Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691 tOO. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Mannfyrirlitning valdhafanna í Peking Lýsingamar á því hvernig hermenn gengu til verks á Torgi hins himneska friðar eru með eindæmum óhugnanlegar. Alþýðufrelsishermenn, eins og þeir heita fullu, opinberu nafni, beittu námsmenn og alþýðu manna ótrúlegri grimmd. Virð- ingarleysi fyrir mannslífunum var algjört. „Ekið var yfir stúd- entana með þungum herflutn- ingavögnum og skriðdrekum, sem síðan óku fram og aftur yfir lík hinna þar til þau voru orðin að mauki einu. Eftir það var jarðýtum ekið inn á torgið og líkamsleifunum ýtt saman í hrúgur, sem síðan var kveikt í af hermönnum með eldvörp- um.“ Þessa ómannúðlegu lýsingu sjónarvotts á því sem gerðist á Torgi hins himneska friðar fyrir aðeins tíu dögum las Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr- alíu, í minningarathöfn um hina látnu. Þarf engan að undra þótt ráðherrann brysti í grát við lesturinn. Lýsingar af þessu tagi vekja aðeins upp minningar um framferði of- beldismanna á vegum Hitlers og Stalíns eða Pols Pots og Idi Amins. Þeir skipta þúsundum sem týndu lífi þegar þessi frelsisher kínverskrar alþýðu ruddist inn á friðartorg öldunganna, sem enn hafa öll ráð Kínverja í höndum sér. Þeir ætla sér greinilega að kæfa andóf æskumannanna sem risu upp gegn alræði kommúnista- flokksins í blóði og með mis- kunnarlausum ofsóknum. Kínverska sjónvarpið er sá miðill sem nota má til að ná til þeirra ellefu hundruð millj- óna manna sem búa í Kína. Þeir sem fylgjast með því nú í upphafi fjöldafangelsana komast í kynni við, hvernig unnt er að misbeita áhrifamikl- um ijölmiðlum markvisst í þágu óprúttinna valdhafa. Birt eru símanúmer á skjánum og fólk hvatt til að hringja í þau og segja frá nöfnum manna, sem það telur andvíga stjórn- völdum. Ekki er krafist annars en nafns sakbomingsins, ákærandinn getur falið sig á bak við nafnleynd. Síðan era sýndar myndir af hinum valda- miklu gamalmennum að hylla hermenn og foringja þeirra eða af útsendurum stjórnvalda, sem leiða ungt fólk í yfirheyrsl- ur og fangelsi. Vestrænir sjón- varpsmenn hafa undrast hve lengi þeir fá að starfa óhindrað á götum úti í Peking og víðar í Kína. Ein ástæðan fyrir því er sú, að myndir þeirra eru notaðar af leynilögreglunni og hernum til að hafa uppi á þeim, sem andvígir eru stjórninni. Grimmdarstjórnin í Kína verður óhjákvæmilega til þess að vekja viðbjóð. Áhrifa hans á stefnu stjórnvalda gætir meira í lýðræðislöndum en ein- ræðisríkjum. Blóðbaðið og fangelsanirnar í Kína geta þannig hæglega orðið til þess að treysta samskipti kín- verskra og sovéskra ráða- manna. Staða Hong Kong, þar sem milljónir manna gera kröfu til þess, að breskur ríkis- borgararéttur þeirra verði virt- ur í reynd og þeir fái að flytj- ast til Bretlands ef í harðbakka slær, kann þegar fram líða stundir að minna á stöðu Vest- ur-Berlínar. Þar snúist frjáls- huga menn til vamar gegn ein- ræði, sem umlykur þá á allar hliðar. Mannfyrirlitningu kín- verskra valdhafa eru engin takmörk sett. Þeir leggja allt í sölurnar fyrir eigin völd. Vegna náttúralögmála hljóta bráðlega að myndast skörð í hina öldnu kínversku forystu- sveit. Hvort brotthvarf hennar leiðir til þess að draumar náms- mannanna sem kröfðust mann- réttinda í skjóli Lýðræðisstytt- unnar á Torgi hins himneska friðar rætast skal ósagt látið. Hitt er víst að óvinir unga fólksins hafa reist sér ógleym- anlega minnisvarða úr líkams- leifum andófsmannanna og lýsingar eins og þessi hjá Chai Ling, sem var í forystu lýðræð- issinnaðra stúdenta á torginu, munu fylgja þeim hér eftir: „Stúdentarnir voru dauðupp- gefnir og lágu sofandi í tjöld- unum, en skriðdrekamir óku yfir þá og breyttu þeim í kjöt- kássu. Seinna komumst við að því að þessir fasistar höfðu notað vélbyssur og skriðdreka til þess að drepa fólkið og síðan komu aðrir hermenn og stöfl- uðu líkunum inn í strætis- vagna. Sumir voru lifandi þeg- ar þeir voru settir ásamt líkun- um inn í vagnana, en þeir köfn- uðu brátt.“ Breska flugmálasljórnin: Flugbann gæti staðið fleiri daga Athuga hvort hreyflarnir þoli illa að starfa á fullu afli „FLUGBANNIÐ verður í gildi þar til leitt hefur verið í ljós hvað olli biluninni i þotunum tveimur um helgina og uns fullnægjandi ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja öryggi. Það gæti því alveg eins staðið yfír í marga daga,“ sagði John Freeman, talsmað- ur bresku fhigmaálstjórnarinnar (CAA), í samtali við Morgunblaðið í gær. Freeman var spurður hvers vegna CAA hefði kyrrsett Boeing 737-400 þotur breskra flugfélaga í fyrradag. „Við ákváðum að kyrr- setja þær annars vegar vegna ábendingar frönsku verksmiðjunnar sem framleiðir hreyfiana og hins vegar vegna hreyfilbilana í tveimur breskum þotum af gerðinni Boeing 737-400 um helgina. Rannsókn á orsökum er ólokið og með engu móti hægt að segja til um ástæður bilunarinnar. Meðal annars verður kannað hvort hreyflarnir séu hugs- anlega ekki nógu sterkbyggðir til að framleiða það afl sem þeim var ætlað,“ sagði Freeman. Freeman sagði að flugmenn þotnanna tveggja, sem urðu fyrir hreyfilbilun um helgina, hefðu orðið varir við mikinn titring. Bilunin í þeim lýsti sér nákvæmlega eins og bilun í 737-400 þotu British Mid- lands-flugfélagsins sem fórst við East-Midlands flugvöllinn í janúar síðastliðnum. í því tilviki slökktu flugmenn þó á röngum hreyfli og náðu ekki inn á flugbraut á þeim bilaða. Önnur þotan, sem varð fyrir bilun um helgina, var frá British Midland-flugfélaginu og lenti í var- úðarskyni á East Midlands-flugvell- inum. John Freeman var spurður að því hvort bresk flugmálayfirvöld myndu hugsanlega hafa eitthvað við það að athuga ef Flugleiðir flygju 737-þotum sínum til áfanga- staða í Bretlandi meðan breskar systurvélar þeirra væru í flug- banni. „Við höfum engin yfirráð yfir þotum annarra flugfélaga en breskra og okkur koma ferðir fiug- véla Flugleiða hingað til lands þvi ekkert við,“ sagði Freeman. Bandaríska flugmálastjórnin; Breytinga verður krafist á hreyflunum „ÞAÐ er verið að ganga frá tilkynningu bandarísku flugmálastjórnar- innar (FAA) til flugfélaga sem reka Boeing 737-400 þotur með CFM56-3C hreyflum. Viðbrögð FAA ættu að liggja fyrir á morgun [miðvikudag] en í aðalatriðum verður farið fram á breytingar á hreyflunum og að þeim verði ekki beitt af fiillu afli,“ sagði talsmað- ur bandarísku flugmálastjórnarinnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þegar Morgunblaðið hafði síðast samband við bandarísku flugmál- stjórnina í gærkvöldi til þess að fá viðbrögð hennar við kyrrsetningu Boeing 737-400 í eigu breskra flug- félaga var frágangi tilkynningar til flugfélaga og flugmálayfirvalda ólokið. Fulltrúi FAA sagði að niður- staða ætti að liggja fyrir í dag en hann treysti sér ekki til að segja hvaða áhrif fyrirmælin kæmu til með að hafa á rekstur viðkomandi flugvéla. Um væri að ræða milli 27 og 30 737-400 þotur í eigu flug- félaganna Korean Airlines, Asiana, Air Europe, Air U.K., British Mid- lands, Dan Air, Hapag Lloyd, Istan- bul Áirline, NorthJet, Novair og Flugleiða. Öll væru þessi flugfélög í Evrópu og Asíu en 737-400 þotur í eigu bandarískra flugfélaga væru knúnar aflminni hreyfli en þotur framangreindra flugfélaga og vörð- uðu fyrirmæli FAA þær því ekki. Engir gallar fimdust í hreyflum Aldísar FLUGLEIÐIR tóku báðar Boeing 737-400-þotur sínar, Aldísi og Eydísi, úr notkun í fyrrinótt og hreyflar þeirra voru teknir til ná- kvæmrar skoðunar. Akvörðun um þetta var tekin í framhaldi af því, að breska flugmálastjómin lét i fyrradag kyrrselja allar slíkar flug- vélar í eigu breskra flugfélaga, vegna gmns um galla í hverfilblöðum hreyflanna. Lokið var við að yfirfara hreyfla Aldísar um hádegisbil i gær og höfðu engir gallar komið fram í þeim. í þremur tilvikum, sem vitað er um, hafa komið fram gallar í hverf- ilblöðum hreyfla 737-400-flugvéla, en þeir erú smíðaðir í Bandaríkjun- um og Frakklandi og settir saman í Frakklandi af fyrirtækinu SNECMA. Um síðustu helgi biluðu hreyflar tveggja slíkra flugvéla og kom í ljós að brotnað hafði af enda Jón R. Steindórsson; Aldrei orðið varirvið neitt óeðlilegt JÓN R. Steindórsson, yfirflug- stjóri hjá Flugleiðum, segir að flugmenn félagsins, sem flogið hafa Boeing 737-400 vélunum Aldísi og Eydísi, hafi aldrei orðið varir við neinn titring í hreyflunum eða ann- að sem gæti bent til að eitt- hvað væri í ólagi. „Við erum kannski ekki búnir að fljúga þessum vélum lengi en við höfum aldrei fundið fyrir einu eða neinu,“ sagði Jón. Hann sagðist að öðru leyti lítið geta tjáð sig um málið, en sagðist fagna því að til víðtækra örygg- isráðstafana og fyrirbyggjandi aðgerða væri gripið þegar upp kæmi galli í vélum af þessari tegund. „Þessi vél hefur auðvit- að verið í brennidepli allt frá British Midland-slysinu," sagði Jón. hverfilblaða. í framhaldi af því barst Flugleiðum skeyti frá fram- leiðendum hreyflanna, þar sem ráð- lagt var að beita ekki fullu afli hreyflanna. Að lokinni skoðunn á Aldísi á hádegi í' gær var Eydís tekin inn í skýli og var búist við að skoðun hreyfla hennar lyki í gærkvöldi. Hámarksþrýstiafl CFM-56-3C- hreyflanna í þotum Flugleiða og bresku flugfélaganna er 23.500 pund frá hvorum hreyfli. Framleið- andi ráðlagði í fyrradag að aflið yrði ekki meira en 22.000 pund og ætti þá að vera tryggt að ekki kæmu sprungur í hverfilblöðin. Að sögn Guðmundar Salbergssonar flugvirkja í viðhaldseftirliti Flug- leiða hefur afl hreyfla Flugleiðavél- anna verið takmarkað við þennan þrýsting. Hvorug vélanna hefur tilkynnmgu: Eftir að fyrri fréttatilkynning Flugmálastjórnar var send fjölmiðl- ,um í dag hefur eftirfarandi komið í ljós við frekari rannsókn málsins. Öll flugfélög sem nota Boeing 737-400 flugvélar hafa í gær og í dag verið að skoða hreyfla flugvéla sinna á sama hátt og Flugleiðir og reyndar notað svo mikið afl til þessa og segir Guðmundur að 22.000 pund séu vel yfir aflþörf þeirra við þau verkefni sem vélarnar sinna fyrir Flugleiðir. Hverfilblöðin, sem skoðuð eru, veita um 80% þess þrýstings sem hreyfillinn skilar til að knýja flug- vélina áfram. Blöðin eru 38 talsins í hvorum hreyfli, gerð úr títaní- umblöndu og kosta nálægt 450 þúsund krónum hvert. Hreyfill, eins og Flugleiðir eiga til vara í við- gerðaskýlinu á Keflavíkurflugvelli, kostar um 165 milljónir króna. Hverfilblöðin eru skoðuð með því að úðað er á þau ýmsum efnum, sem hafa þann eiginleika að þau smjúga inn í grennstu sprungur og þegar blöðin eru síðan sett undir sérstakt ljós, endurvarpa efnin birt- unni og kemur þá í ljós hvort sprungumyndun er í málminum. Sérþjálfaður flugvirki frá Flugleið- um leitar að sprungunum, en alls þarf fímm flugvirkja til að vinna allt verkið. Fulltrúi hreyfilframleið- andans fylgist með verkinu, en hann er staðsettur hér á landi næstu tvö árin ásamt fulltrúa Boeing-verk- eins og fram kom hafa flugmála- stjórn og Flugleiðir fylgst náið með framvindu þeirra mála og verið í nánu sambandi við flugmálastjórnir erlendis og framleiðendur. Ekkert hefur komið athugavert í Ijós á Boeing 737-400 flugvélum Flugleiða, en í ljós kom síðdegis við Morgunblaðið/Bjarni Hér sést á þann hluta hverfilblað- anna, þar sem hætta var talin á sprungumyndun. Á myndinni er bent á staðinn, þar sem hverfil- blöð brotnuðu í tveimur breskum þotum um síðustu helgi. skoðun hjá British Midland flugfé- laginu i Bretlandi sprunga í hreyf- ildiski og er unnið að frekari rann- sókn af breskum flugmálayfirvöld- um, flugfélaginu og framleiðendum. Með hliðsjón af því að gæta fyllsta öryggis hefur því verið ákveðið að bíða enn um sinn með að taka aftur í notkun Boeing 737-400 flugvélar Flugleiða, þótt ekkert hafi fundist athugavert við þær, þar til nánari upplýsingar liggja fyrir. Fréttatilkynning Flugleiða: Aætlunar- ferðir endur- skipulagðar FLUGLEIÐIR sendu í gærkvöldi frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu um stöðvun flugs með Boeing 737-400 þotum félagsins: Ákveðið hefur verið að bíða um sinn með að taka í notkun Boeing 737-400 flugvélar Flugleiða. Ekkert fannst athugavert við skoðun fýrri vélar félagsins á Keflavíkurflugvelli í dag, en í ljós kom síðdegis við skoð- un á einni 737-400 flugvél British Midland-flugfélagsins að sprunga fannst í hreyfildiski. Unnið er að frekari rannsókn af flugmálayfir- völdum í Bretlandi, framleiðanda vélarinnar og flugfélaginu. Þótt ekk- ert hafi fundist athugavert við skoð- un Flugleiðavéla í dag var því ákveð- ið að bíða með að taka vélamar á ný í notkun. Flugleiðir tóku báðar Boeing 737-400 flugvélar sínar úr notkun í nótt og ákváðu að hefja þegar í stað skoðun, sem framleiðendur vélana og flugmálayfirvöld ytra lögðu til að yrði gerð áður en þær lykju næstu fimmtán ferðum. Ekki var talin ástæða til að bíða með þá skoðun. Eins og að framan segir kom ekkert óvenjulegt í ljós. Misjafnt er hvemig haldið hefur verið á þessum málum hjá erlendum flugfélögum í dag. í Bretlandi voru allar 737-400 vélar stöðvaðar í gærkvöldi, en í Þýska- landi voru þær í flugi í dag og áttu að koma inn til skoðunar í kvöld. Nú er verið að vinna að endur- skipulagningu áætlunarferða félags- ins með það fyrir augum að röskun verði sem minnst. Ekki er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði á fluginu á morgun. Þó mun flugi til London í fyrramálið seinka til klukk- an 11.30, en vélin átti að fara klukk- an 8.05. Einnig verður seinkun á sólarlandaflugi til Palma og gert ráð fyrir brottför klukkan 19.00. Flugleiðir leggja ofurkapp á að tryggja öryggi í fluginu. Því verður fylgt út í æsar tilmælum flugmála- stjórna hér og í framleiðslulöndum flugvéla félagsins um skoðanir og úrbætur. smiðjanna. Fréttatilkynning Flugmálastj órnar; Náið fylgst með fimnvmdu mála UPP ÚR hádegi í gær sendi Flugmálastjórn frá sér fréttatilkynningu um að loftferðaeftirlitið hefði heimilað áframhaldandi flug Flugleiða með Boeing 737-400 flugvélum. Þremur stundum síðar hafði stofnun- in breytt þeirri ákvörðun og sendi hún þá frá sér eftirfarandi frétta- AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER MÁ KRISTINSSON Evrópuhöllin í Strassborg. Þar eru höfuðstöðvar Evrópuráðsins en einnig fundarstaður þings Evr- ópubandalagsins, Evrópuþingsins. Þessi staðreynd hefur orðið fólki endalaust tilefni til að rugla þessum tveimur ólíku stofnunum saman. Kosningar til Evrópuþingsins: 240 milljón kjósend- ur í tólf þjóðríkjum Ibúar evrópubandalagsins kjósa 518 fúlltrúa á þing bandalags- ins í Strassborg. Kosið er í fímm aðildarríkjum á fimmtudag en hinum sjö á sunnudag. Engin úrslit verða birt fyrr en kjörstöðum hefúr verið lokað á sunnudag. Þetta eru þriðju beinu kosningarn- ar til þingsins en áður sátu á þinginu fúlltrúar valdir af þjóð- þingum aðildarríkjanna. Á kjörskrá eru 240 milljónir kjósenda sem eiga kost á að velja á milli rúmlega 5.000 frambjóðenda af tæplegum 100 framborðslistum. Flestir listar eru tvöfaldir, þ.e. annars vegar er boðið fram í þingsæti og hins vegar eru boðnir fram varamannalistar. Þingmenn eru kosnir beinni kosningu til fimm ára i senn og umboð þeirra er hliðstætt því sem gerist með þingmenn á þjóðþingum, þ.e. þeir eru engu bundnir nema eigin sannfeeringu. Frakkland 81 688.321 Þýskaland 81 756.976 A Ireglugerð um kosningamar er kveðið á um fjölda þingmanna frá hverju ríki og skyldur þeirra. Samkvæmt reglunum er þing- mönnum óheimilt að gegna emb- ættum innan EB samhliða þing- mennsku og að sama skapi er þeim óheimil seta í efnahags- og félagsmálanefnd bandalagsins. Aðildarríkjunum er heimilt að setja ítarlegri reglur en þetta svo sem að banna þingmönnum á Evrópuþinginu setu á þjóðþing- um. í flestum aðildarrílq'anna er kosningin hlutfallskosning, en á Bretlandi er viðhaft sama fýrir- komulag og í þingkosningum, þarlendis. Þingmenn á Evrópu- þinginu hafa ekki samræmd launakjör heldur er samkomulag um að þeir njóti sömu kjar og þingmenn þjóðþinga heimalands- ins. Launamunur á þinginu er því umtalsverður eða allt að áttfaldur á milli þingmanna frá Portúgal, annars vegar og Vestur-Þýska- lands hins vegar. Þingmenn á Evrópuþinginu njóta þjóðhelgi á sama hátt og þingmenn á þjóð- þingum. Þingsætin 518 skiptast í hlut- falli við fólksfjölda á milli aðild- arríkja bandalagsins, að svo miklu leyti sem það er fært. Fæstir íbú- ar eru á bak við þingmenn frá Lúxemborg, 62.000 íbúar á bak við hvern þingmann, en flestir á bak við þingmenn frá Vestur- Þýskalandi, 757.000. Skipting þingsæta á milli aðildarríkjanna er þessi: Grikkland 24 416.667 Irland 15 235.934 Ítalía 81 708.630 Lúxemborg 6 62.000 Holland 25 588.600 Portúgal 24 427.917 Spánn 60 648.567 Bretland 81 703.914 Þátttaka í kosningum til Evr- ópuþingsins er mjög misjöfn eftir aðildarríkjum EB og endurspeglar áhuga almennings á málefnum bandalagsins. Ahúgaleysi §öl- miðla um starfsemi þingsins hefur alla tíð háð þingmönnum þegar að kosningum kemur. Þeir eru yfirleitt óþekktir eða hafa fallið í gleymsku á þeim fimm árum sem eru á milli kosninga. Af skiljanleg- um ástæðum sker Belgía sig úr hvað varðar kosningaþáttöku. í kosningunum 1984 kusu 92,2% þeirra sem kosningarétt höfðu í Belgíu, enda er þátttaka í kosningum skylda samkvæmt lögum að viðlagðri refsingu (fjár- sekt), Minnst hefur kjörsóknin verið Bretlandi, 32,6% árið 1984, en 52,3% Dana kaus í kosningum það árið. Meðalkjörsókn innan EB var árið 1984 61% en Portúgalir og Spánverjar kusu í fyrsta skipti til þingsins árið 1987. Evrópuþingið kemur saman í húsnæði Evrópuráðsins í Strass- borg sem hefur orðið fólki enda- laust tilefni til að rugla þessum stofnunum saman. Samkvæmt samkomulagi sem ráðherranefnd EB gerði hefur þingið aðsetur í þremur borgum. Þingfundir eru Strassborg, skrifstofur þingsins eru í Lúxemborg og skrifstofur þingmanna í Brussel. Á þessu arí kostar rekstur þingsins, laun þingmanna ekki talin með, rúmlega 24 milljarða íslenskra króna. A vegum þings- ins starfa 3.405 manns. Lang- stærsti útgjaldaliðurinn eru þýð- ingar. Allt sem fram fer á þing- fundum og nefndarfundum er þýtt viðstöðulaust á níu tungu- mál. Á þinginu skipta þingmenn sér í þingflokka eftir stjómmála- skoðunum en ekki þjóðerni. Þó eru á því undantekningar, t.d. þegar fjallað er um heimilisfang þingsins hafa þingmenn frá Frakklandi og Lúxemborg lagst einhuga gegn öllum hugmyndum um að flytja starfsemina til Bmss- el. Samkvæmt evrópsku einingar- lögunum hefur þingið orðið um- talsverð áhrif á tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar og ákvarð- anir ráðherranefndanna. Á þing- inu er gott samkomulag um það að þingið sé eina stofnun EB sem hafi lýðræðislegt umboð til ákvarðana og mikill áhugi er á því meðal þingmanna að afla þinginu umboðs til lagasetningar. Vert er að hafa í huga að stjórn- skipan Evrópubandalagsins er miðuð við sex aðildarríki og ýmis- legt bendir til þess að fyrirkomu- lagið henti tólf ríkjum illa og full- yrða má að það gengur ekki upp með sextán aðildarríkjum. Það virðist þess vegna líklegt að vegur Evrópuþingsins fari vaxandi í framtíðinni. Umræða um skort á lýðræði innan EB hefur farið vaxandi síðustu ár og bent er á þá þver- sögn sem felst í því að ráðherra- nefndirnar, sem eiga að bera lýð- ræðislega ábyrgð, hafa mest graf- ið undan lýðræðislegum aðferðum við ákvarðanir með pukri og leynd. Þegnar bandalagsins, þing og embættismenn standa iðulega frammi fyrir gerðum hlut. Fá- mennur hópur ráðherra, ráðgjafa þeirra með fulltingi framkvæmda- stjórnar EB, gera út um mál á næturlöngum lokuðum fundum. Því er haldið fram að eina leiðin út úr þessum ógöngum sé að efla Evrópuþingið og fela því löggjaf- arvald og bein áhrif á samsetn- ingu framkvæmdastjórnarinnar. Land þingsætiíbúar á bak við haldnir í hvertþingsæti. Belgía 24 411.500 Danmörk 16 320.563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.