Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 21

Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989 21 HÁVÆRAR RADDIR UM DAVÍÐÍ FORYSTUHLUTVERK Sjálfstæðisflokksins hafi horn í síðu Davíðs og vantrú á því að hann myndi standa sig sem skyldi í starfi formanns flokksins, þó síðar yrði. Þessir sömu menn hafi einnig van- trú á því að Davíð, sem ekki þykir ávallt í hópi hæverskustu og hóg- værustu stjórnmálamanna, valdi því hlutverki að vera eins konar sátta- semjari eða málamiðlari í viðkvæm- um málum, sem óneitanlega komi oft upp á yfirborðið í jafn breiðum og stéttmörgum flokki og Sjálf- stæðisflokknum. „Davíð á. að hætta að byggja brýr í Reykjavík að sinni, og snúa sér að því að byggja brýr yfir til framtíðar, með því að taka að sér varaformennskuna nú,“ sagði tals- maður þess að Davíð taki við vara- formennskunni. Forystumaður í Reykjavík sagði: „Ef Davíð kæmi inn sem forystumaður við hlið Þor- steins, þá væri það flokknum tvímælalaust mikill styrkur. Auðvit- að væri Friðrik þannig að taka á sig stærri hluta ábyrgðar en honum ber, en sálfræðilega held ég að það hefði afskaplega góð áhrif á flokk- inn að sú yrði niðurstaðan. Vissu- lega væri það þá þannig að Friðrik þyrfti að gjalda fyrir það að fólk vill sjá breytingar, en stjórnmál eru nú einu sinni þannig, að oft verður að fórna einhveijum, hvort sem hann á það skilið eða _ekki.“ Það sjónarmið er einnig talsvert útbreitt í flokknum að ef lands- fundur er ekki tilbúinn til þess að skipta um formann nú og kjósa Davíð í stað Þorsteins, þá beri að geyma Davíð, þar til hans vitjun- artími kemur. Talsmenn þessa sjón- armiðs segjast telja að ef ekki náist samstaða um að kjósa Davíð sem formann, þá komi ekki til greina að eyðileggja hann með því að kjósa hann sem varaformann. Þessir menn eru einnig efins um að emb- ætti varaformannsins muni hæfa Davíð. Hann sem varaformaður verði í einskonar aukahlutverki og þeir telji það stóra spurningu hvern- ig slíkt færi með Davíð sem stjórn- málamann að vera næstráðandi á eftir Þorsteini. Einhvern veginn segjast þeir eiga bágt með að sjá foringjann Davíð í aukahlutverki. Urgrir í landsbygg-ðinni Það er ekki hægt að segja að það sé allsráðandi sjónarmið innan flokksins að Davíð eigi að taka við varaformennskunni. Aberandi er að fulltrúar hinna ýmsu hverfafélaga í Reykjavík lýsa sig andvíga því að Davíð komi að landsmálunum með ofangreindum hætti. Hans vitjun- artími sé ekki kominn og honum beri að skila Reykjavíkurborg í ör- ugga meirihlutahöfn Sjálfstæðis- flokksins. Eftir það segja þessir menn að Davíð geti komið inn á lista til alþingiskosninga og unnið sig upp á þeim vettvangi, í for- mannssætið. Það hafi sýnt sig í formennskutíð Þorsteins að það gefi ekki góða raun að stökkva beint í formannssætið, án nokkurr- ar stjórnmálareynslu. Þeir segja að þótt Davíð hafi mikla reynslu af stjórnmálum, vegna borgarstjórn- armála, þá þurfi hann að sjóast í landsmálunum. Það er einnig áber- andi í oi'ðum þessara manna, að þeim liggur hlýrri rómur til Friðriks Sophussonar, varaformanns, en formannsins. Segja þeir að Friðrik sé sá eini úr foiystuliði flokksins sem hafi af einlægni og dug sinnt félags- og flokksstarfinu. Formaður eins hverfisfélagsins í Reykjavík orðaði þetta svo: „Ég fæ ekki betur séð en það væri verið að hengja bakara fyrir smið, ef Friðrik yrði fórnað á þessum landsfundi og Davíð kosinn varaformaður.“ Af samtölum við sjálfstæðismenn um land allt má heyra að lands- fundarfulltrúar úr þeirra röðum gera ráð fyrir því að forysta flokks- ins verði endurkjörin óbreytt. Ýmsir sögðust reyndar vera hundóánægð- ir með forystuna, en ekki svo óán- ægðir að þeir færu að ráðast til atlögu við hana og reyna að knýja fram breytingu. Sálin í Sjálfstæðis- flokknum væri einfaldlega svo for- ingjaholl, að ekki yrði ráðist í for- mannaniðurskurð á landsfundi, í blóra við vilja formanns. Orð mikils athafnamanns utan af landi eru kannski táknræn fyrir afstöðu margra sjálfstæðismanna utan af landi: „Ég er af þeim skóla að númer eitt, tvö og þijú, verði flokksmenn að vera tryggir forystu flokksins, hversu ári óánægðir og fúlir sem menn geta verið.“ Þó mun þetta vera mismunandi eftir kjördæmum, og líklegt er að Davíð fái mörg atkvæði í varafor- mannsembættið úr ákveðnum kjör- dæmum, svo sem Suðurlandskjör- dæmi. Hrifiiing manna á þingflokknum afar takmörkuð Áhyggjur margra í flokknum af forystumálum ná út fyrir raðir formanns og varaformanns. Marg- ur sjálfstæðismaðurinn virðist hafa þungar áhyggjur af því hvað bíði Sjálfstæðisflokksins á næstu árum, ef ekkert verður hróflað við þing- flokknum, sem margir segja staðn- aðan, leiðinlegan og hugmynda- snauðan. „Það er skelfilegt til þess að hugsa, ef efstu sæti framboðs- lista í næstu kosningum verða skip- uð eintómum Öglum Jónssonum,“ sagði einn frammámaður í flokkn- um í Reykjaneskjördæmi. Hann og fleiri halda því fram, að fari svo, muni fylgi flokksins alls ekki verða í samræmi við það sem gæti orðið, ef um einhveija og helst umtals- verða endurnýjun yrði að ræða á framboðslistum. Það þyrfti einfald- lega að sækja hæfileikafólk til at- vinnulífsins og fá á lista. Það væri kominn tími á marga í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, en það hefði aldrei þýtt að benda þeim á það. Þeir litu svo margir á þingmennsk- una sem ævistarf. Líftími forystumanna stjórnmálaflokka að styttast Um þetta segir atvinnurekandi í Reykjavík: „Vandi sá sem núver- andi forysta Sjálfstæðisflokksins á við að glíma, og á erfitt með að sætta sig við, er að líftími forystu- manna stjórnmálaflokka er veru- lega að styttast. Tími þess að menn sátu í forystu Sjálfstæðisflokksins í áratugi er liðinn. Hin mikla og öra fjölmiðlun í dag gerir það ein- faldlega að verkum, að líftími stjórnmálamanna styttist. Þessu verða forystumennirnir að gera sér grein fyrir, og sjá þegar þeirra tími er í rauninni útrunninn." Þorsteinn segir að það sem helst verði fjallað um á landsfundinum verði annars vegar almenn stefnu- mörkun til lengri framtíðar og hins vegar ákvarðanir sem lúti að stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og atvinnumálum. „Ég vona að landsfundurinn styðji rrijög einarðlega við ákvarðanir þing- flokksins í mjög veigamiklum atrið- um, að því er varðar atvinnumálin," segir Þorsteinn. Auk þess segist Þorsteinn eiga von á miklum umræðum á lands- fundinum um það með hvaða hætti stjórnun í sjávarútvegi og land- búnaði eigi að vera í framtíðinni. „Sem vonlegj: er, hafa miklar um- ræður farið fram innan flokksins í þessum efnum, vegna þess að flokk- urinn er í eðli sínu breiðfylking. Það þarf því engum að koma á óvart að það komi ekki af sjálfu sér að menn komist að sameiginlegri nið- urstöðu í þessum málaflokkum." Þorsteinn hefur á afdráttar- lausan hátt hafnað svonefndum auðlindaskatti. Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, lýsti aftur í blaðagrein hér í Morgunblaðinu nú fyrir skömmu hugmyndum sínum um að handhafar veiðileyfa greiddu fiskirannsóknir og eftirlit, auk þess sem hann lýsti stuðningi sínum við sölu veiðileyfa. Þorsteinn var spurður hvort yfirlýsingar hans gætu ekki torveldað landsfundinum að komast að sameiginlegri niður- stöðu í þessum efnum: „Það er hlut- verk formanns Sjálfstæðisflokksins að hafa mótandi áhrif á niðurstöð- una og leiða umræður til niður- stöðu. formaðurinn er enginn hlut- laus ríkissáttasemjari milli deiluað- ila. Hann er forystumaður og þeir sem bera fram gagnrýni af þessu tagi, þeir skilja ekki í hveiju for- ystuhlutverk er fólgið." Formaðurinn tekur ekki ákvarðanir fyrir landsfiind — Er valdsvið formanns Sjálf- stæðisflokksins þá með þeim hætti að hann geti sagt rúmlega þúsund manna landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir verkum í grundvall- armáli sem þessu? „Vald formannsins er ekki það að taka ákvarðanir fyrir landsfund. Vald formannsins er að hafa for- ystu í málefnum flokksins og að þessu leyti hef ég ekki kveðið upp neinn endanlegan dóm um hver verður niðurstaða landsfundarins. Ég hef hins vegar tekið forystu um það að lýsa því yfir að auðlinda- skattur verði ekki þáttur í fiskveiði- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frá mínum bæjardyrum séð, þá stríðir slíkur skattur gegn grund- vallarhugmyndum flokksins um sem minnst ríkisafskipti. Skattur af þessu tagi þýðir að hluti af af- rakstri sjávarútvegsins er tekinn, hann er settur inn í ríkissjóð og honum deilt þaðan út aftur. Með öðrum orðum, aukin ríkisafskipti. I annan stað er ljóst að einn veiga- mesti þátturinn í þeirri gífurlegu spennu sem nú er á milli lands- byggðarinnar og höfuðborgarsvæð- isins er það að sjávarútvegurinn hefur átt í vök að veijast á undan- förnum árum og verið að tapa eigin fé. Það er eitt höfuðhlutverk Sjálf- stæðisflokksins að standa þannig að málflutningi og framkvæmd efnahagsstefnu, að það sameini þjóðina. Þeir sem bera fram tillögur um auðlindaskatt munu sundra þjóðinni og efna til stórátaka við þessar aðstæður á milli landsbyggð- ar og þéttbýlis. Það er ekki síst í Ijósi þessara aðstæðna sem það er nauðsynlegt að ýta þessum hug- myndum út af borðinu.“ Ákveðnir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins utan af landi telja að for- maður flokksins hafi gert hárrétt í yfirlýsingu sinni varðandi auðlinda- skatt. Hann liafi ósköp einfaldlega verið að lýsa stefnu Sjálfstæðis- flokksins í sjávarútvegsmálum. „Ef landsfundarfulltrúar vilja koma á auðlindaskatti, þá held ég bara að þeir ættu að kjósa sér talsmann slíks skatts sem formann,“ segir landsbyggðarþingmaður. Verður forystan óbreytt? Það er ekki fyrr en á sunnudag sem úr því fæst skorið hvort for- maður og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins verða endurkjörnir en búast má við því að talsverður fjöldi atkvæðaseðla verði með nafni Davíðs Oddssonar. Engu skal hér sþáð um það hvort landsfundarfulltrúum tekst að ná sáttum um þau mál, sem helst virð- ast skilja á milli dreifbýlis og þétt- býlis, þ.e. hver framtíðarstefnan eigi að vera í sjávarútvegs- og land- búnaðarmálum, en það eru mjög skiptar skoðanir, hvort það tekst og raunar miklar efasemdir einnig. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 66,00 64,00 64,08 2,145 137.444 Þorskur(ósL) 42,00 42,00 42,00 0,536 22.512 Ýsa 102,00 61,00 95,20 3,293 313.481 Ýsa(ósl.) 95,00 82,00 86,99 2,860 248.798 Ýsa(smá) 56,00 56,00 56,00 0,078 4.340 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,015 300 Steinbítur 90,00 90,00 90,00 0,006 540 Lúða 255,00 230,00 243,74 0,046 11.090 Koli 35,00 35,00 35,00 0,008 280 Samtals 82,22 8,986 738.785 I dag verða meðal annars seld 1,8 tonn af þorski, 0,6 tonn af ýsu, 69,3 tonn af karfa, 14 tonn af ufsa og 13 stórlúður úr Sig- urey BA, svo og óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 71,00 59,00 61,76 5,434 335.626 Þorsk(1 .-2.n.) 70,00 70,00 70,00 2,497 174.790 Þorsk(ósl1-2n) 39,00 39,00 39,00 0,670 26.130 Ýsa 131,00 93,00 119,46 5,257 628.027 . Ýsa(12.n.) 95,00 82,00 84,25 1,778 149.800 Ýsa(ósl.1-2n.) 106,00 92,00 100,15 4,054 406.027 Ýsa(1.-3. n.) 83,00 79,00 81,44 1,108 90.230 Karfi 39,00 38,00 38,74 21,721 841.435 Ufsi 43,00 41,00 42,49 28,764 1.222.255 Ufsi(ósl.) 29,00 29,00 29,00 0,267 7.743 Hlýri 70,00 70,00 70,00 0,032 2.240 Lúða(stór) 305,00 305,00 305,00 0,024 7.320 Lúða(smá) 285,00 260,00 279,24 0,079 22.060 Skarkoli 45,00 10,00 17,45 0,047 820 Keila 30,00 30,00 30,00 0,490 14.700 Lýsa 47,00 47,00 47,00 0,022 1.034 Samtals 54,40 72,244 3.930.237 Selt var úr Ottó N. Þorlákssyni RE og bátum. í dag verða með- al annars seld 25 tonn af karfa, 20 tonn af ufsa og óákveðið magn af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Húnaröst ÁR, Þor- láki ÁR og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 70,50 60,00 62,57 2,691 168.381 Ýsa 106,00 47,00 84,24 6,174 520.109 Ufsi 28,50 28,50 28,50 0,087 2.480 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,013 650 Lúða 195,00 185,00 186,11 0,018 3.350 Skata 60,00 60,00 60,00 0,014 840 Tindaskata 10,00 8,00 9,65 0,424 4.092 Samtals 74,29 9,421 699.902 Selt var meða annars úr Gjörva SH. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hjálp og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR, Norðurgötum, Mýrdal. Sérstakar þakkir skulu færðar starfsfólki sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi fyrir frábæra umönnun við Sigurbjörgu síðustu árin. Jón Hjaltason, Guðrún Einarsdóttir, Kristín Hjaltadóttir, Sigriður Hjaltadóttir, Sæmundur Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Grýtubakka 20, Reykjavik, Torfhildur Þorleifsdóttir, Gunnar M. Gunnarsson, Ásta M. Gunnarsdóttir, Valdís R. Gunnarsdóttir, Eyrún A. Gunnarsdóttir, Tryggvi Þ. Gunnarsson, Einar Gunnarsson, Jóna B. Gunnarsdóttir, Björn R. Gunnarsson, og Jóna Arnórsdóttir, Herbert Ólason, Björn T. Hauksson, Baldur Ó. Svavarsson Elín Höskuldsdóttir, barnabörn. + Vinum fjölskyldunnar, vandamönnum og samstarfsfólki þökkum við samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför HARALDAR STEINGRÍMSSONAR rafvirkja, Hvassaleiti 127. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er glöddu hann með heim- sóknum í veikindum hans. Þyri Gísladóttir, Steingrimur V. Haraldsson, Alma Birgisdóttir, Guðni Á. Haraldsson, Stefanfa Jónsdóttir, Fríða Sigrún Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason, Guðrún Steingrímsdóttir, Már Egilsson, Margrét Steingrimsdóttir, Gunnar Árnason, Rannveig Steingrímsdóttir, Ásta Steingrímsdóttir, Þór Steingrimsson, Magnea Þorsteinsdóttir, Tryggvi Steingri'msson, Ásta Karlsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.