Morgunblaðið - 22.04.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.04.1989, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR,^., A^RÍL 1989 SYNING um helgina. Wá Full búð af nýjum húsgögnum Nýkomið aftur mikið úrval af: * Plasthúsgögnum * Sólstólum * Bekkjum * Furusettum * Reyrhúsgögnum o.fl. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7, SÍMI 621780 Einnig eru okkar vörur til sölu FERÐAMARKAÐINUM ÁRTÚNSHÖFÐA SAMA VERÐ fclk í fréttum Jacqueline de RomiIIy er önnur konan til að hljóta inngöngu í Frönsku akademíuna. Hér sést hún í þessum hópi helstu vísinda- og fræðimanna Frakka. JACQUELINE DE ROMILLY Vill auðvelda aðgang að fornum verkum Hinn virti fræðimaður í grísku, Jacqueline de Romilly, er vön að skara framúr í hvívetna. En í fyrsta skipti á ævi sinni varð hún ekki fyrst til einhvers. Áður hafði Marguerite Yourcenar rithöfundur verið kosin til setu í Frönsku akade- míunni og varð de Romilly því önn- ur konan til að hljóta þennan heið- ur. Jacqueline de Romilly fæddist í Chartres árið 1913. Tvítug að aldri varð hún fyrst stúlkna til að hljóta skólavist í hinum fræga skóla Ec- ole Normale Superieure við Rue d’Ulm í París. Árið 1936 varð hún einnig fyrst kvenna til að ljúka Agregation-prófi í hugvísindum. Hún varð prófessor í Ecole Norm- ale Superieure og síðar í Sorbonne. Árið 1973 varð hún svo fyrsti kven- prófessorinn í College de France. Tveimur árum síðar varð hún fyrsta konan og fram til þessa sú eina sem kosin hefur verið til setu í Academie des Inscriptions et Belles Lettres. Ævistarf de Romilly hefur verið helgað rannsóknum og þýðingum á verkum Þúkýdídesar, mesta sagnaritara fornaldar, sem uppi var á 5. öld fyrir Krist. Leiðarljós henn- ar hefur verið að auðvelda almenn- ingi aðgang að forngrískum textum og skýra sambandið milli fjarlægr- ar fortíðar og nútímans. Nú þegar jafnréttishreyfingin hefur valdið straumhvörfum í þjóð- félaginu virðist skjóta skökku við að de Romilly er hlynnt samkeppni í skólunum og að úrvalsnemendur séu hvattir til dáða. Þetta telur hún áhrifaríka leið til að draga úr stéttamun og auðvelda verðugum mönnum að komast til metorða. Hún berst einnig fyrir því að halda klassísku tungumálunum grísku og latínu lifandi í kennslu vegna þess að grundvallarhugtök menningar okkar hafí verið mótuð í þann efni- við. Sjálf gerir de Romilly lítið úr afrekum sínum og þakkar þau breyttum tímum þegar stúlkum tóku að standa allar dyr opnar. Þegar Jean Dutourd, félagi i Frönsku akademíunni, var í vafa um hvemig ætti að bjóða hana velkomna í félagsskapinn sagði de Romilly: „Kallið mig súlu Burens“ og vísaði þannig til orða Dutourds þegar hann sagði einhveiju sinni: „Konur í Frönsku akademíunni eru Ííkar súlum Burens í Hallargarðin- um.“ Súlur Burens eru nýstárlegt mannvirki í 17. aldar umhverfí í hjarta Parísar, sem farið hefur fyr- ir bijóstið á íhaldssömum Frökkum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Islenskir starfsmenn varnarlidsins á Keflavíkurflugvelli sem voru viðstaddir verðlaunaafhendingnna, ásamt yfírmanni flotastöðvarinn- ar Richard E. Golsby og Magnúsi Guðmundssyni forstöðumanni vinnueftirlits varnarliðsins. VARNARLIÐIÐ 300 verðlaunaðir Nýlega fengu rúmlega 300 íslenskir starfsmenn hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli viðurkenningu fyrir árverkni í starfi á síðasta og undanförnum árum. Bæði einstaklingar og flokkar voru verðlaunaðir og er þessi athöfn nú að verða árviss viðburður að sögn Magnúsar Guð- mundsson forstöðumanns vinnueftirlits varnarliðsins. Richard E. Goolsby yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli afhenti einstaklingum og hópum viðurkenningarskjöl fyrir slysalaus ár. Nokkrir einstaklingar voru að fá viðurkenningu fyrir tugi ára og 2 bílstjórar hafa unnið hjá Varnarliðinu í 32 ár án þess að verða fyrir óhappi eða valda tjóni. BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.