Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Viðskipti og breytt heimsmynd Að undanförnu hafa orðið tölu- verðar umræður um þá ákvörðun Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, að leyfa innflutn- ing á takmörkuðu magni af smjörlíki til landsins. Hér er aðeins um að ræða brot af heildameyzlu landsmanna, en engu að síður hafa talsmenn landbúnaðarins varað við þessum innflutningi og telja, að hann tengist landbúnaðarfram- leiðslunni með ýmsum hætti. Tals- menn iðnrekenda hafa lýst þeirri skoðun, að ef leyfa eigi innflutning á þessari vöru sé eðlilegt, að fram- leiðendur á smjörlíki fái ákveðinn aðlögunartíma til þess að búa sig undir breyttar aðstæður. Jafn- framt benda þeir á nauðsyn þess, að innlendir framleiðendur búi við sömu skilyrði og erlendir framleið- endur um opinber gjöld á tækja- búnaði o.s.frv. Það er líka rétt, sem komið hefur fram hjá innlendum framleiðendum, að erlend fyrirtæki geta haft bolmagn til þess að und- irbjóða innlenda framleiðendur til þess að ná markaðnum og hækka verðið svo, þegar því marki er náð. Talsmenn landbúnaðarins eru vafalaust þeirrar skoðunar, að ef hægt sé að tryggja neytendum mun lægra verð á smjörlíki með innflutningi, geti það dregið úr sölu á smjöri og þar með haft víðtæk áhrif á búvöruframleiðsl- una. Talsmaður Hagkaups, sem fengið hefur leyfi til að flytja inn Iítið magn af smjörlíki hefur lýst því yfir, að fyrirtækið geti selt inn- fluttu vöruna á mun lægra verði en er á innlendu framleiðslunni. Þetta er auðvitað angi af margf- alt stærra máli. Matarverð er mjög hátt hér á íslandi — alltof hátt. Samgangur við önnur lönd er orð- inn svo mikill, að fólk fylgist vel með verðlagi og gerir sér grein fyrir, að í sumum tilvikum greiða íslenzkir neytendur óheyrilega hátt verð fyrir matvæli, ef miðað er við matvælaverð í nálægum löndum. Þeir tímar eru liðnir, að néytendur hér séu tilbúnir til þess að halda uppi atvinnugreinum, sem ekki standast samkeppni við innflutning frá öðrum löndum. Það þarf að færa sterkari rök fyrir því, að banna eigi innflutning á smjörlíki, en hingað til hafa komið fram. Kröfur um frjálsari innflutning á matvælum til þess að tryggja neytendum lægsta verð, sem hugs- anlegt er, verða stöðugt háværari. Sú hringrás gengislækkana, kjara- skerðinga, fastgengis um tíma og taprekstrar atvinnuveganna, sem við íslendingar höfum lengi búið við er óþolandi. Nú eru tímar mik- illa umbrota og djúpstæðra breyt- inga. Háir raunvextir hafa gjör- breytt viðhorfum manna til atvinn- ulífs og fjárfestinga og til peninga, sem verðmætis. Lífskjör þjóðarinn- ar verða að sjálfsögðu ekki bætt við núverandi aðstæður en það sem meira er: við höldum ekki núver- andi lífskjörum, nema við bijót- umst út úr þessari hringiðu. Þess vegna snýst það leyfi, sem Jón Sigurðsson hefur veitt til inn- flutnings á smjörlíki um meira en það eitt. Með þessari heimild gefur viðskiptaráðherra vísbendingu um, hvernig hægt er að lækka mat- vælaverð í landinu. En fijálsari innflutningur getur snert hags- muni margra. Fólk getur misst atvinnu sína og fyrirtæki lagt upp laupana. En þá er á það að líta, að á undanfömum áratugum hafa fjölmörg fyrirtæki hætt störfum og fólk misst vinnu af þeim sökum, en ný fyrirtæki hafa risið í þeirra stað. Þannig hefur mjög dregið úr innlendri fataframleiðslu, sem ekki hefur staðizt erlenda samkeppni. Hins vegar er sælgætisiðnaðurinn athyglisvert dæmi um iðngrein, sem hefur aðlagað sig breyttum aðstæðum og stenzt samkeppni við innflutta vöru. Innlend matvælaframleiðsla, sem byggist á því, að neytendur borgi mun hærra verð fyrir vör- una, en ef hún væri innflutt, getur ekki staðizt til lengdar og það eru engin rök fyrir því, að hún eigi að gera það. Hitt er rétt hjá iðnrek- endum, að matvælafyrirtæki, sem hafa starfað í skjóli innflutnings- banns eiga rétt á því að fá vissan aðlögunartíma til þess að mæta breyttum aðstæðum. En rökin fyr- ir því, að hægt sé að lækka vöru- verð í landinu með frjálsum inn- flutningi og aukinni samkeppni á öllum sviðum eru svo sterk, að sérhagsmunir einstaklinga, fyrir- tækja, stétta eða heilla atvinnu- greina, geta ekki komið í veg fyrir það til lengdar. Þess vegna hlýtur leyfi Jóns Sigurðssonar til innflutn- ings á smjörlíki að draga dilk á eftir sér og það er beinlínis æski- legt, að umræður hefjist Um fram- haldið. Heimsmyndin hefur breytzt. Samtíminn er á margan hátt frá- brugðinn fyrri tíð. Fjarlægðir milli landa hafa minnkað. Einangrun þjóða hefur verið rofin. Samskipti hafa aukizt. Verkaskipting á milli þjóða er að aukast. Við íslendingar höfum sérhæft okkur í fiskveiðum og fiskvinnslu og reynum að selja þá framleiðslu til annarra þjóða á sem hæstu verði. Við kaupum bíla frá þeim, sem hafa sérhæft sig í þeirri framleiðslu og reynum að kaupa þá á sem lægstu verði. Þessi verkaskipting milli þjóða verður þáttur í þeirri endurskipu- lagning atvinnulífs okkar íslend- inga, sem nú stendur yfir og háir raunvextir hafa m.a. knúið fram. Krafan um aukna hagræðingu í sjávarútvegi og fiskvinnslu með fækkun fiskiskipa og vinnslu- stöðva er sterk. I nokkur ár hef'ur verið unnið skipulega að því að laga landbúnaðinn að breyttum aðstæðum. I þeim efnum hefur töluverður árangur náðst. Engum dettur í hug að leggja eigi niður íslenzkan landbúnað. En land- búnaðurinn verður smátt og smátt að undirbúa sig undir nýja tíma eins og aðrir. Ríkisumsvif á kostnað atvinnulífe eftir Þorstein Pálsson Veturinn hefur nú kvatt og sum- arið haldið innreið sína samkvæmt dagatalinu. Það bregst ekki að ís- lendingar taka alla jafnan vonglað- ir á móti sumrinu þótt hátíðar- höldin á sumardaginn fyrsta séu oftast nær einhvers konar tákn um hreysti þjóðarinnar. Veturinn hefur verið snjóþungur og harður og ýmislegt bendir til þess að það ætli að vora seint. Með nokkrum sanni má segja að stjórn- málaástandið á liðnum vetri hafi endurspeglað veðurfarið. En flest bendir þó til að sól ríkisstjórnarinn- ar sé að siga meðan sól landsmanna hækkar á lofti. Trúin á ríkisumsvif Að undanförnu hafa nokkrir ráð- herrar lýst því yfír að þeir hafi hin- ar mestu áhyggjur vegna vaxandi atvinnuleysis. Boðað hefur verið að ríkisstjórnin ætli að halda sérstaka fundi af þessum sökum. Og forsæt- isráðherranum vefst ekki tunga um tönn þegar hann er spurður hvernig ríkisstjórnin ætli að bregðast við. Ríkisstjórnin hefur með öðrum orðum látið þau boð út ganga að hún hafi í hyggju að auka ríkis- framkvæmdir og ríkisumsvif eða flýta áður ákveðnum framkvæmd- um. Með þessu móti telur stjómin að hún geti unnið gegn vaxandi atvinnuleysi. Þetta er með kynlegri yfirlýsingum sem frá ríkisstjórninni hafa komið og er þó af mörgu að taka. Núverandi ríkisstjórn hefur að sönnu staðið fyrir skuldbreytingum í sjávarútvegi en hún hefur ekkert gert til þess að bæta rekstrarskil- yrðin. Þvert á móti hafa fjölmargar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar svo sem stórauknir skattar haft lam- andi áhrif á atvinnustarfsemina. Vaxandi atvinnuleysi er afleiðing af þessari röngu stjórnarstefnu. Við þessar aðstæður er það ráð eitt í huga ríkisstjórnarinnar að leggja á nýja skatta til þess að auka ríkisum- svif o g ríkisframkvæmdir. Þá skatta verður að sækja í kassa at- vinnufyrirtækjanna eða ofan í vasa launafólksins. Og með þessu móti verður svo enn dregið úr þrótti at- vinnulífsins. Höfuðviðfangsefnið í þjóðarbú- skapnum um þessar mundir ætti þvert á móti að vera það að örva atvinnulífið með ýmsum hætti. Þar er ekki einasta um að ræða nauð- synlega leiðréttingu á gengi krón- unnar heldur einnig aðgerðir í skattamálum sem miða að því að vinda ofan af þeim rötígu ákvörðun- um sem teknar voru í þeim efnum sl. vetur. Ekkert af þessu hug- kvæmist ríkisstjórninni. Hún sér aðeins þann möguleika að hækka skatta og auka ríkisumsvif. Þetta staðfestir enn einu sinni að það er trú ríkisstjórnarinnar að þjóðin lifi á ríkisumsvifum. í fyrstu var það hald manna að þessi af- staða væri bundin við Ólaf Ragnar Grímsson og Alþýðubandalagið. Að undanförnu hefur hins vegar komið í ljós að forysta Framsóknarflokks- ins er rígbundin þessum hugsunar- hætti. Þetta er hugmyndafræði sem jafnvel Sovétríkin eru að rífa sig út úr. Það er því enginn vorhugur í kveðjunum frá ríkisstjórn íslands til íslenskra atvinnufyrirtækja og starfsfólksins sem þar vinnur við að skapa verðmæti sem þjóðin lifir á. Framsókn hljóp frá vandanum Það voru býsna margir sem lögðu ekki trúnað á það sl. haust að Fram- sóknarflokkurinn hefði slitið þáver- andi stjórnarsamstarfi vegna þess að hann var ekki reiðubúinn til þess að standa að aðgerðum til að rétta rekstur sjávarútvegsins. En eftir því sem forystumenn Fram- sóknarflokksins hnýta sig fastar við stólparót Alþýðubandalagsins í nú- verandi ríkisstjóm kemur æ betur í ljós að fyrra ríkisstjórnarsamstarf slitnaði á viljaleysi flokksforystunn- ar í Framsókn til þess að takast á við vanda atvinnuveganna. Svo sem menn muna breyttust ytri aðstæður sjávarútvegsins mjög frá haustmánuðum 1987 og fram á haustið 1988. Hvort tveggja kom til að Bandaríkjadollari féll og síðan fór verðlag á erlendum mörkuðum stöðugt lækkandi og sú skriða stöðvaðist ekki fyrr en haustið 1988. Við þessum breyttu aðstæð- um var brugðist með aðgerðum í febrúar 1988, aftur i maí og sl. haust var möguleiki á að gera lokaátakið því að þá vorum við komin niður í öldudal breyttra ytri aðstæðna. Fyrrverandi ríkisstjórn glímdi því við tvíþættan vanda. Annars vegar ofþenslu, sem vinna varð gegn, en hins vegar stöðugt versnandi ytri aðstæður sjávarútvegsins. Öllum mátti vera ljóst að það gat ekki verið einfalt að taka á báðum þess- um verkum samtímis. Háir vextir voru óhjákvæmilegir um tíma til þess að spyrna á móti ofþenslu. Sá árangur náðist að dregið var úr umframeftirspurn eftir vinnuafli uppá 3—4.000 störf þannig að jafn- vægi var komið á síðastliðið haust. Þessi árangur skapaði svigrúm til nýrra aðgerða bæði til þess að treysta rekstur útflutnings- og sam- keppnisgreina og halda áfram við- leitni til að lækka verðbólgu og vexti. Einmitt á þessum úrslita- punkti brást forysta Framsóknar. Þeir tvöfalda hallareksturinn I september sl. var sjávarútveg- urinn samkvæmt mati þjóðhags- stofnunar rekinn með 5—6% halla. Tillögur mínar í þáverandi ríkis- stjórn um aðgerðir miðuðu að því að koma sjávarútveginum í heild upp á svokallaðan núllpunkt. Að vísu var það ekki fullnægjandi skref en mjög veigamikið. En Framsókn- arflokkurinn var ekki tilbúinn til þess að taka þátt í aðgerðum sem þessum. Þjóðhagsstofnun hefur nú metið stöðu fiskvinnslunnar í Ijósi ný- gerðra kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Þar kemur fram að hallinn á rekstri sjávarútvegsins er 5—6% þegar uppbótagreiðslunum sleppir en það verður í næsta mán- uði. Þegar sjávarútvegurinn hefur svo tekið á sig nýjar launahækkan- ir vex hallinn strax í júnímánuði upp í 7—8% og næsta haust verður hann orðinn 10%. Þannig gerir þjóð- hagsstofnun ráð fyrir að hallarekst- ur sjávarútvegsins muni tvöfaldast á einu ári eftir að Framsóknarflokk- urinn hljóp frá þeim tillögum til raunhæfra aðgerða sem Sjálfstæð- isflokkurinn lagði til sl. haust. Þetta er hinn kaldi veruleiki um afleiðingar af' stefnu núverandi ríkisstjórnar í atvinnumálum. Mark- mið hennar um lækkun verðbólgu hafa einnig brugðist, þar af leið- andi hefur hún heldur ekki náð árangri varðandi það markmið að lækka vexti og flest bendir til þess að þrátt fyrir sjö milljarða skatta- hækkanir verði umtalsverður halli á ríkissjóði á þessu ári. Það er því fátt sem tengir ríkisstjórnina við sumarkomuna og hækkandi sól. Umhverfismál Allmiklar umræður hafa farið fram á Alþingi sl. vetur um um- hverfismál. Sjálfstæðismenn fluttu frumvarp um nýja skipan umhverf- ismálastjórnar og samræmdar að- gerðir í þeim efnum. Kvennalistinn flutti þingsályktunartillögu um stofnun umhverfismálaráðuneytis og ríkisstjórn flutti nú fyrir nokkr- um dögum inn á þingið frumvarp um sérstakt umhverfismálaráðu- neyti. í tillögum sjálfstæðismanna var gert ráð fyrir því að eitt ráðuneyti yrði gert ábyrgt fyrir yfirstjórn Þorsteinn Pálsson „Sjálfstæðismenn eru því staðráðnir í því að taka ekki þátt í myndun þriggja flokka ríkis- stjórnar að loknum næstu kosningum.“ umhverfismála. Þar var hins vegar ekki gert ráð fyrir því að stofna nýtt ráðuneyti heldur að fela þetta verkefni einu af þeim ráðuneytum sem nú starfa. Þar gátu ýmsir kost- ir verið fyrir hendi en athyglin beindist einna helst að samgöngu- ráðuneytinu einmitt vegna þess að á vegum Siglingamálastofnunar, sem undir það heyrir, er unnið að vörnum gegn mengun sjávar. En engum vafa er undirorpið að á þeim vettvangi eru hvað mikilvægustu verkefnin á sviði umhverfismála. Aðrir höfuðþættir lúta að vörnum gegn iðnaðarmengun og stöðvun gróðureyðingar. Ótvírætt er að skipa þarf þessum mikilvæga málaflokki með ákveðn- um hætti í stjórnsýslunni. Yfirstjórn umhverfismála þarf því að fara fram í einu tilteknu ráðuneyti til þess að markvisst verði unnið að stefnumótun á þessu sviði. En það er um leið nauðsynlegt að auka ábyrgð annarra ráðuneyta í þessum efnum. Til að mynda er brýnt að atvinnuvegaráðuneytin taki fullan þátt þeim margþættu aðgerðum sem þörf er á til þess að við getum með sóma sinnt verndun umhverfis- ins. Þeir sem nýta fiskistofna og gróður hafa í raun mesta hagsmuni af eðlilegri verndun. í stjórnsýsl- unni þarf því að tengja saman vald og ábyrgð í þessum efnum. Börn beri hlífðar- hjálm við hjólreiðar eftir Halldór Blöndal Vorið er að koma, þótt enn sé jökull fyrir norðan og snjóruðnings- bílar á ferðinni á sumardaginn fyrsta. Senn fara börnin að bregða á leik með reiðhjólið sitt í staðinn fyrir skíðin. Það eru þessar hugleið- ingar sem valda því, að ég skrifa þetta greinarkom. Sú mikla slysa- hætta, sem ungum börnum, óvön- um reiðhjólum, stafar af umferð- inni. Mér líður aldrei úr minni þegar ég hjólaði í fyrsta skipti einn míns liðs frá Laugaveginum upp á Há- teig. Ég fór á fleygiferð inn Grettis- götuna, gáði ekki að mér og lenti utan í jeppa, sem kom niður Bar- ónsstíg. Auðvitað skipti einungis sekúndubroti, hvort ég yrði fyrir jeppanum, lenti á honum eða rétt aftan við hann, sekúndubroti sem skildi á milli feigs og ófeigs. Má vera að þessi reynsla valdi því, að ég hef æ síðan óttast um börn í umferðinni. Salome Þorkelsdóttir hefur látið umferðarmál mjög til sín taka á alþingi. í efri deild bíður afgreiðslu frumvarp, sem lætur lítið yfir sér og hún er fyrsti flutningsmaður að. Efni þess er þríþætt: 1. Hvort sem maður situr í fram- eða aftursæti birfreiðar skal hann nota öryggisbelti. Þetta er auðvitað sjálfsagt fnál eins og fljótséð er eftir lestur á skýrslum um dauðs- föll og alvarleg slys í umferðinni. 2. Börn yngri en 10 ára skulu nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Það er þetta ákvæði, sem olli því að ég hripaði þessi orð niður, ef þau gætu orðið til þess, að einhveijir foreldrar létu börnin sín bera hlífðarhjálm þó svo að frumvarpið yrði ekki lög- fest á þinginu. Við skulum ekki gleyma því, að höfuðáverkar eru algengasta afleiðing reiðhjólaslysa og þau eru tíðust hjá börnum 10 ára og yngri. Það er að sjálfsögðu opin spuming, hvort ektyi sé rétt að lögfesta, að allir hjólreiðamenn beri öryggishjálm, en það má Halldór Blöndal geyma hana til seinni tíma. Aðalat- riðið er, að tillaga Salome um, að 10 ára börn og yngri beri hlífðar- hjálma, veki athygli og umhugsun, Við ríkjandi aðstæður er með öllu óþarfi að stofna nýtt ráðuneyti til þess að takast á við þessi verk- efni. Þvert á móti er eðlilegra að fela einu af þeim ráðuneytum sem fyrir eru yfirstjórn umhverfismál- anna. Sannleikurinn er sá að þó við stöndum frammi fyrir fjölmörgum nýjum verkefnum eins og þessum þá verða menn að gæta að því að þenja ekki stöðugt út ríkiskerfið. Það er ekki útþensla þess sem skiptir máli heldur hitt að menn nái árangri í störfum á þeim sviðum sem um er fyallað. Miklu nær væri að ræða fækkun ráðuneyta eða samruna ráðuneyta til þess að ná fram meiri hagkvæmni en nú er í rekstri stjórnarráðsins og sam- ræmdari vinnubrögð við stefnumót- un. Þannig gætu umhverfismálin verið sameiginlega í ráðuneyti með samgöngumálum. Viðskiptaráðu- neytið má sameina iðnaðarráðu- neyti og ekki væri úr vegi að huga að samruna landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytis. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er illa unnið og hinu nýja ráðuneyti jafnvel gert að starfa eftir lögum sem fyrir löngu er búið að fella úr gildi. Augljóst er að betra er að fresta endanlegri ákvörðun en hrasa að því að samþykkja ný lög á grundvelli flausturslega unnins frumvarps. Skynsamlegast væri þó að samþykkja frumvarp sjálfstæðis- manna í þessu efni enda hefur það verið lengi í smíðum og er vandlega undirbúið. Ef ekki tekst um það samstaða væri hyggilegast að setja málið í milliþinganefnd. Ekki aftur þriggja flokka stjórn Urslit síðustu kosninga voru með þeim hætti að útilokað var að mynda ríkisstjórn með öðrum hætti en að þar kæmu a.m.k. þrír eða jafnvel fjórir flokkar við sögu. Reynslan hefur nú kennt okkur að útilokað er að ná fram þeirri festu í stjórnarháttum sem nauðsynleg er með margra flokka ríkisstjórnum af þessu tagi. Sjálfstæðismenn eru því stað- ráðnir í því að taka ekki þátt í myndun þriggja flokka ríkisstjórnar að loknum næstu kosningum. Ýmis- legt bendir til þess að núverandi vinstri flokkar ætli að auka sam- starf sitt og einn af forystumönnum þeirra hefur jafnvel nefnt' að sam- eiginlegt framboð þeirra komi til greina í næstu kosningum. Augljóst er því að stjórnmálabar- áttan snýst um það hvort fram- lengja eigi líf þessarar vinstri stjórnar eða hvort Sjálfstæðisflokk- urinn á að taka við forystuhlut- verki. Næstu kosningar verða á milli vinstri stjórnar eða Sjálfstæð- isflokksins. Vaxandi skilningur er nú á því að hér þurfi trausta ríkis- stjórn sem fylgi fram fijálslyndum viðhorfum. Það verður ekki tryggt nema með vaxandi fylgi Sjálfstæð- isflokksins. Höfimdur er formaður Sjálfstæð- isflokksins. „Aðalatriðið er, að til- laga Salome um, að 10 ára börn og- yngri beri hlífðarhjálma, veki at- hygli og umhugsun, þannig að foreldrar fari eftirþessari reglu og kenni börnum sínum að hafa hana í heiðri.“ þannig að foreldrar fari eftir þess- ari reglu og kenni börnum sínum að hafa hana í heiðri. 3. Loks leggur Salome til, að sérstök rannsóknarnefnd umferðar- slysa verði skipuð, sem sérfróðir menn sitji í. Það er áreiðanlega gott mál. Allar upplýsingar um umferðarslys eiga að geta leitt til meira öryggis, ef réttar ályktanir eru dregnar og þeim fylgt eftir. Höfundur er varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. 23 Utflutningsverðlaun forseta Islands; Sölumiðstöðin fyrsti verðlaunahafinn Morgunblaðið/Einar Falur Jón Ingvarsson, sljórnarformaður SH, tekur við verðlaunaskjalinu úr hendi forseta Islands. Á borðinu stendur verðlaunagripurinn eftir Þorgrím Gestsson. Á innfelldu myndinni má sjá merki verð- launanna, en SH fær nú rétt til að merkja allt sölu- og kynningar- efni sitt með því næstu fímm árin. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hlaut útflutningsverðlaun forseta Islands, sem veitt voru í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta. Verðlaunin eru veitt fyrir markvert framlag til efl- ingar útflutningsverzlunar ís- lendinga. Jón Ingvársson, stjórnarformaður SH, tók við verðlaununum úr hendi Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta fs- lands, við athöfh á Bessastöð- um. „Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna og dótturfyrirtæki hennar erlendis hafa að undanförnu unn- ið mikilsvert brautryðjendastarf að framleiðslu og sölu tilbúinna frystra sjávarrétta úr íslenzkum úrvalsfiski á erlendum markaði," sagði Þorvaldur Gylfason, form- aður úthlutunarnefndar verðlaun- anna, í ávarpi sínu við verðlauna- afhendinguna. Hann sagði að þar bæri hæst rétti, sem dótturfyrir- tæki SH í Bretlandi framleiddi fyrir Japansmarkað, og einnig fryst flök í neytendaumbúðum sem væru fullunnin á íslandi og seld til Bandaríkjanna, Vestur- Þýzkalands og Frakklands. Þá nefndi hann mikil gæði á blokk, sem Icelandic Freezing Plants hefðu framleitt í samvinnu við íslenzk frystihús og aukin við- skipti SH við Japani. Þorvaldur sagði að samkvæmt úthlutunarreglum ætti veiting verðlaunanna að taka tillit til verðmætisaukningar útflutnings, hlutdeildar útflutnings í heildar- sölu, viðskiptalandnáms á nýjum mörkuðum og þess háttar. „Starf SH mun vafalaust verða öðrum útflytjendum hvatning til að vinna að auknum virðisauka útfluttra sjávarafurða,“ sagði Þorvaldur. Hann lét svo um mælt að árangur SH við að koma íslenzkum fiski fullunnum á markað brýndi von- andi íslenzk stjórnvöld til að knýja á um breytingar á tollareglum um fullunnar sjávarafurðir íslendinga í Evrópubandalagslöndum, en þar er nú lagður á þær 16% tollur ef þær eru fullunnar á íslandi. Af- urðir dótturfyrirtækis SH í Bret- landi eiga hins vegar greiðan að- gang að markaði EB. Útflutningsverðlaun forseta ís- lands eru sambærileg við útflutn- ingsverðlaun á borð við heiðurs- verðlaun Friðriks IX. í Danmörku og útflutningsverðlaun Breta- drottningar. „Við hljótum að reyna að dæma gildi þessara verð- launa fyrir okkur að einhveiju leyti út frá þessum erlendu verð- launum, sem eru af svipuðum toga,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, í samtali við Morgun- blaðið. „Þau þykja talsvert mikils virði meðal erlendra fyrirtækja og ég vona að þessi verði það líka um leið og þau verða þekkt erlend- is. Reynslan mun skera úr um hvernig okkur, og öðrum, sem fá þessi verðlaun fyrstu árin, mun takast að kynna þau. Innanlands munu þau vonandi hafa mikið gildi líka, ég vona að þau verði til þess að fyrirtækin fari virkilega að keppa að því að fá þau og það muni auka hugmyndaauðgi manna og alúð við útflutning." Friðrik sagði að SH væri mjög stolt af verðlaununum. „Við höf- um lagt okkur mjög fram um að gera vel, og við hljótum að vona að þessi verðlaun séu meðal ann- ars viðurkenning fyrir þann árangur, sem við höfum þar náð,“ sagði Friðrik. Islenzku verðlaunin eru verð- launagripur og viðurkenningar- skjal. Að þessu sinni er verðlauna- gripurinn myndverk eftir Gest Þorgrímsson myndhöggvara. Að sögn myndhöggvarans er gripur- inn höggvinn úr anorþósíti, stein- tegund sem er sjaldgæf hér á landi og fínnst aðeins í Hrappsey á Breiðafirði. Steintegundin er hins vegar algeng á Tunglinu. Skipulag að kom- ast á starfsemina - segir Kristján Pétur Benediktsson yfirlæknir Sjúkrahússins á ísafirði „Hér var algjört öngþveiti og mikið Qaðrafok fyrstu dagana. Við unnum innan um iðnaðarmenn og ýmis nayðsynleg tæki voru ýmist nýkomin og óuppsett eða ókomin,“ sagði Kristján Pétur Benedikts- son yfirlæknir Sjúkrahússins á ísafirði er hann var spurður hvernig starfsemin hefði gengið þann rúma mánuð sem hún hefiir verið í nýja húsinu. Hann sagði að starfsfólkið væri nú komið yfír erfið- asta hjallann og svolítið skipulag að komast á starfsemina. Kristján sagði að sem betur fer hefði verið lítið um slys á þessu tímabili og öllum aðgerðum var haldið í algjöru lágmarki. „Það er alltaf erfitt að flytja svona starfsemi í nýtt húsnæði og sérstaklega þegar flutningurinn var jafn illa undirbúinn eins og raun bar vitni,“ sagði Kristján. „Við fluttum allt á einum degi, 9. mars. sl., og flutningurinn sjálfur gekk mjög vel. Alls voru 26 sjúklingar fluttir á milli húsa, en reynt hafði verið að útskrifa sem flesta dagana áður.“ Hann sagði að starfsfólkinu hafi líkað að flestu leyti vel í nýja hús- inu. Þar er meira rými þó svo að þar séu færri rúm en á gamla spítalanum. Þar voru 32 rúm en eru 30 í nýja húsinu. Abúnaðurinn á skurðstofunni er betri og allt önn- ur aðstaða til að baða sjúklingana. í gamla húsinu var setbað í fjög- urra fermetra herbergi og þurfti að lyfta sjúklingunum í baðið með handafli. I nýja húsinu er baðkar og lyfta. En ýmislegt vantar enn því önnur leguálma sjúkrahússins, þar sem eiga að vera 26 rúm, er aðeins fokheld ennþá, svo og hús- næði fyrir skrifstofur lækna og rit- ara, gistiherbergi og bókaherbergi. „Hér er alltaf fullt og við höfum yfir allt of fáum rúmum að ráða fyrir þetta svæði. Vegna einang- t-unar getur fólk ekki leitað annað. Þess vegna bráðliggur á að ljúka við húsið. Við höfum ekki meiri fjár- veitingar á þessu ári til fram- kvæmda, en á næsta ári fáum við ef til vill eitthvað. Það verður því í fyrsta lagi eftir ár sem haldið verður áfram með framkvæmdir við húsið. Það gæti tekið mörg ár að ljúka þeirn eins og reynslan hefur sýnt. Þó það sé stór áfangi að vera kominn í þetta hús vantar ýmislegt sem átti að vera komið í húsið við flutninginn. Þriðjungur nauðsyn- legra tækja var settur á biðlista. Önnur voru sett á forgangslista og okkur var lofað að þau yrðu komin í húsið áður en flutt yrði í það. Ennþá höfum við aðeins fengið hluta af þessum tækjum sem áttu að hafa forgang. Þetta er að verða hálfgerður kotbúskapur á sjúkra- húsunum hér á landi,“ sagði Kristj- án að lokum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.