingju með aldarstarfið. Megi
það á nýrri öld halda áfram að vera
Skagfirðingum stoð og stytta, sann-
ur burðarás í byggðum Skagafjarðar.
>
HöíUndur er fyrrv. forstjóri Sam-
bands ísl. samvinnufélaga.
KIRKJUSANDI
Skrifstofur Sambands íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík hafa nú verið
fluttar af Sölvhólsgötu 4 í nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi.
Deildirnar sem um er að ræða eru: Búvörudeild 3. næð
Fjárhagsdeild 4. hæð
Sjávarafurðadeild 4. hæð
Forstjóraskrifstofa 5. hæð
í næsta mánuði flyturSkipadeild frá Lindargötu 9a
og verður á 1. og 2. hæð Sambandshússins.
Verslunardeild er áfram í Holtagörðum og Búnaðardeild í Ármúta 3.
Símanúmer skiptiborðs Sambandsins er60 81 00.
Sérstakt símanúmer Sjávarafurðadeildar er60 82 00.
@ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK
Við óskum þeim
100 íslendingum sem hafa
unnið milljón króna eða meira í Lottóinu
hjartanlega til hamingju. Hundraðasti millj-
ónamæringurinn var einstæð móðir í Bol-
ungarvík, Guðmunda Sævarsdóttir. Því horfa
hún og dætur hennar, Hrund og Brynja Ruth
Karlsdætur, brosmildar mót nýju sumri.
Þú gætir orðið sá næsti, en ...
Það verður enginn
LOTTO-milli án þess
að vera með!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511