Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 22

Morgunblaðið - 04.10.1989, Page 22
Hafrannsóknastofriun: Bæjarstjórn vill hluta starfseminnar norður fleitar umræður um ráðningu forstöðumanns á Skjaldarvík „í tilefni af stofhun sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri skorar bæjarstjórn Akureyrar á Hafrannsóknastofhun að koma á fót starfsemi á vegum stofnunarinnar á Akureyri. Jafnframt er bæjar- stjóra falið að taka upp viðræður við stofhunina um þetta mikilvæga mál.“ Svohljóðandi tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær. í máli bæjarfulltrúa kom fram að þeir fögnuðu tillög- unni og vonuðust til að hún fengi hraða og jákvæða umfjöllun hjá stofnuninni. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagðist vilja sjá Akureyri sem miðstöð á sviði kennslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs. Allheitar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar um ráðningu for- stöðumanns dvalarheimilisins Skjaldarvíkur. Sex umsækjendur voru um stöðuna og mælti öldrunar- ráð með því að Karólína Guðmunds- 'dóttir yrði ráðin til starfans. Sigurð- ur Jóhannesson (B) varpaði fram þeirri fyrirspurn á fundinum hvort um pólitíska ráðningu meirihlutans í bæjarstjórn hefði verið að ræða. Áslaug Einarsdóttir (A) formaður öldrunarráðs sagði engan ágreining hafa orðið í ráðinu varðandi þessa ráðningu, mælt hefði verið með konu sem mikið hefði starfað að öldrunarmálum og hefði innsýn í þau mál. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) sem einnig á sæti í öldrunar- ■ráði sagði að þegar fjallað var um málið á fundi öldrunarráðs hefði forstöðumaður öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar mælt með öðrum umsækjanda í starfið og hefði hún stutt tillögu hans. Formaður öldr- unarráðs hefði þá tjáð fulltrúum í öldrunarráði að meirihluti öldrunar- ráðs styddi Karólínu og hefði hún því ekki viljað að upp kæmi ágrein- ingur í ráðinu. Björn Jósep Arnviðarson (D) sagði fráleitt að um einhver hrossa- kaup hefði verið að ræða eins og ýjað væri að og um væri að ræða vægast sagt villandi upplýsingar héldu menn slíkt. Gísli Bragi Hjart- arson (A) minnti menn á nýlega samþykkt jafnréttisáætlunar og sagði ánægjulegt að farið væri að vinna eftir þessari samþykkt. Sig- urður Jóhannesson tók aftur til máls og sagði að ekki hefði verið farið eftir tillögu . forstöðumanns öldrunarráðs, hinn faglegi grunnur við val á umsækjendum hefði ekki verið hafður að leiðarljósi við endan- legt vál heldur hefði andi jafnrétt- isáætlunar svifið yfir vötnum. Þessu mótmælti Björn Jósep Arnviðarson harðlega og sagði menn hafa full- komna vissu fyrir því að sá umsækj- andi sem hæfastur var talinn hafi orðið fyrir valinu og hefði hann ekki verið valin undir yfirskyni jafn- réttisáætlunar. Sigurður Jóhannesson óskaði eft- ir að greidd yrðu atkvæði í bæjar- stjórn um umsækjendurna sex, en féll síðar frá þeirri beiðni. Málinu lyktaði á þann veg að tíu bæjarfull- trúar greiddu atkvæði með því að Karólína yrði ráðin í starf forstöðu- manns, en Sigurður var á móti. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bæjarstjórn Akureyrar hefúr skorað á Hafrannsóknastofnun að hún komi á fót starfsemi á sínum vegum á Akureyri og er áskorunin tilkomin vegna stofnunar sjávarútvegsdeildar við Háskólann á Akur- eyri. Á myndinni er rannsóknarskipið Árni Friðriksson á siglingu á Akureyrarpolli. Félagsmálastofiiun: Hugsanlegt að sækja þurfi um auka- flárveitingu vegna flárhagsaðstoðar 68,9% ráðstöfunarfiár búin í júlílok HUGSANLEGT er að Félagsmála- stofnun Akureyrar þurfí að sækja um aukafjárveitingu vegna fjár- hagsaðstoðar sem stofnunin veitir einstaklingum. Á Qárhagsáætlun yfírstandandi árs voru sex milljón- ir króna ætlaðar til fjárhagsað- stoðar og nú þegar liðnir eru níu mánuðir af árinu er stærri hluti þess Qár búinn en eðlilegt er mið- að við tíma. Guðrún Sigurðardóttir, deildar- stjóri ráðgjafardeildar Félagsmála- stofnunar, sagði að nú í ár hafi ívið fleiri skjólstæðingar leitað eftir fjárhagsaðstoð til stofnunarinnar en á síðasta ári. „Þetta hefur verið í þyngri kantinum hjá okkur varð- andi fjárhagsaðstoðina og stærri hluti þess fjár sem við höfum til ráðstöfunar er búinn ef við miðum við tíma,“ sagði Guðrún. í lok júlí var búið að ráðstafa 68,9% af því fé sem stofnunin hefur til ráðstöfunar á árinu, en fjárveit- ing vegna fjárhagsaðstoðar var á þessu ári sex milljónir króna. Guð- rún segir hugsanlegt að sækja þurfi um aukafjárveitingu vegna þess hve gengið hafi á það fé sem stofnunin hefur til umráða. „Við ætlum að bíða örlítið og sjá til hveiju fram vindur. Það skiptir miklu máli hvernig atvinnuástandið er og ef til að mynda stórum vinnu- stað er lokað, þá kemur bylgja hjá okkur,“ sagði Guðrún. Það hvernig ástandið yrði á vinnumarkaði fram til áramóta skipti mestu um það hvort sækja þyrfti um aukafjárveit- ingu. „Við búumst jafnvel við því að þurfa að sækja um aukafjárveitingu og ég tengi það atvinnuástandinu og þeirri láglaunastefnu sem virðist vera ríkjandi í þjóðfélaginu." Guð- rún sagði að stærstu hópar þeirra sem sæktu um aðstoð væru annars vegar öryrkjar og hins vegar ein- stæðir foreldrar. „Ástæðan er ein- faldlega sú að tekjurnar duga ekki til framfærslu. Einnig koma stund- um til tímabundnar ástæður eins og veikindi eða áföll af ýmsu tagi, sem fólk hefur ekki Ijárhagslegt bolmagn til að standast." Svæðisþing Zontakvenna í Reykjavík: Rætt um stöðu konunn- ar í nútímasamfélagi DAGANA 5. til 7. október verður í Reykjavík svæðisþing Zonta, sem eru alþjóðasamtök kvenna með svipuðu sniði og Rotary. Is- land er á 13. svæði ásamt Dan- mörku og Noregi og eru svæðis- fúndir annað hvert ár til skiptis í löndunum. Fundurinn í Reykjavík nú er að því leyti sérstæður að þá verður nýr klúbbur, Zontaklúbburinn Embla í Reykjavík, formlega tekinn i sam- IBM á íslandi ásamt sjö af helstu samstarfsaðilum sínum kynna dagana 4.-6. okt. þann hugbúnað sem sérstaklega er þróaður fyrir hina fúllkomnu AS/400-tölvu frá IBM og hina miklu undirbúnings- vinnu sem liggur að baki hönnun- .« ar hugbúnaðar fyrir hana. Sýnendur eru: Almenna kerfis- tökin og kemur af því tilefni til Is- Iands Ruth F. Walker, forseti al- þjóðasamtakanna. í alþjóðasamtök- um Zonta eru 35 þúsund fulltrúar úr ýmsum stéttum, tvær úr hverri stétt í hverjum klúbbi, í yfir þúsund klúbbum í meira en 50 löndum. Þingið munu sækja um 140-50 fulltrúar, sem koma til Reykjavíkur og hittast á fimmtudagskvöld á Hótel Loftleiðum, þar sem fundir verða haldnir. Á föstudagsmorgun fræðistofan, IBM, Islenskt hugvit, Kerfi hf., Pegasus, RT — Tölvu- tækni hf., Sinna og Strengur og Þróun — tölvu og rekstrarráðgjöf. Sýningin er haldin í Skaftahlíð 24 og er opin miðvikudag 4. okt. kl. 13.00—16.00 og fimmtudag— föstudag 5.-6. okt. kl. 10.00— 16.00. (Fróttatilkynning) mun Gro Ramsten Wesenberg, stjórnarformaður 13. svæðis setja þingið. Þá flytur Kristín Halldórs- dóttir, alþingismaður, erindi um við- fangsefni þessa þings, stöðu kon- unnar í nútímasamfélagi. Strax á eftir munu fulltrúar frá Danmörku og Noregi leggja fram stutta við- bót, áður en viðfangsefnið verður tekið fyrir í hópumræðum. En eftir hádegi leggja hóparnir fram niður- stöður sínar. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur á móti Zontakonunum á Bessastöðum síðdegis. En um kvöldið verður nýja Reykjavíkurklúbbnum Emblu fagn- að með veislu á Hótel Sögu. Laugardagsmorgun verður' nýtt- ur til umræðna um málefni 13. svæðis en síðan haldið til hádegis- verðar út í Viðey, áður en fundi er fram haldið. Um kvöldið munu kon- urnar skipta sér og hittst á heimil- um íslensku kvennanna, en eitt af markmiðum Zonta er einmitt að stuðla að kynnum milli stétta og Ruth F. Walker, forseti Zonta International. þjóða. Viðfangsefni klúbbanna hef- ur frá upphafi verið að auka starfs- gæði og bæta lagalega, stjórn- málalega, íjárhagslega og starf- ræna stöðu kvenna í heiminum. Fyrsti Zontaklúbburinn var stofnaður 1919 og eru klúbbar nú starfandi um allan heim. Á íslandi eru klúbbamir fimm. (Fréttatilkynning) Ráðstefiia um fagmenntun í fiskiðnaði FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaðar- ins, gengst fyrir ráðstefnu um Fiskvinnsluskólann og fagmennt- un í fiskiðnaði næstkomandi fimmtudag. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Holliday Inn í Reykjavík. Hún stendur frá klukkan 10 árdegis til 16 síðdegis með hádegishléi. Ráð- stefnugjald er 500 krónur. Um sjö fyrirlesarar munu flytja erindi á ráðstefnunni. Laus úr haldi en var settur í farbann Útlendingur, sem setið hafði í gæsluvarðhaldi í 10 daga vegna tékkasvika fyrir hundruð þús- unda, var í gær látinn laus úr haidi. I gær var lagt á hann far- bann I Sakadómi Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um fjár- svik, aðallega tékkasvik. Þó munu hafa fundist í fórum mannsins ýmsir aðrir pappírar, sem talið er að hann hafi komist yfir með vafa- sömum hætti. IBM sýnir hugbúnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.