Morgunblaðið - 02.07.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JULI 1989
Vegir og vegleysur
Bættar samgöngTir valda byltingnm. Samgöngnbætur breyta fleiru
en menn órar fyrir áður en þær komast í framkvæmd. Það sannar
reynslan. BorgarQarðarbrúin, sem Vestlendingar kostuðu einir af
vegafé kjördæmisins fyrstu framkvæmdaárin, styttir ekki aðeins leið
allra þeirra sem fara vestur og norður, heldur heíur hún breytt
grundvallarviðhorfúm til fjarlægða til dæmis milli Akraness og Borg-
arness.
Annars er þetta undarlegt
með fjarlægðir. Flestum
Reykvíkingum þykir það
ærið ferðalag að fara upp í Borgar-
nes. Borgnesingum er það hinsveg-
ar lítið mál að skjótasttil Reykjavík-
ur. Það tekur svona klukkustund
og fimmtán til tuttugu mínútur með
því að halda sig á bærilega lögleg-
um hraða. Það er eins og alltaf sé
lengra frá Reykjavík út á land; en
utan af landi til Reylqavíkur!
Þótt okkur þyki hægt miða í
vegamálum og bundnu slitlögin
mættu lengjast töluvert meira á ári
hveiju, þá hefur samt mikið áunn-
ist. Því neitar enginn. Nú eru þrír
malarspottar eftir á leiðinni til
Borgamess, sá lengsti, við Eyri, eða
Hvalfjarðareyri, er nú í endurbygg-
ingu og fær væntanlega bundið slit-
lag áður en langt um líður. Hinic
spottarnir tveir „sitt hvoru megin
við Miðsand, eða Olíustöðina í Hval-
firði, em í sjónmáli. Hinsvegar þyk-
ir okkur þingmönnum Vestlendinga
hart að ekki skuli miða betur vega-
bótum á Mýranum en raun ber
vitni. Kostnaður við endurbyggingu
og slitlag á þeim köflum sem eftir
eru að Vegamótum á Snæfellsnesi
er um þijú hundrað milljónir króna
og ætlunin er að ljúka því verki,
eða því sem næst, á næstu íjórum
árum, á gildistíma þeirrar vegaá-
ætlunar, sem Alþingi samþykkti á
vordögum. Það verður mikil bragar-
bót fyrir Snæfellinga og aðra þá
sem um Mýrar þurfa að fara. Æski-
legt væri auðvitað að ljúka þessu
verki fyrr, en ekki verður á allt
kosið í þeim efnum, því miður.
Breytt flutningatækni veldur því
að fiskflutningur frá sjávarbyggð-
unum á Nesinu fara nú í auknum
mæli fram með bílum, sem í vax-
andi mæli leysa sjóflutninga af
hólmi. Meðal annars og ekki síst
þess vegna er brýnt að hraða þess-
um samgöngubótum.
Fyrir síðustu kosn-
ingar fór einn stjórn-
málaflokkanna, Borg-
araflokkurinn, fram
með það að malbika
ætti hringveginn eins
og hann legði sig og
gera það fljótt. Það
er auðvitað góðra
gjalda vert, en lýsir
þó um leið furðulegri
vanþekkingu ekki
bara á vegakerfinu,
heldur lífi fólks í
landinu, til dæmis
þeirra sem byggja
Snæfellsnes. Það átti
sem sé að malbika
Möðradalsöræfin á
undan Mýrunum!
Því er hér hugsað upphátt um
samgöngumál að þau eru lands-
byggðarfólki mál málanna én það
gengur íbúum höfuðborgarsvæðis-
ins stundum illa að skilja. Þeir eru
nefnilega ótrúlega margir sem sjá
ekki suður fyrir Straum eða upp
fyrir Elliðaár.
Hvalfjörðurinn var lengi vegar-
tálmi. Mér er í barnsminni að talað
var um það sem allt að því hálf-
gerða háskaför að fara fyrir Hval-
Ijörð. Leiðin þótt löng og leiðinleg,
menn urðu bílveikir og vegurinn
hrikalegur á köflum, til dæmis við
Fossá .jafnvel lífshættulegri“. Víst
getur Hvalfjörðurinn verið viðsjáll
og þar getur verið veðravíti með
ólíkindum. En erfitt á ég með að
hugsa mér fallegri leið en að aka
fyrir Hvalfjörð í blæjalogni á bjartri
sumarnóttu. Það er engu líkt. Fjöll-
in sýna á sér nýjar
hliðar í hverri ferð,
leikur ljóss og skugga
kallar fram nýjar
myndir, nýtt landslag.
en á vetram getur
hann sannarlega sýnt
á sér aðra hlið þegar
særinn rýkur upp í
miðjar hlíðar við
Hvammsvíkina og
strokur standa af
fjöilum og skekja far-
kostinn. Þess vegna
held ég að brú á fjörð-
inn sé ekki heppilegur
kostur til að stytta
leiðina fyrir Fjörð.
Henni yrði hreinlega
að loka í verstu veðr-
um, og þau koma
býsna oft í Hvalfirðinum eins og
kunnugir geta vottað, enda þótt þau
standi sjaldnast ýkja lengi.
Það er því að vonum að menn
ræða nú mjög þann kost að gera
göng undir Hvalfjörð, utarlega, við
Hnausasker eða Laufagrann. Lofs-
vert er það frumkvæði sem forvígis-
menn Sementsverksmiðjunnar og
íslenska járnblendifélagsins hafa
tekið til að hrinda þessu máli af
stað, enda eiga bæði fyrirtækin
þarna veralegra hagsmuna að
gæta, samanber greinargerð frá
fyrirtækjunumj sem Morgunblaðið
nýlega birti. Ahugi fyrirtækjanna
HUGSAÐ
vpphAtt
7 dag skrifar Eidur
Gudnason, þingmadur
Alþýóuflokksins.
TILBOÐ ÓSKAST
í Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4, árgerð ’86 (ekinn 27 þús. mílur),
Ford Mustang LX, árgerð '86 (ekinn 26 þús. mílur),
Jeep CJ-7 H.T. 6 cyl. (með spili), árgerð ’85,
ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4. júlí kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Eigum á lager hesta-, fólksbíla-, jeppa- og bátakerrur. Sjón
er sögu ríkari.
Kerruhásingar fyrir tjaldvagna, hestakerrur o.fl.
Burðarþol 500 kg til 6 tonn.
5-8 manna vinnuskúrar á hjólum.
Dráttarbeisli í allar gerðir bíla.
Verið velkomin í sýningarsal okkar.
A VÍKURVAGNAR hf.
VIKURVAGNAR M
w
Laufbrekku 2, (Dalbrekkumegin), Kópavogi, símar 45270 og 43911.
Dömur!
SUMARUTSALAN HEFST A MORGUN
* Maidenform undirfatnaður
* Chaslyn toppar og buxur
* Bitte peysur-buxur-pils
* Gina skór og veski
Opió frá kl. I 0-l 8.
Lokað laugardaga.
30 - 40%
afsláttur
Pósthússtræti 13, sími 22477.
Búðin ykkar í miðbænum.