Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar Vogar- innar I dag er það umfjöllun um hæfileika Vogarinnar (23. september - 22. október). Fyrst og fremst er fjallað um hið dæmigerða merki og um mögulega hæfileika, en til að nýta þá til fulls þarf að sjálfsögðu að hlúa að þeim. 0*Sam vinnuhœfleikar Þeir hæfileikar sem eru ekki síst áberandi þegar vogin er annars vegar eru samvinnu- hæfileikar. Vogin er merki félagslegs samstarfs og er því oft merkja hæfust í sam- starfí. Það sem ekki skiptir minnstu í því sambandi er að hún hefur áhuga á fólki og vill vinna með öðrum. Sáttasemjari Ástæðan fyrir félagslegum hæfileikum er ekki síst sú að hún er „diplómatísk" í hegðun og að öllu jöfnu ljúf og vingjarnleg. Vogin reynir ■^að sjá a.m.k. tvær hliðar á hveiju máli og er auk þess sanngjöm. Hún er fæddur sáttasemjari. Mjúkur stjórnandi Meðal hæfíleika Vogarinnar er að geta stjómað með mýkt. Vogin notar persónu- töfra til að fá aðra til að láta að vilja sínum. Hún stjómar því gjaman með brosi eða á þann veg að sá sem hún stjómar heldur að ^iann vilji sjálfur gera það sem Vogin biður hann um að gera. Hún er því oft það sem við getum kallað ljúf frekja. Persónutöfrar Þó það hljómi kannski ein- kennilega em persónutöfrar meðal helstu hæfileika Vog- arinnar. Þegar Vogin vill við það hafa getur hún heillað fólk og fengið það til að vinna með sér og fara eftir ráðum sínum. Vogin er því ágætur stjómandi ekki síður en samviskumaður. Listrœn -Form og jafnvægi Listrænir hæfileikar hennar em fyrst og fremst fólgnir í því að sjá hlutföll og hafa gott jafnvægis- og form- skyn. Það hvaða litir eiga saman og hverjir ekki er t.d. meðal hæfileika hennar. Þó þetta sé nefnt öðra fremur má segja að Vogin hafi al- mennt gott auga fyrir feg- urð. MatsmaÖur Meðal hæfileika Vogarinnar er að geta dæmt í málum og metið hvað sé rétt eða rangt. Þetta tengist því að vilja sjá hvert mál frá fleiri sjónarhomum. Vogin er því ágætur dómari eða mats- maður. Það á þó við um Vogina eins og aðra að hún getur átt erfítt með að vera hlutlaus gagnvart sjálfri sér. Rök og leikfléttur Einn ágætur hæfileiki Vog- arinnar er fólginn í hugsun hennar og rökfestu. Vogin er loftsmerki og getur því hugsað án þess að blanda tilfínningum í viðfangsefni sín. Hún getur verið hlutlaus og rökföst. Vogin getur "einnig afgreitt mikið magn upplýsinga hraðar en flestir aðrir og á auðvelt með að vinna eða hugmyndir. Hún er t.d. ágæt þegar tiltölulega flóknar leikfléttur eru ann- ars vegar. Þó orð fari af óákveðni og ósjálfstæði sumra Voga, era margar þeirra rökfastar, ýtnar og ákveðnar, og það oft á róleg- an og þægilegan mata. GARPUR GRETTIR í VATNSMÝRINNI SMÁFÓLK YOU RE 5UPP05EP TO &ARK WWEN 50ME0NE C0ME5 AROUNP OUR H0U5E! Þú ert nú meiri varðhundurinn! Þú átt að gelta þegar einhver kem- ur að húsinu okkar. Það er erfitt að gelta með matar- dolluna í tnunninum ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Danska landsliðskonan Car- lotte Palmund lét ekki Svíann síðskeggjaða, Magnús Lind- kvist, læðast fram úr sér með níunda slaginn í þessu spili úr danska afmælismótinu: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ KDG3 VG965 ♦ 8 + ÁK65 Austur IIHH 4 9872 ▼ G5 ♦ 1052 Suður ♦ Á54 ♦ 42 ♦ KD1096 ♦ D87 Sagna er ekki getið í móts- blaðinu, en niðurstaðan varð sú að Magnús spilaði þijú grönd í suður og Palmund kom út með lítinn tígul. Magnús drap gosa austurs með kóng og gat nú tekið níu slagi. En það var á móti líkunum að laufíð félli 3-3 svo hann ák- vað að sækja tígulinn á móti, strax í öðram slag. Tígulnían út, drepið á ás, og hjarta hent út borði! Skemmtilega lúmskt, en Palmund sá enga framtíð í öðra en húrra út hjartatíunni! Einn niður og Lindkvist gat sjálfum sér um kennt. Vestur ♦ 106 ♦ Á103 ♦ Á7432 ♦ G93 Umsjón Margeir Pétursson Á opna Rilton Cup-skákmótinu í Stokkhólmi um síðustu áramót kom þessi staða upp í skák sænska alþjóðameistarans Wiedenkeller og Þorsteins Þorsteinssonar, sem hafði svart og átti leik. 26. - Rxc3! 27. fxe3 - Hxe3+ 28. K12 (Hvíti kóngurinn gat ekki flúið yfir á drottningarvæng, því 28. Kdl er auðvitað svarað með 28. - Hxf3!) 28. - d4 29. Dc2 - Bg4 30. Ddl - Df4 31. Bc2 - Hae8 32. Rb2 - Dg3+ 33. Kfl - Bxf3 34. gxf3 - Hxe2! 35. Hxe2 - Dxl3 og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.