Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
35
Metaðsókn á þorrablót
í höfuðborg Bandaríkjanna
Frá Sierurborgu Ragnarsdóttur,
Washington.
Laugardaginn 11. mars _sl. fór
fram árlegt þorrablót íslend-
ingafélagsins í Washington DC.
Aðsókn hefur aldrei verið meiri þau
19 ár sem félagsmenn hafa blótað
þorra, samtals komu 360 manns
að þessu sinni.
Undanfarin ár hefur stjórn fé-
lagsins reynt að finna viðeigandi
húsnæði fyrir þessa aðalskemmtun
ársins. Það hefur ekki reynst auð-
velt að finna stað, sem tekur inn
harðsvíraða útilegumenn frá ísiandi
og þeirra vini; fólk, sem vill helst
ekkert annað borða en súrsaða
hrútspunga og sviðakjamma. Lánið
lék við stjórnarmenn að þessu sinni.
Skemmtunin var haldin á Holiday
Inn við Tysons Comer í Virgíníu.
Hinum megin við götuna er nýbúið
að reisa eina stærstu verslunarmið-
stöð á austurströnd Bandaríkjanna.
Eins og undanfarin ár kom fólk
víða að og má til gamans geta þess
að nokkrir komu alla leið frá Seattle
á vesturströnd Bandaríkjanna,
Michigan, Suður-Karólínu og fleiri
stöðum. Skemmtunin fór í alla staði
vel fram. Gestum var boðið upp á
kokteil frá kl. 5-7 og síðan var sest
til borðs. Formaður félagsins flutti
stutt ávarp og þakkaði þeim fjöl-
mörgu er lögðu hönd á plóginn til
að kvöldið heppnaðist sem best.
Má þar fyrst nefna meðstjórnendur
félagsins: Jónu Valdimarsdóttur
varaformann, Stefaniu Nielson
gjaldkera, Hjördísi Gunnarsdóttur
ritara, Jan De Bruhl ritara og Sigur-
veigu Víðisdóttur meðstjórnanda.
Erlingur Ellertsson, sem stjórnaði
félaginu á árunum 1979-1981, hef-
ur löngum verið ósérhlífinn við að
aðstoða. Að þessu sinni tók hann
sér nokkurra daga frí frá störfum
og ók til New York, 5-6 klst. vega-
lengd (aðra leið) og náði í mat og
hljómsveit, sem Flugleiðir fluttu
ókeypis fyrir félagið. Erlingur sá
síðan meira og minna um hljóm-
sveitina á meðan á dvöl hennar stóð
hér í Washington og skilaði henni
til baka til New York að þorrablóti
loknu. Björg Pétursdóttir er annað
dæmi um ósérhlífni félagsmanna.
Hún gerði sér lítið fyrir og bakaði
ein allar flatkökur fyrir þorrablótið.
Hópur galvaskra íslenskra kvenna
kom saman viku fyrir blótið og
bakaði allt laufabrauðið. Listinn
yrði langur ef allt væri tínt til sem
fólk gerir fyrir félagið.
Veislustjóri þorrablótsins var
Gunnar Guðjónsson frá Norfolk og
Hringdansinn er alltaf vinsæll. Frá vinstri: Adda Schneider, Jóna
Wheeler, Stella Day og aðalbjargvættur íslendingafélagsins í Was-
hington D.C., Erlingur Ellertsson.
Séð yfir hluta háborðsins. Talið frá vinstri: Stefania Nielson gjald-
keri Islendingafélagsins, Magnús Friðgeirsson forstjóri Icelandic
Seafood Co., Sigurborg Ragnarsdóttir formaður íslendingafélagsins
í Washington D.C. og sendiherra íslands, Ingvi Ingvason.
tókst honum að stjórna kvöldinu
af miklum skörungsskap.
Aðalræðu kvöldsins flutti íslenski
sendiherrann í Washington DC,
Ingvi Ingvason, við mikinn fögnuð
áheyrenda. Borðhaldið stóð til kl. 9
um kvöldið og voru allir sammála
um að Brynjari Eymundssyni mat-
reiðslumanni hefði tekist snilldar-
lega vel að undirbúa og senda allan
matinn. Unnsteinn Hjörleifsson
matreiðslumaður, búsettur á svæð-
inu, sá til þess að hópur félags-
manna, sem mætti kl. 8 að morgni
þann 11. mars á Holiday Inn, bæri
sig fagmannlega að við að sneiða
matinn niður í trogin.
Þegar gestir kvöldsins höfðu
vætt kverkarnar með brennivíni og
bjór frá sendiherra íslands, Ingva
Jngvasyni, var engum að vanbúnaði
að syngja íslensk þjóðlög undir
stjórn Jakobs Magnússonar og co.
Dansinn dunaði frá kl. 9-1.30 um
nóttina og sparaði enginn sporin
út á gólfið enda tókst Jakobi og
Ragnhildi ásamt félögum með ein-
dæmum vel að koma fólki í mikið
stuð. Á meðan hljómsveitin tók sér
hvíld stjórnaði Páll Pétursson for-
stjóri Coldwater í Cambridge happ-
drætti kvöldsins. Happdrættisvinn-
ingarnir voru um 20 talsins og 4
aðalvinningar. Sendiherrafrúin,
Hólmfríður G. Jónsdóttir, dró aðal-
vinning kvöldsins, flugfarmiða fram
og til baka til íslands, gjöf frá Flug-
leiðum. Sú heppna var Debbie
Crane, ung stúlka af íslenskum
ættum. Annar aðalvinningur
kvöldsins var fjögurra klst. lim-
úsínuferðalag, sem Viking Lim-
ousine-þjónusta á svæðinu gaf. ís-
lensku fiskverksmiðjurnar, Cold-
water í Cambridge og Icelandic
Seafood Co. í Harrisburg, gáfu
uppistöðu vinninga kvöldsins, þar
sem minnsti vinningur var u.þ.b.
60-70 dollara virði. Flugleiðir gáfu
ekki bara aðalvinning kvöldsins
heldur fluttu ókeypis allan þorra-
mat og hljómsveitina yfir Atlants-
ála.
Tilgangur íslendingafélagsins í
Washington er að vinna að aukinni
kynningu meðal íslendinga og ís-
landsvina í Washington DC og ná-
grenni; að auka tengsl íslendinga
á svæðinu við ísland og viðhalda
íslenskri tungu.
Þorrablótin eru kjörin vettvangur
fyrir íslendinga og þeirra vini til
að hittast, tala saman, borða
íslenskan mat og hlusta á íslenska
tónlist um leið og tekist er í hendur
í einum allsheijar hringdansi.
Margir veislugestir gistu á hótel-
inu alla helgina og var ánægjulegt
að hitta nokkra þeirra að morgni
12. mars. Fólk virtist mjög ánægt
með þorrablótið. Töluðu gestir sér-
staklega um hvað hljómsveitin hefði
skapað góða stemmningu og matur-
inn verið einstaklega bragðgóður.
Þegar gestir kvöddust í anddyri
- hótelsins, sumir hveijir með fangið
fullt af fiskvinningum frá kvöldinu
áður, heyrðist glaðvær ómur radda:
„Hittumst að ári!“
COSPER
Toaóúv'-''
mJ4
-COSPER
— Ég ætla að skjóta þetta kattaróféti áður en það vekur
allt nágrennið.
I DAG
KL. 10-16
#Líflegt og manneskjulegt markaöstorg, sem allir taka þátt í.
Sölubásar með allt milli himins og jarðar. Barnatívolí, helíum-blöðrur
og veitingar - sannkölluð markaðsstemmning!
I Sérstakt uppboðssvæði á neðri hæð. Nú geta allir komið með hluti
og boðið þá upp með aðstoð hressasta sölumanns landsins.
Uppboð á klukkutíma fresti - fyrst kl. 11.
KOLAPORTIO
ManKaÐStORT
... undir sedlabunkanum