Morgunblaðið - 07.05.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 198»
Keisara Habsborgaranna
steypt af stóli: eymd og
ringulreið sigldu í kjölfarið.
mönnum sambandsins væri skyndi-
lega orðinn „svikari og óvinur al-
þýðunnar". Margir stjórnarmenn
fóru sömu leið og Sinovjev, Kam-
enev, Tukhatsjevsky marskálkur,
Rykov og aðrir kunnir andstæðing-
ar Stalíns. Þeir sem eftir voru gátu
alltaf átt von á því að röðin kæmi
næst að þeim. „Þetta var eins og
að lifa í martröð,“ skrifaði Tuomin-
en, sem var áhrifamikill fulltrúi í
Komintem.
Fall Bela Kun gerðist á einum
af þessum illræmdu fundum í fram-
kvæmdanefnd Komintern, í maí
1937. Tuominen og aðrir fulltrúar
í nefndinni fylgdust þegjandi með
því sem fram fór. Þeirra á meðal
voru Otto Kuusinen, síðar leiðtogi
finnsk-sovézka Karelíulýðveldisins,
Wilhelm Pieck, síðar forseti Aust-
ur-Þýzkalands, Klement Gottwald
frá Tékkóslóvakíu, ítalski kommún-
istaleiðtoginn Palmiro Togliatti,
Wang Ming frá Kína og Evgen
Varga.
Þegar fundurinn hófst skýrði
formaðurinn, Georgi Dimitrov,
stuttaralega frá því að tekið yrði
Rauðliðar í Búda-Pest 1919: „alræði öreiganna."
tæpri viku og allsheijarverkfall
þeirra rann út í sandinn. Kommún-
istar biðu algeran ósigur og það var
að sumu leyti Bela Kun að kenna.
„Óvinur alþýðunnar“
Þegar Stalín kom til valda var
Kun látinn óáreittur, þótt hann
hefði verið náinn vinur Trotskys.
Hann hélt áfram að gegna mikil-
vægum störfum fyrir Komintern,
var einn ákafasti boðberi kommún-
ismans sem um gat og í innsta
hring Kremlverja unz hreinsanirnar
náðu hámarki. En að því kom að
hann var ranglega sakaður um að
hafa verið trotskíisti og tekið þátt
í samsæri gegn Komintern. Pravda
kallaði hann „persónugerving and-
legrar vöntunar, viljaskorts og spill-
ingar valdsins".
Finnskur kommúnistaleiðtogi,
Avro Tuominen, lýsti því síðar
hvernig leiðtogar Komintern lifðu í
stöðugum ótta meðan á hreinsunun-
um stóð. Oft var framkvæmda-
stjórnin kvödd saman til þess eins
að heyra að einhver af forystu-
Szamuelly: rauð ógnarstjóm
Mið-Evrópu.
Byltingarmenn í atvinnuleit:
(í Vín 1919): Jósef Pogany
(þekktur sem John Pepper í Banda-
ríkjunum), Kanfi og Bela Kun.
í
fyrir mál Bela Kuns og að D.Z.
Manuilsky, sem var tengiliður
Stalíns og Komintern, hefði fram-
sögu. Manuilsky tók að lesa upp
af einhveiju skjali og spurði Bela
Kun þegar hann hafði lesið nokkra
stund hvort hann „kannaðist við
þetta“ og ávarpaði hann borgara.
„Þetta ávarpsorð laust Bela Kun
eins og rafhögg," skrifaði Tuomin-
en. „Við hinir — að þeim Dimitrov
og Manuilsky undanteknum — sát-
um sem furðu lostnir. Þegar orðið
borgari var notað í staðinn fyrir
félagi jafngilti það dauðadómi."
Bela Kun var alls ekki viðbúinn
þeim árásum, sem hann varð fyrir.
„Já, ég kannast við þetta,“ tautaði
hann fölur og óttasleginn. „Ég hefi
sjálfur skrifað það. Þetta er dreifi-
bréf til ungverskra kommúnista."
Manulisky hélt þá áfram lestrin-
um og lagði sérstaka áherzlu á eina
setningu, þar sem Bela Kun hefði
komizt þannig að orði að „ýmis-
legt, sem miður færi, stafaði af því
hve lélega fulltrúa rússneski komm-
únistaflokkurinn ætti í Komintern"
og virtist meðal annars eiga við
Stalín.
„Bela Kun gat ekki stillt sig leng-
ur,“ skrifaði Tuominen. „Hann reis
á fætur og hreytti út úr sér: „Þetta
er svívirðilegt samsæri. Ég átti
ekki við félaga Stalín, heldur þig,
Manuilsky, og Moskvin, en þið eruð
báðir slæmir bolsévíkar. Ég veit að
félagi Stalín á sæti í ráðinu og
Sjdanov og Jesjov í framkvæmda-
stjórninni, en þrátt fyrir það mæta
þeir sjaldan á fundum. Þeir eru
góðir bolsévíkar, þeir beztu í heimi,
en þú Manuilsky, þú ert enginn
bolsévíki. Kallaði Lenín þig ekki
sérgæðing, jafnvel meðan þú varst
enn landflótta?"
„Við þessa árás roðnaði Manuil-
sky af. reiði,“ skrifaði Tuominen,
„og um stund virtist hann ætla að
missa stjórn á sér.“ Hann reyndi
þó að tala rólega og bregða fýrir
sig hæðni: „Slíkur borgari sem Bela
Kun og stórkommúnisti að eigin
áliti mundi aldrei fara að eyða púðri
á annan eins smáfugl og mig. Hins
vegar mundi hann telja félaga
Stalín hæfilegt skotmark handa sér
og það er félagi Stalín, sem hann
á við í þessu dreifibréfi."
Manuilsky reyndi að bera Bela
Kun ýmsum fleiri sökum og hélt
því meðal annars fram að hann
hefði staðið í sambandi við rúm-
ensku leynilögregluna síðan 1919.
Tuominen segir að Kun hafi fatazt
vörnin, enda auðsjáanlega verið
sannfærður um að um misskilning
einn væri að ræða. Hann öskraði
eins og ljón, sem hafði særzt ban-
vænu sári: „Þetta eru rakalausar
álygar, hræðilegt samsæri, sem
stofnað hefur verið til í því skyni
að myrða mig. En ég sver að ég
hefi aldrei gert mig sekan um að
rógbera Stalín. Ég vil fá að útskýra
málið fyrir félaga Stalín sjálfum."
„Við sátum allir þöglir og ótta-
slegnir,“ skrifaði Tuominen, „er
þessi stóri og sterki alþýðuleiðtogi
barðist fyrir lífi sínu gegn hinum
lævísu og hatrömmu árásum dóm-
ara sinna. Enginn þorði að segja
orð; enginn varð til þess að mæla
móti eða með.“
Að lokum hringdi Dimitrov for-
mannsbjöllu sinni, kvað umræðun-
um lokið og sagði að frekari máls-
rannsókn yrði falin þriggja manna
nefnd. Bela Kun yrði hins vegar
sviptur öllum trúnaðarstöðum þar
til að lokinni þeirri rannsókn, bæði
innan ungverska kommúnista-
flokksins og Komintern.
„Bela Kun reis á fætur,“ skrifaði
Tuominen, „og um leið og hann
gekk út var hann tekinn höndum
af leynilögreglunni, sem hafði hann
á brott með sér. Síðan heyrðist
ekkert af honum og málsins var
aldrei framar getið á fundum Kom-
intern, en sagt var að hann hefði
verið skotinn.“
Pyntaður
Samkvæmt öðrum heimildum var
Kun ekki handtekinn strax, þótt
tveir menn úr leynilögreglunni
NKVD fylgdu honum út. Nokkrum
dögum síðar hringdi Stalín og „bað
Kun glaður í bragði að taka á móti
nokkrum frönskum blaðamönnum
og bera til baka orðróm um að
hann hefði verið handtekinn". Kun
gerði það, neitun hans var birt og
hann var handtekinn nokkrum dög-
um síðar — 30. eða 31. maí 1937.
Þá höfðu nokkrir félagar hans úr
stjórnmálaráði ungverska komm-
únistaflokksins þegar verið hand-
teknir.
Robert Conquest segir í kunnri
bók um hreinsanir Stalíns að Bela
Kun hafi verið færður í Lefortovo-
fangelsið, þar sem hann hafi verið
pyntaður- Sagt er að hann hafi
verið látinn standa á öðrum fæti í
10 til 20 tíma. Þegar hann kom
aftur í klefa sinn eftir yfirheyrslur
voru fætur hans bólgnir og hann
var svo svartur í framan að hann
var óþekkjanlegur. Hann var í sama
klefa og R.A. Muklevich aðmíráll,
einn helzti stuðningsmaður Tuk-
hasjevskís marskálks.
Síðan mun Kun hafa verið í haldi
í Butyrka unz hann var tekinn af
lífi fyrir njósnir, en samkvæmt þeim
upplýsingum, sem ungverski
kommúnistaflokkurinn fékk nýlega
frá Moskvu, fór aftakan fram 29.
ágúst 1938, en ekki 30. nóvember
1939 eins og skýrt var frá eftir
dauða Stalíns. Formsatriðum virðist
hafa verið fullnægt, þar sem hermt
er nú að Hæstiréttur Sovétríkjanna
hafði dæmt hann til dauða nokkrum
klukkutímum fyrir aftökuna, en
langt er síðan sovézkir kommúnist-
ar viðurkenndu að Bela Kun hefði
verið „dæmdur á grundvelli falsaðr-
ar ákæru“.
Veikburða kona Bela Kuns, Irina,
var handtekin 23. febrúar 1938 og
dæmd í átta ára fangelsi. Hún var
um tíma í haldi í Kolyma, en að
lokum látin laus. Tengdasonur
hans, ungverska skáldið Hidas, var
einnig sendur í vinnubúðir. Tólf
ráðherrar í ungversku byltingar-
stjórninni 1919 voru handteknir.
Tveir þeirra lifðu af fangavistina.
Hreinsaður
Kostov og fleiri sakborningar í
réttarhöldum í Austur-Evrópu eftir
síðari heimsstyijöldina voru bendl-
aðir við „trotskíistann" Bela Kun
og ýmsum kom það spánskt fyrir
sjónir þegar hann var sýknaður eft-
ir dauða Stalíns 1953.
í tilefni af því að Bela Kun hefði
orðið sjötugur í febrúar 1956 birti
Pravda lofgrein um hann eftir Evg-
en Varga, sem hafði verið viðstadd-
ur fundinn mikla 1937. Síðan var
Kun hylltur í forystugrein í mál-
gagni ungverska kommúnista-
flokksins, Szabad Nep, sem kallaði
hann „einn glæsilegasta fulltrúa
ungverskrar og alþjóðlegrar verka-
lýðshreyfingar". Þessar greinar
birtust á sama tíma og Nikita
Khrústsjov afhjúpaði glæpi Stalíns
á 20. þingi sovézka kommúnista-
flokksins. Kaflar úr ræðu hans eru
nú birtir í sovézkum blöðúiii.
Varga hreinsaði Bela Kun af öll-
um syndum í grein sinni. Hann
sagði að Kun hefði verið byltingar-
sinni, sem hefði verið „fullkomlega
heima í marxistískum vísindum".
Hann sagði einnig að Kun hefði
gengið í rússneska bolsévíkaflokk-
inn eftir að hafa yfirbugað sósíal-
demókrata í Ungveijalandi „vegna
áhrifa sem hann varð fýrir frá
ódauðlegri þekkingu Leníns“. Loks
gerði Varga þau orð Leníns að
sínum að Bela Kun hefði verið sá
sá maður, „sem hefði rutt kommún-
ismanum braut inn í Ungveijaland".
Grein Tuominens birtist skömmu
síðar. Hann reyndi að sýna fram á
að Bela Kun hefði ekki verið and-
stæðingur Stalíns, heldur „heiðar-
legur kommúnisti" eins og þeir sov-
étleiðtogar, sem Khrústsjov endur-
reisti á 20. flokksþinginu. Kun hefði
með öðrum orðum verið stalínisti,
sem hefði verið ákærður fyrir rang-
ar sakir, en ekki trotskíisti, búkh-
arínisti eða eitthvað í þá áttina.
Bela Kuns verður hins vegar
minnzt fyrir það fyrst og fremst
að hafa stofnað fyrsta sovétlýðveld-
ið utan Ráðstjórnarríkjanna og
komið á ógnarstjórn, sem var að
vísu skammlíf, en blóðug og vakti
skelfingu í álfunni. Að lokum féll
hann fyrir ennþá meiri harðstjóra
en hann var sjálfur, Jósef Stalín.