Morgunblaðið - 02.07.1989, Blaðsíða 22
MÖá&lifö.yÐM MIIMNINGAR 2. JÚLl 1989
ásLíSL-
Minning:
Þorbergur Þor-
steinsson frá Sauðá
Fæddur 2. október 1908
Dáinn 20. maí 1989
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum vinar míns Þor-
bergs Þorsteinssonar, sem andaðist
á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauð-
árkróki 20. maí 1989. Hann fædd-
ist á ísafirði 2. okt. 1908, sonur
Þorsteins Magnússonar frá Gilhaga
á Fremribyggð, sem var bóndi all-
víða í Skagafírði og Sigríðar Bene-
diktsdóttur frá Syðra-Skörðugili á
Langholti, sem áður var gift Pétri
Péturssyni bónda á Grímsstöðum í
Svartárdal, en síðar Hannesi Krist-
jánssyni bónda í Hvammkoti í
Tungusveit. Stóðu að Þorbergi
traustar og greindar bændaættir í
Skagaíjarðarsýslu, með nokkru
húnvetnsku og eyfírzku ívafí. I föð-
urætt var hann náskyldur Símoni
Bjamasyni Dalaskáldi, en einn for-
feðra hans í móðurætt var Gísli
Konráðsson sagnaritari og hrepp-
stjóri Seylhreppinga.
Þorbergur ólst upp hjá móður
sinni og stjúpa og fermdist frá þeim
með ágætum vitnisburði árið 1923.
Var hann hjá þeim í Hvammkoti
til 1929, en síðan um skeið vinnu-
maður hjá prestshjónunum Tryggva
Kvaran og Önnu Grímsdóttur á
Mælifelli á Fremribyggð. Hinn 30.
maí 1936 gekk hann að eiga fóstur-
dóttur prestshjónanna, Guðríði
Helgu Hjálmarsdóttur, sem fæddist
á Grímsstöðum í Svartárdal 30. jan.
1912 og enn er á iífi á Sauðár-
króki. Eignuðust þau Þorbergur og
Guðríður fjögur börn, sem til aldurs
komust, og em þau öll uppkomin
og eiga afkomendur.
Þorbergur var bóndi á Mælifelli
á Fremribyggð 1936-38, í Hvamm-
koti í Tungusveit 1938-39, á Steins-
stöðum í Tungusveit 1939-40, á
Brenniborg á Neðribyggð 1940-45
og á Sauðá í Borgarsveit 1945-56,
að hann brá búi, og var kenndur
við þá jörð æ síðan. Þorbergur sleit
samvistum við konu sína árið 1956
og var eftir það verkamaður á
ýmsum stöðum, til sjávar og sveita.
Fyrst lá leiðin til Keflavíkur, þar
sem hann vann eigi allskamma hríð
hjá Keflavíkurbæ. Eignaðist hann
þar marga vini og velunnara og
hygg ég að á engan sé hallað, þó
þar séu öðmm fremur nefndir
Danival Danivalsson kaupmaður,
Gísli Þorsteinsson verkamaður,
Hilmar Pétursson fasteignasali,
Sigtryggur Ámason yfírlögreglu-
þjónn og Valtýr Guðjónsson banka-
stjóri. Síðar var Þorbergur verka-
maður í Vestmannaeyjum og í Vík
í Mýrdal, svo eitthvað sé nefnt, og
um skeið var hann ráðsmaður hjá
Gróu Kristjánsdóttur á Hólmi í
Austur-Landeyjum. Nafngreini ég
það fólk, sem að framan er talið,
vegna þess að ég veit að Þorbergi
var mjög hlýtt til þess. Síðustu
æviárin átti Þorbergur heima á
Sauðárkróki og var þá sestur í helg-
an stein.
Þorbergur var alla tíð erfiðismað-
ur, bóndi, síðar verkamaður, einn
af þeim fjölmörgu, sem skapa hin
raunvemlegu verðmæti, sem em
undirstaða þjóðarbúsins. Hann var
gáfaður maður og á sumum sviðum
afburðagreindur, dável sjálfmennt-
aður og mjög víða heima. Virtist
mér hægt að halda uppi samræðum
við hann um nálega allt milli himins
og jarðar. Hann var afar sjálfstæð-
ur í hugsun og skoðunum, svo að
engum tjóaði að ætla að hafa áhrif
á hann, sérvitur og einþykkur, og
mættum við gjarnan eiga fleiri
menn búna þeim eðliskostum nú á
tímum, þegar samheimska og skrið-
dýrsháttur fyrir viðteknum viðhorf-
um virðist vera að tröllríða þjóð-
félaginu. Menn sem vinna gervi-
störf inni á stofnunum voru Þor-
bergi framandi, og þá ekki síður
þeir, sem liggja hundflatir fyrir er-
lendum menningaráhrifum og
ásælni. Með slíkum mönnum átti
hann enga samleið. Hann var mik-
ill Islendingur og unni heilshugar
öllu, sem íslenskt er — mannlífinu,
arfleifðinni og umfram allt tung-
unni og sjálfstæði þjóðarinnar.
Hann talaði mjög kjarnyrt og vand-
að íslenskt mál og var auk þess
prýðilega hagorður allt frá unga
aldri, og víða kunnur fýrir hag-
mælsku sína. Ekki hélt hann kveð-
skap sínum til haga sem skyldi, og
er það skaði, en ein Ijóðabók eftir
hann leit dagsins ljós um síðustu
áramót.
Þorbergur var húmoristi fram i
fingurgóma og ber kveðskapur hans
þess glögg merki. Hann var mann-
blendinn og hafði gaman af því að
spjalla við fólk um daginn og veg-
inn. Kærasta umræðuefni hans mun
hafa verið skáldskapur og sögur
úr daglega lífinu, fýrr og nú. Hann
aðhylltist eingöngu hefðbundinn
íslenskan kveðskap, þar sem rím,
stuðlar og höfuðstafír skipa önd-
vegissess, og áttu atómskáldin ekki
upp á pallborðið hjá honum. Hann
kunni ógrynni af kveðskap, bæði
eftir sjálfan sig og aðra, sem hann
FAANLEGT115 LITUM
hafði gjarnan á takteinum, og fjöld-
ann allan af gamansögum, gömlum
og nýjum. Þorbergur var vínmaður
mikill og manna skemmtilegastur
með víni. Voru það mér og fleirum
sannkallaðar ánægjustundir að sitja
og rabba við gamla manninn þegar
guðaveigar lífguðu sálaryl og hygg
ég að gáfur hans, fýndni og orð-
heppni hafi aldrei notið sín betur
en einmitt þá.
Þorbergur var skapstór maður
og gat verið heiftrækinn í orði, ef
honum fannst sér misboðið, en ekki
mun sú heiftrækni hafa rist djúpt
og sjaldan eða aldrei mun hann
hafa fylgt henni eftir í verki. Hann
var góðmenni að eðlisfari, tók jafn-
an málstað lítilmagna og hændust
börn mjög að honum. Hann var
trygglyndur og iangminnugur á
það, sem honum var gert til góða,
og eins á hitt, sem honum var gert
á móti. Aldrei batt hann bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn.
Þrátt fyrir þverbresti, sem ég og
fleiri töldum okkur verða vara við
í skapgerð Þorbergs og tilfinninga-
lífi, er það mála sannast, að flestum
eða öllum, sem höfðu af honum
persónuleg kynni, mun hafa verið
hiýtt til hans. Kom þar til að Þor-
bergur bar mikla persónu, var alla-
jafna hinn skemmtilegasti í um-
gengni og hafði góðan mann að
geyma, þegar á reyndi.
Þorbergur safnaði ekki jarðnesk-
um auði, hann hafði þroskaðra verð-
mætamat en svo, en andlegum gild-
um hélt hann vel til haga. Ekki
gekk hann menntaveginn, og hefur
þó margur fetað þann stig með
minna veganesti en Þorbergur hlaut
í vöggugjöf. Hins vegar auðgaði
hann líf samferðamanna sinna með
kímnum og upplífgandi kveðskap,
gáfulegum og hnittilegum athuga-
semdum um menn og málefni, oft
leiftrandi, og þeirri sönnu góð-
mennsku sem kemur frá hjartanu.
Auk þess hafði hann mannrænu í
sér til að láta sér líða vel við nautn
áfengra drykkja. Slíkir menn veija
lífi sínu vel, því verður ekki á móti
mælt.
Guðmundur Sigurður Jóhanns-
son, Sauðárkróki.
Minning:
Hansína
Ellerts-
dóttir
í dag, miðvikudaginn 28. júní,
verður jarðsett frá Hafnarfjarðar-
kirkju amma mín Hansína Jóns-
dóttir. Amma Sína eins og ég kall-
aði hana alltaf var sú jákvæðasta
og duglegasta kona sem ég hef
þekkt. Alltaf var hún boðin og búin
til að aðstoða ef einhver átti í erfíð-
leikum. Það var alltaf gott að koma
til ömmu og afa á Öldugötu. Fyrstu
árin eftir að ég fór að búa bjuggum
við í íbúð í kjallaranum hjá ömmu
og afa. Og þá var alltaf gott að
leita til hennar og voru það margar
stundirnar sem ég sat hjá ömmu
minni og hlustaði á sögur af upp-
vexti hennar. Þrátt fyrir að amma
hafði átt við mikil veikindi að stríða
síðustu árin þá horfði amma alltaf
fram á við og tók hún öllum áföllum
í lífi sínu með mikilli þrautseigju
og þolinmæði og er því vel lýst með
því að þegar við spurðum hana að
því hvernig heilsan væri, svaraði
hún gjarnan: „O, hún gæti verið
verri.“ Þrátt fyrir að um langa hríð
hefði mátt búast við andláti hennar
setti mig hljóða þegar ég fékk frétt-
imar. En hún amma mín mun ætíð
lifa í huga mínum. Með þessum
orðum kveð ég ömmu mína og bið
Guð að gæta hennar vel og megi
Guð veita afa mínum styrk í sorg
hans.
Hansína Ellertsdóttir