Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 ERLENT INNLENT Magnús Thor- oddsen víki úr embætti BORGARDÓMUR ákvað í byijun vikunnar að Magnús Thoroddsen skyldi vílqa úr embætti hæstarétt- ardómara, þar sem hann hafí með kaupum á 2.160 flöskum af áfengi á kostnaðarverði árin 1987 og 1988 rýrt svo álit sitt siðferðilega að hann megi ekki gegna embætti. Hins vegar taldi dómurinn að dómsmálaráðherra hafí ekki verið heimilt að víkja Magnúsi úr emb- ætti um stundarsakir og skerða laun hans um helming meðan dóms var beðið. Var ríkissjóður því dæmdur til þess að greiða þau laun sem hann hefur misst frá brottvikn- ingu, 388 þúsund krónur auk vaxta. Magnús Thoroddsen hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Forsætisráðherra Finna í heimsókn Harri Holkeri, forsætisráðherra Finna, kom í opinbera heimsókn til íslands á mánudag. Hann átti viðræður við Steingrím Hermanns- son, forsætisráðherra, snæddi há- degisverð á Bessastöðum í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, heimsótti Þingvelli, Geysi og Gullfoss, auk annars. Forsætisráðherrann fór héðan af landi brott á fimmtudag. Hagvirki opnað á ný Skrifstofur Hagvirkis voru opnaðar seinni- part þriðjudags- ins eftir að hafa verið lokaðar frá því fyrir helgi vegna meintra söluskattsskulda. Ólafur Ragnar Grímsson, ijármálaráðherra, ákvað að óska eftir að ríkisskattanefnd flýtti úrskurði í máli Hagvirkis og •tveggja annarra fyrirtækja sem greindu á um söluskattsskuldir. Urskurðarins er að vænta 14. júlí. Loflti Kjarvalsstaða ekki breytt Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar í máli Reykjavíkurborg- ar gegn Hannesi Kr. Davíðssyni, arkitekt, um að lögbann við breyt- ingum á lofti Kjarvalsstaða skuli vera áfram í gildi. Stjóm Kjarvals- staða hefur viljað breyta loftinu og talið að það dragi athyglina frá myndverkum í sýningarsölum og hafi slæm áhrif á lýsingu. Nýr samningur við Aldi Sölustofnun lagmetis hefur gert nýjan samning við vestur-þýsku verslunarkeðjuna Aldi-Nord um sölu á niðursoðinni rækju að verð- mæti 230 milljónir króna. Viðskipti við Aldi-Nord hafa aldrei lagst al- veg af þrátt fyrir andóf grænfrið- unga. Engin sala hefur hins vegar verið til Aldi-Sod eftir mótmæli grænfriðunga. Farmenn boða yfirvinnubann Farmenn hafa boðað yfírvinnu- bann frá og með miðvikudeginum 5. júlí, hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Talsmenn kaupskipaútgerðanna upplýsa að ef yfirvinpubannið komi til fram- kvæmda muni það hafa tafír og kostnaðarauka í för með sér. Kaup á Útvegsbankanum formlega staðfest Fimm hundnið starfsmenn Út- vegs-, Alþýðu-, Verslunar-, og Iðnaðarbanka komu saman á Kjarvalsstöðum á fimmtudag og . fögnuðu undirrit- un samnings um • kaup þriggja síðamefndu ban- kanna á hlut ríkisins í Útvegs- bankanum. Yfírskrift samkomunn- ar var: „Við eigum samleið". ERLENT Bylting hers- ins í Súdan Her Súdans, stærsta ríkis Afríku, steypti stjóm landsins af stóli á aðfaranótt föstudags og náði höfuðborginni Kartúm á sitt vald. Herforingi, Omar Hassan að nafni, kom fram fyrir hönd hersins og sakaði stjómvöld um að bregðast þjóðinni. Mánuðum saman hefur mikil ókyrrð verið í Súdan og her og ríkisstjóm hafa deilt um hvemig binda ætti enda á borgarastyijöldina í suðurhluta landsins. Málamiðlun um EB-gjaldmiðil Á leiðtogafundi Evrópubanda- lagsins náðist á þriðjudag mála- miðlun um að stíga fyrsta skrefið í átt til sameiginlegs seðlabanka og gjaldmiðils fyrir öll EB-ríkin. Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, hef- ur lagst gegn einu peninga- kerfí í banda- laginu og kom til nokkurra orðahnippinga milli hennar og Francois Mitterrands Frakk- landsforseta á leiðtogafundinum. Er niðurstaða fundarins túlkuð sem sigur fyrir sameinaða Evr- ópu. Nýr flokksleiðtogi í Kína Jiang Zemin, borgarstjóri Shanghai, var kosinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins á fundi miðstjórnar um síðustu helgi. Um leið var tilkynnt opin- berlega að Zhao Ziyang, fyrrum aðalritari, hefði verið sviptur nær öllum vegtyllum. Zhao sást síðast á almannafæri 19. maí síðastlið- inn þegar hann reyndi að fá náms- menn til að láta af andófsaðgerð- um á Torgi hins himneska friðar. Síðar í vikunni bárust þær fréttir frá Kína að hafin væri mikil per- sónudýrkun á Deng Xioping, hin- um aldna leiðtoga Kína, svo minnti á upphafningu Maos Ze- dongs forðum. Kviknar í sovéskum kjarnorkukafbáti Aðfaranótt mánudags kviknaði í sovéskum kjamorkukafbáti skammt norður af Noregi. Sovét- menn viður- kenndu að kjamavopn hefðu verið um borð í kafbátn- um en engrar óeðlilegrar geislavirkni hefur orðið vart á slysstað. Orsök slyssins er talin sú að kælivatnspípa hafí brostið í öðmm kjamakljúf bátsins. Kafbáturinn sem er af gerðinni Echo-2 var dreginn til hafnar í Severomosk á Kólaskaga. Er þetta þriðja sovéska sjóslysið við Noregsstrendur á jafn mörg- um mánuðum. Austurríki sækir um aðild að EB Þing Austurríkis samþykkti á fimmtudag að landið sækti um aðild að EB. Langur tími getur liðið áður en umsóknin verður tekin fyrir en verði hún samþykkt þá fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Austurríki um aðildina. Valdaránið í Súdan: Dregnr úr neyðarhjálp Kairó. Abu Dhabi. Reuter. DREGIÐ hefur úr flutningi hjálp- argagna til suðurhluta Súdans eft- ir valdarán hersins á föstudag vegna þess m.a. að flugumferð er bönnuð, að sögn starfsmanna Sam- einuðu þjóðanna í Nairobi í Kenýa. Ekki hafa borist fregnir um átök í stríðshijáðum héruðum Suður- Súdans frá því 1. maí er súdansk- ir skæruliðar lýstu yfir vopnahléi í átökum við stjórnarherinn til að greiða fyrir neyðarflutningum. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa áður spáð því að hungur- dauði vofði yfir 100.000 manns ef matvælaflutningar stöðvuðust til landshlutans. Stjómmálaskýrendur eru ekki á einu máli um hver framvinda mála í Súdan verði og hveijum aug- um eigi að líta valdaránið sem fór fram án blóðsúthellinga. Sendimenn vestrænn ríkja sem fréttaritari Reut- ers-fréttastofunnar talaði við spá því að hermenn í stjórnarhemum hlið- hollir Sadeq al-Mahdi, fyrrum for- sætisráðherra, snúist gegn Omar Hassan al-Bashir og hans mönnum. Aðrir benda á að ráðherrann hafí sýnt undanfarin ár að hann sé gjör- samlega ófær um að glíma við hin fjölþættu vandamál landsins. Bylt- ingarforinginn Omar hljóti því að njóta víðtæks stuðnings. „Bróðir minn verður varla lengi við völd því hann er laus við alla pólitíska metorðagimd," sagði Mo- hammed Hassan al-Bashir í samtali við Reuter um bróður sinn, Omar, sem leiddi byltinguna á föstudag. Omar studdi að hans sögn valdarán hersins árið 1985 og er mikill aðdá- andi Abduls Swareddahabs hers- höfðingja sem tók þá við völdum og hélt þeim í eitt ár. „Bróðir minn hefur ekki nein tengsl við nokkum flokk né nokkurt erlent ríki. Hann vildi einungis bjarga landinu frá efnahagslegu og pólitísku hmni,“ sagði Mohammed ennfremur. Omar er fæddur árið 1944 í þorpi í norður- hluta Súdans. Reuter Torgið opnað fyrir útvalda Hermenn rölta um Torg hins himneska friðar í Peking. Rauðir fánar blakta við hún í tilefiii 68 ára afmælis kínverska kommmúni- staflokksins, sem var í gær. Torgið hefur verið lokað almenningi undanfarnar vikur en var opnað útvöldum hópum ft'á og með gærdeginum. Urslit EB-kosninganna í Danmörku: Osigur Ihaldsflokksins getur reynst Schliiter afdrifaríkur •• i/ o • EINSTAKLEGA léleg kjörsókn og afliroð íhaldsflokksins er það sem helst vekur eftirtekt þegar úrsiit dönsku kosninganna til þings Evrópubandalagsins (EB) eru metin. Kjörsóknin var aðeins um 46%, mun lélegri en í EB-kosningunum 1984. Danir hafa 16 sæti á þinginu. Stuðningsmönnum aðildar Danmerkur að EB fjölg- aði um einn í þingliðinu og Berlingske Tidende sló því föstu í forystugrein að raunveruleg andstaða væri úr sögunni. Blaðið var hins vegar ekki í vafa um mikilvægustu ályktunina sem draga mætti af kosningaúrslitunum og fádæma lélegri kjörsókn. Blaðið sagði þingmenn EB sjálfa bera ábyrgð á litlum áhuga kjósenda í Danmörku og fleiri aðildarríkjum. Iforystugrein Berlingske Tid- ende sagði að lengi hefði það verið svo að áhugi EB-þingmanna virtist því meiri á málefnum sem mikilvægið væri minna. „Ef Evr- ópuþinginu á að takast að breyta þeirri ímynd sem það hefur skap- að sér sjálft verður það að takast í meira mæli á við grundvallarmál Evrópusamstarfsins. Það verður að ýta til hliðar smærri atrið- um ... Þingið er mikilvægara en svo að kjósendur geti leyft sér að nota Evrópu- kosningarnar til að veita sitjandi ríkisstjórnum aðvörun án þess að þurfa að ótt- ast afleiðingarn- ar,“ sagði í forystugreininni. Að þessu sinni fengu íhalds- menn Pouls Schliiters forsætis- ráðherra aðeins tvö sæti, höfðu flögur. Venstre, flokkur Uffe Elle- manns-Jensens utanríkisráð- herra, fékk flest atkvæði borgara- flokkanna og þijú þingsæti. Þjóð- arhreyfingunni gegn EB hafði verið spáð hruni en það fór á annan veg; hreyfingin hélt fjórum þingsætum sínum. Helsti sigur- vegari kosninganna var flokkur Mið-demókrata sem fékk tvo þingmenn, hafði einn. Jafnaðar- menn bættu mjög hlut sinn frá kosningunum 1984 og fengu nú fjögur þingsæti en höfðu þijú. Það hefur vakið athygli að þeir flokkar sem unnu á eiga það sameiginlegt að styðja eindregið Evrópusam- starfíð eða hafa dregið úr and- stöðu sinni. íhaldsmenn þóttu, að dómi Evrópusinna, beina athygl- inni um of að innanlandsmálum Dana í kosningabaráttunni. „Við gerðum okkur vonir um vinsamlegt klapp á bakið frá kjós- endum en fengum í staðinn löðr- ung,“ sagði Hans Engell, talsmað- ur íhaldsmanna á þingi. Poul Schluter, formaður flokksins og forsætisráðherra minnihluta- stjómar íhaldsflokksins, Venstre og Radíkala, sagði fyrir kosning- amar að nú gætu kjósendur sýnt hug sinn til stefnu stjómarinnar, á sama hátt og í sveitarstjórnar- kosningum. Schliiter hefur ástæðu til að iðr- ast þessara um- mæla. SkattatiIIögur stjómarinnar vom þemað í kosningaslagorðum íhaldsmanna, herópið var: „Kjósið lægri skatta!“ Ljóst er að þetta hreif ekki kjósendur og Schliiter viðurkenndi að úrslitin væm ósig- ur fyrir flokkinn. „Það getur ver- ið að við höfum sýnt of mikla varkámi í umræðunni um samein- ingarmál EB og öðmm stórmál- um. En árangurinn var einnig lé- legur vegna slakrar kosningabar- áttu og röðunar á lista. Frambjóð- endurnir vom hvorki nógu sterkir né þekktir," sagði Schluter. Leiðtogar íhaldsmanna líta málið alvarlegum augum. Flokk- urinn hefur misst fylgi í tveim síðustu þjóðþingskosningum og eftir fímm mánuði verða sveitar- stjórnarkosningar. Stjórn Schlut- ers á nú í samningaviðræðum við stjórnarandstöðuna, fyrst og fremst jafnaðarmenn, og helstu hagsmunasamtök landsins um aðgerðir í efnahagsmálum og hef- ur hún lagt fram byltingarkennd- ar tillögur. Boðuð er umf angsmik- il lækkun ríkisútgjalda ásamt skattalækkunum, ekki síst handa fyrirtækjum. Svend Auken, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, segir að Schluter standi nú mun verr að vígi en fyrir áfallið í EB- kosningunum. Innan stjómarinn- ar er samvinnan auk þess ekki traustari en svo að Radikalar voru í kosningabandalagi með jafnað- armönnum í EB-kosningunum. Uppskeran var engin til handa Radikölum en atkvæði þeirra voru Auken og félögum hans nokkur búbót. Venstre hefur nú styrkt stöðu sína f baráttunni við íhaldsmenn um forystu borgaraflokkanna. Talið er að samningamenn Vens- tre vilji harða stefnu og litlar til- slakanir gagnvart jafnaðarmönn- um í samningunum um efnahags- umbætumar. Margt getur því orð- ið til að bregða fæti fyrir umbylt- ingarhugmyndirnar og renni þær út í sandinn getur það merkt endalpkin á valdaferli Schluter- stjórnarinnar. BAKSVID Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.