Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 14. ,JÚNÍ 1989
Morgunblaðið/Rax
Hvalveiðar framundan
UPPHAF hvalvertíðar hefur enn vísindaáætlunarinnar.
ekki verið ákveðið, en unnið er Bann við hvalveiðum stendur
að því að búa hvalbátana á veið- út næsta ár og ólíklegt er talið
ar. í fyrra hófust veiðamar 22. að íslendingar stundi nokkrar
júnf og að öllu óbreyttu er búizt veiðar þá. Hver framvinda mála
við því að byijað verði á svipuðum verður að loknu þessu sumri,
tíma nú. Það verða eins og áður -rasðst því tæpast fyrri en á árs-
Hvalur 8 og Hvalur 9, sem veið- fundi alþjóða hvalveiðiráðsins á
amar stunda þetta síðasta ár næsta ári.
Ýmsar tilraunir í gangi
með sáningu birkifræs
NÚ standa yfir ýmsar tilraunir með sáningu á birkifræi á vegum
Landgræðslunnar, Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins. I tilraunimar er notað fræ sem safhað var í samvinnu
við ýmis félagasamtök í hitteðfyrra. Þá var óvenjugott fræár og sofin-
uðust tæp 200 köó af fræi. Safnað var um allt land og hefúr fræið
verið rannsakað með tilliti til mismunar á birki efitir landshlutum.
Sigurður Magnússon líffræðingur
hjá Rannsóknstofnun landbúnaðar-
ins sagði í samtali við Morgunblaðið
að tilraunir þessar hafi byijað haust-
ið 1987. Þá var sáð á fimm staði
óhúðuðu birkifræi til að kanna í
hvers konar svörð heppilegast væri'
að sá birki. Tilraunimar miðast
meðal annars að því að kanna hvort
þáð skiptir máli að einhver gróður
sé til staðar og þá hvers konar gróð-
ur.
Vorið 1988 var aftur sáð á sömu
staði og kom í ljós að sáning að
hausti skilaði mun betri árangri. Er
talið að þannig sé best líkt eftir
náttúmlegum skilyrðum.
Sumarið 1988 var síðan fylgst
með afföllum plantnanna og um
haustið var stærð plantnanna athug-
uð í þeim tilgangi að athuga hvort
samband sé milli stærðar og þess
hvort þær lifa af veturinn, en vetur-
inn hefur mest að segja um það
hvort plantan lifir eða drepst. Einnig
er kannað hvort máli skiptir hvenær
árs þeim er sáð.
Önnur tilraun hófst haustið 1988
til að reyna að meta áhrif þess á
hvaða tíma árs fræinu er sáð. Einn-
ig mismuninn á húðuðu og óhúðuðu
fræi og hvort því er sáð í óáborið
eða áborið land. Tilraunin beinist að
því að athuga hvort birki hafi áhrif
á gróðurframvindu þegar því er sáð
á svæði sem áður hefur verið sáð
grasfræi með áburði. Oft ber á því
að á slíkum svæðum verður aftur-
kippur í gróðrinum eftir nokkurn
tíma. Sáð var á svæði þar sem gróð-
ur af þessu tagi var á mismunandi
stigum til að sjá hvaða áhrif birkið
hefur á framvindu hans.
Fyrirhugað var að sá á mismun-
andi tímum í vor, en vegna verk-
falls náttúrurfræðinga var ekki hægt
að sá fyrr en nú fyrir fáum dögum.
Að sögn Jóns Guðmundssonar
líffræðings, starfsmanns RALA í
Gunnarsholti er mikið til enn af
birkifræi úr söfnuninni 1987.
Birkifræið er húðað í Gunnars-
holti aðallega til að þyngja það og
auðvelda sáningu með stórum tælq-
um svo sem dreifurum eða flugvél-
um.
Meðal efna í húðinni er malað
basalt, kalk og kísill. Auk þess er
bætt í hana áburð.
Fræ úr þessari söfnun verður
einnig notað til sáningar í gróður-
húsi hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá
til notkunar í landgræðsluátakið sem
hefjast á á næsta ári.
ftr
m w
> V' *
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hlti veöur
Akureyri 15 hálfskýjað
Reykjavfk 11 alskýjað
Bergen 21 léttskýjað
Helsinki 14 skýjað
Kaupmannah. 24 hálfskýjað
Narssarssuaq e skýjað
Nuuk 0 snjóél
Ósló 23 skýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Þórshöfn 11alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 24 skýjað
Barcelona 23 léttskýjað
Berlín 23 léttskýjað
Chicago 17 þokumóða
Feneyjar vantar
Frankfurt 24 léttskýjað
Glasgow 17 skúr
Hamborg 22 skýjað
Las Palmas 24 léttskýjað
London 26 skýjað
Los Angeles 16 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Madríd 30 léttskýjað
Malaga 29 heiðskírt
Mallorca 26 skýjað
Montreal 12 alskýjað
New York 17 þokumóða
Orlando 24 léttskýjað
Pans vantar
Róm vantar
Vín 16 alskýjað
Washington 22 skýjað
Winnipeg 8 rigning
Framfærsluvísital-
an hækkar um 2,9%
Verðbólguhraðinn 41,6% um þessar
mundir
VISITALA framfærslukostnaðar
er í júníbyijun 2,9% hærri en í
maí. Framfærslu vísitalan hefúr
síðustu 12 mánuði hækkað um
21,8%, á 6 mánaða tímabili er
hækkunin 29,4%, 32,3% síðustu
þrjá mánuði og milli mánaða nú
nemur hækkunin 41,6%. Verð-
bólguhraðinn nú er því 41,6%.
Af hækkun vísitölunnar um 2,9%
frá byijun maímánaðar stafa um
0,5% af hækkun matvöru, mest
vegna hækkunar á mjólk og mjólk-
urvörum. 18,7% hækkun á verði
bensínlítra olli um 0,8% hækkun.
Hækkun á verði nýrra bíla hafði í
för með sér 0,2% og húsnæðisliður
vísitölunnar hækkaði um hið sama.
Hækkun á fatnaði og skótaui olli
sömuleiðis 0,2% hækkun og verð-
hækkun á ýmis konar þjónustu og
fleiru veldur 1% hækkun á visi-
tölunni. Þar af veldur tómstundaiðja
og menntun um 0,1% hækkun.
Verðbólguhraðinn í júní
Breytingar á vísitölu fram-
færslukostnaðar hvers mánuðar
reiknaðar til árshækkunar
O N D'89 F M A M J
Grálúðuaflinn þriðjungi
meiri en veiðileyfi heimila
FISKAFLI landsmanna er að lokn-
um maímánuði orðin 945.440 tonn,
sem er nánast sami afli og í fyrra.
Fiskaflinn í maí er sömuleiðis nán-
ast sá sami og í fyrra. Breytingar
á afla af einstökum tegundum öðr-
um en grálúðu eru litlar. Þor-
skafli er nú 187.000, um 7.000
tonnum meiri en í fyrra þrátt fyrir
skertar veiðiheimildur og grálúðu-
aflinn er orðinn tæp 42.000 tonn,
en var rúm 34.000 á sama tíma í
fyrra. Aflinn er því orðinn meira
en þriðjungi meiri en útgefnar
veiðiheimildir sega til um, en þær
voru lækkaðar úr 50.000 tonnum
í 30.000 milli ára. Skýringin Iiggur
mest í því að heimildir til þors-
kveiða hafa verið færðar yfir á
grálúðu.
Grálúðuaflinn í maí varð alls
29.794 tonn, en var í maí í fyrra
27.199. Alit árið í fyrra varð grálúðu-
aflinn 49.047 tonn og námu gjaldey-
ristekjur af þeim afla við útflutning
fob 2,2 milljörðum króna.
Fiskaflinn í maí nú varð 76.500
tonn en 1.000 tonnum meiri í fyrra.
Þorskafli dróst heldur saman, ýsuafli
jókst, samdráttur var í ufsaveiði,
karfaafli nánast sá sami og afli ann-
arra tegunda svipaður og áður.
Þegar litið er á fyrstu 5 mánuði
ársins kemur í ljós að heildaraflinn
er nánast sá sami, um 950.000 tonn.
Afli togaranna dregst saman, fellur
úr 181.000 tonnum í tæp 169.000.
Mestur er samdrátturinn í þorski,
8.000 tonn, en töluverð aukning er á
grálúðuafla. Bátamir auka hlut sinn
um 8.000 tonn og afla samtats
760.000 tonna tæpra, mest loðnu.
Þorskafli er 100.000 tonn, 12.500'
tonnum meiri en í fyrra og ýsuafli
eykst einnig. Hlutur smábáta er
17.000 tonn og bæta þeir hlut sinn
um 2.500 tonn. Hafnfirðingar hafa
veitt mest af grálúðunni nú, 6.507
tonn. Reykvíkingar hafa tekið 4.577,
ísfirðingar 4.255 og Akureyringar
4.142 tonn. Allir þessir staðir auka
hlut sinn milli ára.
Faxamarkaður:
Sunnutindur
fær metverð
fyrir grálúðu
SUNNUTINDUR SU fékk 54,79
króna meðalverð fyrir 96,2 tonn
af grálúðu sem seld voru á Faxa-
markaði í Reykjavík á þriðjudag.
Þetta er hæsta meðalverð sem
fengist hefúr fyrir grálúðu á
markaðinum.
Sunnutindur SU seldi samtals 106
tonn á Faxamarkaði á þriðjudag fyr-
ir 5,7 milljónir króna, eða 53,67
króna meðalverð. Togarinn, sem er
frá Djúpavogi, fékk aflann á Qórum
dögum á Vestfjarðamiðum.