Morgunblaðið - 04.10.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.10.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 Ekki alvarlegar bil- anir á símakerfinu Hin nýja þjónustumiðstöð á mótum Vesturgötu og Garðastrætis. Þjónustumiðstöð aldraðra opnuð í Grjótaþorpinu Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar tók í gær i notkun þjónustu- miðstöð fyrir aldraða í Grjótaþorpinu, nánar tiltekið á Vesturgötu 7. Húsið er hið glæsilegasta og þar eru bæði íbúðir, heilsugæsiustöð og miðstöð þjónustu fyrir aldraða í miðbæ og vesturbæ, norðan Hringbrautar. ÞORVARÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma, segir að gengið hafi þol- anlega að reka símakerfið þrátt fyrir verkfall rafiðnaðarmanna í Rafiðnaðarsambandi Islands, þar sem engar alvarlega bilanir hafi orðið á því ennþá. Þorvarður sagði að símstöðin á Minni-Borg í Grímsnesi hefði bilað á föstudagskvöld og undanþága feng- ist til að gera við hana. Viðgerð hefði verið lokið seinnipart laugardagsins. Þá hefðu 128 númer í Múlastöð í Reykjavík bilað eftir helgina, en und- anþága ekki fengist, þar sem bilun í þéttbýli hefði ekki þótt eins mikið öryggisatriði og í dreifbýlinu. Bjarni Benediktsson Minnisvarði um Bjarna Benediktsson afhjúpaður MINNISVARÐI um Bjama Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, verður afhjúpaður við Valhöll næst- komandi laugardag kl. 13.00. Höggmyndina gerði Siguijón Ólafsson, en hún hefur verið í eigu Sjálfstæðisflokksins um árabil. Höggmyndinni verður komið fyrir á tæplega tveggja metra háum stuðlabergsstöpli, sem Ingimundur Sigfússon for- stjóri Heklu gefur ásamt upp- setningu. Sonarsonur Bjarna Benediktssonar, Bjami Bene- dikt Bjömsson, mun afhjúpa minnisvarðann. Að sögn Kjartans Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins hefur lengi staðið til að reisa minnisvarðá um Bjama Benediktsson við Valhöll, en það er gert nú í tengslum við 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þessi númer væm ekki öll í notkun og því væru notendurnir sem þetta bitn- aði á færri en númerin. Heimild hefði heldur ekki fengist til viðgerðar á einkastöð í Þorlákshöfn, sem hefði bilað. Þorvarður sagði að þetta teldust ekki alvarlegar bilanir. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið endan- lega skýrslu um bilun í símstöð Landsbankans, en það virtist sem hún hefði aðeins lítil áhrif á það sem stöðin ætti að gera. fEufUnmlblabitií Bilun í síma VEGNA bilunar í símalínum, sem Póstur og sími getur ekki lagað vegna verkfalls, reynist lesendum Morgun- blaðsins erfitt eða ómögulegt að ná sambandi við af- greiðslu blaðsins í símanúm- erinu 83033. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessu og bendir þeim, sem eiga erindi við afgreiðslu blaðsins, að hringja í símanúmerin 691140 eða 691141. Gæsluvarð- hald í kókaín- máli framlengt GÆSLUVARÐHALD yfir manni, sem verið hefur í haldi frá því í maí vegna rannsóknar á um- fangsmesta kókaínsmygli hér- lendis hefur verið framlengt allt til 30. nóvember næstkomandi, en þó ekki lengur en til uppk- vaðningar dóms í málinu í Saka- dómi. Maðurinn hefur kært úrskurð þennan til Hæstaréttar. Málið, sem snýst um smygl á um það bil hálfu kílói af kókaíni hingað frá Banda- ríkjunum, er nú til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara. Alls eru 23 einstaklingar á kæruskrá vegna þess. LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- fiokksins hefst í Laugardalshöll- inni á morgun, fimmtudag, kl. 17.30, en fúndinum lýkur á sunnudagskvöldið. Að sögn Kjartans Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, bauð til kaffisamsætis í gær fyrir íbúa hússins, byggingar- aðila, aldraða Reykvíkinga og borg- aryfirvöld. í nýja húsinu eru 26 íbúðir fyrir aldraða, sem afhentar voru eigendum 3. ágúst síðastliðinn, þjónustumiðstöð, sem opnuð var í gær, og heilsugæslustöð sem opnuð verður síðar þegar búið verður að kaupa búnað í hana. í kjallara húss- ins eru bílageymslur fyrir 109 bif- reiðir. Búist er við að þær verði teknar til almennrar notkunar 1. nóvember næstkomandi. Verktakafyrirtækið ístak hefur séð um byggingu hússins og skilaði Páll Siguijónsson, framkvæmda- stjóri ístaks, verkinu formlega fyrir hönd fyrirtækisins í gær. Páll af- henti einnig borgarstjóra málverk að gjöf eftir Jón Engilberts sem prýða mun matsal nýja hússins. Eygló Stefánsdóttir, forstöðumaður ins eiga 1.042 fulltrúar rétt til setu á landsfundinum, og meðan hann stendur yfir munu um 20 mismunandi nefodir starfa og skila ályktunum til fúndarins. Opið hús verður í Laugardalshöll eftir hádegi á morgun áður en þjónustumiðstöðvarinnar, veitti við- töku bókagjöf frá starfsmönnum ístaks sem ætlað er að verða vísir að bókasafni. í þjónustumiðstöðinni er matsal- ur, eldhús, setustofa, og hreyfisal- ur. í húsinu verður í framtíðinni miðstöð félagsstarfs aldraðra í hverfinu, hársnyrting, fótsnyrting, hreyfiþjálfun, aðstoð við böðun, miðstöð heimaþjónustu auk matar- þjónustu. Þjónustumiðstöðin á Vesturgötu 7 er hin áttunda sem Reykjavíkurborg á og rekur á veg- um öldrunardeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Arki- tektar Vesturgötu 7 eru Hjörleifur Stefánsson og Stefán Örn Stefáns- son. Húsið, sem var tvö ár í bygg- ingu, er fjórar hæðir og_ bíla- geymslukjallari er tvílyftur. Aætlað er að heildarkostnaður við húsið fullfrágengið verði 553 milljónir króna á verðlagi 1. október. landsfundurinn verður settur, og verða fundargögn þá afhent. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur létt lög í eina klukkustund fyrir fundarsetn- inguna, sem hefst með því að Karla- kórinn Fóstbræður og óperusöngv- ararnir Kristinn Hallsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja nokkur söng- lög við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, en stjórnandi verður Ragn- ar Björnsson. Að því loknu flytur Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins setningarræðu. Sérstakir fundir ungra landsfundar- fulltrúa og kvenna á landsfundinum verða síðan haldnir kl. 19. Sérstök dagskrá hefst á Hótel Sögu kl. 20.30, þar sem Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri og Einar K. Guð- finnsson útgerðarstjóri fjalla um tengsl íslands við Evrópubandalag- ið, Sigríður A. Þórðardóttir, for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, og Lárus Jónsson fram- kvæmdastjóri fjalla um hvert stefnir í byggðamálum, og Matthías Bjarnason alþingismaður fjallar um kosningalög og kjördæmaskipan. Fundurinn hefst kl. 9 á föstudag- inn í Laugardalshöll með dagskrá Morgunblaðið/Bjarni Páll Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Istaks, afhendir Davíð Oddssyni borgarstjóra málverkið Uppstillingu eftir Jón Engilberts sem prýða á matsal nýrrar þjón- ustumiðstöðvar aldraðra á Vest- urgötu 7. um starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins flytur skýrslu um flokksstarfið, og kynnt- ar verða tillögur um breytingar á skipulagsreglum. Að loknum um- ræðum verður framsaga um stjórn- málaályktun fundarins og umræður um hana. Eftir hádegið mun Davíð Oddsson borgarstjóri gera grein fyrir álitsgerð nefndar um stefnu- mörkun til framtíðar, og verða umræður að því loknu. Starfshópar á landsfundinum hefja störf kl. 17, og frá kl. 21 til kl. 1 verður opið hús í Valhöll. Á laugardaginn munu starfs- hópar starfa fyrir hádegi, en eftir hádegi verða ályktanir afgreiddar og umræður fara fram. Umræðum og afgreiðslu ályktana verður síðan haldið áfram á sunnudagsmorgun- inn, og afgreiðsla stjórnmálaálykt- unar hefst kl. 13. Kosningar for- -manns, varaformanns og miðstjórn- armanna hefjast kl. 15, og að þeim loknum verður landsfundinum slit- ið. Lokahóf verður síðan haldið á Hótel íslandi, og hefst það kl. 20 á sunnudagskvöldið. Tveir einþáttungar Sveinbjöms Baldvins- sonar settir upp í LA BANDARÍSKUR leikhópur vinnur nú að uppsetningu tveggja ein- þáttunga eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og verða þeir sýndir í Century City Playhouse í Los Angeles. Frumsýning verður 6. nóvem- ber og áætlað að sýningar standi í 5-6 vikur. Fyrir annan einþátt- unganna, „Visiting Hour“ hlaut Sveinbjöm verðlaun í samkeppni vestra en hinn, „Stjömur Sesars", verður gefinn út í smásöguformi í smásagnasafiii Sveinbjörns sem Almenna bókafélagið gefúr út í haust. I verðlaunasamkeppni, sem hald- in var á vegum Suður-Kalifomíu- háskóla, valdi dómnefnd sem meðal annars var skipuð tveimur Óskars- verðlaunahöfum, handritahöfund- unum Julius J. Epstein, höfundi „Casablanca“, og Edmund North, „Visiting Hour“ til verðlauna. Sveinbjöm sagði að ein leikkvenn- anna, sem tekið hefði þátt í upp- Sveinbjörn Baldvinsson setningu verksins í tengslum við samkeppnina, hefði komið verkinu á framfæri við leikhópinn Quixotic, sem síðan hefði falast eftir öðru verki frá sér. Hann sagði að Quix- otic-leikhópurinn hefði verið starf- andi í borginni undanfarin 1-2 ár og sett upp ýmis leikrit. Landsfimdur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun; 1.042 fiilltrúar eiga rétt til setu á landsfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.