Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 17
!V}QfiGyNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989
17
Þegar Benedikt hætti sem for-
seti ÍSÍ 1962 var hann kosinn heið-
ursforseti þess. Þetta ár eru sam-
bandsfélög orðin 245, héraðs-
sambönd 27 og sérsambönd 7. Iðk-
endafjöldi 16.211. í milliþinga-
nefnd um íþróttamál, sem skipuð
var 1938 og í voru 9 valinkunnir
íþróttaforystumenn, var Benedikt
ekki. Þegar frumvarp nefndarinnar
að íþróttalögum var lagt fram á
Alþingi kom fram við það gagn-
rýni, sem sjálfstæðismenn báru
fram, en Benedikt með stjórn ÍSÍ
að baki sér, stóð að. Varðaði Jsetta
einkum stöðu ÍSÍ og UMFI hlið
við hlið í þjóðfélaginu. Milli forystu
þessara tveggja samtaka urðu hörð
átök og hótaði forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, að draga
frumvarpið frá þinginu, ef eigi
næðist samkomulag. Það náðist
og Benedikt náði því, sem ÍSÍ sótti
fastast, að ÍSÍ yrði æðsti aðili um
íþróttamál áhugamanna og annað-
ist þau erlendis. í fyrstu íþrótta-
nefnd ríkisins átti Benedikt sæti.
Þegar litið er yfir fyrstu starfsár
stjórnar ÍSÍ þá er eigi annað hægt
en dást að hveiju hún kom í verk.
Fyrst verka var þátttaka í
Ólympíuleikum í Stokkhólmi og að
takast skyldi að koma átta til leik-
anna. Fjárráð voru lítil. Það er
sýnt, að þegar Benedikt kemur í
stjórnina, er betur tekið á útgáfu-
málum. Lög og leikreglur koma
út 1915, Knattspyrnulög 1916 og
1920, Heragabálkur skáta 1918
og Handbók skata 1919, Sundbók
í tveimur heftum 1920 og 1921
og Heilsufræði íþróttamanna 1925
o.s.frv.
Benedikt og íþróttavinir hans,
Helgi Jónasson frá Brennu og Sig-
uijón Pétursson, unnu saman að
stofnun fyrsta skátafélags
Reykjavíkur 1913. Axel V. Tulin-
íus, sem var forseti ISÍ 1912-
1925, var aðal forystumaður
skátahreyfingarinnar hér á landi
um árabih Hann beitti sér fyrir
stuðningi ÍSÍ við skátana og því
annaðist stjórn ÍSÍ útgáfu fyrir þá,
en árið 1920 efldi stjórn ÍSÍ skát-
ana til þess að axla eigin mál.
Benedikt leit alltaf á sig sem skáta
og mætti á landsmótum þeirra.
Hver sem flettir Sundbók ÍSÍ
sér hvílíkt verk Benedikt hefur
unnið, svo þessi tvö hefti hennar
kæmust út. Hann skrifaði textann
og hann sat fyrir hjá ljósmyndar-
anum. Hann vann með bókinni
þarft verk. Mikilvægan þátt átti
Benedikt að því að vandað mál
væri í öllum ritum ÍSÍ. Reglur allra
íþrótta nema glímu varð að þýða.
Hræðilegt málfar var hjá íþrótta-
mönnum á hugtökum íþrótta
þeirra, því að eigi bíða þeir mál-
vöndunarmanna með iðkanir. Með
aðstoð Guðmundar Bjömssonar
landlæknis og Björns Kalmans lög-
fræðings tókst Benedikti að fá
Málning
-100% ACRYL MÁLNING
- TEYGJANLEG MÁLNING
- HRAUN MÁLNING
- GÓÐ MÁLNING
Málning með reynslu
!i steinprýði
Stangarhyl 7, simi: 672777.
hugstæð nýyrði, og það sem meira
var, hann var innan um iðkendur,
sem þátttakandi í leikum þeirra
og mótum, svo að hann kom mál-
vöndun sinni á framfæri. íþróttafé-
lag Reykjavíkur hóf 1916 útgáfu
tímarits um íþróttir, Sumarblaðið
hét það. í 3 ár kom ritið út um
sumarmál, þá var breytt um nafn
og nefnt Þróttur. Til ársins 1923
kom Þróttur út. Björn Ólafsson,
kaupmaður og síðar ráðherra, rit-
stýrði því um skeið en þá tók Bene-
dikt við enda hafði hann haft hönd
í bagga með þessu tímarit. Stjórn
ÍSÍ keypti Þrótt og hóf útgáfu
þess 1924 undir nafninu íþrótta-
blaðið. Á ýmsu hefur gengið með
útgáfu þessa blaðs fram til 1959
að það hætti um skeið, en óþreyt-
andi var Benedikt löngum að halda
því jgangandi, því að mikilsvert er
að ISÍ eigi sér málgagn. Undrum
sætir hve seint stjóm ÍSÍ kom
starfsemi sinni fyrir á skrifstofu
og réð sér starfskraft. Vegna þessa
lenti öll afgreiðsla mála, fyrir-
spurnir og beiðnir félaga inn til
Benedikts og margir voru minni-
smiðarnir í vösum og tösku Bene-
dikts og aðdáunarvert hversu hann
rækti að sinna erindum þeim sem
miðamir geymdu. Enginn íslensk-
ur félagsskapur hefur jafnmikil
viðskipti við útlönd og íþrótta-
hreyfingin. Þessi viðskipti, bréf-
lega, í skeytum, símtölum og með
utanferðum, lentu á Benedikt.
Hann var því sá íslenskra íþrótta-
frömuða, sem kunnastur varð er-
lendis meðal íþróttasamtaka og
einstaklinga. Þetta umstang tmfl-
aði einkalíf Benedikts og einnig
eyddi fyrir honum fé.
Einn erlendra íþróttavina Bene-
dikts var Svíinn Sigfried Edström
sem tók við forsetastarfi Alþjóða-
ólympíunefndarinnar eftir síðari
heimsstyijöldina. Rúmlega 20 full-
trúar nefndarinnar höfðu fallið frá
og þurfti að fylla í skörðin. Bene-
dikt G. Waage var einn þeirra sem
að verðleikum varð fyrir valinu.
Háttur nefndarinnar, þó hún hafi
bækistöð í Lausanne í Sviss, er að
efna til funda sinna á ýmsum stöð-
um. Fyrir fulltrúana er nefndar-
vinnan kostnaðarsöm og tímafrek.
Einn þeirra, sem átti sæti í nefnd-
inni með Benedikt var Kekkonen,
sem varð forseti Finnlands. Hann
dáði ljúfmannlega framkomu
Benedikts og hnittna gamansemi.
Hann sagði þeim sem þetta ritar,
að eitt sinn er ræddar voru áhuga-
mannareglur var hart deilt, aðal-
lega af tveimur fulltrúum sem
máttu sín mikils. Fosetinn var
kominn í vandræði, reiðin svall
niðri fyrir og dauðaþögn ríkt, þá
stóð Benedikt á fætur, gekk til
hinna ofsareiðu og bauð þeim
lakkríspillur. Þetta gerði hann svo
ljúfmannlega og öllum að óvörum,
að hann bjargaði málinu.
Benedikt G. Waage var heilsu-
hraustur. Hann lést í svefni 77 ára
gamall árið 1966. Við útför hans
var honum vottað verðugt þakk-
læti af mörgum. Hann hafði hlotið
margar heiðursviðurkenningar. Öll
heiðursmerki ÍSÍ höfðu honum ver-
ið veitt og heiðursforseti ÍSÍ var
hann kjörinn. Ólympíuorðu IOC
bar hann. Stórriddarakross fálka-
orðunnar veittist honum, svo og
heiðursmerki erlendra þjóða,
íþróttasamtaka, sérsambanda ÍSÍ,
íþróttafélaga og félags íþrótta-
fréttaritara.
Með þessari samanþjöppuðu frá-
sögn um líf og störf Benedikts G.
Waage vill framkvæmdastjórn ÍSÍ
minnast þessa mæta heiðursfor-
seta síns.
Höfundur er fyrrverandi íþrótta-
fulftrúi ríkisins.
Ævintýraferð fyrir minna verð
Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til
evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að
verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina
er ódýrara að ferðast til Thailands en
annarra sólarlanda.
Upplifun í Thailandsferð verður
hins vegar ekki jafnað við
venjulega sólarlandaferð.
í Thailandi kynnist þú framandi
menningu, fjölskrúðugu mannlífi,
stórkostlegu landslagi og glæsilegri
baðströndum en finnast annars staðar,
Er ekki kominn tími til að breyta til?
17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar
aðeins kr. 90.560* fyrir manninn
í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug,
gisting á fyrsta flokks hótelum og
morgunverður. Allt að 50%
afsláttur fyrir börn undir 12 ára.
Bæklingur um Thailand liggur
frammi á öllum ferðaskrifstofum.
Þar færðu allar nánari upplýsingar um
Thailandsferðir.
* Verð miðast við gengi og fargjöld 1. júní.
FLUGLEIÐIR
SÍMI: 690300
/////SAS
Laugavegur 3. simi 62 22 11 / 2 11 99 / 2 22 99