Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 11
MOJIGUNBLAÐH): MANNLÍFSSTRAUMAR mwwww s, Jý^ w? C n kostur og þau gagna misjafnlega vel. Þegar veiran rís úr rotinu efnir hún til bólgu í taugahnoðum aftur við hrygg, einni eða fleirum. Úr hverri hnoðu liggur taug kringum hálfan líkamann og ná kvíslar henn- ar allar götur út í húð; taugin bólgn- ar öll og þar sem greinar hennar enda í skinninu hleypur það upp og blöðruklasinn líkist borða eða belti. Þetta var dæmi um millirifja- taug og útbrot á baki og síðu, en hið sama á sér stað ef bólgna hnoð- an er svo ofarlega eða neðarlega að taugin úr henni fari út í hand- legg eða niður í fót og er þá líkleg- ast að ristilborðinn liggi langs en ekki þvers. Svo að ristill er þá eftir allt sam- an ekki húðsjúkdómur heldur gömul veirupest sem hefur legið í laun- sátri í undirdjúpum taugakerfisins. Og vatnsbólurnar eru bara einkenni sem birtist á yfirborðinu eins og toppur á hafísjaka. ★ Eftirmál út af sjúkdómsheiti: Dr. Benjamín Eiríksson skrifar Velvakanda 20. júní og telur skyld- leikatengsl við gull í sjúkdómsheit- inu gyllinæð orka tvímælis. í pistli mínum 11. júní var raunar tekið fram að hliðstæð nöfn væru til í öðrum tungumálum. Hér skulu þijú tilgreind: Vena aurea — á latínu, die goldene Ader — á þýsku, den gyldne áre — á dönsku. Þá má í þessu sambandi minna á að stund- um er sagt og skrifað gylliniæð, sbr. orðabækur Blöndals og Menn- ingarsjóðs. I- hagrænar ákvarðanir sem þannig má greina. Velsæld byggist ekki eingöngu á þeim hlutum sem hafa markaðsverð, þannig er augljóst að hreint loft (sem æ meira lýtur lög- málum skortsins) eykur velsæld. Vandi hér er þó sá, að andrúmsloft- ið hefur ekkert verð, en af því leið- ir að fyrirtækin sleppa eiturefnum út í það sér að kostnaðarlausu og neytandinn getur ekki sent boð í gegnum markaðinn um andstyggð sína á því. Hugmyndir hagfræðinga um verðmæti mega ef til vill kall- ast siðlausar, þar sem gildi hluta ræðst af því hvort eftirspurn sé fyrir þeim og gildir hér einu hvort um er að ræða listaverk eða korn- flögur eða vinnukraft. Hagfræðin byggir á því að sérhver einstakling- ur sé skynsamur í sinni ákvarðana- töku og velji, að gefnum þeim tekj- um sem hann hefur, ávallt þá kosti sem færa honum mesta velsæld. Á sama hátt og hagfræðingar sjá manninn sem Homo Economicus, eru þeir í huga almennings e.k. vélmenni, „reikniháusar", hinir dæmigerðu Homo Economicus. Hagfræðingar er af mörgum ásak- aðir fyrir að vera „hagvaxtarfrík". Eins og bent var á hér að ofan,tek- ur velsæld í hag- fræðinni til mun fleiri lífsins gæða en einvörðungu þeirra sem kaupa má út í búð. Aukning fram- leiðslu, sem leiðir af sér aukna mengun, þarf ekki að leiða til aukinnar vel- sældu, þótt auð- veldar sé að sýna fram á virði fram- leiðsluaukningar- innar en þeirrar minnkunar vel- sældar sem af menguninni hlýst. Hagfræði er valfag, í þeirri merkingu að hag- fræði fjallar um að velja á milli kosta. Kostir þeir sem boðið er upp á eru sjaldnast þannig að einn kost- ur hafi yfirburði umfram aðra á öllum sviðum. Það er auðvelt að reikna og taka ákvarðanir um hverj- ir séu hagkvæmustu kostirnir á grundvelli þess verðs sem er á markaðinum, en mun erfiðara að bera þá þætti saman við aðra sem áhrif hafa á velsæld en ekki hafa verð. I abstrakt líkönum hagfræð- inga má ætíð virða alla þætti þeirra kosta sem gefast til fjár eða ígildis þess, en í daglegum önnum verður áherslan einatt á þá þætti sem reikna má í krónum og aurum. Einn þeiira stjórnmálamanna, sem hugsað hafa upphátt á síðum þessa blaðs, taldi hagfræðina vera hin nýju trúarbrögð og hagfræðing- ana vera æðstu presta þeirrar trú- ar. í Kristnihaldi undir jökli boðar Prófessor Doktor Goodman Sýng- man (Mundi Mundason) bíótele- kinesis, astróbíóradíófóníu og epa- gógíku og beitarhúsamenn hans lýsa yfir: „Vér erum elskufullir blómgæfir apar.“ Er það ekki ein- mitt niðurstaða þessarar varnar- ræðu? TOEFL - NÁMSKEID - TOEFLprófið er talsvert frábrugðið þeim hefðbundnu prófum, sem tíökast hafa á íslandi, og einkenni þess er einkum að farið er nákvæmlega eftir fyrirmælum um útfyllingu prófblaöa, hver próf- þáttur hefur nákvæmlega afmarkaðan tíma og öll fyrirmæli eru á ensku. TOEFL námskeiðið er ætlaö öllum þeim sem vilja afla sér haldgóðrar undirstööu undir prófið og vilja þjálfa sig í próftökunni. Námskeiðið leggur áherslu á hlustun, málfræði, lestrarskilning og orðaforða. Að auki verður lögö áhersla á þá sérstöku próftækni, sem þarf til að ná góðum árangri í TOEFLprófinu og m.a. veröa tekin allt að sex æfingarpróf. Námskeiö hefst þann 10. júlí og tekur 30 klst. Leiðbeinandi verður Bjarni Gunnarsson M.A. Bjarni hefur sérmenntun á sviði enskukennslu og hefur m.a. unnið viö að leggja TOEFLpróf fyrir. Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla þá, sem vilja ná góðum árangri á TOEFLprófinu! MÁLASKÓLINN, Borgartúni 24, símar 687590 og 626655. FYRIR SUMARIÐ Efþii ert ein þeirra fjölmörgu sem lengi hefur ætlað þér aö grenna þig og vilt líta vel út í sumar þá býóst þér nú tœkifœri tilþess. Við hjá HRESS höfum hjálpað þúsundum kvenna íbaráttunni við aukakilóin. Sumar þeirra hafa náð undraverðum árangri. Dæmi eru um að viðskiptavinir okkarhafi misst 15-20kilóá 6 mánuðum. Slíkur árangur krefst mikillar vinnu, þolinmœði og faglegrarþjálfunar. Við bjóðum þér nú að takaþátt ískemmtilegum œfingum í 4 vikur. Þú getur valið um 2 hópa: ÚTIHÓPUR Útihópurœfir 4 sinnum iviku en hvilirum helgar. A þriðjudögum kl. 18.30skokkum viðsaman, gerum æfing- ar sem reyna á maga, rass og læri. Á fimmtudógum kl. 18.30er KRAFTGANGA en þessi nýja tegund æfinga hefur notið mikilla vinsœlda víða um heim. Á mánudögum og miðvikudögum geturþú valió um 9 mismunandi œfingatíma, allt eftirþvihvaða timi hent- ar þér og hversu erfiðar œfingar þú kýst að stunda. SUMARHÓPUR Sumarhópurinn œfir 4 sinnum iviku og markmióið er megrun um 4-10 kíló, aukið þol og meiri styrkur. Þú nýtur leiðsagnar færustu íþróttakennara sem veitagott aðhald. Við æfingar verða notuð lóð og teygjur sem gefa mjöggóðan árangur. FJÖLBREYTT LEIKFIMI Að auki býðstýmis önnur leikfimi2-3 íviku, bœði á morgnana, daginn og á kvöldin. Barnagœsla er á morgnana ogá daginn. Skráðu þig strax i síma 65 22 12. Við byrjum eftir helgina. HRF.SS , I.tKAMSRÆRT (XI IJÓS KORRUOAl Korrugal álklæðningar eru ódýrari en þig grunar. Korrugal álklæðningar eru nær viðhaldsfríar eins og 20 ára reynsla á íslandi hefur sannað. Korrugal álklæðningar, ótvíræðir kostir. Sparaðu viðhald notaðu ál. MEGA Mega hf. Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Pósthólf 1026, 121 Reykjavík Sími 622434 Telex 3071 zimsen is * i f ! I : i i I i I i i ! i i ; I i í ; i j ! rAflaanrm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.