Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 3

Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 3 FLUGLEIDIR OFAROGOFAR NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • OKTÓBER 1989 Nú skákar landsbyggðin skammdeginu. Þessi nýjung er sniðin fyrir hrausta og fjöruga íslend- inga - sanna víkinga og er kölluð: Helgarupplyfting í höfuð- borginni. Nútímavíkingarnir fljúga báðar leiðir með Flugleiðum og geta valið að gista í tvær nætur (með morgunverði) á Hótel Loftleiðum eða Hótel Esju. I „pakkanum" er innifalin glæsileg stórsýning; Rokkópera á Hótel íslandi á laugardagskvöldi og þríréttaður kvöldverður. Síðan er aukadagskrá ef þrek og tími leyfir. Föstudagskvöld í Hollywood að hætti sannra víkinga, snæða t.d. harðfisk, logandi iamb og jökulís sem rennt er niður með tilheyrandi miði. Síðan er tilvalið að fagna laugardagsmorgni með baði og „brunch" í Bláa lóninu. Nánari upplýsingar og kynn- ingarbæklingur hjá Flugleiðum um land allt. Et, drekk ok ver glaðr um helgi í Reykjavík! Kraftmikið innanlandsflug í vetur. Vetraráætlun innanlandsflugs tók gildi í september. Það eru ekki eins skörp skil milli sumars og vetrar í innanlandsflugi Flugleiða og hjá veðurguðunum. I vetur verða um 100 brottfarir á viku frá Reykjavík, á móti rúmlega 120 yfir suniartímann. Það munar ekki meiru. Öll flugáætlunin í vetur byggir á endurbótum sem gerðar voru síðari hluta síðasta vetrar og þóttu takast vel að mati viðskiptavina. Hornafjörður, Patreksfjörður, Þingeyri og Akureyri eru meðal áfangastaða sem njóta aukinnar þjónustu í nýju áætluninni. P.s. Aðaláhugamál allra flug- farþega. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur verið 84% stundvísi að meðaltali í innanlandsflugi Flugleiða. 90 Helgaðu þér Evrópu um helgar! Sól, sól skín á Kanarí. Kanaríeyjar eru vetrardvalar- staður þar sem íslendingar geta verið alveg öruggir um sól og hita. Þetta er staðreynd alveg eins og nótt fylgir alltaf degi. Flugleiðir bjóða Kanaríeyjaferðir um London í nóvember en fyrsta beina flugið frá íslandi verður 18. desember, jólaferðin alkunna. Síðan verður beint flug milli Kanarí og íslands á þriggja vikna fresti fram yfir páska. íslensk fararstjórn. Þegar er byrjað að taka á móti pöntunum í gríð og erg hjá Flugleiðum og ferðaskrifstofunum. I vetur verða bein flug frá íslandi til Kanaríeyja sem hér segir: 18. des., 8. jan., 29. jan., 19. feb., 12. mars., 2. apr., 16. apr. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Örugg sól. leiðarbók fyrir Lúx-farþega. Góðir íslendingar á leið til Mið-Evrópu! Nú er komin út vönduð 124 síðna íslensk bók sem leiðbeinir ykkur um fimm lönd: Lúxemborg, Belgíu, Þýska- land, Frakkiand og Sviss. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem uppfræðir ferðalanga um hjarta Evrópu á skipulegan hátt. Að sjálfsögðu fljúga höfundar bókarinnar, Sigmar B. Hauksson og Helga Thorberg, til Lúxem- borgar með Flugleiðum, þaðan sem þau hefja fimm landa ferðina á jörðu niðri. Bókin, Flug og bíll Lúxemborg, fæst hjá bóksölum og er full ástæða að hafa hana í farteskinu þegar lagt er í flug- og bílferð um M.-Evrópu. í haust og allan vetur gildir sértilboðið Flug og bíll til Lúxemborgar. Frá kr. 28.510 (þriggja daga helgarferð). SJÓN ER SÖGU RÍKARI Á SAGA CLASS! Flugleiðir eru meðal fyrstu flugfélaga í heimi sem eru þess heiðurs aðnjótandi að geta boðið Saga Class farþegum einkamyndbandstæki. Þessi nýjung er enn ein rós í hnappagat Saga Class þjónustu Flugleiða um borð í DC.8 þotum á milli íslands og Bandaríkjanna. Farþegar á Saga Class fá Sony Walkman myndbandstæki endurgjaldslaust til eigin afnota meðan á fiugi stendur. Lítil nett tæki með sérdeilis skýrum skjá. Hjá öðrum flugfélögum verða allir farþegar um borð að horfa á einu og sömu kvikmyndina, á fáeinum skjám, sem flugfélögin sjálf velja fyrir farþegana, en á Saga Class í Bandaríkjaflugi Flugleiða eru farþegarnir sjálfir sýninga- stjórar. Þeir geta valið úr kvikmyndum og von er á heimsþekktum golf- og viðskiptaþáttum. Nú er líka hægt að gleðja augað í Bandaríkjaflugi Flugleiða! Nú í haust geta íslendingar lagt Evrópu að fótum sér um helgar eins og oft áður á þessum árstíma fyrir lítið fé. Flugleiðir bjóða nú tveggja og þriggja daga helgarferðir til allra áfangastaða sinna í Evrópu Fjölmargir landsmenn þekkja' þennan hagstæða og skemmti- lega ferðamöguleika af eigin raun - og ætla aftur í haust og vetur. Glænýjar, hljóðlátar og þægilegar Boeing 737-400 þotur flytja helgarfarþega á vit ævintýra Evrópu. Hefurðu reynt nýju Flugleiðaþoturnar? Odýrasti ferðamöguleikinn í Evrópusyrpunni að þessu sinni er þriggja daga ferð til Glasgow fyrir kr. 24.450,— (flug og hótel) miðað við að tveir ferðist saman. í hverri borg má velja um a.m.k. 3-5 hótel. Hvernig hljómar 199 kr. á klst. fýrir Flórída og sportbfl? Flugleiðirogferða- skrifstofurnar gefa góð ráð og upplýsingar um verð. Mannlíf, matur, listir, skemmtanir og verslanir er það sem bíður í stórborgum Evrópu. Annars eru möguleikarnir ótæmandi. T.d. Flugleiðaflug til Lúxemborgar og þaðan stuttan spöl til Trier eða Saarbrucken sem báðar eru mjög hagstæðar verslunarborgir. Tilbreytingaríkar ferðir. Hagstætt verð. Óteljandi möguleikar. r Ioktóber gefst tækifæri á að láta drauminn um ódýrt frí á Flórída verða að veruleika. Hvernig? Jú, Flugleiðir bjóða sértilboð í nokkrar tíu daga ferðir til Orlandó. Til marks um hagstætt verð draumaferðarinnar má nefna að hún kostar aðeins' 199 kr. á klukku- stund - líkt verðlag og t.d. á bíómiða hér á íslandi. Heildarverð: kr. 47.610,- miðað við að tveir ferðist saman. Flugleiðir og ferðaskrifstof- urnar eefa frekari uDDlvsinaar. Til að gera gott betra. Innifalið í sértilboðinu er vikuleiga á nýlegum kraftmiklum Ford Thunderbird sportbíl (án söluskatts og bensíns). Minnum á: Disney World og Epcot, Sea World, Kennedy-geimstöðina, fjölleikahús og Villta vatns- skemmtigarðinn. ■ ZOÞ-86POUM VjSOmV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.