Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.07.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI GIGA.! QÍIO!' SUNNUÐAGUR 2. JUIi 1989 ÖG 29 Sigþór Ingvarsson Eyjaflotann, því Vestmanneyingar þurfa sífellt að sækja lengra eftir aflanum og flotinn var að verða úrelt- ur hér. Það varð því að koma til endumýjun til þess að viðhalda at- vinnu á staðnum," sagði Ómar að lokum. „Hér hefur alltaf verið dugmikið fólk“ „Mér fínnst fráleitt að menn í þessari stöðu orði svona hluti í opin- berri ræðu og dragi þannig eitt byggðarlag út og stimpli útvegsmenn þar sem einhveija sérstaka vanskila- menn“, sagði Guðmundur Þ. B. Ól- afsson. Hann sagðist vera afar óhress með framkomu forsætisráð- herrans í þessu efni og sagðist telja Sigmar Þór Sveinbjörnsson að ef eitthvað væri um það að útgerð- armenn stæðu ekki í skilum þá væri eðlilegra að tala um það almennt í stað þess að draga menn á einum stað sérstaklega út og tilgreina þá. Guðmundur sagði að ef útgerðar- menn í Eyjum stæðu ekki við fjár- hagslegar skuldbindingar sínar þá tryði hann því ekki að menn gerðu það frekar annars staðar á landinu. „Flotinn hér hefur stækkað og eflst að undanförnu og það er ekk- ert nema jákvætt við það. Vest- mannaeyjar eru stærsta verstöð iandsins, þar býr dugmikið fólk sem hefur alltaf tekist á við vandann og reynt að leysa hann. Þess vegna hefur flotinn verið stækkaður til þess að tryggja atvinnu og uppgang í byggðarlaginu," sagði Guðmundur. „Harkalega vegið að okkur“ Sigþór Ingvarsson sagðist telja orð forsætisráðherrans óréttmæt og van- hugsuð. Stækkun Eyjaflotans hefði tryggt atvinnu í bænum og komið í veg fyrir atvinnuleysi. Hann sagðist vera mjög ánægður með þau við- brögð bæjarstjórnar að taka þetta mál upp á þann hátt sem gert var. „Mér finnst harkalega vegið að okkur Eyjamönnum með þessum ummælum og held að þau séu ef til vill orðin til fyrir það, að það hafa verið keypt skip hingað úr kjördæmi Steingríms, þar sem ekki hefur verið grundvöllur fyrir rekstri skipanna", sagði Sigþór. „Hann ætti frekar að hrósa mönnum hér fyrir framtakssemina" „Mér finnast þessi ummæli Steingríms ferleg og held að þau séu mjög óréttmæt. Eg veit það náttúru- lega ekki fyrir víst en ég hef enga trú á því að útgerðarmenn hér séu meiri vanskilamenn en útgerðar- menn annarstaðar á landinu,“ sagði Sigmar Þór Sveinbjörnsson. Hann sagðist ekki telja það hæfa stöðu forsætisráðherra að vera með slíkar yfirlýsingar sem gerðu ekki annað en að skapa tortryggni og úlfúð. „Steingrímur ætti frekar að vera ánægður með hversu vel hefur geng- ið hér í atvinnulífinu að undanförnu. Það hlýtur að koma þjóðarbúinu til góða og hann ætti því frekar að hrósa mönnum hér fyrir framtakssemina og dugnaðinn en að vera að svona naggi,“ sagði Sigmar. Grímur Slæm aðstaða fyrir hjólreiðamenn Til Velvakanda. Eg er einn af mörgum sem hef gaman af að stunda hjólreiðar en því miður er ekki þægilegt að komast leiðar sinnar á hjóli hér í Reykjavík. Þetta veldur því að fólk notar hjól sín miklu minna en ella. Erlendis eru víða sérstakir hjól- reiðastígar en þeir finnast ekki margir hér í borg. Mikið er kvartað undan því hversu einkabílum hefur flölgað og umferðarþunginn aukist. Ein leiðin til að leysa þennan vanda, og bílastæðavandann í leiðinni er að stuðla að því að fólk noti reið- hjól en það verður ekki gert öðru- vísi en að aðstaða hjólreiðamanna verði bætt í umferðinni. Fátt er heilsusamlegra en að stunda hjólreiðar og fólk verður óendanlega hressara ef það hjólar til og frá vinnu heldur en að vera lokað inni í bíl allan tímann. Hjól- reiðar veita nefnilega alhliða líkam- lega þjálfun og eru mjög styrlqandi fyrir þrek. Eins og ástandið er verða hjólreiðamenn hins vegar að hjóla á gangstéttum og er það fremur óskemmtilegt ef mikið er um gang- andi fólk eins og víða er. Vonandi verður þessum málum veitt meiri athygli í náinni framtíð en gert hefur verið hingað til. Loks vil ég minnast á þátt öku- manna varðandi þetta. Flestir öku- menn sýna tillitssemi og virða rétt þeirra sem hjóla en því miður eru einnig margir sem sýna alls ekki nægilega aðgæslu eða tillitssemi. Þeir aka hratt fram úr hjólandi fólki og keyra allt of nálægt því. Þetta er mjög ónotalegt fyrir hjólreiða- manninn sem er alveg óvarinn ef eitthvað ber útaf. Ég held að það fari aldrei vel á því að bílar og hjól- reiðafólk séu saman í umferðinni, við síkar aðstæður verður vart kom- ist hjá slysum. Sem víðast þyrfti að leggja sérstaka stíga fyrir hjól- reiðamenn og er það eina leiðin til að leysa vandann til frambúðar. Hjólin valda ekki umferðarslysum, það eru bílarnir sem gera það. f? 61853: Þennan slysaþátt mætti skoða sér- staklega því hvað kosta umferðar- slys þjóðina ekki mikið á hverju ári. Það yrði mikill sparnaður ef fleiri hjóluðu en skilyrði þess að svo megi verða er að meira verði gert fyrir þessi farartæki. Hjólreiðamaður Það getur verið tjerugt að vera ein(n) ábáti! Kajakar tyrir sjo-, vatna- og fljotasiglingar. Kajakíþróttin nýturvinsælda hér á landi enda eru ísienskar aðstæður sérstaklega hentugar fyrir þetta skemmtilega tómstundagaman. Hafðu samband eða komdu og skoðaðu NEB4RINN Sfmi: 91-624700 • Háteigsvegi 7 Ertu námsmaður eða yngri en 26 ára? Hvernig líst þér á aðferðast . . . UMHVERFIS JÖRÐINA Á EINU ÁRI FYRIR119 ÞÚS. Verðfrá: Bangkok 55.580 Delhi 67.130 Singapore 64.600 Bogoto 63.280 Kuala Lumpur 65.68 Havana 66.020 Colombo59.150 Kingston 58.540 Manila 82.540 Caracas 53.580 NewYork 45.760 Nairóbi 68.030 Kairó 46.690 Casablanca 38.390 Tel Aviv 43.370 Mexicoborg 53.350 • Reykjavík / Amsterdam / Singapore / Jakarta / Denpasar / Sydney / Auckland / Nadi - Honolulu eða Rarotonga - Papeete / Los Angeles / Lonndon / Reykjavík frá 119.310. • Flug og gisting í París 1 vika frá 36.090.* • Flug og bíll - 1 vika frá 27.177.** • Sólarlandaferð til Costa del Sol - flugfargjald frá 33.140. Stopp í París mögulegt. Við getum svo útvegað íbúðir á Costa del Sol á góðu verði. Öll verö rrnðast vi& gengi 16. jún( 1989. *verð á mann í tveggjamanna herbergi með morgunmat. **verð á mann í bíl f minnsta flokki (2 í bfl). Gerið verðsamanburð FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA HRINGBRAUT, SÍMI 16850

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.