Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRIL 1989 25 Skýrsla menntamálaráðherra um aðalnámskrá grunnskóla: Kollvarpar gagn- rýni á fyrrverandi menntamálaráðherra - segir Birgir ísleifiir Gunnarsson í SAMEINUÐU þingi í gær var rætt um ný drög að aðalnámskrá og skýrslu menntamálaráðherra þar að lútandi, en nokkrir þing- menn'Sjálfstæðisflokksins fóru lram á þá skýrslu. Birgir ísleifúr Gunnarsson taldi það helsta niðurstöðu skýrslu ráðherra að vinnu við námskrána í sinni tíð hefði i engu verið ábótavant, þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra í fjölmiðlum í þá átt. Taldi Birgir og athygli- vert út frá fyrri yfírlýsingum ráðherrans að drögin skyldu ekki taka meiri breytingum í anda vinstrisinnaðra uppeldisfræðinga. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, lagði fram í Sam- einuðu þingi í gær drög að aðaln- ámskrá fyrir grunnskólana og skýrslu um undirbúning og efni hennar. Svavar rakti í umræðu í Sameinuðu þingi gang málsins frá því að hann varð ráðherra. í júlí 1988, í tíð fyrrverandi ráðherra hefði námsskráin verið send út til umsagnar og verið til umræðu í öllum fræðsluumdæmum, en í október hefði verið unnið úr at- hugasemdum í skólaþróunardeild ráðuneytisins. Að sögn Svavars komu upp nokkur ágreiningsmál; m.a. um vægi námskrárinnar, hvort hún hefði reglugerðargildi eða væri einungis leiðbeinandi, um hugtak- ið fræðslu, hlutverk foreldra, blöndun barna í bekki, námsmat og fleira. Skipaði ráðherra sér- staka samráðsnefnd til að fjalla um álitamál með skólaþróunar- deild og féllust fulltrúar samráðs- aðila að sögn ráðherra á sjónar- mið skólaþróunardeildar og sam- komulag náðist um tiltekin álita- mál. Benti ráðherra á afstöðu Bandalags kennarafélaga, þar sem þakkaður er skilningur á afstöðu bandalagsins og skorað er á stjómvöld að tryggja aukið fjár- magn til grunnskólastarfsins þannig að ná megi fram markmið- um námskrárinnar. Menntamálaráðherra fékk drög að aðalnámsskrá til umfjöllunar og gerði nokkrar breytingar tillög- ur, sem skólaþróunardeild féllst í flestum atriðum á. Meðal þessara tillagna var kafli um trúfrelsi og stöðu íslensku þjóðkirkjunnar, meiri áhersla á lestur biblíunnar sem bókmennta, jafnréttisumfjöll- un og skerptar áherslur í íslands- sögu. Enn fremur hefði málsgrein um skyldur við ríkið verið tekin út og inn sett skylda við einstakl- inga og samfélagið. „Friður og afvopnun“ Birgir ísleifiir Gunnarsson (S/Rvk) kvað núverandi mennta- málaráðherra nánast hafa lýst yfir stríði á hendur því starfi sem unnið hefði verið í menntamálaráðuneyt- inu, en hins vegar kæmi það fram í skýrslu ráðherrans að ekkert hefði verið athugavert við málsmeðferð fráfarandi ráðherra og breytingar á námskránni væru minni en ætla hefði mátt af yfirlýsingum. Að sögn Birgis voru það einmitt yfirlýsingar Svavars í íjölmiðlum sem urðu til þess að hann og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins fór fram á skýrslu ráðherra. Birgir vakti athygli á nokkrum efnislegum úrfellingum og breyt- ingum frá fyrri drögum að nám- skrá; gert væri ráð fyrir minna fag- legu sjálfstæði skólanna, t.d. varð- andi röðun nemenda í bekkjardeild- ir, minni áhersla væri lögð á mál- fræði, réttur foreldra til að fá upp- lýsingar um stöðu barna sinna í samanburði við önnur væri ekki lengur fyrir hendi og sleppt væri þeim kafla í almenna hlutanum, þar sem talað væri um það að foreldrar yrðu að geta treyst vandaðri og óhlutdrægri umfjöllun um álitamál og ólíkar lífsskoðanir, bæri slíkt á góma í tengslum við námsefni. Enn fremur væri sleppt köflum um að glæða með börnum þjóðrækni og heilbrigðan þjóðernismetnað, skól- anum bæri að fræða nemendur um kosti samkeppni í námi, leik og starfi, virða bæri hefðir og siði þjóð- arinnar og fleira. Vakti Birgir einn- ig athygli á nýmælinu „mannrétt- indafræðslu“‘ en til hennar teldist samkvæmt námskránni „friður og afvopnun", „þróun og umhverfis- vernd“, „félagafrelsi“ og „mál- og trúfrelsi." Hugtök eins og einstakl- ingsfrelsi, atvinnufrelsi' og tjáning- arfrelsi virtust vera bannorð. I ljósi þessa skoraði Birgir á ráð- herra að huga betur að aðalnám- skránni áður en endanlega væri frá henni gengið. Falleg bók Leiga á eigum þrotabús Sigló: Mun árniál aráðhena koma í veg fyrir leiguna? - spyr Jón Sæmundur Sigurjónsson JON Sæmundur Sigurjónsson (A/Nlv) hefúr lagt fram svohljóð- andi fyrirspurn um Sigló hf. til Qármálaráðherra: 1. Var haft samband við við fjár- málaráðuneytið sem einn stærsta kröfuhafa í Þrotabú Sigló Hf. varð- andi leigu á eignum þrotabússins til Sigluness hf.? 2. Hvað hefur Sigló hf. greitt af kaupverði lagmetisiðjunnar Sigló- síldar frá kaupdegi til dagsins í dag? Þingflokkur Frjáls- lyndra hægrimanna: Ingi Björn Albertsson formaður NÝSTOFNAÐUR þingflokkur fijálslyndra hægrimanna hefúr nú skipt með sér verkum. Ingi Björn Albertsson var á fyrsta þingflokksfundinum kjörinn formaður þingflokksins og Hregg- viður Jónsson varaformaður. Fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykja- neskjördæmi, Kolbrún Jónsdóttir, var kjörin ritari þingflokksins. 3. Til hvaða ráðstafana hefur ijármálaráðuneytið gripið til að gæta hagsmuna ríkisins í þessu til- viki? 4. Hefur ijármálaráðuneytið í hyggju að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að gjaldþrota aðil- ar reki fyrirtæki áfram undir nýju merki og komist þannig hjá greiðslu allra skuldbindinga til stórskaða fyrir skuldareigendur? Ingi Björn Albertsson Þórhildur Þorleifsdóttir (K/Rvk) taldi aðalnámskrána vera hið merkasta plagg og löngu tíma- bært; þar væri sú stoð komin sem grunnskólalögin gerðu ráð fyrir. „Ég kemst hins vegar ekki hjá því að hugleiða hversu óralöng leið liggur að þessu frá raunveruleikan- um. En það er gott að hafa mark- mið.“ Þórhildur taldi athyglivert hversu strangar kröfur væru gerðar til kennara; bæði faglega og persónu- lega. Þar væru nánast engin tak- mörk sett. Þegar hins vegar kenn- arar væru metnir til fjár væri út- koman ekki mikið til að státa af. Kvað Þórhildur aðalnámskrána því miður lítið annað geta orðið en fal- lega bók. Grundvöllur framfara Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) taldi aðalnámsskrána vera grund- völl framfara. Það væri þó ekki nóg, forsendan fyrir framkvæmd hennar yrði að vera fyrir hendi. Benti Guðrún á þá hættulegu þróun að kennarastéttin væri að dragast aftur úr, samanber yfirstandandi kjaradeilur. „Þar sem framfarir eru mestar í heiminum er kennarastarf- ið hálaunastarf," sagði Guðrún og benti á Japan sem dæmi. Guðrún tók sérstaklega fyrir kennslu í handmennt, sem hún taldi hafa minnkað við það að báðum kynjum væri ætluð sama kennsla. Skoraði hún á ráðherra að tvöfalda handmenntakennslu. Einnig skor- aði hún á ráðherrann að færa tón- menntakennslu inn í grunnmennt- unina. Guðrún sagði að endingu að forsendan fyrir því að aðalnámskrá- in kæmist til framkvæmda væri þrenns konar: Efla þyrfti Náms- gagnastofnun, bæta kennsluhús- næði og bæta kjör kennara. Bessi sjósettur í Flekkefjord. Morgunblaðið/HalldórJónsson Súðavík: Nýr Bessi sjósettur Súdavík. Á laugardaginn var sjósettur hannað af Skipahönnun hf. í nýr togari í eigu Álftfirðings Garðabæ. hf. í Súðavík. Togarinn er I Hinn nýi Bessi kemur í stað smíðum hjá Flekkefjord slipp & eldra skips með sama nafni er maskinfabrikk a/s í Flekke- smíðað var á sama stað 1973 og fjord í Noregi. Það var Helga hefur verið afburða aflaskip. Þess Gunnarsdóttir sem gaf hinu má geta að sama dag og hinn nýi nýja skipi nafnið Bessi og mun Bessi var sjósettur kom sá gamli það bera einkennisstafina IS- inn til Súðavíkur með 140 tonn 410. af grálúðu eftir aðeins þtjá og Hið nýja skip er 59 metrar á hálfan sólarhring á veiðum. lengd og 12,2 á breidd. í skipinu Áætlað er að Bessi ÍS-410 verði verður 3.600 hestafla aðalvél af afhentur seinni hluta október gerðinni MAK. Bessi verður gerð- mánaðar nk. ur út sem ísfisktogari. Skipið er - DÓJÓ Við sjósetninguna, f.v. Jóhann Símonarson skipstjóri á Bessa, Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Álftfirðings, Jónatan Ingi Ásgeirsson, stjórnarformaður Álftfirðings, Helga Gunnars- dóttir eiginkona Jóhanns en hún gaf skipinu nafn, Barði Ingi- bjartsson stýrimaður á Bessa og Ovind Refsland framkvæmda- stjóri skipasmíðastöðvarinnar. Mývatnssveit: Nýtt leikrit frumsýnt Björk, Mývatnssveit. UNGMENNAFÉLAGIÐ Mývetningur frumsýndi nýjan íslenskan sjón- Ieik í Skjólbrekku siðastliðið laugardagskvöld. Leikurinn ber hið þjóðlega heiti „Fundur í hjónaballsnefiid". Höfundur og leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Aðsókn var ágæt og undirtektir frábærar. Þessi sjónleikur er af léttara tag- inu, hann gæti gerst einhvers stað- ar norðan hvarfbaugs, einnig í upp- sveitum á Suðurlandi eða nánast hvar sem er. Atburðirnir gerast að miðsvetrarlagi á vorum dögum. Leikendur skiluðu sínum hlutverk- um mjög vel. í leikslok voru leikend- ur og leikstjóri kallaðir fram með lófataki. Formaður félagsins, Jó- hanna Njálsdóttir, færði leikstjór- anum Eyvindi Erlendssyni blóm í þakklætisskyni. Ungmennafélagið Mývetningur á 80 ára afmæli á þessu ári. Það var stofnað 19. nóvember 1909. Segja má að það hafi verið ánægjulegt fyrir félagið að geta sett á sviff íslenskt leikverk á afmælisárinu. Síðastliðin 40 ár hefur félagið sýnt samtals 14 leikrit. Við alla söng- leiki hefur Örn Friðriksson annast undirleik og svo er einnig nú. Að sýningu lokinni færði sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Jón Pétur Líndal, félaginu fagra blómakörfu. Ráðgert er að sýna þennan sjónleik í nágrannabyggðum á næstunni. Kristján Sigluflörður: 110 tonn eftir 6 daga Siglufírði STAPAVÍKIN landaði hér á þriðjudag 110 tonnum eftir sex daga veiðiferð. Aflinn var mest þorskur af Austfjarðamiðum. Sigluvík landaði á miðvikudag 140 tonnum eftir 9 daga veiðiferð. Trillur eru að hefja róðra héðan, tvær eru þegar byijaðar á færum og sú þriðja að byija. Matthías

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.