Morgunblaðið - 02.07.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 02.07.1989, Síða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1989 Bresk sterlingspunct Spænskir pesetar Franskir frankar LITRIKT VEGANESTI Gjaldeyrisúrvalið okkar er litríkt. Þú getur valið um seðla í 18 helstu gjaldrmðlum heims auk ferðatékka og VISA. Sérþjálfað starfsfólkleiðbeinir þérogleysirmálið hratt og örugglega. Hvertsemþúferð - við höfum gjaldeyrinn 0 (ðnaðarbanMni -miPimktnkj BAKÞANKAR Þær sætu elska okkur líka Eg er að gera mér grein fyrir þvi að ég er smám saman í þessum pistlum að skrifa ævisögu mína. Það er hið besta mál. Að minnsta kosti fyrir sjálfan mig. Siðar meir þarf ég ekki annað en að laumast i hárri elli inn á Lands- bókasafnið og klippa bakþank- ana út þegar bókavörðurinn bregður sér frá. Þar næst raða ég þeim upp i rétta eftir Ólaf Gunnarsson röð og sem titilsíðu þar sem stend- ur að höfundur sé hispurslaus og hreinskiptinn eins og fram kemur í kaflanum: Þær sætu elska okkur lika. Hér kemur sá kafli: Mikið var yndislegt að vera ástfanginn af skólasystrum sínum þegar maður var tólf ára. Einatt elskaði maður þær sem ekki virtu mann viðlits, Það var helst að allskonar skessur og feitar stelpur sýndu okkur áhuga, en með þær vildum við vitaskuld ekkert hafa. Maður elskaði þær fegurðardísir sjúklega sem strunsuðu hjá hnakkakertar með fallegustu skólatöskuna í bænum á bakinu, þær voru i falle- gustu peysunni og fallegasta pils- inu, þær voru svo sætar að við lá að manni fyndust pabbar þeirra sætir lika þegar þeir komu á flott- um bílum að sækja þær i skólann. Maður var einatt að hringja í svona drottningar án þess að þora að segja til nafns. Það var i mesta lagi að maður ropaði i símann af einskærri ást eða var með önnur viðlíka asnalæti, maður lá í leyn- um með myndavél til að reyna að smella á þessar þyrnirósir og maður læddist inn í stofu í frímínútum til þess að virða fyrir sér stílabókina hennar með fal- legasta nafni í heimi. Eitt sinn fór ég með strætó i annan bæjarhluta til að liggja i leynum bak við öskutunnu með frænda mínum, við vorum að von- ast eftir því að sjá henni bregða fyrir í glugga. Við biðum og biðum. En sáum hana ekki. Kannski var hún úti að ganga með vinkonu sinni. Þessar blessaðar eilífu vin- konur. En hún var ekki með neinni vinkonu þegar hún loksins sýndi sig. Hún var með fjórtán ára briljantíngreiddri bullu sem sagt var að hefði drukkið hálfa genever og „dáið“ í Þingvallaferð með skát- um fyrir stuttu. Auk þess að vera skáti var hann sagður formaður leynifélagsins: Rauða rósin. Enginn vill vandræði við slíkan mann. Við töldum það ráðlegast að halda kyrru heima fyrir næsta laugardagskvöld og hlusta á leik- ritið í útvarpinu. Og þá bar vel í veiði því það var svo margt sem við könnuðumst við í því leikriti. Bóndasonur nokkur elskaði falle- gustu stelpuna í sveitinni og horfði á hana vonlausum augum þegar hún reið hnakkakert hjá á honum Skjóna. Löngu síðar þegar þau voru orðin gömul á Grund kom hún til hans og sagði honum sannleikann yfir kaffi og kleinu: Hún hafði piprað. Hún hafði alltaf elskað hann líka þó hún væri sætust í sveitinni. Blessaður gamli maðurinn varð dolfallinn. Og það urðum við líka, frændurn- ir framan við viðtækið. Frændi minn settist upp, augu hans tindruðu af hamingju í myrkrinu þegar hann sagði: Já, svona er lífið, þær sætu elska okkur líka. Auðvitað þrá þær að hvíla við okkar brjóst og eignast börn, al- veg eins og segir í lelkritinu. Við áttum bágt með að sofna og okkur var hlýtt innvortis af hamingju. Það var sem læstri hirslu hefði verið upp lokið og augun fengið að líta glæsta fjár- sjóði. Já, svona var maður grænn. Og hefur lítið batnað. Það liggur við að maður fái stíng í hjartað enn þann dag í dag, þegar maður sér dísirnar sínar frá liðnum dög- um þjóta hjá með barnaskara í bílnum, orðnar ömmur allflestar. Þær hefðu betur hlustað á leikri- tið forðum, og farið sjaldnar út með fjórtán ára strákum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.