Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989
C 17
1-
borginni í september) er ein umtalað-
asta bíómynd seinni ára. Bat-
manfríkin, sem enn hafa ekki náð
sér eftir skrautlega kómíska sjón-
varpsþætti um verndara Gotham-
borgar og enn skrautlegri bíómynd
á sjöunda áratugnum, eru hræddir
um hetju sína í höndum leikstjórans
Tim „Bjölludjúss“ Burtons, Bat-
mannsins Michael Keatons og
Spaugarans Jack Nicholsons í hlut-
verki erkióvinarins. Kostnaðurinn er
35 milljón dollarar og margar fleiri
eiga að fara í kynningu og auglýs-
ingar svo það er eins gott að Bat-
mennin láti sjá sig á bíó. Framleið-
Fornleifafræð
ingurinn knái;
Mary Mastrantonio
og Ed Harris í Hyldýp-
inu; allt er þegar þrennt
er.
James Bond
faðmar elskuna
sína; Dalton heldur
sínu striki.
andinn, Warner Bros., hefur ekki
átt metsölumynd síðan Jesú gekk á
vatninu en „Batman" er spáð góðu
gengi, jafnvel þriðja sæti á eftir
Draugabönum og Indiana Jones.
Hennar stóri plús er að hún er frum-
gerð í landi eftirlíkinganna.
„Lethal Weapon 11“ (sýnd í Bíó-
höllinni/Bíóborginni í ágúst) samein-
ar aftur súperlöggunar Mel Gibson
og Danny Glover undir stjórn Ric-
hard Donners. Áhorfendum er sjálf-
sagt enn í fersku minni óstöðvandi
hasarinn og kómískt félagasam-
bandið og kemur eftir meiru af því
sama. Það er engin ástæða til að
ætla annað en þeir fái það sem þeir
vilja. Gibson hefur losað sig við sjálf-
seyðingarhvötina, Suður-Afríka er
nýi andstæðingurinn og Joe Pesci
sér um gamanið. En hveijar telur
Donner lífslíkurnar í sumar? „Mér
er illa við að setja hana fram á svona
framhaldsmyndasumri. Ef ég fengi
að ráða setti ég hana í boxið aftur
og opnaði það ekki fyrr en í septem-
ber.“
„The Abyss“ (sýnd í Bíóhöll-
inni/Bíóborginni í lok september)
eða Hyldýpið er nýjasta James „Ál-
iens“ Cameron-afurðin og sú þriðja
í röð neðansjávarmynda. Hinar tvær
kolféllu en Cameron er enginn með-
alskussi og reiknað er með að mynd-
in hans komist á blað yfir þær sölu-
hæstu í sumar. 30 milljónir dollara
fjárhagsáætluninni var fljótlega
drekkt og nálgast kostnaðurinn nú
50 milljóna markið en kvikmynda-
tökur stóðu yfir í ijóra mánuði í tíu
metra djúpu vatni sem búið var til
í yfirgefnu kjarnorkuveri. Það er
engin stórstjarna í myndinni, Ed
Harris fer með aðalhlutverkið, en
ef'Twentieth Century Fox tekst eins
vel upp í markaðssetningu á þessari
og „Die Hard“, annarri stjörnulausri
mynd, ætti enginn að örvænta.
„Star Trek V: The Final Fronti-
er“ (sýnd í Háskólabíói október/nóv-
ember) á að heita síðasta myndin í
geimferðasögu Enterprise-flugfars-
ins sem haldið hefur vinsældum
sínum vestra en við hér uppi á Is-
landi snerum baki við henni löngu
áður en ijórða og besta myndin var
gerð. Nú er það William Shatner sem
leikstýrir í stað Nimoy og hann leik-
ur líka Kirk kaptein sem fyrr svo
hann fær vænan skell ef illa gengur.
„Licence to Kill“ (sýnd í Bíóhöll-
inni/Bíóborginni í júlí) er nýjasta
Bond-myndin og leitar nú agent 007
persónulegrar hefndar. Timothy
Dalton stóð sig með ágætum í fyrri
myndinni og það er engin ástæða
til annars en að óska honum góðs
gengis nú. Ekkert bendir til að al-
menningur sé að þreytast á Bondar-
anum og ekki þreytist Bondarinn á
njósnunum á meðan sá verklega
vaxni Cubby Broccoli stjórnar
njósnadeildinni.
Karatestrákurinn III (sýnd í
Stjörnubíói í september/október) ^
ætti kannski frekar að heita Karate-
karlmaðurinn I því stjarna mynd-
anna, Ralph Macchio, er kominn á
28. aldursárið svo fermingarbrosið
er löngu horfið. Eins og áður er
hann laminn og barinn fyrir hlé og
geldur í sömu mynt eftir hlé með
hjálp Pat Morita. John G. Avildsen
er leikstjóri sem fyrr.
„Black Rain“ (sýnd í Háskólabíói
í nóvember/desember) er forvitnileg-
ur þriller með Michael Douglas í
súperlögguhlutverkinu að fást við
japönsku mafíúna ÚTI Í JAPAN.
Það er glænýr tökustaður fyrir »
ameríska hasarmynd, enda kostaði
hún 30 milljónir dollara. Framleið-
endur eru þau Stanley Jaffe og
Sherry Lansing sem gerðu Douglas
að kyntákni í Hættulegum kynnum
en leikstjóri er stílistinn Ridley Scott.
Jaffe og Lansing kunna að búa til
þrillera, Scott kann að mynda þá og
Douglas kann að leika í þeim svo
við megum búast við góðu.
Og hinar
Og svo eru það allar hinar: „Turn-
er og Hooch“ er löggumynd með
Tom Hanks og hundinum hans,
„Great Balls of Fire“ er um ævi
Jerry Lee Lewis með Dennis Quaid
í aðalhlutverkinu, „Parenthood" með -
Steve Martin, „Honey, I Shrunk the
Kids“ frá Disney um krakkahóp sem
minnkar svo að sakleysisleg skál af
Cheerios verður þeirra Hyldýpi og
„Dead Poets Society" með Robin
Williams sem reynir á alvarlegu hlið-
arnar — ef hann hefur einhveijar.
Eins og sjá má kemur Hollywood-
sumarið til Evrópu tveimur eða
þremur mánuðum seinna en í Banda-
ríkjunum. Það er mjög í stíl við stefn-
una vestra um þessar mundir. Þeir
geta þá kallað evrópufrumsýning-
arnar Hollywood-sumarið II.
UGGUR
ÞÉR ÖRUGGLEGA
LÍFIÐ Á?
Hraðferðirnar fá oft skjótasta
og óhugnanlegasta endinn.
Allt of oft. Drögum úr
ökuhraða, okkur liggur
örugglega ekki lífið á. .
SJÓVÁ-ALMENNAR
Þú tryggir ekki eftir á!