Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
DAGUR
Á SPÍTALA
frá hvirfli til ilja utan þess svæðis
sem læknirinn er að fást við.
í svo langri aðgerð tekur hjúkr-
unarfólkið nánast við allri líkams-
starfsemi sjúklingsins, segir
Kristín. Reynt er með ýmsu móti
að koma í veg fyrir að hann hljóti
legusár af að liggja lengi kyrr,
líkaminn fær næringu í æð og.er
losaður við úrgangsefni. Sjúkling-
urinn getur andað sjálfur, en vegna
hættu á að öndunarvegurinn stíflist
er slanga leidd ofan í barka og
tengd við öndunarvél. Þessari að-
gerð lýkur ekki fyrr en á fjórða
tímanum og hefur þá staðið í tæpa
tólf tíma.
Læknirinn segist þurfa að fjar-
lægja leifar af hægra'auga sjúkl-
ingsins sem er mjög illa farið. Síðan
þarf hann að sauma í augnvöðvana,
þannig að sá slasaði geti síðar bor-
ið gerviauga. Allt í einu hleypur
hjúkrunarkona til vegna þess að
svitadropar eru teknir að dijúpa af
enni skurðlæknisins. Hann hefur
staðið of lengi í geisla frá skurð-
stofulampanum. Einhver opnar
dymar fram á herbergi til hliðar
við skurðstofuna og býðst til að
minnka hitann.
SJÚKLINGAR SNEIDDIR
NIÐUR
Ein ásetnasta stofa spítalans er,
sú sem hýsir tölvusneiðmyndatæk-
ið, þar sem læknar geta skyggnst
inn í líkama sjúklingsins frá ýmsum
sjónarhomum og virt fyrir sér á
tölvuskjá. Tvö slík tæki em á
landinu, á Borgarspítalanum og
Landspítalanum, en í bígerð er að
kaupa það þriðja til Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Tækið á
Borgarspítalanum þjónar mörgum
öðmm sjúkrahúsum og verið er að
mynda sjúkling af St. Jósefsspítal-
anum í Hafnarfirði þegar okkur ber
að garði.
Tækið samanstendur af röntgen-
lampa í stóm ferköntuðu hylki með
gati í gegnum og bekk fyrir sjúkl-
inginn sem rennt er í gegnum opið.
Öllum hreyfingum er stjómað af
tölvusamstæðu sem birtir myndirn-
ar samstundis á skjá í stjórnher-
berginu. í bakherbergi geta læknar
og röntgentæknar grandskoðað
myndirnar, gert úr þeim þrívíddar-
mynd af líkama sjúklingsins og
velt á alla enda og kanta.
Læknar og hjúkmnarfólk lofa
tækið og prísa. Myndataka í því er
fljótari og ömggari en þegar beitt
er röntgentækni. Sjúklingurinn þarf
ekki að fasta og losnar við ýmis
önnur óþægindi sem em samfara
myndatöku með gömlu aðferðinni.
Þar sem tölvan birtir myndimar á
augabragði og getur lesið úr þeim
ýmsar upplýsingar fást niðurstöður
á fáum mínútum sem áður þurfti
margar klukkustundir til að vinna
úr. Tækið þykir ómetanlegt við
sjúkdómsgreiningu þegar mikið
liggur við, enda er það mannað all-
an sólarhringinn.
Ingibjörg Guðjónsdóttir röntgen-
tæknir kallar leiðbeiningar til sjúkl-
ingsins um hátalara og segir honum
að halda niðri í sér andanum eða
blása út eftir því sem við á. Hann
hefur fengið geislavirkt efni í æð
og með því að skoða hvernig það
breiðist út um líkamann fást mikil-
vægar upplýsingar um ástand hans.
Vélin suðar og smellir af, að því
búnu færist bekkurinn sjálfvirkt til
fyrir nýja mynd. Á myndinni sem
birtist á skjánum sér leikmaðurinn
greinilega móta fyrir líffærum neð-
arlega í kvið, þörmum og vökvanum
í þeim. Nafn tækisins er dregið af
því að það tekur myndir í sneiðum,
Iíkt og líkaminn sé hiutaður í brauð-
sneiðar sem skoða má frá öllum
LEITAÐ AÐ KRADDAMEINI
Vikulegu eftirliti með krabba-
meinssjúklingum er að ljúka á háls-,
nef- og eymadeild. Þórarinn Sveins-
son krabbameinssérfræðingur á
Landspítala og Friðrik Guðbrands-
son sérfræðingur í háls-, nef- og
eymasjúkdómum em að skoða
bónda á áttræðisaldri sem fékk
æxli í barkakýli fýrir nokkrum
mánuðum. Æxlið var numið á brott
og hann kennir sér einskis meins.
Næstu fímm árin munu læknar
fylgjast náið með því að krabba-
meinið blossi ekki upp að nýju.1
Þórarinn sér ekkert athugavert og
biður bónda að koma aftur til skoð-'
unar eftir fjóra mánuði.
Hér er um að ræða samvinnu
milli Borgarspítalans og Landspít-
ala. „ótt við séum harðir fijáls-
hyggjumenn erum við sannfærðir'
um að þessari þjónustu þarf að
miðstýra. Það eru tiltölulega fá
krabbamein af hverri tegund sem
við þurfum að fást við og þá skipt-
ir miklu að læknar séu í góðri þjálf-
un til þess að greiningin sé rétt,“
segir Þórarinn. Þeir félagar hafa
um 120 manns á skrá sem fengið
hafa krabbamein í munn, nef eða
eyru. Fylgst er með hveijum sem
gengst undir aðgerð í fímm ár eftir
að krabbameinið er íjarlægt, til
þess að tryggja að komist hafí ver-
ið fyrir sjúkdóminn.
VAKNAÐ TIL LÍFSINS
Lítil tólf ára stúlka er að ranka
við sér eftir skurðaðgerð á sjúkra-
stofu sem í daglegu tali nefnist
„vöknun". Hér er stöðugt fylgst
með sjúklingum sem eru að vakna
eftir svæfíngu. Litla telpan er ósköp
aum, hefur orðið óglatt og kastað
upp þegar hún var að koiria til
meðvitundar. Læknir telur ráðlegt
að taka röntgenmynd til þess að
ganga úr skugga um að vökvi hafí
ekki farið ofan í lungun. Röntgen-
tæknar eru óðar mættir á staðinn
með röntgenvél á hjólum og mynda
litlu telpuna í sjúkrarúminu. Móðir
hennar er áhyggjufull en læknirinn
fullvisssar hana um að allt sé í
stakasta lagi, iungun hrein og fín.
Hjúkrunarfólk fylgist stöðugt
með sjúklingum þegar þeir vakna
af svæfingunni og næstu klukku-
stundirnar á eftir. Vegna þess að
fresta þurfti svo mörgum skurðað-
gerðum þennan dag er deildin nán-
ast tóm. Það heyrir til algjörra
undantekninga. Hér er oftast full
stofa, tjáir hjúkrunarfræðingur
deildarinnar okkur, og eftir erfiðar
vaktir á slysadeild getur deildin
hæglega yfirfyllst.
ÞJÁNINGAR
Á gjörgæsludeild hefur einnig
verið rólegt þennan dag. Ein kona
komin yfir miðjan aldur liggur illa
haldin í rúmi númer fimm. Hún er
með bráða bólgu í briskirtli og mjög
kvalin. Við bólgunni, sem er
lífshættuleg, er ekki til önnur lækn-
ing en tími. Yfirlæknirinn kveðst
ætla að þræða slöngu inn í mænu-
göngin við lendar konunnar og
sprauta inn morfíni sem muni lina
Þvottur fyrir
aðgerö
Hjúkrunarkona
sótthreinsar hend-
ur sínar áður en
hún fer inn á
skurðstofu.
þjáningar hennar. Hann fræðir okk-
ur á því að þekkingu læknavísind-
anna á sársauka og uppruna hans
hefur fleygt fram undanfarin ár.
Mænudeyfing hefur mun skjótari
og markvissari áhrif á miðtauga-
kerfíð en tafla eða sprauta. Deyfír
lyfíð er gefið í örlitlum skömmtum
og því minnj hætta á aukaverkun-
um. Það hentar því vel ef sjúkling-
ar þurfa á kvalastillandi lyfjum að
halda dögum saman.
Sjúklingar á gjörgæsludeildinni
eru tengdir við fjölda mælitækja
og fylgjast hjúkrunarfólkið og
læknamir stöðugt með líðan þeirra
á tölvuskjám. Læknirinn getur einn-
ig skoðað breytingar síðustu
klukkustundir í tölvunni. Þá færa
hjúkrunarfræðingar nákvæma dag-
bók fyrir hvem sjúkling, þar sem
skráð er líkamlegt og andlegt
ástand. Hér liggja flestir sjúklingar
í nokkra daga, aðrir vikum saman.
í sumarbyijun var útskrifuð kona
sem legið hefur lengst allra á gjör-
gæsludeild spítalans. Hún dvaldi
þar í tæplega hálft ár.
Á skjánum sjáum við að hjart-
sláttur gömlu konunnar ,er hraður
og óreglulegur, blóðþrýstingur
hár.
MIKIfi AF RÖSÍNIIM
Færibandið í eldhúsinu byijar að
rúlla og starfsstúlkumar keppast
við að raða á bakkana sem renna
hjá. Ein sér um karrýsósuna, önnur
færir upp kartöflumar og þannig