Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 23
Misheppnað „skúbb“ Novosti- fréttastof- unnar Trier. Frá Steingrinii Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÓ AÐ ekki sé langt um liðið síðan hin „leynilega" skýrsla Khrústjovs um hroðaverk Stalíns, sem hann lagði fram á 20. þingi sovéska Kommúnista- flokksins árið 1956, var gerð opinber í Sovétríkjunum, hefur tilvist hennar ekki verið neitt leyndarmál á Vesturlöndum. Það kom því flatt upp á ritstjóm franska dagblaðsins Le Monde þegar fulltrúar frá Parísar- skrifstofu sovésku fréttastof- unnar Novosti birtust með franska þýðingu af skýrslunni. Var Le Monde-mönnum boðið að birta textann með því skilyrði að þeir legðu fram smá fjárhagsað- stoð til að greiða þýðinguna. Hversu há sú fjárhagsaðstoð ætti að vera væri samningsatriði. Þeir hjá Le Monde voru hins vegar ekk- ert yfir sig hrifnir af þessu boði: „Þarf að segja blaðamönnum Nov- osti-fréttastofunnar frá því að þetta „skúbb“ er meira en þijátíu ára gamalt, sérstaklega í Le Monde sem birti skýrsluna í heild sinni í júní 1956. Glasnost er sem betur fer ekki einkaeign Sovétríkjanna,“ segir á baksíðu Le Monde á þriðju- dag. FÓLK í fjölmiðlum ■FRÉTTASTOFU sjónvarps heftir bæst nýr liðsmaður eins og menn hafa eflaust rekið aug- un í. Það er Ólafur Arnarson, áður blaðamaður á DV. Ólafur stárfaði á DV frá siðastliðnu hausti en hafði áður verið frétta- ritari þess í Bandarikjunum. Hann lauk BA- prófi í viðskipta- fræði frá Baruch College í New York á síðasta ári. Ólafiir sagði nýja starfíð leggj- ast ágætlega í sig og að sér þætti þessi miðill mjög spennandi, án þess þó að hann vildi gera lítið úr blaðamennskunni. ÓLAFUR FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Pólitískra örþrifaráðadeild) Hugað að því að gera við Þorstein. Fyrirsögn í DV 3.5. MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDÁGUR 7. MAI 1989 3 SS C 23 Heimildamynd um Thor PLÚS-FILM vinnur nú að gerð heimildamyndar um Thor Vil- hjálmsson fyrir Ríkissjónvarp- ið. Umsjónarmenn eru þeir Ein- ar Kárason, rithöfundur og Halldór Guðmundsson, bók- menntafræðingur, kvikmynda- töku annast Sveinn Sveinsson og hljóðupptökur Jón Karl Helgason. Aætlað er að ljúka gerð myndarinnar í haust. Tökum er þegar lokið á Húsavík, þar sem Thor var í sumardvöl hjá ættingjum sínum framan af ævi, og í París en þar hefur Thor dvalið langdvölum frá því hann kom þangað fyrst tutt- ugu og tveggja ára gamall. Hall- dór Guðmundsson, annar umsjón- armanna með gerð myndarinnar, segir ætlunina að fylgja æviferli Thors og sýna um leið fram á rætur verka hans í þjóðlegri hefð annars vegar og alþjóðlegum módemisma hins vegar. Myndin er byggð upp af við- tölum við Thor í mismunandi umhverfí og áhersla lögð á fjöl- breytilegt myndefni sem varpar ljósi á ólíkar víddir í lífi hans og verkum. Halldór sagði óvíst hvenær myndin yrði sýnd í sjónvarpinu, það væri ekki í hans höndum, en það hefði verið hin mesta skemmt- un að gera þessa mynd og hann vonaðist til að það tækist að miðla því til áhorfenda. ALÞJÓÐLEG MATVÆLASÝNING í Laugardalshöll 5. — 12. maí. IAIþjóölega matvælasýningin lcefood '89 er hafin. Sýningin stendur yfir til 12. maí n.k. Héreráferðinni áttadaga fjölskylduveisla þar sem bryddað verður m.a. upp á skemmtilegu kynningarefni, bragðbætt meö Ijúffengum mat og drykk frá fjölmörgum innlendum og erlendum fyrirtækjum. Á sýningunni kennir ýmsra grasa. Meöal annars sér Klúbbur matreiðslumeistara um sýnikennslu í sérstöku sviðseldhúsi alla sýningardaganafrá kl. 18.30 til 21.30 (1/2 klst. í senn). Þar verða daglega uppákomur og m.a. koma þar fram tveir heimsþekktir matreiðslumeistarar, þeir Roland Czekelius og Bent Stiansen. Einnig bregöa ýmis þekkt andlit úr íslensku þjóðfélagi á sig betri svuntuna og kenna landanum t.d. aö sjóða velling á nýstárlegan máta. Á hverjum degi verður dreginn út veglegur vinningur sem er kvöldverður fyrirtvo á góðu hóteli eða veitingastað fyrir upphæð allt að kr. 6.000,-. (lok sýningar verður dregið úr öllum seldum aðgöngumiöum og er í verðlaun stórkostleg sælkeraferð til Parísar fyrir tvo. [ tengslum viö sýninguna verða eftirfarandi hótel og veitingastaðir með sérstaka sjávarréttahátíð sem nefnist “lceland seafood festival“. Þau eru: Hótel Holt, Hótel Saga, Café Ópera, Livingstone Mávur, Gaukur á Stöng, Arnarhóll og Vetrarbrautin. Þess skal getið að Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi (aögöngumiöi innifalinn). Nánari upplýsingarfást hjá ferðaskrifstofunum, söluskrifstofum og umboðs- mönnum Flugleiða um land allt. Sýningin er opin almenningi sem hér segir: Föstudaginn 5. maí frá kl. 18.00 - 22.00. Laugardaginn 6. maí og sunnudaginn 7. maí frá kl. 14.00 - 22.00. Frá og meö mánudeginum 8. maí til föstudagsins 12. maí verður sýningin opin almenningi frá kl. 18.00 - 22.00. „Et, drekk ok verglaðr!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.