Morgunblaðið - 07.05.1989, Síða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAI1989
Stærsta ráni sögunnar lokið
Líklega verður aldrei alveg
ljóst hve miklu var stolið í
Oryggishólfamiðstöðinni í
Knightsbridge en þó er talið
víst, að ránsfengurinn hafi
verið miklu meiri en fyrra
metið, nærri 2,4 milljarðar
ísl. kr. í gullstöngum, sem
Brink’s-Mat-ræningjarnir
komust yfír fyrir fimm
árum.
M.
.argir þeirra, sem leigðu,
öryggishólfin í Knightsbridge,
gáfu sig aldrei fram og höfðu
fyrir því „sína eigin ástæðu“
eins og dómarinn komst að
orði en þeir, sem höfðu sam-
band við lögregluna, söknuðu
verðmæta fyrir nærri hálfan
annan milljarð. Valerio Viccei
telur hins vegar sjálfur, að
verðmæti þýfisins hafi verið
nálægt 3,6 milljörðum króna.
Viccei og samstarfsmaður
hans, Stephen Mann, sögðu
við réttarhöldin, að bara pen-
ingarnir úr öryggishólfunum
200 hefðu fyllt baðkar í íbúð-
inni, sem þeir voru með í Lon-
don, og Viccei sagði, að þegar
hann hefði vaknað daginn eft-
ir og gengið fram í stofuna
hefði hann blindast af sólar-
ljósinu, sem endurkastaðist af
gimsteinunum á gólfinu.
Auk gimsteinanna voru á
gólfinu margar raðir af Rolex-
og Cartier-úrum, hálsfestum
Skjótvirkur stíflueyðir
Fródleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
Tilbúinn
stíflu
eyðir
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.
S. 77878, 985-29797.
„Þú lagðir mikið
undir, en tapaðir“
Valerio Viccei, glaumgosinn, sem skipulagði og stjómaði stórráninu
í Oryggishólfamiðstöðinni í Knightsbridge í Englandi, var dæmdur
í 22 ára fangelsi í Old Bailey í janúarmánuði sl. „Þú lagðir mikið
undir en tapaðir. Nú verður þú að gjalda glæpsins," sagði dómarinn
en Viccei, sem er 33 ára að aldri og ítalskur að þjóðerni, fékk í sinn
hlut megnið af ránsfengnum, sem var einhvers staðar á bilinu 1,5 -
3,6 milljarðar ísl. kr. í peningum, gimsteinum, skartgripum, eiturlyfj-
um, suður-afrískum gullpeningum og öðmm verðmætum.
til
J? egar Valerio Viccei kom
Bretlands snemma árs 1986 var
hann á flótta undan ítölsku lögregl-
unni, sem vildi koma honum á bak
við lás og slá vegna margra rána.
Hann kom til landsins á fölsuðu
vegabréfi og lét það verða sitt fyrsta
verk eftir að hafa komið sér vel
fyrir í glæsiíbúð í Mayfair að hafa
samband við nokkra landa sína í
London. Að því búnu tók hann aft-
ur til við glæpina og starfsmenn
Scotland Yard telja, að hann hafi
komist yfir um 45 milljónir ísl. kr.
í fimm bankaránum í borginni áður
en hann var tekinn höndum.
I gegnum kynni sín af glaum-
VIÐ LÖGUM OKKUR AÐ
BREYTTUM AÐSTÆÐUM
Þann 12. maí 1989 verður útibú Verslunarbankans í
Umferðarmiðstöðinni lagt niður.
Ástæður pess eru fyrst og fremst þær að húsnæði og aðstaða
viðskiptavina og starfsfólks í útibúinu hefur verið ófullnægjandi
um nokkurn tíma og að breytingar á umferðarmannvirkjum í
nágrenni Umferðarmiðstöðvarinnar virðast hafa í för með sér
einangrun útibúsins.
Fimm afgreiðslustaðir í Reykjavík tii að veija um.
Verslunarbankinn er staðsettur á fimm stöðum í Reykjavík, auk
útibúa í Keflavík og Mosfellsbæ. Starfsfóík bankans mun aðstoða
við val á því útibúi sem hentar best, en 12. maí munu öll önnur
viðskipti flytjast sjálfkrafa í útibú bankans í Bankastræti 5.
Við vonum að þessi hagræðing í rekstri bankans valdi viðskipta-
vinum ekki óþægindum og munum, hér eftir sem hingað til,
kappkosta að veita víðtæka og persónulega pjónustu á öllum
sviðum bankaviðskipta.
V€RSLUNRRBRNKINN
-uúuuct (tteð fi&i!
Bankastræti 5, sími 27200 Laugavegi 172, sími 20120
Grensásvegi 13, sími 84466 Þarabakka 3, sími 74600
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, sími 687200
gosaliðinu, sem heldur til í Mayfa-
ir, komst Viccei í samband við
Parvez Latif, pakistanskan eiganda
Öryggishólfamiðstöðvarinnar í
Knightsbridge. Latif var skuldunum
vafinn eins og skrattinn skömmun-
um, með yfirdrátt upp á tugi millj-
óna króna, og fyrirtækið var rúm-
lega 40 millj. kr. í mínus.
Viccei sá strax, að hér var komið
gullið tækifæri til að fremja það,
sem hann hreykti sér af við lögregl-
una og kallaði „stórkostlegasta
giæp“ fyrr og síðar. Hann taldi
Latif á að taka þátt í að setja á
svið rán, sem myndi gera þá báða
að milljónamæringum.
Viccei og annar maður komu í
Öryggishólfamiðstöðina sunnudag-
inn 12. júlí árið 1987 og þóttust
vera væntanlegir viðskiptamenn.
Fyrr en varði höfðu þeir þó yfirbug-
að báða öryggisverðina og Latif,
sem reyndi að fara sem best hann
gat með hlutverk fórnarlambsins.
Að því búnu réðust þeir til atlögu
við öryggishólfin með bor og
sleggju. Það var þá, sem Viccei
urðu á afdrifarík mistök. Þegar öll
djásnin blöstu við varð hann svo
æstur, að hann gætti sín ekki, skar
sig á fingri og skildi eftir sig full-
komið fingrafar í sínu eigin blóði.
Fingraförin hans Vicceis voru á
skrá hjá Scotland Yard enda hafði
Interpol dreift þeim um alla Evrópu
og lögreglan var einnig með lista
yfir kunningja hans í London. Hafði
Valerio nýtur hins ljúfa lífs áður
en hann „lagði allt undir“ og tapaði
svo um munaði.
ítalska lögreglan gefið upplýsingar
um þá og nú var fylgst með þeim
nótt sem dag. Einn þeirra var Isra-
el Pinkas, sem viðurkenndi síðar
að hafa selt sumt af þýfinu. Þetta
eftirlit leiddi lögregluna mánuði eft-
ir ránið að White’s-hótelinu í Ma-
yfair þar sem Pinkas ætlaði að hitta
einn gestanna, mann að nafni Rai-
man. Það reyndist vera Viccei sjálf-
ur.
Fyrir utan hótelið stóð Ferrari
Testarossa-bifreið, sem var skráð á
Viccei og hafði kostað hátt í átta
milljónir ísl. kr. Hann hafði borgað
hana út í hönd hálfum mánuði eftir
ránið. í baksæti bifreiðarinnar
fannst skjalataska með skartgrip-
um, sem metnir voru á níu milljón-
ir króna og þar voru einnig kvittan-
ir fyrir miklu fé, sem Viccei hafði
lagt inn í banka víða um Evrópu.
Það var ekki aðeins, að Viccei
játaði á sig glæpinn, heldur var
hann hinn kotrosknasti og hreykti
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rouða kross islands
í heimsóknariijónustH
Fundur verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, mánudaginn
8. maí kl. 17.00.
1. Venjulegt fundarefni.
2. Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi og Brynja Arthúrs-
dóttir, aðstoðarmaður félagsráðgjafa koma á fundinn
og ræða um aðstoð við blinda og sjónskerta.
Þær konur sem vilja kynna sér starfið eru velkomnar.
Stjórnin.
Rauöi Kross Islands
BJÓÐUM
Rowonla og GAGGEKAU
15%
HEIMILISTÆKI
MEÐ
KYNNINGARAFSLÆTTI
GILDIR 5 — 20 MAÍ '89
Vörumarkaðurinn
KRINGLUNNIS. 685440
OG UMBOÐSMENN
ob