Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 C 5 Ljósmynd/DV Frá kröfugöngunni 1. maí 1970, er konur á rauðum sportsokkum gengu með Vensusar-styttuna úr leikritinu Lýsiströtu, að ógleymdum kröfuspjöldum til að vekja athygli á nýrri sókn í kvennabaráttu. M.a. má sjá Vilborgu Harðardóttur, lengstt.v., Hallveigu Thorlacius og Helgu Siguijónsdóttur, t.h. voru mjög fastar í því hlutverki sem þeim hafði verið sniðið af samfélag- inu. Það hentaði þeim ekki og var í engu samræmi við veruleikann, því þá þegar voru þær komnar út á vinnumarkaðinn. Konur voru bún- ar að afla sér ákveðinnar starfs- menntunar og vildu fá að nýta hana ekki síður en karlar. Upphafsmenn Rauðsokkahreyfingarinnar voru að stórum hluta tii útivinnandi menntakonur, sem engu að síður sátu uppi með alla ábyrgð á heimil- ishaldinu og barnauppeldi. Rauðsokkahreyfingin gerði veru- legan skurk í að breyta verkaskipt- ingu á heimiiunum. Kannski var það þess vegna sem hún vakti svona mikla reiði. Karlarnir höfðu ekki komið í sama mæli inn á heimilin og konur höfðu farið út af þeim. Rauðsokkahreyfingin gerði ákveðn- ar kröfur til karlmanna og það var meira en margur þoldi. Þessum konum var svo mikið í mun að breyta verkaskiptingunni, að þær gengu ef til vill fulllangt i því að vanmeta húsmóðurhlutverk kvenna. Þegar umræðan fór allt í einu að snúast um að það væri ekki eftirsóknarvert og í raun ekk- ert starf að vera húsmóðir, þá var það mikið vanmat á ævistarfi mjög margra kvenna. Þar fór Rauð- sokkahreyfingin rangt að. Hún gaf höggstað á sér og varð svo sannar- lega að gjalda þess. Þá held ég að það hafi verið mistök Rauðsokka- hreyfingarinnar að vera með karl- menn innanborðs. Þeir báru flokka- pólitík að vissu leyti inn í hreyfing- una. Það var minni friður til að móta stefnu á forsendum kvenna. Það liggur í eðli orðsins, að hreyf- ing er sífelldum breytingum undir- orpin. Þess vegna var ég fylgjandi því að leggja niður Rauðsokka- hreyfinguna, því hún var orðin klúbbur, sem hafði staðnað hug- myndalega. Hún hafði gert sitt gagn en var hætt að hafa skírskot- un til kvenna utan hreyfingarinnar. Auðvitað eigum við hjá Kvennalista og -framboði ákveðnar rætur í Rauðsokkahreyfingunni. Það væri fráleitt að afneita henni, því við stöndum alltaf á herðum þeirra kvenna sem hafa farið á undan okkur.“ LILJfl ÓLAFSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ SXÝRR „Sjólf reyndi ég olltaf að vera fremur hefbundin í klæðaburði og nota heldur meira af snyrtivörum, vegna þess að ég fann hvað það skipti miklu móli að vera ein af hópnum sem ég var að reyna að éi vinna á mitt band. alveg ljóst að við ætluðum þeim ekki að gefa tóninn. Hreyfingin var stofnuð til að bæta stöðu kvenna, af konum. Við rifum ofan af mörgum sár- um. Það kom við kaunin á mörgum konum að við skyldum tala um það misrétti sem þær voru beittar og þá lítilsvirðingu sem þeim var sýnd. Við kváðum uppúr með vandann og vorum þar með taldar upphafs- menn hans. Gagnrýnin varð til þess að við áttuðum okkur ennþá betur á því hversu nauðsynleg barátta okkar var. Við hlógum nú bara þegar sagt var að við værum Ijótar kerlingar sem gengjum ekki út. Það var raka- leysi þess sigraða. Upp úr stúd- entaóeirðunum og uppreisn gegn ríkjandi viðhorfum hætti það að vera í tísku að konur væru eins og puntudúkkur. Þær máluðu sig minna og gengu í þægilegri fötum. Sumar þorðu ekki út úr skelinni og mig í stað þess að beita mér í jafn- réttismálum. En eiginmaður minn stóð og stendur enn með mér í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hann hefur ekki talið sinn hluta heimilisstarfanna eftir sér.“ Lilja hætti í Rauðsokkahreyfing- unni þegar pólitísku hræringarnar hófust því hún var á móti þeim og segist telja hreyfinguna hafa beðið hnekki við þær. „Ég hef alltaf talið jafnréttisbaráttu hafna yfir stjórn- mál. Ef hreyfing sem þessi ánetjast pólitískum öflum, falla jafnréttis- málin í skuggann. Pólitísk stefna er þegar mótuð og því verða jafn- réttismál eingöngu hluti hennar. Við vorum þó búnar að flytja sama boðskapinn með svipuðum áhersl- um í tæp fimm ár og því var breyt- inga þörf. En ég var ekki sátt við aðferðina. Ég hef grun um að bak við tjöldin hafi verið karlar sem vildu notfæra sér hið sterka afl sem hreyfingin var.“ Rakaleysi hins sigraða „EFTIR á að hyggja, upplifi ég Rauðsokkahreyfinguna sem byltingu, eitt af stóru tækifærunum í lífi mínu. Hún hefúr orðið mér meira til fi-amdráttar en margt annað. Því við öðluðumst svo mikið sjálfstraust, við sáum hverju við fengum áorkað með samstöðunni. Ég sakna þessara ára ekki, en mikið lifandis skelfing er gaman að eiga þau í minningunni,“ segir Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviðs hjá Skýrr, þegar hún rifjar upp árin í hreyfingunni. „Ég tel ekki að hægt sé að rekja neinar neikvæðar afleiðingar til Rauðsokkahreyfingarinnar. Hún fékk áorkað algerri hugarfarsbyltingu. Hún ýtti harkalega við málum. Þess þurfti með, því annars hefði umbótatalið orðið hjáróma hvísl. En tvennt gerðist ekki. I fyrsta lagi tóku karlamir ekki sinn hlut af störfúm kvenna á meðan konurnar tóku sinn hlut af þeirra starfi. í öðm lagi hafa konur ekki náð launajafhrétti þó að starfsmöguleikar þeirra hafí aukist.“ gagnrýndu þær konur sem það gerðu. Sjálf reyndi ég alltaf að vera fremur hefbundin í klæðaburði og nota heldur meira af snyrtivörum, vegria þess að ég fann hvað það skipti miklu máli að vera ein af hópnum sem ég var að reyna að vinna á mitt band. Stelpurnar í Rauðsokkahreyfingunni hlógu stundum og spurðu hvort mig lang- aði virkilega að vera svona fín. Ég varð fyrir miklu aðkasti frá ýmsum kunningjum og ættingjum. Mér stæði nær að hafa hægt um Lilja lét ekki af afskiptum af jafn- réttismálum þegar hún hætti að starfa með Rauðsokkahreyfing- unni. Hún starfaði lengi í Jafnréttis- ráði og vann að framboði Vigdísar Finnbogadóttur. „Það er ákaflega mikilvægt að konur séu í broddi fylkingar. En ég hef ekki farið yfir í Kvennaframboð og Kvennalista. Égtel það tímabundna hreyfingu.“ Lilja kom inn í Rauðsokkahreyf- inguna þegar í bytjun. Hún segist áður hafa ergt sig yfir því óréttlæti sem konur hafi mátt þola, til dæmis í launamálum. „Yfir upp- vaskinu 1. maí heyrðum við vinkon- urnar auglýst að kon- ur ætluðu í kröfu- gönguna og slógumst í hópinn. Stuttu síðar var haldinn undirbún- ingsfundur, sem við sóttum og hreyfingin var síðan formlega stofnuð um haustið. Starfið í hreyf- ingunni var skemmtilegt. Þar voru margar ákafar konur og nokkrir karlar. Við höfðum ekkert á móti því að hafa karla með en það var Fjörugur kapp- ræðufundur Rauðsokkahreyf- ingarinnar að lok- inni sýningu á Brúðuheimili Ibs- ens í Þjóðleikhús- inu. Fyrir miðri mynd eru m.a. Björg Einarsdótt- ir, Silja Aðal- steinsdóttir og Gunnar Karlsson. Ljósmynd/Þjóðviyipn _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.