Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 2
2 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 VEITT Á hveiju sumri hittist hópur fólks í veiði í Elliðaám, þar á meðal núverandi og fyrrverandi borgar- stjórar Reykjavíkur. Þessi mynd yar tekin þegar hópurinn var að hefja veiðar í gærmorgun. Frá vinstri: Davíð Oddsson, borgar- stjóri, Vala Thoroddsen, ekkja dr. Gunnars Thoroddsen, fyrr- verandi borgarstjóra, Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, Jón G. Tómasson, borgarritari, Egill Skúli Ingi- bergsson, fyrrverandi borgar- stjóri, Erna Finnsdóttir, eigin- kona Geirs Hallgrímssonar, Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borg- arstjóri og Guðmundur Hólm- steinsson, tengdasonur Völu Thoroddsen. Félag íslenskra fískmjölsframleiðenda: FÉLAG islenskra fiskmjölsframleiðenda telur fiskmjölsframleiðendur þurfa að greiða tvisvar sinnum hærra vörugjald í ha&arsjóði vegna ny'öl- og lýsisútflutnings en eðlilegt geti talist. Mismunurinn er um 20 milljónir á þessu ári ef útflutningurinn verður svipaður og í fyrra, að sögn Jóns Olafssonar framkvæmdastjóra félagsins. ÍELLIÐAÁM Morgunblaðið/Þorkell Islenska úthafs- veiðifélagið: Andri I til vinnslu eft- ir 8 vikur ISLENSKA úthafeveiðifélagið hef- ur skráð verksmiðjuskip sitt hér- Iendis. Hlaut það nafiiið Andri I og einkennisstafina BA-190. Skip- ið, sem er 1130 brúttórúmlestir mun hefja vinnslu afla við Alaska eftir átta vikur. orbjöm Jónsson starfsmaður félagsins segir að skipið sé nú statt í Hull og verði þar næstu átta vikumar í þurrkví. Þar verður það undirbúið undir vinnsluna og m.a. sett í það ný fiskvinnslulína. Fyrir liggur að allir yfirmenn skipsins, og þeir sem ábyrgð bera um borð, verða íslenskir en áhöfnin að öðru leyti erlend. Sennilega mun hópur pólveija sjá um vinnsluna á fisknum um borð. Allverulegt gengissig - segir sjávarút- vegsráðherra „Það er Jóni Ingvarssyni ljóst sem öðrum að það hefur átt sér stað allverulegt gengissig," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, aðspurður um um- mæli Jóns Ingvarssonar, formanns stjórnar SHI Morgunblaðinu í gær þess efiiis að staða frystingarinnar fari versnandi og það sé mikil skammsýni af hálfii stjórnvalda að draga aðgerðir á langinn. Halldór sagðí að samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar væri tapið ekki jafn mikið og kæmi fram í frétt- inni en þar er halli frystingarinnar sagður að mati Samtaka fískvinnsl- unnar 4,5%. Tölur frá Þjóðhagsstofn- un liggi ekki fyrir, en áætla rpegi að samkvæmt matí hennar sé hallinn að minnsta kosti 2,5%. „En það þarf að standa við þær yfirlýsingar sem voru gefnar og ég vænti þess að það verði gert,“ sagði Halldór. Fangaprestur kærir úrskurð F AN G APRESTUR þjóðkirkjunn- ar hefúr ákveðið að kæra til Hæstaréttar úrskurð Sakadóms í ávana-og fíkniefnamálum. Lagði hann inn kæruna í gær- morgun. Venja er að Hæstiréttur taki slíkar kærur fyrir svo fljótt sem kostur er. Sakadómur úrskurðaði á föstu- dag að fangaprestinum væri óheimilt að hitta þijá gæslufanga sem nú sitja inni vegna rannsóknar á umfangsmiklu kókaínsmygli til landsins. Grunur lék á að presturinn hefði borið boð á milli fanganna, en hann hefur neitað því. Nauðgun kærð til lögreglu Rannsóknarlögregla ríkisins er nú með nauðgunarmál til rann- sóknar. Sá sem talinn er valdur að verknaðinum er í haldi en atburðurinn mun hafa átt sér stað í heimahúsi hans eftir dans- leik aðfaramótt Iaugardagsins. Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins staðfesti í samtali við Morgunblaðið að um- rætt mál væri til meðferðar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Af útflutningi á mjöli og lýsi eru greidd hafnargjöld samkvæmt 2. flokki vörugjaldskrár samgöngu- ráðuneytisins en af þessum vörum ætti í langflestum tilfellum að greiða hafnargjöld samkvæmt 1. flokki gjaldskrárinnar, að sögn Jóns. Fyrir hvert tonn af vörum í 1. flokki skal greiða 77 króna vörugjald en 161 krónu fyrir tonnið í 2. flokki, sam- kvæmt gjaldskrá frá 7. mars. Sasnkvæmt vörugjaldskrá sam- gönguráðuneytisins, frá 3. desember 1986, voru í 1. flokki vörur fluttar í lausu máli í miklu magni, meira en 100 tonn í farmi, til dæmis bensín, brennsluolíur, kol, laust kom, salt, vikur og sement. I 2. flokki voru þungavörur, svo sem sekkjavörur, óunnið jám og stál, útgerðarvörur, smumingsolíur, sjávarafurðir, land- búnaðarafurðir, iðnaðar- og bygg- ingavörur, pökkuð og niðursoðin matvæli og ávextir. Jón Ólafsson segir að afurðir físk- mjölsverksmiðja séu undantekninga- lítið fluttar út þannig að mjöl sé sent í lausu máli í þar til gerðum lestum og meira en 100 tonn í hveijum farmi. Hið sama eigi við um lýsi. Jón segir að túlkun hafnarsjóða á vöru- gjaldsskránni hafi verið mismunandi. Sumir þeirra hafi sett útflutning físk- mjölsframleiðenda í 1. flokk. Aðrir hafi einungis sett lý í þann flokk en flestir hafi sett bæo. ';öl og lýsi í 2. flokk, trúlega vegna þes. * sjáv- arafurðir hafí verið í þeim floa. „Til að fyrirbyggja þessa rangtúlk- un hafnarsjóða, og að allir sætu við sama borð í niðurröðun flokka eftir framleiðslu, benti Félag íslenskra fískmjölsframleiðenda samgöngu- ráðuneytinu á það árið 1987 að rétt væri að bæta ósekkjuðu fískmjöli og búklýsi við upptalningarliði í 1. flokki," segir Jón. Hann segir ráðu- neytið hafa leitað umsagnar Hafna- sambands sveitarfélaga, sem hafí beint því til ráðuneytisins að fella út skilgreininguna á 1. flokki og láta einungis upptalninguna standa eftir. „Félagið fékk engar upplýsingar um málið fyrr en ný gjaldskrá, sem tók gildi 1. febrúar 1988, hafði verið undirrituð af ráðherra," segir Jón. „Þá kom í ljós að ráðuneytið hafði í einu og öllu farið að vilja Hafnasam- bandsins og girt var fyrir að afurðir fískmjölsframleiðenda lentu í 2. flokki gjaldskrárinnar. Áður en ný gjaldskrá var gefín út í mars benti Félag íslenskra fiskmjölsframleið- enda samgönguráðherra á þessi vinnubrögð án nokkurra viðbragða af hans hálfu,“ segir Jón Ólafsson. Bak við luktar dyr Ríkisskattanefhd vinnur störf sín í kyrrþey DYRNAR að skrifstofiinni eru lokaðar og hringja þarf dyrabjöllu til að komast í samband við einhvern innan við. Símsvari verður til svars, ef hringt er, og vísar á símatíma klukkan 14 til 16 virka daga. Þannig birtist ásýnd þessa fyrirbæris, sem oftast er fremur hljótt um, en hefiir komist í sviðsljósið í atburðum síðustu daga: Ríkisskattanefndar. Fyrirtækjum var lokað vegna söluskatts- skulda og forsvarsmenn sumra þeirra voru ekki par ánægðir, vísuðu til þess að skuldin væri umdeild og deilan til meðferðar hjá ríkisskattanefiid. Hér verður ekki rýnt í deilumar, heldur skoðuð þessi stofhun, sem hefúr það hlutverk að vega réttmæti skattheimtunnar þegar deilur koma upp. Fjármálaráðherra skipar sex menn í ríkisskattanefnd og hefur nefndin aðsetur í Reykjavík og skulu tveir nefndarmanna hafa nefndarstörfin að aðalatvinnu ... Fjármálaráðherra skipar annan þessara manna formann nefndar- innar, en hann skal fullnægja skilyrðum til að vera skipaður héraðsdómari. Aðrir nefndar- menn skulu hafa lokið prófi í lögfræði, hag- fræði eða við- skiptafræði, vera löggiltir endurskoðendur eða hafa aflað sér sérmenntunar í skattakerfi og skattamálum." Þannig segir í fyrstu málsgrein 89. greinar skattalaga um ríkis- skattanefnd. Þar segir ennfremur: „Ríkisskattanefnd skal vera óháð- ur úrskurðaraðili í ágreiningsmál- um um ákvörðun skattstofna og skatta eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ 100. grein, og hluti nokkurra annarra greina sama lagabálks, §alla síðan nánar um hlutverk þessarar nefndar. Það er engin tilviljun eða sér- viska sem veldur því, að þessi stofnun er svo lokuð, sem lýst var hér í upphafi. Lögin kveða skýrt á um að allt starf nefndarinnar skal vera í trúnaði og eng- ar upplýsingar má gefa um emstök verk- efni hennar. Það þýðir, að þeir sem hafa mál sín til með- ferðar hjá ríkisskattanefnd eiga að geta treyst því, að þau fari ekki í hámæli, né nokkrar þær upplýsingar sem tengjast þeim. Hvað fer þá fram á bak við hinar lokuðu dyr? Ríkisskatta- nefnd er eins konar dómstóll. Hún úrskurðar í deilum um skatt- greiðslur og er næsta stig fyrir ofan skattstjóra. Það þýðir, að ef málsaðilar, það er skattgreiðandi annars vegar og skatteigandi sem er ríki eða sveitarfélag hins veg- ar, una ekki úrskurði skattstjóra um álagningu, þá er máli skotið til ríkisskattanefndar. Málsaðilum er heimilt að flytja mál sitt fyrir nefndinni og fer sá málflutningur eftir sömu reglum og málflutning- ur fyrir héraðsdómi. Hafí skatt- greiðandi brotið gegn skattalög- um af ásetningi eða með vítaverðu hirðuleysi, til dæmis með því að draga undan skatti, er það refsi- vert samkvæmt 107. grein skatta- laganna. Ríkisskattanefnd úr- skurðar sektir í þeim tilvikum. Rannsóknarlögreglan fer með frumrannsókn sakamála og skatt- rannsóknarstjóri getur vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, einnig að ósk söku- nauts. Megin munurinn á því hvort mál er rannsakað af ríkis- skattanefnd eða opinberum rann- sóknaraðilum, er sá, að úrskurði ríkisskattanefnd er niðurstaðan, sem og rannsóknin öll, trúnaðar- mál, annars opinbert mál og þar með hægt að gera öllum almenn- ingi grein fyrir því. Úrskurður ríkisskattanefndar er endanlegur hvað varðar upp- hæð skattsins sem úrskurðað er um. Hins vegar er hægt að skjóta úrskurði nefndarinnar til dóm- stóla og ijalla þeir þá um hvort skylt hafi verið að leggja skattinn á. Ef dómstóllinn dæmir að svo sé, þá gildir álagningin sem ríkis- skattanefnd úrskurðaði, ef dóm- stóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að leggja skattinn á, þá fellur skuldin niður. Sök sem leiðir af skattalaga- brotum fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar, „.. . enda verði ekki óeðlilegar tafír á rann- sókn máls eða ákvörðun refsing- ar,“ segir í lögunum. Heimildar- maður Morgunblaðsins, sem hefur Iengi starfað við skattrannsóknir, segi<-t ekki vita nein dæmi þess, að m hafi dagað uppi í ríkis- skattam .,id, þótt dæmi séu til um slys annars staðar í skattakerfinu sem valda því að mál fymast. Sexmenningamir í ríkisskatta- nefnd hafa ærinn starfa að jafn- aðf við að úrskurða í stóram mál- um og smáum. Venjulega koma til úrskurðar nefndarinnar þúsund til tólf hundruð mál á ári hverju, getur þó munað einu til tveimur hundraðum til eða frá. Nálægt þrem fjórðu hlutum era smávægi- leg mál og fljótafgreidd. Hin era viðameiri og sum fírnamikil. Þess era dæmi að í einu og sama mál- inu sé rannsóknarskýrsla ein og sér upp á nokkur hundrað blaðsí- ður og þá er ótalinn stafli fylgi- skjala og vinnugagna sem pæla þarf í gegnum. Ríkisskattanefnd er eins konar dómstóll, eins og fyrr sagði. Það veldur því, að hún tekur til sinna kasta umtalsverðan hluta deilu- mála, sem annars kæmu fyrir al- menna dómstóla og léttir sem því nemur á dómskerfinu. Nefndin er sjálfstæð gagnvart öðrum stofn- unum og heyrir beint undir yfírráð fjármálaráðherra og gerir honum árlega grein fyrir starfsemi sinni í skýrslu. BAKSVID eftir Þórhall Jósefsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.