Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
15
Kelduhverfí:
Innan við helmingnr
tekur fé í hús að nviu
Hraunbrún, Kelduhverfi.
ÞEIR bændur í Kelduhverfi, sem skáru niður fé sitt vegna riðuveiki
haustið 1986, geta nú að afiokinni hreinsun og þriggja ára umsömdu
fjárleysi tekið fé í Ijárhús sín á ný. Það eru þó einungis fimm bændur,
af þeim þrettán sem lógað hafa fé sínu, sem taka fé að nýju í haust.
Þeir taka á bilinu tíu til hundrað og fimmtíu lömb. Þeir sem ekki taka
fé nú eru aldraðir bændur og menn sem komnir eru í aðra vinnu.
Þetta eru viss tímamót hér í sveit Mikla endurskipulagningu þurfti á
og ánægjuefni fyrir þá tólf bændur
sem ekki þurftu að lóga fé sínu. Riða
hefur ekki komið upp hjá þeim á
þessum tíma en tveir hafa reyndar
hætt fjárbúskap af öðrum ástæðum.
Margt breytist í lítilli sveit þegar
rúmlega helmingur bænda þarf að
leggja niður búskap sama haustið.
göngum því þær eru lagðar á eftir
fjártölu og því ekki lagðar á fjár-
lausa menn.
í haust hafa miklar rigningar og
þoka tafið að hægt væri að ljúka
ijallskilum, en nú hefur loks tekist
að ganga seinni göngur.
Inga
Mannfjöldi á Morgunblaðssýningu
MILLI fjögur og fimm þúsund manns sáu sýningu um grein í Morgun-
blaðinu síðastliðinn sunnudag, sem fjallaði um leitir á Landmannaf-
rétti. Liðlega 200 myndir og gögn um vinnslu greinarinnar voru til
sýnis aðeins þennan eina dag á Kjarvalsstöðum. Ragnar Axelsson
ljósmyndari Morgunblaðsins tók þorra myndanna í greininni og
Arni Johnsen blaðamaður skrifaði hana.
Vill rækta jafii mörg tré og hann
hefiir sundur sagað um ævina
Skógræktarfélagi Reykjavíkur fékk í gær að gjöf eina og hálfa
milljón króna í tilefni 70 ára afmælis Sveinbjarnar Sigurðssonar,
byggingameistara, en afmælið var í gær. Sveinbjörn er mikill áhuga-
maður um skógrækt í gegnum tíðina. Gjöfin er frá 52 aðilum, fyrir-
tækjum, einstaklingum, samstarfsmönnum og vinum afmælisbarnsins.
Víglundur Þorsteinsson, formað- henti Þorvaldi S. Þorvaldssyni,
ur Félags íslenskra iðnrekenda, af-
formanni Skógræktarfélags
Reykjavíkur, gjöfina í landi Korp-
úlfsstaða í gær, en þar er meining-
in að byggja upp næsta útivistar-
svæði Reykjavíkurborgar. Aftir af-
hendinguna gróðursetti afmælis-
barnið nokkur tré ásamt nokkrum
'fiðstöddum gestum.
Víglundur sagði að vinir, velúnn-
arar, samstarfsmenn og viðskipta-
fyrirtæki í marga áratugi hefðu
ákveðið að styðja við og heiðra sér-
staklega það áhugamál Sveinbjarn-
ar sem honum hefði verið hvað
hugleiknast síðustu árin, en það
væri skógrækt. Þetta hefði auðvitað
verið gert vitandi það að Sveinbjörn
væri ekkert gefin fyrir veraidleg
gæði, en afmælisbarnið hefði látið
þau orð falla að hann vilji nú rækta
eins mörg tré og hann hefur sundur
sagað um ævina í starfi sínu sem
byggingameistari.
Það kom fram við afhendinguna
að Sveinbjörn hefur unnið mikið
þrekvirki á sviði skógræktar í sum-
arbústaðalandi sínu í Grafningi
austan við Þrastarlund.
íslandsdeild ESTA:
Námskeið haldin fyr-
ir strengjaleikara
Islandsdeild ESTA, sem er samband strengjakennara í Evrópu,
stendur fyrir námskeiðum fyrir kennara og strengjanemendur, dag-
ana 7. til 9. október. Kennarar á námskeiðunum verða hjónin Alm-
ita og Roland Vamos, sem kölluð hafa verið „foreldrar strengjaleikar-
anna,“ þar sem stór hópur af nemendum þeirra er búinn að slá í
gegn. Meðal íslenskra nemenda sem hafa stundað nám hjá þeim um
árabil eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Auður Hafsteinsdóttir.
Þau hjónin verða með tvö nám- daginn 9. október og er þegar full-
skeið hér á landi. Annað er aðeins
ætlað strengjakennurum og stendur
yfir laugardaginn 7. október og
sunnudaginn 8. október. Hið seinna
er fyrir nemendur sem eru komnir
vel á veg í námi sínu, eða á 7. til
8. stig. Það námskeið verður mánu-
bókað á það. Bæði námskeiðin
verða haldin í sal Félags íslenskra
hljómlistarmanna í Rauðagerði 27.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðin gefur Haukur F. Hannesson
hjá Tónlistarskóla íslenska Suzuki-
sambandsins.
Morgunblaðið/RAX
Sveinbjörn Sigurðsson(með skófluna) ásamt eiginkonu sinni Helgu Kristinsdóttur og fjöiskyldu þeirra.
Stórgjöf til skógræktar á afínæli Sveinbjarnar Sigurðssonar:
MorgunblaOiO/bvernr
Á myndinni sést Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents hf., afhenda Höskuldi Jónssyni, for-
stjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ávísun að Qárhæð 1,3 milljónir króna, sem er ágóðinn af
auglýsingum á burðarpokum ÁTVR frá 1. mars síðastliðnum. Höskuldur afhenti síðan Sveini Runólfs-
syni landgræðslustjóra ávísunina.
Plastprent og ÁTVR:
Landgræðslunni gefin rúm milljón
EYSTEINN Helgason, fram-
kvæmdastjóri Plastprents hf., af-
henti í gær Höskuldi Jónssyni,
forstjóra Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins, ávísun að fjárhæð
1,3 milljónir króna, sem er ágóð-
inn af auglýsingum á burðarpok-
um ÁTVR frá 1. mars síðastliðn-
um. Höskuldur aflienti síðan
Sveini Runólfssyni landgræðslu-
stjóra ávísunina. „Þessir íjármun-
ir eru vel þegnir og þeir verða
notaðir til að græða upp friðuð
landsvæði á nokkrum stöðum á
landinu," sagði Sveinn.
Plastprent hf. hefur annast gerð
allra burðarpoka fyrir ÁTVR frá því
að sala bjórs hófst hérlendis 1. mars
síðastliðinn. í samkomulagi Plast-
prents og ÁTVR var gert ráð fyrir
að Plastprent hefði heimild til að
selja auglýsingar á burðarpokana og
ákvað ÁTVR að andvirði auglýs-
inganna rynni óskipt til Landgræðslu
ríkisins. „Það er fullur vilji allra að-
ila að halda áfram að styrkja Land-
græðsluna með þessum hætti,‘‘ sagði
Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR.
Jaftit hjá Margeiri og Yijöla
Skák
Gunnar Finnlaugsson
AUKAKEPPNI Skákþings Norð-
urlanda var fram haldið í Holst-
erbro í Danmörku í gær. Mar-
geir Pétursson og Finninn Yijöla
gerðu jafntefli. Eru þeir nú efst-
ir og jafnir í keppninni með 2
vinninga hvor. Bent Larsen er
líklega úr leik eftir að hafa tapað
bæði fyrir Margeiri og Yrjöla.
Margeir tefiir með hvítu gegn
Larsen í dag og á morgun mæt-
ast Larsen og Yrjöla.
Larsen reyndi allt sem hann gat
til að knýja fram vinning gegn
Ytjöla í fyrradag. Hann náði sókn
sem leit vel út en Yijöla varðist
vel. Larsen átti margar leiðir til
1 jafnteflis en forsmáði þær allar og
varð svo að gefast upp eftir 69
leiki. Ef Larsen hefði þegið jafn-
tefli hefði staða Margeirs verið
mjög vænleg.
Skákin í gær tefldist þannig:
Hvítt: Juha Yrjöla.
Svart: Margeir Pétursson.
Griinfeld-vörn.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. g3 -
Bg7, 4. Bg2 - c6.
(Hér gat Margeir valið hvassara
afbrigði að hætti Kasparovs með
4. — 0-0 til dæmis, 5. RiJ3 — d5,
6. cxd5 — Rxd5, 7. 0-0 — Rb6.)
5. Rf3 — d5, 6. cxd5 — cxd5, 7.
Rc3 - 0-0, 8. Re5 - e6, 9. Bg5
- Db6, 10. Dd2 - Rfd7!?
Athyglisverður leikur. Svartur
er nú búinn að jafna taflið.
11. Be3 - Rc6, 12. Rf3 - Db4.
(Rýmir b6 fyrir riddarann og
þrýstir á d4. 13. a3 er einfaldlega
svarað með 13. — Db3.)
13. 0-0 - Rb6, 14. b3 - Bd7, 15.
Hfdl - Hfc8, 16. Hacl - Bf8.
(Svartur stendur vel en þessi
leikur sýnir að erfitt er að finna
góða áætlun.)
17. Re5?!
(Vafasamur leikur sem færir
svörtum frumkvæðið. Vænlegra til
árangurs fyrir hvítan er 17. h4 eða
17. Bh6.)
17. - Rxe5, 18. dxe5 - Hc6, 19.
Rbl — Hac8, 20. Hxc6 — Dxd2,
21. Bxd2 - bxc6.
(Hvassara og vænlegra til ár-
angurs en 21. — Hxc6.)
22. e3 - c5, 23. Bfl - Bc6, 24.
f4 - d4?!
(Margeir leggur of mikið í stöð-
una og leikur nú nokkrum óná-
kvæmum leikjum. Betra var að
bíða átekta með 24. — Bb7 eða
24. - Kg7.)
25. Hcl - Be4,26. Bg2 - Bxbl.
(Traustara var 26. — Bxg2.)
27. Hxbl - d3, 28. Bb7!
(Góður leikur. Leiknum 28. Be4
svarar svartur með 28. — c4. Nú
eru möguleikarnir hvíts megin.)
28. - Hd8, 29. Ba6 - Rd5, 30.
Hdl.
(Að sjálfsögðu ekki 30. Bxd3?
vegna 30. — Rb6 og hvítur vinnur
mann.)
30. — Rb4, 31. Bxb4 — cxb4, 32.
Hxd3 - Hxd3.
(Þótt hvítur sé með peði meira
er staðan jafntefli vegna mislitu
biskupanna.)
33. Bxd3 - h5, 34. Kf2 - Bc5,
35. Kf3 - Kf8, 36. h3 - Ke7, 37.
g4 — hxg4, 38. hxg4 — Bb6, 39.
Ke4 - Bc5, 40. Bc4 - Bb6, 41.
Kd3 - Bc5, 42. Ba6 - Bb6, 43.
e4 - Bf2, 44. f5 - Bg3, 45. Kd4
- Bf2, 46. Kc4 - Bg3, 47. ficg6
- fxg6, 48. Kxb4 — Bxe5, 49.
Bc4 - Bd4, 50. Kb5 - Kd6, 51.
Ka6 — e5, 52. b4 — KcV, 53. a4
- g5, 54. Bb3 - Be3, 55. Kb5 -
B12, 56. a5 jafntefli.