Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
ir starfssystir hennar við. „Ég hef
reynt að vinna annars staðar, en
kem alltaf aftur. Fyrir utan spítal-
ann er eins og annar heimur. Þar
snýst allt um hin hörðu gildi, pen-
inga og áþreifanleg yerðmæti. Hér
inni rikir allt annað og einstakt
andrúmsloft þar sem maðurinn er
í fyrirrúmi, líf haris og heilsa. Þeir
sem finna sig í þessu starfí vilja
helst ekki vinna annars staðar."
er næsta víst að það sé blæðandi
og því þurfi stöðugt að fylgjast með
líðan hans. Því hafa verkefnin
þyngst og þörfín aukist fyrir starfs-
fólk,“ segja þær.
> SPITALA
8.00
„RAPPir
Hjúkrunarfræðingar á A-6 byija
dagvakt með fundi sem á góðri
íslensku nefnist „rappið“ eða
„rapport". Deildarhjúkrunarfræð-
ingur sem er á leið heim skýrir frá
breytingum á líðan sjúklinga og
hvað sé aðkallandi að gera. Umönn-
un hvers sjúklings er eins og lítið
verkefni sem þarf að skipuleggja í
smáatriðum. Lyfjagjöf hefur ekki
borið tilætlaðan árangur, umbúðir
á sárum henta illa. Orðið hjúkrun
öðlast nýja merkingu við það að
fylgjast með þeim líflegu umræðum
sem skapast um hvaða aðferðum
eigi að beita við að bæta líðan sjúkl-
inganna. Hugtök eins og „þvaglát"
eru starfsfólki töm í munni og tölur
þar að lútandi hafa menn á hrað-
bergi.
055
HÆTTULEGAR SPRAUTUR
Fyrir framan „gamla apótekið“
á sjöundu hæð er röð af fólki sem
bíður eftir bólusetningu. Sigurður
Guðmundsson læknir stingur
sprautum í handleggi í gnð og erg.
Að þessu sinni eru það ekki sjúkl-
ingar spítalans sem eru til með-
ferðar, heldur starfsfólk. Lifrar-
bólguveira B er fjórfalt algengari í
blóði hjúkrunarfólks á Borgarspítal-
anum en meðal almennings.
Veiran smitast eftir sömu leiðum
og alnæmi, með blóði og öðrum
líkamsvessum og er því hjúkrunar-
fólki sérstök hætta búin. Á næst-
unni verða 250 starfsmenn bólu-
settir gegn sjúkdómnum. í fyrsta
hópnum eru meinatæknar, starfs-
fólk slysadeildar og fleiri sem taldir
eru í mestri hættu.
Algengasta óhappið eru stungur
a'f sprautum. „Allir sem vinna við
það að sprauta sjúklinga stinga sig
einhverntíma," segir Sigurður og
sýnir hvemig flest slysin verða,
þegar reynt er að smeygja sprautu-
nálinni aftur í hlífðarhettuna að
lokinni notkun. Omggara er að
bijóta nálina einfaldlega af spraut-
unni og henda. Hann slysast til að
stinga sig á nálinni og leggur þar
með óvænta áherslu á orð sín.
5.05
ÓVIÐJAFNANLEGT STARF
í kaffíhléi á deild A-6 berst talið
að starfi hjúkrunarfólks, kostum
þess og göllum. Hjúkmnarkonur
brosa yfír orðum blaðamanns sem
virðist það óbærilegt að taka á
hveijum degi þátt í þjáningum ann-
arra. Þær segjast ekki líta starfið
Þær em sammála um að starf
hjúkmnarfólks hafi orðið erfiðara
með ámnum. Nú sé stærri hluti
sjúklingahópsins en áður alvarlega
veikur og þarfnist stöðugrar að-
hlynningar. Algengt er að eldri
starfsmenn þoli ekki álagið og óski
eftir hlutastörfum.
„Áður fyrr var fólk lagt inn á
sjúkrahús með sjúkdóma sem ekki
þykja nógu alvarlegir nú til að út-
heimta spítalalegu. Ef sjúklingur
er lagður inn með magasár í dag
,0 t ■ ■
X",''
þessum augum. Markmið þess sé
að byggja upp og skiia sjúklingum
heilbrigðum út í lífið.
„Því fylgir ómæld ánægja að
finna batamerki á sjúklingi og hafa
átt þátt í því að hann komist aftur
til heilsu," segir ein hjúkmnar-
kvennanna. „Auðvitað tekur maður
margt nærri sér og stundum getur
verið erfítt að komast yfir það. Við
reynum að hjálpa hver annarri og
eigum líka sjúkrahúsprestinn að.
Hann kemur reglulega í heimsókn
og er mikil hjálparhella jafnt fyrir
sjúklinga og starfsfólk. Oft fáum
við hann til að ræða við okkur um
starfíð, lífið og tilvemna og höfum
af því mikið gagn.“
„Þetta starf hefur kosti sem ekk-
ert annað starf býður upp á,“ bæt-
Morgunverk
á lyfjadeild
Sjúkraliðar bera fram
morgunmatinn meðan læknar og
hjúkmnarkonur fara yfir
sjúkraskýrslur fyrir stofugang.
Starfsmaður spítalans er bólusettur
við lifrarbólguveim sem smitast
með blóði og öðmm líkamsvessum.
TOLF TIMA A
SKURDARBORÐINU
Dagskrá skurðdeildarinnar hefur
raskast vegna aðgerðar á slösuðum
sjúklingi sem fluttur var á spítalann
með flugvél klukkan þijú um nótt-
ina. Á stórri tússtöflu fyrir miðjum
gangi gefur að líta yfirlit yfir verk-
efni dagsins. Krot og yfirstrikanir
á töflunni bera með sér að snör
handtök hefur þurft í morgunsárið
til að fresta aðgerðum og færa
starfsfólk milli verkefna.
Við klæðumst sótthreinsuðum
hlífðarfatnaði, andlitsgrímu, skó-
hlífum og húfu. Kristín Ingólfs-
dóttir hjúkmnarfræðingur leiðir
okkur inn á sjálfan skurðstofugang-
inn, sem liggur að fjórum stofum.
Aðgerðir eru í gangi á þremur
þeirra og sú sem við ætlum að fylg-
ast með er á innstu stofunni til
hægri, stofu tvö. Á ganginum eru
sjúkraliðar á hlaupum til og frá.
Þeir sjá skurðstofunum fyrir nauð-
synlegum áhöldum, grisjum og öðr-
um varningi.
Sjúklingurinn var fluttur á spítal-
ann klukkan þijú um nóttina með
alvarlega áverka í andliti, heila-
skemmdir, augnskemmdir og
kjálkabrot. Aðgerðin hefur nú stað-
ið yfir í sjö klukkutíma. Kallaður
var til fjöldi sérfræðinga sem hver
sinnir sínum þætti aðgerðarinnar.
Nú er augnlæknir að störfum, sem
kemur frá Landakotsspítala til að
sinna tilvikum sem þessu.
Það fyrsta sem vekur athygli á
skurðstofunni er andrúmsloftið sem
virðist furðu rólegt miðað við að-
stæður. Taktfast pípið í hjartalínu-
ritanum er að vísu til staðar, en
starfsfólkið virðist afslappað og
rabbar saman líkt og gerist og
gengur á vinnustöðum. Þetta er
bjart herbergi, lagt blágrænum
flísum í hólf og gólf.
Sólin skín inn um glugga á lang-
veggnum, fyrir miðju gólfi er skurð-
arborðið og stór lampi fyrir ofan
það. Við hliðina á skurðarborðinu
er hjólaborð úr stáli, á því áhöld
skurðlæknisins. Tveir skurðlæknar
eru við aðgerðiná, tveir hjúkrunar-
fræðingar, svæfingarlæknir og
svæfingarhjúkrunarkona sem vakir
yfir öndunarvélinni og ótalmörgum
tækjum sem tengd eru við sjúkling-
inn. Hann er hulinn grænum dúk