Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 28

Morgunblaðið - 02.07.1989, Side 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 Við erum ekki beinlínis vinir en erum sömu skoð- unar varðandi ýmsa sam- eiginlega kunningja. Með morgunkaffinu Hvað stendur til, kona? Ég sagði aðeins að svo gæti farið að allt myndi hækka í verði og útgjöldin því aukast...? Verkafólk hluimfarið Til Velvakanda. Alltaf vekur það furðu mína hvers vegna slíkur regin- mismunur er á launum fólks eftir því hvað það starfar. Svo furðu- legt sem það er virðist reglan sú að eftir því sem störf eru gagn- legri, því minna er borgað fyrir þau. Þeir sem standa í gagnslausu braski eru margir hverjir með ráð- herratekjur en fólk sem vinnur í fiskvinnslu verður að sætta sig við lægstu'laun og langan og strangan vinnudag. Hvers vegna þarf þetta að vera svona? Væri ekki réttara að miða laun við þann arð sem vinnan skapar? Allar gjaldeyrirs- tekjur þjóðarinnar skapast í sjáv- arútvegi og iðnaði tendum honum. Væri ekki rétt að þeir sem að þessu starfa nytu arðsins af erfiði sínu en ekki einhveijir sem hvergi koma þar nálægt og þykjast sjálf- sagt alltof fínir til þess? Verkafólk ætti að taka sig til og breyta þessu. Verkakona Á FÖRIMUM VEGI ÞAÐ hefúr verið þungt í Eyja- mönnum eftir þau ummæli sem Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, viðhafði um út- gerðarmenn í Eyjum, í ræðu, á aðalfúndi Vinnuveitendasam- bands íslands, fyrir skömmu. Þar sagði Steingrímur að eftir góða vertíð í Eyjum þá færu útgerðar- menn þaðan um landið og keyptu báta en ætluðu sér ekki að greiða neinar skuldir. Guðmundur Þ. B. Ólafsson Ummæli Stemgrims vekja fiirðu og reiði hjá Evjamönnum Utvegsbændafélag Vestmanna- eyja fundaði vegna þessara ummæla forsætisráðherra og sendi frá sér ályktun þar sem ummælin voru hörmuð. Á síðasta fundi bæjarstjórnar voru þesgý ummæli Steingríms tekin til umræðu utan dagskrár. Þar voru samþykktar tvær tillögur varðandi þetta efni. í annarri samþykktinni lýsir bæjarstjórn yfir furðu sinni á ummælum Steingríms, þar sem ekk- ert liggi fyrir sem staðfesti það að útgerðarmenn í Eyjum séu meiri vanskilamenn en aðrir þegnar þessa lands. Fjallað er um hversu Eyjaflot- inn hafi stækkað á undanförnum árum og að það hafi tryggt atvinnu og afkomu fólks í byggðarlaginu. í lok samþykktarinnar harmar bæjar- stjórn það, að forsætisráðherra skuli í opinberri ræðu taka útgerðarmenn í Eyjum sérstaklega fyrir og stimpla þá sem vanskilamenn. í hinni samþykkt bæjarstjórnar er óskað eftir svörum frá Steingrími um það hvað hann eigi við með ummælum sínum. Jafnframt er ósk- að eftir svörum frá honum um það hvort það komi sér illa fyrir þjóðar- búið að nú skuli vera uppgangur í atvinnulífi í Eyjum og hvað hlutverki hann telji að Vestmannaeyjar þjóni í þjóðarbúinu. Ummæli Steingríms vöktu al- menna reiði meðal Eyjamanna og fátt hefur verið meira rætt að undan- föru manna á meðal en ummæli for- sætisráðherrans. Morgunblaðið hitti fólk á förnum vegi í Eyjum og til þess að heyra skoðanir þess á orðum forsætisráð- herrans. „Held að manninum hafi ekki verið sjálfi-átt“ Ómar Garðarsson var allt annað en ánægður með ummæli forsætis- ráðherrans. Hann sagði að það væri ekki þolandi að maður í þessari stöðu gæfi slíkar yfirlýsingar. „Ég tel nú reyndar að manninum hafi bara ekki verið sjálfrátt," sagði Ómar. Hann sagði að þó svo að Eyjaflot- inn hafi stækkað mikið þá væri það ekki að gerast í dag. Þetta væri þró- un sem átt hefði sér stað á undanf- örnum þremur til fjórum árum. “Það var kominn tími til að endumýja Víkverji skrifar HOGNI HREKKVISI Víkverji fór að velta því fyrir sér hvernig Helen Caldecott, sem hingað kom, kynnt sem al- heimsfriðarboðberi, gæti fullyrt að 53% mannkyns væri konur eftir að hafa lýst því yfir að hún teldi Marg- aret Thatcher ekki til kvenna. Hvað sem um Thatcher má segja á hún fjölmargar „kynsystur", og ef allar þær Margrétar dragast frá er hætt við að þessi prósentutala fái ekki staðist. Víkveiji vissi raunar ekki fyrr að kynferðið færi eftir skoðun- um og gerðum einstaklingsir.s — en svo lærir sem lifir. xxx egar svo Víkveiji rakst á opnu- viðtal í Þjóðviljanum við þessa konu lék honum forvitni á að vita hvemig hún fyndi þessum orðum sínum stað, þessum um kynferði Thatchers. Ekkert var á það minnst, en þar kemur ýmislegt annað for- vitnilegt fram. Hún ku hafa Iíkt Gorbatsjov við Jesúm Krist í ræðu í Þjóðleikhúsinu og bindur miklar vonir við hann í sambandi við út- rýmingu kjarnavopna. Virðist hún þan-á .sötnu. skoðun..oir. beir. sem álíta Rússa hafa það í hendi sér hvort þeim helsprengjum verði eytt eða ekki. Gefi þeir grænt ljóst standi ekki á öðrum. xxx IA samtalinu tíundar Caldecott hvernig hún tók þátt í að stofna friðarsamtök lækna í íjölda landa. Og að sjálfsögðu vildi hún fá að njóta heiðurs af því — en stéttar- bræður hennar léku hana grátt. Karlrembu í stéttinni, Bernard Lown að nafni, tókst að sameina friðarsamtök lækna í ein samtök, Alþjóðasamtök lækna gegn kjarn- orkuvá, og nú er hann „með nóbels- verðlaunin mín hangandi um háls- inn“, segir hún, og síðar: „En mér var ýtt til hliðar út úr læknasamtök- unum með óheiðarlegum hætti og Lown átti síðan eftir að uppskera fyrir þau störf sem ég hafði unn- ið.“ 0g skýringin á þessum hrelling- um er einföld: „Þarna var raun- verulega um kynjamismunun að ræða . :.“. Hún sjálf eða baráttuað- ferðir hennar áttu þar að sjálfsögðu -enetL^öL-------------:---- Engin furða að blessaðri konunni gremdist. Það var ekki aðeins að hún missti þarna virðingarstöður, heldur hafði hún um skeið verið „í forsvari fyrir tvennum samtökum í senn sem í allt veltu u.þ.b. þremur milljónum dollara á ári“. Margur hefur misst minna og séð eftir. Ekki er þess getið hvað hún fær nú fyrir hugsjónabaráttu sína, en tæpast er hún bónbjargarmann- eskja. XXX Margir vildu þó trúlega vera í sporum Helen Caldecott, að minnsta kosti þeir sem þurfa stöku sinnum að sanna mál sitt. „Ég þarf ekki að sanna neitt í þessu sam- bandi. Það sem ég er að segja er satt“, er haft eftir henni í tilvitnuðu samtali. Víkveiji hlustaði eitt sinn á bandarískan prédikara sem vissi allt um hvað væri satt og rétt, vissi upp á hár hveijum Guð hefði vel- þóknun á — og söfnuðurinn grét af hrifningu og halelújaði. Svona getur hugsun um óskylda hluti ósiálfrátt sko.tið..upp. kollinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.