Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 31
(:hj-JteSA-.ss : \ ; n-. ..................-...........-MORGUNBLA-ÐIÐ - LAUGARÐAGUR- 22: APR1L~ 1989 31 Minning-: Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabjörgum Fæddur 20. ágúst 1913 Dáinn 14. apríl 1989 Það er föstudagsmorgunn. Síminn hringir. Mér er sagt að ást- kær bróðir minn, sá eini sem eftir var á lífi, sé látinn. Hann var orðinn heilsuveill og mikill einstæðingur, sem vildi ekki vera upp á aðra kom- inn. Hann bjó einn í húsinu sínu og sá um sig sjálfur. Hann stóð utan við lífsgæðakapphlaup nútím- ans. Hann gerði aldrei neitt á hlut annarra, en varð samt á tímabili fyrir aðkasti unglinga vegna þess að hann var e.t.v. öðruvísi en al- mennt gerðist. Ég læt hugann reika mörg ár aftur í tímann. Heima er stór barna- hópur. Hjálmar er fimmti elsti af tíu börnum. Ærsl og stríðni koma upp eins og gefur að skilja í svona stórum barnahóp. Hjálmar kýs frekar rólegheit og einveru og lætur sig hverfa. Fer hann þá oft að leika sér við börnin í „Berginu". Þar eru ekki ærsl og stríðni. Þar á hann margar ánægjustundir. Aldrei minnist ég þess, að hann svaraði í sömu mynt, ef honum var strítt. Hjálmar var sonur hjónanna Stefáns Jónssonar, bónda á Smyrla- bergi, og konu hans, Guðrúnar Kristmundsdóttur. Stefán faðir Hjálmars var ættaður frá Flatat- ungu í Skagafirði, bæði í móður- og föðurætt. Gúðrún, móðir Hjálm- ars, var dóttir Kristmundar Guð- mundssonar, bónda í Melrakkadal í V-Hún. Stefán, faðir Hjálmars, deyr árið 1924 úr lungnabólgu frá konu og 10 börnum á aldrinum 2ja til 16 ára. Börnin eru: Jón Berg- mann f. 1908, d. 1982, Helga Ingi- björg f. 1910, Kristmundur f. 1911, d. 1987, Páll, f. 1912, d. 1982, Hjálmar f. 1913, d. 1989, Steinunn f. 1914, Sigurlaug f. 1915, Sigríður f. 1916, Gísíi f. 1920, d. 1958, og Unnur f. 1922. Eins og gefur að skilja varð barnahópurinn að hjálpast að við dagleg störf, því ekki voru styrkirn- ir fyrir hendi á þessum tíma. Systk- inin lærðu því snemma að vinna og bjarga sér. Fyrir utan barnaskólanám var Hjálmar einn vetur við nám að Hólum í Hjaltadal og annan vetur að Reykjaskóla í Hrútafirði. Hjálmar var ekki heilsuhraustur, en vann almenna verkamannavinnu meðan heilsan leyfði. Hjálmar var mjög fróðleiksfús og fylgdist mjög vel með því, sem var að gerast úti í hinum stóra heimi. Hann las mikið og þá aðal- lega fræðibækur. Hann skrifaði ýmislegt. Sumt komst á prent, m.a. grein um Skagaströnd, sem birt var fyrir nokkrum_ árum í lesbók Al- þýðublaðsins. Ég veit líka að hann skrifaði langa ritgerð sem hann kallaði „Nafla jarðar“. 'Sú ritgerð sýnir að mikið hefur hann lesið og grúskað í alls konar fræðibókum. Annað áhugamál Hjálmars á seinni árum var að mála. Málverk hans voru yfirleitt í sterkum litum og fylgdu kannske ekki alltaf föst- um hefðum, en sýndu þó að hann hafði auga fyrir listinni ekki síður en margir aðrir, þótt ekki hafi hann notið tilsagnar á því sviði. Hjálmar tók mjög nærri sér þeg- ar bræður hans létust hver af öðrum á örfáum árum. Þegar Páll bróðir hans lést af slysförum hafði Hjálm- ar orð á því að nú hefði hann misst sinn besta vin og svo þegar Krist- mundur lést einnig af slysförum fyrir tæpum tveim árum, sagði Hjálmar, að hann hefði frekar átt að fá að fara sjálfur. Ég vil að lokum þakka þeim ein- staklingum, sem litu reglulega til Hjálmars bróður og styttu honum stundir. Þessar heimsóknir eru ómetanlegar, ekki síst fyrir okkur systurnar, sem höfðum ekki tæki- færi til að líta til Hjálmars reglu- lega vegna búsetu okkar. Með þessum línum kveð ég ást- kæran bróður. Systir hins látna Hjónaminning: Kristín Krisijáns- dóttir — Gunnlaug ur Hallgrímsson Kristín Fædd 10. febrúar 1928 Dáin 16. maí 1988 Gunnlaugur Fæddur 30. júní 1930 Dáinn 15. apríl 1989 Það á að heita vor. Við vitum að sumarið kemur, en hvenær ekki. Við vitum að síðan snjóar aftur, en ekki hvaða dag. Við vitum öll, að ein- hvern tímann dregur hver að sér síðustu loftsameindirnar, en höfum enga vísbendingu um hvenær sú stund rennur upp. Við vitum og vitum þó ekki. Heiðurshjónin Kristín Kristjáns- dóttir og Gunnlaugur Hallgrímsson hafa nú kvatt þennan heim. Þau voru höfðingjar. Fyrir rúmum tveimur áratugum kom ég fyrst að Hellnum. Ég var í skemmtiferð með föður mínum, Diet- er Roth, og vini hans, Ragnari heitn- um Kjartanssyni myndhöggvara, frænda Gunnlaugs og fyrrum Helln- ara. Hvorki stóðst pabbi fegurð stað- arins né viðmót Akrafólks og ekki leið á löngu þar til þeir félagar ák- váðu að koma sér upp sumarhúsi á Hellnum. Svo gerðist það, að vestur voru sendir þrír húshlutar, sem helst líktust óseyddum rúgbrauðum og Gunnlaugur breytti, af alkunnri lagni, brauði í hús. Húsið er bæði traust og fallega frá því gengið og eitt af fjölmörgum dæmum um hæfni hans með hamarinn. Gott fólk á heill- andi stað vilja menn umgangast og tjöiskylda okkar fór að sækja að Hellnum hvenær sem færi gafst, sumar og vetur. Keypti pabbi gömlu verslunina þar og Gunnlaugur mætti með smíðatól sín og ásamt börnum sínum breytti hann henni í hugguleg- asta íbúðarhús. Síðan þótti honum sjálfsagt mál að líta til með húsunum og dytta að. Árið 1980 keypti ég trillu með Jóhanni Hauki Sigurðssyni, félaga mínum, sem við höfum gert út frá Hellnum síðan. Þá vorum við með öllu ófróðir um útgerð, háskólapiltar í ævintýraleit. Fékk Gunnlaugur al- deilis að kynnast því. Má segja að við höfum verið nær daglegir gestir á Okrum á meðan róðrar stóðu yfir. Sjaldnast voru það einberar kurteis- isheimsóknir. Hitt var oftar, að við leituðum aðstoðar; fengum lánaða smáhluti eða stóra, báðum um hjálp við eitt eða annað varðandi bátinn. Var það okkur hulin ráðgáta, hvern- ig maðurinn gat sinnt okkur í tíma og ótíma og alitaf með bros á vör. Gunnlaugur var okkur fyrirmynd í hvívetna. Hann var svo öruggur, svo duglegur og laginn, fiskinn, hraustur og heilbrigður. Glaðlegur var hann og kíminn og reyndar óhemju skemmtilegur maður. Gunn- laugur var góð fyrirmynd allra ungra manna. Til dæmis sagði sonur minn, tveggja ára, að þegar hann yrði stór, ætlaði hann að verða Gunnlaugur. Kristín Kristjánsdóttir var lífsföru- nautur Gunnlaugs. Hún var sérstak- lega fróð kona og gekk maður jafnan nokkru upplýstari af hennar fundi. Fékk hún einnig að reyna fáfræði okkar Hauks varðandi matseld, hús- hald, lækningar hvers kyns kvilla og annað æði daglegs lífs. Kristín var góður félagi. Með henni og okkur hjónunum tókst góður kunnings- skapur og átti kona mín, Lára Magn- úsardóttir, margar góðar stundir í félagsskap Kristínar þegar ég reri. Kristín var engu síður glaðvær en Gunnlaugur og virtust þau einstak- lega samrýnd hjón. Þau áttu margt vina og minnist ég ekki margra sum- ardaga að vestan, þar sem enginn aðkomubíllinn stóð á hlaði á Ökrum. Kristín og Gunnlaugur voru, í hugum okkar Láru, mikilvægir fletir í mynd okkar af Hellnum. Nú þegar þau hafa yfirgefið staðinn, þarf að fara að mála nýja mynd; Hellna án Kristínar og Gunnlaugs. Við söknum þeirra. Það á að heita vor. Árstími lífskviknunar og gleði hefur, annað árið í röð, borið með sér sorgina að Hellnum. Við vitum að sumarið, tími athafna, er fyrir dyrum. Við munum vinna okkar verk drifin áfram af góðri minningu hjónanna á Ökrum. Þegar við Lára kveðjum heiðurs- hjónin Kristínu Kristjánsdóttur og Gunnlaug Hallgrímsson, viljum við votta börnum þeirra og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Við óskum þess að þeim ágætu systk- inum megi veitast sú gæfa að byggja traust á þeim gegnheila grunni lífsins, sem foreldrar þeirra hafa lagt og skilið þeim eftir. Karl Roth SMIÐJUVEGI38 Frábært verð á Craftsmankynningu í dag frá kl. 10-16 Eitt glæsilegasta úrval landsins af verkfæraskápum, kistum og öllum verkfærum með lífstíðarábyrgð frá Sears og Roebuck. SÉRSTAKT TILBOÐ: Verkfæraskápur með 77 lyklum og topplykla- setti á adeins kr. 11.900,- Einstakt tækifæri fyrir fagmenn og leikmenn að láta verk- færadrauminn rætast. Bandarískhágæðavara átiagstæðu verði. BUBIN Smiðjuvegi 38, símar 670288 og 67055S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.