Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ iÞROTTiRmdjmm 22.'APRÍL' 1989'
Friðrik Friðriksson.
ÍÞR&mR
FOLK
iríl FRIÐRIK Friðriksson, lands-
liðsmarkvörður í knattspyrnu, er
meiddur á hné og gefur ekki kost
á sér í leikinn gegn Nantes í næstu
viku. „Ég lenti í samstuði í síðasta
æfingaleik okkar fyrir mót — fékk
spark í hnéð. Læknar halda að lið-
þófi í hnénu sé ónýtur," sagði Frið-
rik í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hnéð verður speglað í næstu
viku. Lið Friðriks, B 1909, hefur
lokið þremur leikjum í dönsku 2.
deildinni. Hefur unnið einn, 2:1, en
~>*tapað tveimur með sömu marka-
tölu. Hann lék með í þriðja leiknum
— en „hnéð hefur greinilega ekki
þolað álagið og er nú mjög bólgið;
næstum tvöfalt," sagði hann.
■ GUNNAR Gíslason er einnig
meiddur og gefur ekki kost á sér í
leikinn gegn Nantes. Hann hafði
verið meiddur á fæti og meiðslin
tóku sig upp í fyrsta leik Hacken
í sænsku 1. deildinni á dögunum.
■ DANSKA landsliðið í körfu-
knattleik, sem tekur þátt í Norður-
landamótinu sem hefst á miðviku-
dag, kom til landsins í gær og spil-
ar þrjá æfingaleiki um helgina.
Fyrst við UMFN í Njarðvík í dag
kl. 18.00, síðan við ÍBK á sama
- tíma á morgun í Keflavík og loks
viðUMFG í Grindavík á mánu-
dagskvöld kl. 20.00.
■ ÍSLANDSMÓTIÐ í júdó fer
fram í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans um helgina. í dag verður keppt
í einstaklingskeppni frá kl. 10 - 18.
Á morgun, sunnudag, verður keppt
í sveitakeppni og hefst hún kl.
14.00.
HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI HSI
Alvöru
úrslita-
leikur!
HIÐ unga lið Stjörnunnar rak
smiðshöggið á gott gengi ívet-
urmeð 19:18 sigriáFH íúr-
slitaleik bikarkeppni kvenna.
Þetta var þriðji bikarúrslitaleik-
ur okkar á íjórum árum og
kominn tími til að sigra. Við lögðum
allt í þennan leik og unnum á góðri
liðsheild", sagði
Katrín Guðný Gunnsteins-
Fríðríksen dóttir, fyrirliði
skrífar Stjörnunnar, eftir
leikinn.
Mikil spenna var á lokamínútum
leiksins. Þegar níu mínútur voru
eftir jafnaði Erla Rafnsdóttir fyrir
Stjörnuna, 18:18. Markmenn
beggja liða voru komnir í stuð og
vörðu það sem á markið kom. Þeg-
ar tvær mínútur voru til leiksloka
komst Kristín Pétursdóttir FH, inn
af línunni, vippaði boltanum yfír
Fjólu Þórisdóttir í marki Stjörnunn-
ar — og í þverslánna. Stjörnustúlk-
urnar brunuðu í hraðaupphlaup og
fyrirliðinn, Guðný Gunnsteinsdóttir,
skoraði 19. mark Stjömunnar —
sigurmarkið!
Leikurinn var í heild mjög jafn
og spennandi og hefði sigurinn get-
að lent hvorum megin sem var.
Liðin skiptust á að halda forystuna
og munurinn varð aldrei meiri en
tvö mörk. Stjarnan var yfir í leik-
hléi, 12:10.
Á fyrstu mínútum síðari hálfleiks
náði FH að jafna og eftir það var
leikurinn í járnum. Stjarnan var
yfirleitt fyrri tii að skora, en FH
svaraði jafnóðum. Lokamínúturnar
voru síðan æsispennandi. -
„Þetta var stórkostlegt. Viður-
eignir liðanna hafa verið jafnar í
vetur, en í þessum leik vorum við
betri“, sagði Erla Rafnsdóttir,
Stjörnunni. „Þetta lið er ungt og á
framtíðina fyrir sér“.
„Leikurinn var eins og úrslita-
leikir eiga að vera, jafn, hraður og
spennandi. Sigurinn hefði getað
lent hvoru megin sem var, og ég
óska Stjörnunni ti hamingju’með
sigurinn", sagði Eva Baldursdóttir,
FH.
Mörk Stjörnunnar: Helga Sigmundsdóttir 4,
Hrund Grétarsdóttir 4, Guðný Gunnsteins-
dóttir 4, Erla Rafnsdóttir 3/1, Ingibjörg Andr-
ésdóttir 3 og Ragnheiður Stephensen 1.
Mörk FH: Berglind Hreinsdóttir 4, Sigurborg
Eyjólfsdóttir 4, Eva Baldursdóttir 4/3, Arndís
Aradóttir 3, Rut Baldursdóttir 1, og María
Sigurðardóttir 1.
Lauqardagur kl. 13:45
....xH....iwf........
16. LEIKVIKA- 22. APRIL1989
Leikur 1
Charlton
Man. Utd.
Leikur 2 Coventry
Q.P.R.
Leikur 3 Derby
- Sheff. Wed.
Leikur 4 Middlesbro - Nott. For.
Leikur 5 Newcastle - Luton
Leikur 6
Norwich
- Aston Villa
Leikur 7 Shouthamton - Wimbledon
Leikur 8
Tottenham
Everton
Leikur 9 West Ham • Millwall
Leikur 10 Brighton - Swindon
Leikur 11 Chelsea
Leeds
Leikur 12 Ipswich
W.B.A.
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir
kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.
ÞREFALDUR SPRENGIPOTTUR
Sigursæl systkini!
Morgunblaðið/Bjarni
Systkinin Skúli og Guðný höfðu ástæðu til að fagna sumardaginn fyrsta. Þau eru bæði fyrirliðar og leika á línunni en
faðir þeirra er Gunnsteinn Skúlason sem var hornamaður í Val hér í „den.“
Stjörnudag-
urlnn fyrsti!
Tvöfaldur sigur Garðbæinga í bikarkeppninni
STJÖRNUMENN eiga líklega
ekki eftir að gleyma sumardeg-
inum fyrsta í bráð. Þá vann lið
þeirra tvöfalt í bikarkeppni
HSÍ, í karla- og kvennaflokki.
Stjarnan vann FH íbáðum leikj-
unum, 19:18 í kvennaflokki og
svo 20:19 í karlaflokki. Sann-
gjarn sigur hjá þessu efnilega
liði í ótrúlega spennandi leikj-
um.
Leikurinn var jafn allan tímann
en taugaspenna kom í veg fyr-
ir að liðin næðu að sýna sinn besta
leik. Varnirnar voru sterkar og
markvarslan góð. 1
LogiB. leikhléi höfðu FH-
Eiðsson ingar eins marks
skrífar forystu, 10:9.
Stjarnan virtist
vera örugg með sigur þegar tæp
mínúta var til leiksloka, staðan þá
20:18. FH-ingar minnkuðu fljótlega
muninn og ótímabært skot Sigurðar
Bjarnasonar gaf FH-ingum bolt-
ann. Þeir fengu aukakast þegar
átta sekúndur voru eftir en skot
Guðjóns Árnasonar geigaði.
„Aldrei hræddur"
„Ég hafði ekki trú á því að við
myndum missa þetta niður. Ég vissi
að við gætum sigrað og var aldrei
virkilega hræddur “ sagði Skúli
Gunnsteinsson, fyrirliði Stjörnunn-
ar, eftir leikinn. „Þetta var stórkost-
iegt og við höfum þurft að hafa
mikið fyrir þessu. Áhorfendur eiga
einnig stóran þátt í þessu og við
höfum fengið mikinn stuðning frá
Garðabæ.“
„Ég vil byija á því að óska Stjörn-
unni til hamingju með þennan
árangur. Þeir hafa meiri breidd en
við, en þegar Bergsveinn ver svo
vel þá á ekki að vera hægt að
tapa,“ sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari FH. „Það vantar neista í
FH-liðið og ég er ekkí ánægður
með keppnistímabilið, nema hvað
varðar Evrópukeppnina. En FH-
Morgunblaðið/Bjarni
Tweir lykilmenn Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason og Einar Einarsson, fagna
sigri. Þeir áttu báðir mjög góðan ieik.
liðið er í mótun og þarf akki að
kvíða framtíðinni."
Stjarnan - FH
20 : 19
Laugardalshöllin, úrslitaieikur bikar-
keppni HSÍ (karlaflokki, fimmtudaginn
20. apríl 1989.
Gangrir ieiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 4:5,
4:7. 8:7, 9:11, 10:11, 12:12, 13:13,
15:13, 15:15, 17:15, 17:16, 18:16,
18:17, 19:17, 19:18, 20:18.
Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarna-
son 6, Einar Einarsson 5, Axel Björns-
son 4, Gylfi Birgisson 2, Skúli Gunn-
steinsson 1, Hilmar Hjaltason 1 og
Hafsteinn Bragason 1.
Varin skot: Brynjar Kvaran 17/2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk FH: Héðinn Gilsson 10, Porgils
Óttar Mathiesen 3, Óskar Helgason
2, Guðjón Árnason 2, Gunnar Bein-
teinsson 1 og Óskar Ármannsson 1/1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson
26/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólaf-
ur Haraidsson. Hafa oft dæmt betur.
Áhorfendur: 1900.
Stjörnuliðið lék vel, vörnin sterk
en vantaði heldur meiri aga á köfl-
um í sókninni. Skytturnar stóðu
fyrir sínu, einkum Einar Einarsson
sem kom óvænt inná þegar Gylfi
meiddist og skoraði mikilvæg mörk
í lokin. Brynjar varði vel og í horn-
unum voru Hafsteinn og Axel vel
með á nótunum.
Bergsveinn Bergsveinsson átti
frábæran leik í marki FH og Héðinn
var sterkur í sókninni. Þorgils Óttar
átti góða kafla en aðrir náðu ekki
sínum besta leik.
„Ég vissi að við gætum misst
leikinn niður í framlengingu en ég
var viss um að við gætum þetta og
því aldrei verulega hræddur," sagði
Brynjar Kvaran, markvörður
Stjörnunnar. „Við vissum að ef við
næðum að halda FH-ingum undir
20 mörkum myndum við sigra,“
sagði Brynjar.
Stjarnan fer því í Evrópukeppni
bikarmeistara, Valur í Evrópu-
keppni meistaraliða og KR í IHF-
keppnina.