Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 33 Helgi Bergvinsson skipstjóri—Kveðjuorð Fæddur26. ágústl918 Dáinnl6. maí 1989 Þann 16. maí sl. andaðist í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum frændi okkar og vinur, Helgi Berg- vinsson skipstjóri. Helgi hafði átt við veikindi að stríða nokkur undan- farin ár svo það kom okkur kannski ekki mjög á óvart þegar hann lést. Þó er það nú svo, að alltaf setur mann hljóðan þegar dauðinn bankar á dyr sérstaklega þegar maður fær andlátsfregn góðs vinar. Helgi fæddist að Grund á Sval- barðsströnd 26. ágúst 1918. For- eldrar hans voru Bergvin Jóhanns- son kennari og Sumarrós Magnús- dóttir. Þau hjón eignuðust 9 börn en nú eru aðeins þrjú þeirra á lífi. Helgi fór ungur til sjós og þar átti hann eftir að eyða mestum hluta starfsævinnar. Þegar hann var 23ja ára gamall fór hann á stýri- mannanámskeið austur á Nes- kaupsstað og lauk þaðan skipstjórn- arréttindum. Hann var síðan skip- stjóri á ýmsum bátum frá Vest- mannaeyjum næstu 25 árin. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Unni Leu Sigurðardóttur frá Vest- mannaeyjum árið 1941 og eignuð- ust þau 5 börn. Það er óhætt að fullyrða að Helgi Bergvinsson var góður skipstjóri. Það var ekki einasta að hann væri mikill aflamaður heldur var hann líka mikill maður. Það var gott að vera með honum á sjó enda hafði hann sama mannskapinn ár eftir ár. Vissulega koma ýmsar skemmti- legar minningar upp í hugann, þeg- ar liðin ár eru rifjuð upp. Þeir eru áreiðanlega margir sem muna þeg- ar Helgi fór upp á lögreglustöð á Siglufirði og náði í hluta af skips- höfninni, sem þar hafði lent vegna einhverra óeirða. Hann stóð alltaf Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og miuningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við grcinuin á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- 8træti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins f Hamarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. með sínum mönnum og var þá ekki alltaf að velta fyrir sér hvort ein- hverjar reglur væru brotnar. Það er oft svo með aflakónga að þeir fara sjaldnast troðnar slóðir við fískveiðar. Sumir kunna ef til vill að segja, að þess vegna séu þeir einmitt aflakóngar. Eftir að Helgi fékk Stíganda var hann ávallt með efstu bátum á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum. Árin 1960 og 1963 varð hann aflakóngur Eyj- anna á vetrarvertíð. Raunar var það svo, að nokkuð var sama hvert veið- arfærið var alltaf fiskaði Helgi á Stíganda vel. Fyrsti róður Helga á Stíganda nýjum var út á Fjallasjó. Þar fékk hann rúmlega 40 tonn eftir nóttina og ýmsir höfðu á orði, að það væru áreiðanlega ekki marg- ir sem hefðu fengið betri útdrátt á nýju skipi. Þó ekki sé meiningin að rifja upp einstaka atburði frekar, þá er ekki hægt að annað en nefna örlítið árið 1965. Þetta sumar er okkur einkar minnisstætt vegna þess, að þá léttur&leikandi ___lífstíll___ U S Kara FATNAPUH -GJAFAVðKim Laugavegur13 ©624525 ákvað Helgi að reyna fyrir sér á alveg nýjum miðum og áður ókunn- um. Þegar aðrir bátar fóru á þorsk- eða ufsaveiðar ákvað skipstjórinn á Stíganda að veiða kola. Hann hafði heyrt að út af Alviðru væru góð mið þar sem einungis væri að finna sólkola eða „Lemmon Sól". Þessi kolategund hafði ekki verið mjög eftirsótt hér á landi en Helgi hafði heyrt að Danir borguðu vel fyrir lemmann svo hann ákvað að ná í svona 30 tonn og sigla með til Es- bjerg. Þetta fannst mönnum hið mesta ævintýri og ýmsir urðu til að efast um uppátækið. Það tók ekki nema fimm daga að fá þessi 30 tonn og til Danmerkur var siglt með aflann og hann seldur fyrir ágætis verð. Þannig var Helgi Bergvinsson. Hann var ekkert að tvínóna við hlut- ina, því hann var maður fram- kvæmdanna. Hann var einstakt snyrtimenni og var mjög kröfuharð- ur um góða umgengni, hvort heldur það var til sjós eða lands. Það er mörgum minnisstætt þegar hann í lok úthalds lét mannskapinn klifra efst upp í mastur með sápuvatn í fötu og skrúbb. Helgi var mikill gleðimaður og hafði mikla ánægju af að lyfta glasi' í góðra vina hópi. Þá var oft mikið sungið því hann hafði mjög gaman að því að taka lagið og þá var ekk- ert gefið eftir. Þær eru margar minningarnar um Helga, sem vissu- lega væri gaman að rifja upp nú að leiðarlokum en þær verða að bíða betri tíma. Við kveðjum hér góðan vin, sem við munum ávallt minnast með þakklæti og hlýju. Elsku Lea, við sendum þér og þínum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að minning um góðan dreng lifi í brjóstum okkar allra. Guðmundur og Bergvin. anquard völurh V, Við óskum ykkur hjart- I— anlega til hamingju II yil \\J með nýju KOMATSU V|—"I A r"Y hjólaskófluna, sem tlL#\il kom *'' landsins 12. FRAMTÍÐARINNAR íúní síðastliðinn! \ VIÐ GETUM NU AFGREITT MEÐ ÖRSKÖMMUM FYRIRVARA NÝJU VANGUARD GEROIRNAR AF KOMATSU HJÓLASKÓFLUM í STÆRÐUM FRÁ 1,7-87 TONN. •HKOMATSU ÖRYGGI- ENDING- ARÐSEMI. 3 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI 6812 99 Hafiö samband við sölumenn véladeild- ar, sem veita fúslega allar nánari upp- lýsingar. WBaBMBBBBm ¦Sólarferðim Allt að 5 brottfarir á viku og stórborgar- stopp á útleið eða heimleið, í Amsterdam eða London. Saga hefur einkaumboð fyrir vinsæl- ustu gististaðina á Costa del Sol. LAUST Á NÆSTUNNI FRÁ16.JÚNÍ: PrincipitoSol 2 íbúðir. Sunset Beach Club Uppselt. FRÁ 20. JÚNÍ: Principito Sol 4 íbúðir. Sunset Beach Club 3 íbúðir. 2 íbúðir. FRÁ 23. JÚNÍ: Principito Sol Sunset Beach Club 2 íbúðir FERÐASKR/FSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040 ^, , tmr-i '^St^K'9r \i-?.jjK&™&^? t*ÍSMm&;<Sgr>i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.