Morgunblaðið - 02.07.1989, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUÚBLÁÐÍÐ buNNUDAÓ'tíá' 'Í.
Svipmynd
eftirHjört Gíslason
er drengur góður og góður til
samstarfs á öllum sviðum."
Guðjón er fæddur að Stakka-
nesi við ísafjarðarkaupstað árið
1944 og ólst hann upp við störf
GUÐJÓN A. Kristjánsson er einn þeirra, sem mest ber á í íslenzk-
um sjávarútvegi. Hann er fengsæll og farsæll skipsljóri á skuttog-
aranum Páli Pálssyni frá Hnífsdal, hann er sömuleiðis áberandi
sem forseti Farmanna- og fiskimannasambands Islands og hann
er einn þeirra, sem deilir hvað mest á kvótakerfið, þó hann hafi
á sínum tíma samþykkt að beygja sig undir það. Guðjón er mik-
ill baráttumaður, en jafiiframt góður samningamaður. Þó hann
hafi ákveðnar skoðanir og frelsi til athafiia sé honum heilagt fer
hann að staðreyndum og nauðsynlegum takmörkunum. En honum
þykir það sárt.
Kristján Ragnarsson, fram- ^■■■■■■■^^■■■■■B
kvæmdastjóri LÍÚ, er gjör-
kunnugur Guðjóni: „Við höfum
tekizt á í kjarasamningum milli
sjómanna og útgerðarmanna, ver-
ið samheijar við fiskverðsákvarð-
anir og unnið saman í nefnd um
mótun fiskveiðistefnunnar," segir
Kristján. „í kjarasamningum er
hann eindreginn talsmaður um-
bjóðenda sinna. Hann gjörþekkir
aðstæður þeirra af eigin starfí
sem skipstjóri, er
kjarkmikill og þorir
að taka ákvarðanir
og standa og falla
með þeim. Það er
hægt að treysta því,
sem hann segir,
hvort sem það er í
formlegum eða
óformlegum viðræð-
um og það skiptir
miklu máli.
Það sama má
segja, um starf hans
innan Verðlagsráðs
sjávarútvegsins.
Hann á auðvelt með
að átta sig á reikn-
ingslegum stærðum
og er tilbúinn til að
taka ákvarðanir á
þeim grunni. Hann
skýtur sér ekki und-
an ábyrgð, þó það
geti kostað hann
töluvert stríð. Hvað
varðar mótun fisk-
veiðistefnunnar, finnst mér hann
markast um of af sjónarmiðum
skipstjórans. Hann segir að fisk-
veiðamar séu ekkert skemmtileg-
ar lengur, manni sé ekki aðeins
skammtaður heildarafli, heldur
einnig afli í hverri veiðiferð. Guð-
jón hefur vegna þessa lagt of
mikla áherzlu á sóknarmarkið og
ráðið þar of miklu. Ánægja hans
af fiskveiðunum, aflamannseðlið
ræður þama of miklu, en hann
Guðjón kann vel við sig við stjomvölmn,
hvort sem það er á láði eða legi.
til sjávar og sveita enda segist
hann vera mikið náttúrabam. Sjó-
mennsku hóf hann á handfæram
15 ára gamall og við sjóinn hefur
hann haldið sig til þessa þó félags-
málin taki æ meiri tíma. 1975
varð hann formaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Bylgjunn-
ar á Vestfjörðum, 1983 varð hann
forseti FFSÍ og á þessum áram
hefur hann setið á Fiskiþingi og
í ráðgjafamefnd um stjómun físk-
veiða. Guðjón sat á Fiskiþingi,
þegar kvótakerfið var samþykkt,
og var honum það óljúft í meira
lagi að taka þátt í þeirri sam-
þykkt, en taldi sig, miðað við að-
stæður, ekki geta skorazt undan
því að reyna þessa leið til að
bæta stjómun fiskveiða. Þorsk-
stofninn var þá að hruni kominn.
Guðjón hefur reynt fyrir sér í
pólitíkinni, en náði takmörkuðum
árangri í prófkjöri sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum fyrir
síðustu alþingiskosningar. Ýmsir
telja að Guðjón eigi eftir að fara
á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
V estíj arðakjördæmi.
Einn „andstæðinga“ Guðjóns
innan fískvinnslunnar ber honum
líka vel söguna. Hann segir Guð-
jón koma sér fyrir sjónir sem
mikill veiðimaður. Hann horfí
gjarnan á málin út frá því sjónar-
miði að grípa beri gæsina, þegar
hún gefst. Þess vegna hætti hon-
um til að vilja afgreiða málin full
hratt, sé eiginlega um of markað-
ur af skiþstjórninni og vilji á
stundum ráða of miklu. Hann virki
sem mjög harður baráttumaður,
en sé í reynd mun Iunknari samn-
ingamaður en margir telji. Hann
sé ágætlega greindur og komist
vel frá verkefnum sínum. Umfram
allt sé hann hreinskiptinn. „Ég tel
engan vafa á því að Guðjón eigi
eftir að fara út í pólitík og ná
árangri á því sviði. Honum er
farin að leiðast sjómennskan í
kvótakerfinu og blóðlangar í
pólitíkina. Eiginleikar hans ættu
að nýtast vel á þessu sviði og
hann verður vafalaust skeleggur
baráttumaður byggðarlags síns
og sjómannastéttarinnar," segir
þessi maður.
Guðjón er vel liðinn innan sjó-
mannastéttarinnar enda nýtur
hann óskoraðs trausts félaga
sinna innan FFSÍ. Undirmenn
hans lýsa honum sem kappsöm-
um, en vandvirkum yfirmanni.
Hann velti hlutunum meira fyrir
sér en margir aðrir og hafi kynnt
sér aflasögu síðustu áratuga út í
hörgul. Á þeirri þekkingu, meðal
annars, byggi hann þá skoðun
sína að kvótakerfið sé ónauðsyn-
legt. Andúð hans á kerfínu ský-
rist ekki engöngu af veiðimann-
seðlinu, sem markar þó svo mikið.
Frá einni útihátíðanna í fyrra.
Fáar útihátíðir
um verzlunar-
mannahelgina
ÓVÍST er hvort nokkur skipulögð útihátíð verður um Verzlun-
armannahelgina, þar sem leyfilegt verður að hafa áfengi um
hönd, nema þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá sýslumannsembættum víðs vegar um landið hefiir
nú, mánuði fyrir verzlunarmannahelgi, ekki verið veitt leyfi
fyrir neinum útihátíðum nema bindindismótinu í Galtalækjar-
skógi og þjóðhátíð í Eyjum.
Ifyrra voru unglingahátíðir á
Melgerðismelum í Eyjafirði og
í Atlavík, sem hvorag gekk vel og
hefur ekki verið sótt um leyfi fyr-
ir hátíðum á þessum stöðum í ár.
I Bjarkalundi var fjölskylduhátíð
í fyrra en að sögn Stefáns Skarp-
héðinssonar sýslumanns hefur
embættið ekki heyrt af því að
áform séu um að endurtaka hana.
í Vík í Mýrdal hefur verið haldin
fjölskylduhátíðin Vík og er enn
ekki ljóst hvort af henni verður í
ár.
Leitað hefur verið til sýslu-
mannsembættisins í Snæfells- og
Hnappadalssýslu um leyfi til að
halda útihátíð á Kaldármelum, en
ekki verður fjallað um það mál
fyrr en eftir helgi. „Það er alveg
óvíst að það verði nokkur hátíð
Félag skólaslgóra og
yfirkennara:
Mótmælir skert-
um framlögum
til menntamála
Sljórnarfúndur Félags skóla-
stjóra og yfirkennara hefnr mót-
mælt niðurskurði á framlögum
til menntamála sem samþykktur
var við gerð síðustu fiárlaga.
> - r -
Ifréttatilkynmngu fra stjórii FSY
er bént á að tvö síðustu áratugi
hafi um 15% ríkisútgjalda, farið til
menntamála. Aukin útgjöld sem
nemi aukningu þjóðatekna hafi Öll
farið til framhaldsskóla óg háskóla.
Jafn niðurskurður á öll ríkisútgjöld
sé því sérstaklega ósanngjam gagn-
vart grannskólunum.
Stjórn FSY lýsir ábyrgð á hendur
Alþingismönnum vegna þeirra af-
leiðinga sem þessi niðurskúrður
kann að hafa í för með séf. Hann
sé í algerri mótsögn við boðaða
stefnu núverandi menntamálráð-
herra í skólamálum og vandseð
hvemig ná megi settum markmið-
um þegar þannig er staðið að mál-
MorgnnDiaoio/ HorKcn
VERÐIR LAGANNA
Lögreglunni í Reykjavík barst óvæntur liðsauki þeg-
ar Leðurblökumaðurinn svokallaði birtist á Lækjart-
orgi. Hann mun eiga uppruna sinn í bandarískum
teikriirrivndasögum og rekur menn ekki minni til
þess að hann hafi birst hér á landi áður. Hann rab-
baði stuttlega við íslenskan lögregluþjón og án efa
hefur umræðuefnið verið barátta gegn glæpum.
hér,“ sagði Jón Magnússon, settur
sýslumaður.
Jón Jósafat Bjömsson, annar
útgefandi bæklingsins „Verzlun-
armannahelgin - hvað er að ger-
ast?“, sem gefinn hefur verið út
undanfarin sumur ferðalöngum til
fróðleiks, sagði að það liti út fyrir
að lítið yrði að gerast um þessa
mestu ferðahelgi ársins hvað úti-
hátíðir varðaði. „Þróunin virðist
vera sú, að stórar útihátíðir virð-
ast vera að leggjast af, en í stað-
inn era smærri fjölskylduhátíðir
og einnig eru hljómsveitir víða
með böll þessa helgi,“ sagði Jósa-
fat. „Hins vegar hljóta þessi 20-
25.000 ungmenni, sem hafa sótt
útihátíðir um verzlunarmanna-
helgar að ætla að skemmta sér
núna líka, og ég veit ekki hvernig
það fer ef allur fjöldinn fer að fjöl-
menna í Þórsmörk, á Laugárvatn
eða aðra staði, þar sem er engin
skipulögð gæzla.“
Fulltrúi bæjarfógeta í Vest-
mannaeyjum, Jóhann Pétursson,
var spurður hvað það þýddi fyrir
löggæzlumenn í Eyjum ef allur
straumurinn myndi liggja þangað.
„Þegar hér vora 12.000 manns á
þjóðhátíð 1986 fór allt sæmilega
fram, af því að veðrið brást ekki,“
sagði Jóhann. „Út frá löggæzlu-
sjónarmiðum kemur þetta til með
að standa og falla með veðrinu.
Ef veðrið verður slæmt, má búast
við að skapið verði verra og í
margmenni geta alltaf skapazt
vandamál.“ Jóhann sagfíi að ef
órói yrði, væra fangaklefar á nýju
lögreglustöðinni ef til vill í það
fæsta, aðeins þrír. Sex eða sjö
hefðu verið á gömlu stÖðinni.
Vestmannaeyj alögreglan hefur
á hverri þjóðhátíð fengið liðsauka
frá lögreglunni í Keflavík og frá
fíkniefnalögreglunni í Reykjavík.
Jóhann sagði að einnig væri mikil
gæzla á hátíðarsvæðinu á vegum
hátíðarhaldara, sem í ár er Knatt-
spyrnufélagið Týr. Jóhann sagði
að þjóðhátíð í Eyjum væri hátíð,
sem varla væri hægt að banna
áfengisneyzlu á vegna mjög gam-
allar hefðar. „Ég er anzi hræddur
um að það yrði erfitt að fram-
fylgja slíku banni,“ sagði,hann.
Guðjón A. Kristjánsson:
Veiðimaður að upplagi
og lipur samningamaður